Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1971
16.
Frá Eakifirði. Unnið við götust eypingn.
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 23. okt.
Fer seint af stað
Störfin hjá Alþingi hafa að
þessu sirrni farið seint af stað.
Ljóst er, að ríkisstjómin hefur
enn ekki komið sér saman um
flutning þeirra mála, sem hún
hefur boðað eða a.m.k. etoki unn-
izt tinii til að ganga frá neinum
meiriháttar frumvörpum. Fjár-
lagafrumvarp var að visu lagt
fram, en það er mjög ófullkom-
ið og á eftir að breytast mjög I
meðförum þingsins, því margvís-
leg útgjöld eru þar vanáætluð
og Ijóst, að um geysimiík-
inn hailla verður að ræða, ef
ekki verður gripið til nýrrar
tekjuöflunar.
Er forsætisráðherra flutti
ræðu sina um stefnu nýju stjóm
arinnar bjuggust menn við, að
eitthvað nýtt kæmi fram, en
raunin var sú, að hann las ein-
ungis upp stefnuskrána og
Skýrði hana litilega, svo að
rnenn urðu engu nær um, hvað
tfyrir vinstri stjóminni vekti, og
er raunar llklegast, að ráðherr-
arnir viti það ekki sjálfir.
Forsætisráðherra lagði sig
talsvert fram um að reyna að
s(kýra stefnu stjórnarinnar í ör-
yiggismálum landsins, en þrátt
íyrir langt mál um það efni
tókst honum sízt að gera þá
mynd gleggri.
Þessar tvær fyrstu vikur
þingsins benda ekki til þess, að
rákisstjómin ætli að verða at-
hafnasöm. Þvert á móti bendir
allt til þess, að störf hennar
imuni verða fálmkennd og mál
dragast á langinn. Ljóst er
a.m.k. að enn örlar ekki á neinni
forustu af stjómarinnar hálfu i
þingstörfum.
Ungur maður
kveður sér hljóðs
Þótt þingið hafi farið hægt af
stað, hafa þar þegar orðið all-
snarpar umræður. Jóhann
Hafstein formaður Sjálfstæð-
isflokksins flutti merka ræðu,
sem hefur birzt í heitd hér í
blaðinu, og leið stjórnarsinnum
ekki sem bezt, er hann tuskaði
þá til. Skemmtilegt var lika, er
Hannibal Valdimarsson greip
fæíkifærið í þessari sömu
umræðu til þess að stríða
Ragnari Arnalds. Sá síðar-
nefndi hélt mikla sjáltfsánægju-
ræðu eins og honum er svo tamt.
En efni hennar var raunar ekki
annað en að lýsa yfir stuðningi
Ailþýöubandalagsins við rík-
isstjórnina.
Hannibal kvaddi sér þá
hiijóðs, og hóf máls á því, að
Ihann sæi nú ekki þörf á því,
að flokksforingjar og flofekar
væru að gefa fjálglegar yfirlýs-
ingar um stuðning við rík-
isstjórn, sem þeir sjálfir ættu að-
ildað!
Annars urðu mjög sfeemmti-
legar umræður utan dagskrár,
er Ellert Sehram fevaddi sér
Mjóðs og réðst hressilega gegn
þeirri stefnu rífeisstjórnarinnar
að fylgja albönsku tillðgunni
hjá Sameinuðu þjóðunum, sem
þýðir brottrekstur Formósu úr
samtökunum. Yngsti þingmaður-
inn kveillcti i þeim eldri og tals-
verð spenna varð í þingsalnum.
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra gat ekki stillt sig um að
sneiða að Ellert og byrjaði á þvl
að segja, að honum hefði legið
mikið á að láta til sin heyra, og
Magnús Kjartansson réðst held-
ur dólgslega að nýja þingmann-
inium. En Ellert Schram svaraði
iflyrir sig fullum hálsi og kvaðst
ekkert lláta segja sér fyrir um
það, hvenær hann tæki til máls
á þingi.
