Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLM>IÐ, SUiNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1971
Útg«fandí hf. Arvakur, Rsykjavík.
Framkvæmdaatjóri Haraldur Svainsson.
Rilttjórar Matthfas Johannaasen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Aðatoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Augiýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, slmi 10-100
Auglýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80.
Álkriftargjald 190,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
OLGA I
FRAMSÓKNARFLOKKNUM
Cl. fimmtudag skýrði Þjóð-
^ viljinn frá því, að sett
hefði verið á stofn sérstök
ráðherranefnd til þess að
fjalla um vamarmálin og
tveir ráðherrar settir til þess
að hafa þau mál til meðferð-
ar ásamt utanríkisráðherra. 1
gær hafði Tíminn, málgagn
utanríkisráðherra, ekki séð
ástæðu til þess að gera les-
endum sínum grein fyrir
þessari einkennilegu ráðstöf-
un. Þessi þögn Tímans talar
sínu máli.
Fregnin um skipun ráð-
herranefndarinnar hefur vald
ið mikilli ólgu innan Fram-
sóknarflokksins. Stór hluti
Framsóknarflokksins er al-
gerlega andvígur þeirri
stefnu, sem ríkisstjórnin hef-
ur markað í öryggismálum
þjóðarinnar, en þetta stuðn-
ingsfólk Framsóknarflokksins
hefur þó treyst því, að ekki
yrði gripið til fljótfærnis-
legra aðgerða í vamarmálum,
þar sem þau mál heyri undir
varaformann flokksins. Frétt-
in um skipun ráðherranefnd-
arinnar og skerðingu á valdi
utanríkisráðherra í varnar-
málunum, hefur valdið því,
að þessi hluti Framsóknar-
fiiokksins stendur nú á kross-
götum. Framsóknarmenn,
sem vilja tryggja öryggi lands
síns, spyrja sjálfa sig hvað
valdi þessari furðulegu nefnd-
arskipan og þeir hafa engin
svör fengið enn.
Ekkert af því, sem ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar
hefur gert til þessa, hefur
valdið jafn miklum ugg hjá
almenningi og sú athöfn að
veita kommúnistum lykilað-
stöðu í meðferð öryggismála
þjóðarinnar. Þess vegna kom-
ast forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra ekki hjá því að
gefa einhverjar skýringar.
Þjóðin á heimtingu á þeim.
Hvernig eru reglurnar?
T fjárlagaræðu sinni komst
1 Halldór E. Sigurðsson
svo að orði, að ríkisstjómin
hefði samþykkt reglur um
kostnað við utanfarir ráð-
herra, en áður hefðu slíkar
reglur ekki verið í gildi fyrir
ríkisstjórnina í heild. Ekki
fór hann nánar út í það, í
hverju þessar nýju reglur
væra fólgnar, og er þeirri
Ósk'hér með beint til hans, að
hahn skýri frá því.
Ekki verður komizt hjá
því að áfcelja það hjá fjár-
„málaráðherra, er hann segir,
að engar reglur hafi áður
verið um utanfarir ráðherra.
Hér fer ráðherrann rangt
með, og er það þó með ólík-
indum, eins kunnugur og
hann er fjárreiðum ríkis-
sjóðs til margra ára. En öll-
utm getur að sjálfsögðu yfir-
sézt. Hið rétta er, að fyrir
nokkrum áram vora settar
fastar reglur um dagpeninga-
greiðslur til ráðherra eins og
annarra starfsmanna ríkisins,
sem ferðuðust erlendis. Jafn-
framt var af tekinn sá siður,
*éem viðgengizt hafði, meðan
Framsóknaiflokkurinn fór
með stjóm fjármála, að ráð-
herrar, þingmenn og ýmsir
æðstu embættismenn ríkisins
gætu tekið eiginkonur sínar
með sér til útlanda og látið
ríkið borga brúsann. Ríkið
greiddi því aðeins ferðakostn-
að eiginkvenna ráðherra, að
þeir væra boðnir í opinbera
heimsókn til útlanda með
konum sínum.
Hins vegar brá svo við, er
vinstri stjórn var aftur tek-
in við völdum í sumar, að þá
voru á ný hafnar greiðslur úr
ríkissjóði á fargjöldum eigin-
kvenna þingmanna þeirra, er
kusu eð hafa þær með sér, er
þeir sóttu fund Alþjóða þing-
mannasambandsins í París. Á
það var þó ékki minnzt í fjár-
lagaræðu nú eins og menn
geta skilið.
