Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SCNNUDAGUH 24. OKTÖBER 3071 11 Leifur Sveinssoii, logfræðingur: Sendum Rússana heim fyrir lok kjörtímabilsins MEÐ málefnasamningi sinum ákvað núverandi rikisstjóm að iáta fara fram endurskoðun á varnarsamningnum við Banda- riki Norður-Ameríku með það að höfuðmarkmiði, að varnarlið- ið fari héðan í áfömgum fyrir iok kjörtknabilsins, þ.e.a.s. fyrir maílok 1975. Ekkert hefur komið fram um það, að stjómin hafi skipt um skoðun í máli þessu, svo eigi er unnt annað en taka ákvörð- un þessa alvarlega, enda er hún það vissulega. Atburðir þeir, sem gerðust ný- iega í Bretlandi, þegar 105 menn I starfsliði sovézka sendiráðsins urðu uppvísir að njósnum og undirbúningi skemmdarverka i Bretlandi, leiða óhjákvæmilega hugann að því, hvernig hér yrði umhorfs, ef varnarliðið hyrfi héðan fyrir mailok 1975, en eft- 5r yrði hið fjölmenna sendiráðs- lið Sovétríkjanna. Menn hafa löngum velt þvi fyrir sér, hvað aMt þetta lið er að gera hér, og verið litlu nær, hAKKAKÁVAKP Beztu þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig á áttræðis- afmæli mínu með heimsókn- um, skeytum, blómum og gjöfum. Löngum hefir lund mín kiökk leitað á fornar sióðir. Hafið mína hjartans þökk heillavinir góðir. Góðvildin og gjafírnar gleði vekja í hjarta. Fetið veginn farsældai-, framtíð ianga og bjarta. Eiríkur Einarsson, Réttarhoiti, Reykjavík. Skoðið ATLAS FRYSTI- KISTURNAR Skoðið vel og sjáið muninn í ^ efnisvali frágangi ^ tækni litum og formi 1 en nú vili svo til, að í fórum brezkra yfirvalda eru nú skjöl, sem sýna svart á hvítu, hvað lið þetta er að gera hér, og ber utanríkisráðuneyti Islands skylda til að fara þess á leit við brezka utanríkisráðuneytið, að okkur verði afhentur listi yf- ir þá menn sovézka, sem gegna sams konar störfum hér á iandi og hundrað og fimmmenningarn- ir höfðu á hendi i Bretlandi. Tímabilið 1971-^-1975 þarf aft- ur á móti að nota til eftirfarandi: 1. Undirbúa siit á stjórnmála- sambandi við Sovétrikin frá og með 1.6. 1975. 2. Nota þennan fjögurra ára umþóttunartima til þess að finna markaði fyrir aliar þær vörur, sem váð nú fiytjum út til Sovétríkjanna með það að höf- uðmarkmiði, að útflutningur þangað verði úr sögunni 1.6. 1975. 3. Undirbúningur verði hafinn að viðskiptasamningum við aðr- ar þjóðir um innflutning á þeim vörum, sem við m'i Bytjum rnn fiá Sové rikjunum með það fyr ir augum, að inBílutningi frá Sovétríkjunum verði hætt 1.6. 1975. 4. SÖmu ráðstaíanir verði gerð ar gegn þeim ríkjum öðrum, sem eru bandingjar Rússa í Var- sjárbandaiaginu. Enginn maður, Sem hugsar um varnarmáMn af nokkurri al- vöru, iætur sér til hugar koma, að unnt verði að hafa hér sendi- ráðsstarfsmenn járntjaldsrikj- anna-eftir að varnariiðið er far- ið héðan. Það mundi vera svip- að og hafa erlenda hafnsögu- ménn til að taka á móti þeim fjandmannaflota, sem þegar er farinn að æfa sig við austur- strönd iandsins til þess að taka við hlutverki, sem honum er ætl að í hinum nýja málefnasamn- ingi rikisstjórnarinnar. Bezt væri, að járntjaldsmenn tækju með sér heim í austursæl- una þá leppa sína, sem ótrauð- astir hafa reynzt í undirbúningi sinum að selja Rússum landið í hendur varnarlaust, jafnvel þótt sækja yrði þá á rikisráðs- fund. Reykjavík, 15. október 1971. Gáfu gestgjafa pillu og hirtu f jármuni hans bankann, sem Ieyst var út í bítið í gærmorgun. Mál þetta er í rannsókn hjá rannsóknarlögreglun.ni. MAÐUR nokkur, sem verið hafði að skemmta sér í Þórscafé bauð þaðan tveimur körlum og einni konu heim til sín að loknum dans leik í fyrrakvöld. Dvaldist fólk þetta þar við glaum um stund, en er menn gerðust ölvaðir, bauð annar karlinn, sem boðið hafði verið, gestgjafa sínum pillu til hressingar. Upp frá því vissi mað urinn ekki meir í þennan heim. Gestgjafinn vaknaði daginn eftir. Þá voru gestirnir á bak og burt, svo og veski mannsins og 35 hljómplötur, sem hann átti. Allt þetta virtust karlarnir og konan hafa hirt. f veski manns- ins voru m.a. ávisanir. Ein þeirra var að upphæð tæplega 18 þús- und krónur og til greiðslu úr Sparisjóði Skagstrendinga, Höfða kaupstað. Hinar ávísanirnar voru á smærri upphæðir, m.a. 4 þús- und króna ávísun á Verzlunar- Ekið inn undir vörubílspall FÓLKSBÍL var ekið inn undir kyrrstæðan vörubil kl. 17.45 I gær á KeflavíkurflugveM. Ökumaður var íslenzk kona, sem slasaðist, en þó ekki alvar- lega að talið er. Bíllinn, sem lenti undir vörupallinum, mun næstum ónýtur. SlMI 2 44 20 — SUÐURGOTU 10 1 cc 5 s g Q 3 O 26.232 KLST. I þremur árum eru 156% vikur, 1093 dagar eða 26.232 klst. Er þá við það miðað, að éitt þessara þriggja ára sé hlaupár. Þetta er nokkuð langur tími, og margt getui* því skeð. Ef þér veljið KUBA, þegar þér festið kaup á sjónvarpstæki, skiptir þetta yður þó engu máli, vegna þess, að þeim fylgir skrifleg ábyrgð í einmitt þrjú ár, 156% vikur, 1093 daga eða 26.232 klst., og nær sú ábyrgð til allra hluta tækjanna. — 1 þéssu tilliti, sem flestum öðrum, getum við því boðið það, sem aðrir geta ekki boðið. Af þessari ástæðu ættuð þér að minnast KUBA, þegar að sjónvarpskaupunum kemur. Það borgar sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.