Niðurlæging utan
ríkisráðherrans
Þegar Einar Ágústsson tók
við embætti utanríkisráðherra,
var sá uggur iátinn í Ijós hér í
blaðinu, að hann mundi ekki
hafa þrek til þess að standa
gegn ásælni kommúnista og
áhrifum þeirra á öryggis- og
sjálfstæðismál þjóðarinnar. Nú
er því miður komið í ljós, að
kommúnistum hefur tekizt að
snúa rækilega á hann, og hörmu-
legar en nokkurn gat órað fyr-
ir.
Með skipun sérstakrar ráð-
herranefndar til að fjalla
um öryggis- og vamarmál inn-
an ríkisstjórnarinnar hefur
valdið i þeim efnum í raun réttri
verið tekið af Einari Ágústssyni
og fengið í hendur tveim fyrr-
verandi ritstjórum Þjóðviljans
og ötulustu baráttumönnum fyr-
ir því, að fsland verði varnar-
laust, en jafnframt hafa
þeir báðir barizt mjög gegn
dvöl okkar í Atlantshafsbanda-
laginu og viljað varnarsamtök
lýðræðisþjóðanna feig.
Aldrei fyrr í sögunni hefur
ráðherra verið niðurlægður með
þeim hætti, sem nú á sér stað.
Við stjórnarmyndunina var
Einari Ágústssyni faiið að fara
með utanríkismál og þar með
varnarmálin og samskipti við
vamarliðið. Nú hefur þetta vald
verið af honum tekið og sá glæp
ur framinn, sem verstur er allra,
að fela kommúnistum úrslitaráð
í sjálfstæðismálum þjóðarinnar.
Þetta er mesta hneyksli, sem
framið hefur verið, hneyksli,
sem ekki getur þýtt annað en
að geysileg harka færist í ís-
lenzk stjórnmál, þar sem
lýðræðissinnuð öfl munu sllá
skjaldborg um öryggismál
landsins, enda getur eng-
inn maður lengur treyst því, að
ráðherrar Framsóknarflokksins
muni gæta hagsmuna landsins í
þessum örlagaríkustu málum, og
sízt utanríkisráðherra, sem hef-
ur látið kúga sig með svo
hörmulegum hætti.
Viðræður við
Bandaríkin
og NATO
UtanrEkisráðherra hefur marg-
sinnis lýst þvi yfir, að hann
muni eftir áramótin hefja við-
ræður við Bandaríikjastjórn
um varnarmátin og muni leitast
við að kynna sér þau mál öll
sem bezt. Nú er feomið á dag-
inn, að hann á ekki einn að taka
þátt 1 þeirri rannsóka má'Ia,
heldur eiga Þjóðviljaritstjóram-
ir fyrrverandi að vera aðilar að
þeim má’lum. Ekki er furða þó
að menn spyrji, hvort líklegt sé
að Bandaríkjastjórn og for-
ustumenn Atlantshafsbandalags-
ins verði ginkeypt fyirir því að
ræða öryggismáil NATO við
kommúnista og þar á meðal
þann íslending, sem dyggilegast
hefur stutt öll verstu ofbeldis-
öfl í veröldinni, aMt frá þvi
hann sat á skólabekk.
Vinstri stjórnin var sannar-
lega búin að skaða álit íslands
á alþjóðavettvangi nægilega með
fljótræðislegum yfirlýsingum við
stjórnarmyndunina, en fregnin
um, að kommúnistum hafi verið
falið úrslitavald í utanrikismál-
um er hneyksli, sem vekja mun
mikla athygli og gera það að
verkum, að íslendingum verður
hvergi treyst.
Sjálfsagt hefur Einar' Ágústs-
son haldið, að nefnd sú, sem hér
um ræðir, yrði leyninefnd. Hann
gæti sagt við Magnús Kjartans-
son og Magnús Torfa Ólafsson
það, sem þeir vildu heyra, en
síðan sagt við viðmælendur sina
hjá Atlantshafsbandálagimi það,
sem þeir vildu heyra, en þann
leik hefur hann leikið frá því
að hann tók við embætti utan-
ríkisráðherra að þykjast ætið
vera sammála þeim, sem hann
ræðir við.
En auðvitað sneru kommún-
istar á hann, lika í þessu efni.