Athyglisvert er, að í tveggja
klukkustunda ræðu nýs fjár-
málaráðherra skuli svo fátt
finnast fréttnæmt, að í út-
varpi var a.m.k. tvisvar og í
sjónvarpi einu sinni frá því
sagt í örstuttum frásögnum,
að í fyrsta skipti hefðu verið
settar reglur um utanfarir
ráðherra Með þessu var sýni-
lega verið að reyna að lappa
upp á ræðuna, en til lítils
kom, því að hér fór fjármála-
ráðherra með rangt mál eins
og fyrr var frá greint.
Hirðskáld á heimaslóðum
\ sjötugsafmæli Kristmanns
Guðmundssonar er ekki
ur vegi að minna á þann
kjark og dug, sem ýmsir ís-
Iienzkir rithöfundar hafasýnt
með því að hasla sér
völl á erlendum vettvangi.
Kristmann Guðmundsson fór
ungur að árum úr fiásinninu
hér heima, náði tökum á
PQINTS OF VIEW
,
Sir.—Ic^iaftá ÍK'ís fey ftífe.
Vi iMMigrv ■w-orW
h&m es.twe ta táwmfe iier
i. faer sctloo :<i iiri-.er.» {afe
stoefe m fefer w» »eíífeá>«ir-
n ii,i hf l|v< t>) rawr-e the fooit
resfearces óf ffee *e» fw* tfeaa-
111« larger wiislefi. «fed wStfa
thent tfee tvorlti wfeeline
tnáusfry—iu wfekát Smtlœú
haá a sísniíkam- st«fee—fa»v*
feeen usfat dtaíe^tt) eitmc-
her f«H«nr hrotection policy,
Fyrirsögn úr Scotsman.
BLAÐIÐ Scotsnian í Edinborg
hefur skrlfað mikið um land-
helgásmálið, en þetta frjáls-
lynda blað hefur tekið ein-
dregna afstöðu gegn Islend-
ingum í forystugrein undir
fyrirsögninni „Barizt um
þorsk“. Far segir að áform
íslendinga lýsi ekki aðeins
ósanngirni, þar sem þeir vilji
ekki bíða hafréttarráðstefn-
unnar, heldur verði afleiðing-
ar ráðstafana þeirra meðal
annars þær, að brezkir sjó-
menn missi 50—60% af afla
sínum og að atvinnuleysi
verði í Aberdeen, Grimsby og
Hull. Forskur sé einhver
vinsælasta fæða Breta og
verði munaðarvara, og annað
þorskastrið muni fylgja í kjöl-
farið.
Blaðið bendir á rök Islend-
inga: að þeir vilji vemda
fiskistofninn, að þeir séu smá-
þjóð og byggi afkomu sína að
langmestu leyti á fiskveiðum,
að söguleg dæmi séu um
stærri landhelgi en nú er, ís-
lenzka landhelgin hafi til
dæmis verið 32 milur á 17.
öld, og þeir geti notað hina
milkilvægu herstöð í Keflavík
fyrir peð. Samt segir stoozka
blaðið, að brezka stjómin
verði að hafna röksemdum
Islendimga, hversu sannfær-
andi sem þær tounni að vera
og hversu háværar sem hót-
anir þeirra kunni að vera, því
að krafa íslendinga sé ósvífin
og eigingjöm og mótist af
sérhagsmunasjónarmiðum.
Blaðið bendir á, að eftir
fyrra þorskastríðið hafi önn-
ur rítoi að lokum fetað í fót-
spor íslendinga og fært út
landhelgi sína, en Evrópu-
löndin geti varia farið að
dæmi Islendimga öðru sinni,
þar sem um sé að ræða
hvortoi meira né minma en 50
mílur. Blaðið bendir loks á
það, að fyriirætlanir íslend-
inga hafi vakið „háværa reiði“
í Sovétrikjunum, en „háttvís-
ari reiði" í Vestur-Þýzkalandi.
Brezlka stjómin muni ekki
standa ein í baráttunni gegn
fyrirætlumum Islendinga.
GREIN SVARAÐ
Forystugrein Seotsmans er
svarað í lesemdabréfi nokkr-
um dögum siðar af David
Stevenson, kunniuim forystu-
manni skozkra þjóðernissinna.
Hann bendir á að hungur fari
vaxandi í heiminum og heim-
urirnn hafl ástæðu til að
þakfca Islendingum fyrir að
hafa forgöngu um varðveiziu
fiskisbofnanna, því að um leið
stuðW þeir að varðveizlu
þeitrra fyrir mannkynið. Hann
bendir á hvemig komið er
fyrir hvalveiðum vegna ósam-
komuiags uim verndúnarráð-
stafanir og segir, að þótt Is-
lendingar hafi tjáð sig fúsa
til viðræðna, geti þeir ekki
bara talað og beðið, þangað
til þorskurinn hverfi eins og
hvalurinn.
