Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 17
MORCWNBLABIB, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1971 17 þátt I hinu æðisgengna kjarri- orku vopn aka pphla u pi stór- veldanna. Þar fsmir utan liitu Kínverjar svo á, að hug- takið „stórveldi", þar sem í hlut ættu Bandaríkjamenn og Rússar, þýddi það fyrst og fremst, að þessi ríki héldu uppi vopmaskaki og ofbeldi gagnvart smærri rikjum til þess að ná og viðhalda sérstök um áhrifasvæðum. Kínverjar bentu síðan á hin ýmsu riki, sem þeir vildu bera sig saman við og hafa samvinnu við og segir Benn, að þar á meðal hafi verið riki, sem búi við stjórnarfar, er sé stjórnmálafræðilega algerlega andstætt Pekingstjórninni. Þessi samskipti finnst honum í mótsögn við þann boðskap kínverskra kommúnista að flytja beri byltinguna til ann- arra landa. Kveðst Benn bíða þess með eftiirvæntingu að sjé, hvernig Pekingstjórnin hagi störfum sínum á vettvangi Sam einiuðu þjóðanna. Eftir að hafa rætt við klnverska forystu- menn og kynnzt hugsunarhætti þeirra, er hann bjartsýnn um, að hún Vinni þar með jákvæð- um hætti. Loks hvetu.r Wedgewood Benn tii auikinna samskipta og skipti- heiimisókna vestrænna manna og Kinverja — og þá ekki aðeins tækni- og kaupsýslu- manna, heldur einnig stjórn- mála-, blaða-, vísindamanna, kennara, verkalýðsleiðtoga og annarra, sem þátt geta átt í því að stuðla að auknum skilningi og samskiptum hins vestræna hoims og f jölmennasta ríkis ver aldar. Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um: TÓNLIST Sinfóníutónleikar - Hjálp raBsnpaia son og Sigríður Hagalín bæta á sig nýjum „týpum“, sem for eldrar stúlkunnar. Þriðja ætt- liðinn skulum við ekki nefna.... — Hvemig verkar þetta á ykfcur, spurði hver leikarinn af öðrum, leikstjórinn Pétur Einarsson og leikhússtjórinn Sveinn Einarsson í leikhléi, þegar allir söfnuðust upp í kaffistofuna, til að fá sér brauðsneið og tesopa. Það var ekki laust við að svolítils kvíða gætti I röddinni. Ef við — fyrstu gestimir á þessari sýningu — þyldum það sem fram færi á sviðinu, þá ætti að vera óhætt að sýna það öðr um Reykvíkingum á frumsýn- ingu. En erlendis hefur þetta leikrit víða fengið skeilli eftir frumsýningu. Sumir jafnvel viljað banna það. En alltaf hefur það lifað af reiðiölduna og á endanum þótt gott Stykki, sem gekk vel og margir vildu sjá. ÓHÆGT væri að reka tónleika hald án þess að bera jafnframt út lofsyrði um þátttakendur með löngum fyrirvara. Slíkt er edn- göngu eðlileg upplýsingastarf- semi. Þetta getur samt orðið býsna óþægilegt, þegar um er að ræða fólk með langan frægð- arferil fram undan, þegar tæki- um, þvS ekki er eins víst, að hið sama fölk eigi jafn mikinn frægð arferil framúndan, þegar tæki- færi gefst tál að sannreyna rykt- ið. Þegar Mildred Dilling lék hörpukonsert Handels á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar sl. fiimmtudagskvöld, heyrðu á- heyrendur ýmiss konar ó- nákvæmni og „impróvíseringar" og úrfeWingar, sem stönguðust á við auðheyrileg, kunnáttusam- leg tilþrif einleikarans — auk þess, sem reynslan stangaðist á við þá vissu áheyrandans, að hér væri hann að hlýða á eina fræg- ustu hörpuleikkonu veraldarinn- ar. Sem betur fer gafst annað tækifæri til að