Þeir létu það síast inn í Þjóð-
viljann, að þeir væru teknir við
öryggismálunum. Að vísu var Mí
ið fara lítið fyrir fréttinni, en
henni þó komið á framfæri,
Einari Ágústssyni til háðungar
og þjóðinni til hneisu á alþjóða
vettvangi.
Kommúnistar kunna vinnu-
brögðin hér eins og annars stað-
ar. Þeir hafa nú fangað Einar
Ágústsson, og ekki verður séð,
hvernig hann getur brotizt úr
þeirri gildru, sem hann situr
fastur í. Raunar er ljóst, að
hann hefur ekki tM að bera
þann manndóm, sem nú þyrfti
svo sannarlega á að haida, þann
manndóm að taka á ný í sínar
hendur það vald, sem hann á að
hafa og neita öllu samstarfi við
kommúnista um utanríkismálin,
en þiggja tilboð lýðræðissinna
um þátttöku í viðræðunum um
varnarmálin.
En það er ekki einungis í við-
ræðunum um öryggismálin, sem
málstaður Islands hefur beðið
mikinn hnekki. Öll barátta okk-
ar í sambandi við útfærslu land-
helginnar verður líka miklu erf-
iðari, eftir að slík hneyksli
hafa gerzt og enginn getur leng-
ur borið snefil af virðingu fyr-
ir uitanrikisráðherra landsins
eða rikisstjórninni. Hætt er þess
vegna við, að landhelgismálinu
sé nú stefnt í miklu meiri hættu
en menn fram að þessu hafa
haldið, og á því ber sá maður
ábyrgð sem sízt skyldi, sjálfur
utanríkisráðherra.
Stuðningur við
*
Einar Agústsson
Eins og lesendur Morgunblaðs
ins vita, hefur blaðið mjög stutt
Einar Ágústsson í tillögum
hans til þess að vinna íslend-
ingum fylgi á erlendri grund í
landheligismálinu. Blaðið vildi
trúa því, að Einari Ágústssyni
mundi auðnast að halda vel á
utanrikismálum landsins, miðað
við þær aðstæður, sem hann
verður að starfa við og eru
vissulega ekki geðslegar. Blað-
ið gékk svo langt að segja í rit-
stjórnargrein, að utanríkisráð-
herra hefði staðið sig „prýðilega"
í viðræðunum I Bretlandi en
síðar kom á daginn, að Morg-
unblaðið tók heldur stórt til
orða, en látum það liggja á milli
hluta.
Staðreynd málsins er, að hér
í blaðinu hefur allt verið gert
sem unnt hefur verið til þess að
styðja utanríkisráðherra og
lýðræðissinnar hafa mjög fagn-
að því, að tilburðir Lúðvíks
Jósepssonar til þess að Mta ljós
sitt Skína í landhelgismálinu
hafa ekki borið árangur, jafnvel
þótt Tíminn hafi stubt hann í
þeirri viðleitni og þannig rýrt
hlut Síns eigin ráðherra, Einars
Ágústssonar.
En nú hefur kommúnistum
tekizt að ná slíiku tangarhaldi á
utanríkisráðherra, að þess verð-
ur ekki langt að bíða, að þeir
kaffæri hann Mka í landhelgis-
málinu og sýni hverjir það eru,
sem með völdin fara í
rikisstjórn íslands, ekki einung-
is í veigamestu atvinnumálum
heldur líka í utanrikismálum.
Það er þess vegna ekki lítil
ánægja í öllum rússnesku sendi
ráðsbyggingunum í Reykjavík.
Iðja þeirra, sem þar starfa, hef
ur borið rífeulegan ávöxt. Þeir
skipuleggja störf kommúnista
hér, auk þess sem þeir vinna að
njósnum. Og þeir kunna sitt
starf út í yztu æsar, einmitt að
niðurlægja menn á þann veg,
sem nú hefur verið gert með Ein
ar Ágústsson, þá er eftirieikur-
inn auðveldari.