SKOTAR RÆÐA
LANDHELGINA
Stevenson harmar, að Skot-
ar hafi ekki áhrif á umræður
um þessi vandamál, þótt þeir
hafi svipaðra hagsmuna að
gæta og Islendingar, Færey-
irngar og Norðmenn. I umræð-
uim um aðild að Efnahags-
bandalaginu sé á það bent, að
þótt erlend fistoiskip fái að
veiða í stoozkri landihelgi, geti
Skotar veitt á miðunum við
Noreg, Færeyjar og Græn-
land, en Norðmenn hafi tekið
Skýrt fram að þeir muni ekki
ganga i EBE nema því aðeins
að 12 milna landihelgi þeirra
verði tryggð. Færeyingar hafi
lýst því yfir, að þeir telji sig
eklki skuldbundna af ákvörð-
unuim Dana um inngöngu í
EBE og muni sennilega ekki
gan.ga í bandalagið nema þeir
haldi 12 mílna landhelgi sinni.
Danir séu enmfremur tregir
til að fóma hagsmiuntum
Grænlendinga, þótt þeir hafi
minni sjálfsstjóm en Færey-
ingar. Skotar geti dregið af
þessu þá ályktun, að óhyggi-
legt sé aí þeim að ga-gnrýna
aðra fyrir að varðveita hags-
muni sína og mannikynsins,
þeir ættu heldur að íhuga
hvort þeir ættu etoki að varð-
veita auðlindimar í sjónum
við strendur sínar. „Bara að
Skotar væru eins skynsamir
að gæta hagsmuna simna og
200.000 Islendimgar og 37.000
Færeyimgar,“ segir bréfritari
að lokum.
Sýningu skipulags-
stjómar lýkur í kvöld
norskri tungu og varð þekkt-
ur rithöfundur í Noregi og
víðar um lönd. Bækur hans
hafa verið þýddar á fjölmörg
tungumál og þannig hefur
hann átt merkan þátt í að
kynna land sitt og þjóð og
það mikilvæga hlutverk, sem
íslenzkar bókmenntir hafa
alltaf leikið í þjóðlífi okkar.
Einar Benediktsson segir á
einum stað: Vort land skal ei
vinna með vopnanna fjöld,/
en með víkingum andcns um
staði og hirðir“. Þó að hlut-
verk íslenzkra rithöfunda sé
fyrst og síðast bundið Islandi,
menningu þess og þjóðlífi, er
ekki ástæða til annars en
minnast með þakklæti þeirra
manna, sem hafa lagt land
undir fót eins og hirðskáldin
til forna Einn þeirra er Krist
mann Guðmundsson.
I KVÖLD lýkur sýningunni
„Skipulagi í hálfa öld“, sem
Skipulagsstjórn ríkisins efndi til
í tilefni af 50 ára afmæii fyrstu
skipulagslaganna á íslandi.
Á sýnirigunni eru gamlir og
nýir stoipulagsuppdrættir, sbað-
fest skipulag mairgra kaupstaða
og toauptúna og skipulagstillög-
ur, sem verið er að vinna að.
Sýnd eru líkön af Norðurbæ í
Hafnarhverfi, Garðahreppi, Vest-
mannaeyj um, Sauðárkróki, Sel-
fossi, Hveragerði og Keflavíkur-
höfn og sýnd er tillaga að aðal-
skipulagi Kefiavikur, Njarðvík-
ur og Keflavíkurflugvallar.
Þá eru sýrudar allai: þær tillög-
ur, sema hlotið hafa 1. verðlaun
í þeim Skipulagisisamkeppnum,
sam efnt hefur verið til hér á
landi, en það eru samfceppni
um Fossvog í Reykjavik 1961,
Hafnarfjörð 1962, Akureyri 1963
og Kópavog 1970.
BRIDGE
LOKIÐ er tvímenningsikeppni
hjá Bridgefélaginu Ásuuum í
Kópavogi. Röð efstu para varð
þessi:
1. Páll Hjaltason — Trausfci 3T7
2. Guðmundur — Sigurður 373
3. Magnús — Steingrlmur 372
Sveitakeppni félagsins hefst
mánudaginn 25. október ki. 20 í
FélagsheimiiU Kópav. Þátttatea
tilkynnist í síma 40346. Afch. -að
ófélagsbundtð bridgefólk hefur
einnig rétt til þátttöku.