heyra leikkon- una, þ.e. I Inngangi og Allegro eftir Ravel', sem skildi eftir held- ur ánægjulegri áhrif. Dýpstu spor tónleikanna áttu þættlmir þrir úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Berlioz. Stjórnand- inn, George Oleve, hefur þegar sýnt, hve lagið honum er að yf- irvinna „tregðuiögm'álið" og fer hljómsveibina tit að spenna hverja tækn.ilega taug til hi«& ítrasta. Hin fi'umlega og litríka músík Berlioz með „Mab drottn- ingar-saherzóið" í fararbroddi naut sin veL Lokaverk tónleikanna v"ar 7. sinfónía Beethovens. Tempi voru öll í hraðasta lagi, svo að hrynj- andi t.d. fyrsta þáttar missti snerpuna og mústkin anaði áfram án þess að ná sinu ómót- stæðilega flugi. Lax frá Grænkmdi i ALASUNDI: Vélbáturinn „Hindholmen“ frá Vartadal er á leið til Noregs með um 50 tonn af laxli f rá Grænlandi. Veiðin hófst 5. ágúst, og „Hindihiolm'en“ er fyrstur n'nu Sbáta sem fær fullfermi. Fleiri bátar hafa ekki fengiið veiði- i leyfl og friðunartiminn hefst 1. desember. ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN SENDIBILUNN SEM SÍÐAST BREGST VOLKSWAGEN SENDIFERÐABÍLLINN sameinar notagildi, góðan smekk og fallegt útlif — Ríó tríó Framhald af bls. 10. ania og er nokkuð fjölbreyttur í efnisvali og yrkir það vel, að þess vegna gæti hann ver- ið þingmaður. Tómlistin og söngurinn koma vel til skila í stereoinu, og er sérstaklega eftirtektarvert, hvað Ríó hafa náð miklu valdi á samsöng og röddun, þótt konsertplatan hafi að því leyti verið meira afrek, að þá var ekki hægt að hlaupa aftur inn í stúdíóið ef eitthvað fór úrskeiðis. Plötuhulstrið er eiginlega 6 blaðsíðna bók með myndum af hinu og þessu, en þó aðallega af þeim Helga Péturssyni, Ól- afi Þórðarsyni og Ágústi Atla- syni á ýmsum aldri og í ýms- um stellingum. Hér er um að ræða ágæta plötu, sem þó er á engan hátt neitt brautryðjendaverk. Haukur Ingtbergsson. Eldur í hæli HONESDALE: 15 aldraðir sjúklingar á hjúkrunarheimili fórust í eldsvoða í Honesdale í Pennsylvaníu. Ein hjúkrun- arkona kams't iífis af. Börn farast LINCOLN: Fjögur börn á aldrinum þriggja til átta ára biðu bana í eldsvoða í tveggja hæða húsi í Lincoln í Ne- braska. Þrennt bjargaðist. MARGVÍSLEGAR ENDURBÆTUR HAFA VERIÐ GERÐAR Á 1972 ÁRGERÐINNI Kæliioftsristar fyrir vél hafa verið stækkaðar. Lögun hjólaskála að framan hefur verið endurbætt til að auka spyrnu framhjóla í aur og snjó, — og minnka skvettur frá hjólum á framhurðir. Óbeinni loftræstingu hefur verið komið fyrir. Nú er hægt að fá ferskt loft inn, án þess að opna rúðu. Afturstuðari hefur verið færður upp, — og veitir aukið öryggi. Afturljósasamstæða hefur verið stækkuð. Engin hætta á, að þeir, sem aka fyrir aftan, ruglist á hemlaljósum og stefnuljósum. Dyralæsingar á farangursrými hafa verið endurbættar. V.W. sendibílar eru nú fáanlegir með stærri vél — 74 ha, 1700 rúmsentimetra, — sem þýðir minna álag og meiri endingu vélar. Hvers vegna ekki að sameina notagildi og þægindi í sendiferðabíl? Það auðveldar duglegum bílstjórum starfið og eykur af- köstin. — Bílstjórahúsið er útbúið þægindum fólksbílsins. - KOMIÐ - SKOÐIÐ OG KYNNIST VOLKSWAGEN SENDIFERÐABÍLNUM SENDIBÍLLINN SEM SÍÐAST IBREGST HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.