Ógnanir Rússa
Hér í blaðinu var fyrir
skömmu skýrt frá grein, sem
birtist í bandaríska tiimarit'nu
Time, um herstyrk Rússa á Norð
urhöfum. Þar var það rakið, hve
glifuriega áherzlu Rússar hafa
að undanförnu lagt á að byggja
upp herskipa- og kafbátaflota
sinn á Norður-Atlantshaíi, enda
augljóst mál, að þeir leggja nú
megináherzilu á yfirráð á höfun
um umhverfis island. Hvert
mannsbarn veit, að hér er verið
að auka þrýstinginn jafnt og
þétt, og þá er ekki ónýtt að
hafa í ráðherrastóíum á ís-
landá ýmist kommúnista eða svo
ístöðulitla menn, að kommúnist-
ar geti komið fram vilja sínum
gegn þeim, jafnvel í sjálfum ör-
yggis- og sjálfstæðismálum
landsins.
Sumum kann að finnast, að
hér sé nokkuð Ojúpt tekið i ár-
inni, en því miður verður ekki
hjá því komizt, því að menn
verða að gera sér grein fyrir
hinni uggvænlegu þróun, áður
en það er um seinan.
Á tímum fyrri vinstri stjórn-
arinnar var kommúnistum að
sjálfsögðu haldið algjörlega ut-
an við allar umræður um örygg
ismál landsins, og létu þeir sér
það lynda. Nú á ekki að sýna
neina litilþægni heldur að vinna
markvisst að því að gera Isiand
varnarlaust — og síðan getur
hver og einn velt því fyrir sér,
hver yrðu næstu skrefin af
hálfu Rússa og bandamanna
þeirra hér á landi.
Engan gat órað fyrir hvi, er
vinstri stjórnin var mynduð, að
kommúnistum yrði svo skjótt
ágengt í iðju sinni og þeir
mundu komast jafnlangt og raun
in hefur á orðið. Þess vegna
verða lýðræðissinnar í öiluhi
fjórum lýðræðisflokkunum að
vakna til vitundar um skyldu
sína gagnvart sjálfstæði og ör-
yggi landsins og hefja ötula bar
áttu á öllum sviðum þjóðlifsins
til þess að hindra þá ógæfu, sem
nú er stefnt út í. Ekki einungis
í öryggismálunum heldur líka
að því er landhelgismálið varð-
ar. Við erum að verða að við-
undri á alþjóðavettvangi, og ráð
herrarnir eru svo ístöðulausir,
að kommúnistar koma fram öllu
þvi, sem þeir vilja innan rikls-
stjórnarinnar, á því leikur eng
inn vafi lengur.
Auðvitað ætla þeir Einar
Ágústsson og Ólafur Jóhannes-
son sér ekki að stefna að þvl,
að Islendingar einangrist gjör-
samlega frá öðrum lýðfrjálsum
þjóðum og verði jafnvel að bráð
þeim ofbeldisöflum, sem þjarma
nú að okkur úr öllum áttum, en
hitt er Ijóst, að þeir hafa ekki
manndóm til að standa gegn
ásælni kommúnista, og þess
vegna verður þeirn aldrei treyst
héðan í frá.
Ætti að
segja af sér
Að framan var að þvi vikið,
að Einar Ágústsson gæti bjarg
að miklu með því að taka aftur
í sinar hendur vamarmálin og
neita samstarfi við kommúnista;
samhliða gæti hann tekið upp
samráð við lýðræðisflokkana.
Því miður eru litlar líkur tii
þess, að utanrikisráðherra sýni
þennan kjark. Hann hefur látið
svinbeygja sig með þeim hætiti,
að þess er ekki að vænta héð-
an í frá, að hann haldi af mann
dómi á sjálfstæðismálum lands-
ins.
Einar Ágústsson á raunar ann
an kost til að bjarga heiðri sín
um, þ.e.a.s. að játa yfirsjón síná
og biðjast lausnar, en sjálfsagt
hefúr hann heldur ekki þrek tii
þess, heldur mun hann dröslast
áfram með kommúnista á báðar
hliðar og láta teyma sig til eins
ógæfuverksins af öðru. Það er
þebta, sem íslenzka þjóðin á eft
ir að horfa á næstu vikur og
mánuði, hvað svo sem framtíðin.
kann að bera í skauti sinu.
Vinstri stjórnin hefur kastað
hanzkanum og nú verður barizt
gegn henni, þár til yfir lýkur.