Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR OG LESBOK 246. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hrottaskap a-þýzkra landa- „Við lifum á tímum, þar sem styrjöíd er hugsanleg hvenær sem er,“ sagði Haim I Bar Lev, yfirmaður ísraelska hersins, í ávarpi, sem hann ' flutti frammi fyrir deild úr ' stórskotaliði hersins fyrir I nokkrum dögum. Þessi mynd | var tekin við það tækifæri. Spassky hrósar Fischer Belgrad, 29. október AP BORIS Spassky, sovézki heimsnieistarinn í skák, 1 kvaðst hvorki hafa orðið ' „undrandi né þótt mikið til ( um“ sigur Bandarikjamanns- ins Bobby Fischers yfir sov- ézka stórmeistaranum Tigran Petrosjan. Sagði Spassky, að Petrosjan hefði „sigrað sjálf- an sig með eigin hendi“. Spassky eir nú að búa sig und ir að verja heimsmeistaratit- ilinn gegn Fischer næsta vor. Spassky hrósaði Fischer sem „skáksnilJingi tuttugustu aldarinnar ásamt Mikhail ral“. Þegar Spassky var spurð ur að því, hverja hann teldi fimm beztu skákmeistara heimsins nú, svaraði hann, að það væru Fischer, Petrosjan, Larsen, hann sjálfur og Korc hnoi. Vestur-Berlín, 29. okt. NTB alvöru að því að draga úr FYLKISÞIN GIÐ í Vestur- Berlín hefur mótmælt barð- lega atferli austur-þýzkra landamæravarða, en í morg- un frömdu þeir þann hrotta- skap að skjóta til bana mann, sem gert hafði tilraun til þess að flýja til Vestur-Berlínar. Segir í mótmælaorðsendingu fylkisþingsins, að það for- dæmi harðlega slíka grimmd og er þess krafizt, að austur- þýzk stjórnarvöld láti hætta svo árásarkenndum aðgerð- um inni í hjarta Evrópu og reyni í stað þess að vinna af Bretland — EBE: Danir næstir eftir brezku samþykktina Sigri Heaths almennt fagnað á Vesturlöndum Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Bonn, París og Washington, 29. október. NTB-AP. VIÐBRÖGÐ við samþykkt Neðri málstofunnnar um aðild Bret- lands að Efnahagsbandalagimi eru hvarvetna á þá lund, að hún marki timamót í sögu Evrópu. Brann stjórn- laust Dover, 29. október. NTB. HISABÁL, sem kveikt var á klettum við .Dover til þess að halda upp á atkvæðagreiðsluna í Neðri deild brezka þingsins um aðildina að Efnahagsbandalagi Evrópu, varð stjórniaust og læsti sig svo um nágrennið, að kalla varð út brunalið í Dover til þcss að hefta eldinn. Það var Harold McMillan, fyrr- um forsætisráðherra Bretlands, sem kveikti bálið, en hann var forsætisráðherra, er Betland gerði fyrstu misheppnuðu tilraun sína til þess að ganga í Efnahags bandalagið. Stjórnmálamenn í Efnahags- bandalagslöndunum eru einkar ánægðir vegna þess að ákvörðun brezku stjórnarinnar var sam- þykkt með meiri meirihluta en við var búizt. Bent er á að röð- in komi næst að Dönum í sam- bandi við stækkun bandalagsins. Willy Brandt kanslari fagnaði samþykkt Neðri méilstofunnar innilega og gaf í skyn að hún væri Frökkum sérstakt gleði- efni. „Þau nágrannalönd okkar sem hafa talið að Vestur-Þýzka- land væri að fá í hendur of mik- ið efnahagslegt vald verða örugg ari um sig þegar bandalagið hef- ur verið stækkað,“ sagði kansl- arinn. Franska stjórnin birti enga opinbera tilkynningu, en starfs- menn franska utanrikisráðuneyt isins létu í Ijós ánægju með sam þykkt Neðri málstofunnar. For- maður utanríkisnefndar franska þingsins, Jean de Bragiie sagði, að Evrópa yrði voldugri en áð- ur og önnur lönd yrðu að taka meira tillit til Evrópu. í Washington sagði Richard Nixon forseti í yfirlýsingu að að- ild Breta að Efnahagsbandalag- inu markaði þáttaskil í sögu Bretlands og Evrópu. Hann kvað það stefnu Bandaríkjanna að styðja baráttuna fyrir eflingu Efnahagsbandalagsins. Utanríkis ráðhenrann, William Rogers, kallaði samþykktina stórt skref í átt til einingar Evrópu. I London er þó almennt talið að samþykkt Neðri málstofunnar sé aðeins upphaf mikillar bar- áttu, sem muni standa allt næsta ár. Veríkamannaflokkurion undir forystu Harolds Wilsons hefur hótað því að gera aUt sem í hans valdi stendur til þess að vinna gegn stefnu stjórnarinnar með því að berjast án afláts gegn öll- Framhald á bls. 27 spennu. Mótmælaorðsending fylkis- þingsins kom fram um leið og formlegar orðsendingar voru sendar af hálfu Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands. Segir í þessum orðsendingum, að eftirleiðis verði að koma í Framhald á bls. 27 Nefnd frá Kína til New York New York, 29. október NTB KfNVERSKA alþýðulýðveldið tilkynnti í dag U Thant aðal- framkvæmdastjóra að kin- versk sendinefnd yrði send á næstunni til New York að taka sæti Kína á Allsherjarþinginu. Tilkynning um skipan nefndar- innar verðiu- send siðar, að þvi er segir í skeyti frá Chi Peng- fei, starfandi utanrikisráðherra. Skeytið er svar við skeyti sem U Thant sendi til Peking þegar Allsherjarþingið hafði samþykkt upptöku Kína og brottvísun Taiwan. Kina hefur rétt á að taka við formennsku í Öryggis- ráðinu 1. nóvember ef enskt heiti landsins verður skrásett með vilja Pekin gstj órnarimnar. En vilji Kínverjar taka við for- mennskunni verður sendinefnd- in að vera komin íil New York fyrir næsta sunnudag. Ahti Karjalainen Stjórn Karjalainens baðst lausnar í gær Borgarstjórinn í Helsingfors myndar embættis- mannastjórn — kosningar í janúar Flóttamaður drepinn við Berlínarmúrinn mæravarða harðlega mótmælt Akvörðun Sameinuðu þjóðanna ólögleg — segir Formósustjórn Taipei, 29. október, NTB. ÞJÓÐÞING Formósu iýsti því yfir í dag, að ákvörðun Samein- uðu þjóðanma um að láta Kín- verska alþýðulýðveldið fá sæti Kína hjá samtökunum væri ó- gild og ólögleg. Kínverska al- þýðulýðveldið hefði engan lög- legan rétt til þese að koma fram fyrir hönd Kína hjá Sameinuðu þjóðunum og Formósustjórn myndi aldrei viðurkenna þessa ólöglegu ákvörðun Samein.uðu þjóðanna. Helsingfors, 29. október. NTB. AHTI Karjalainen forsætisráð- herra baðst í dag lausnar fyrir sig og stjórn sína vegna ágreiti- ings tveggja stærstu stjórnar- flokkanna, jafnaðarmanna og Miðflokksins, um verð landbún- aðarafurða. Kekkonen forseti fól síðan Teuvo Aura, borgarstjóra Helsingfors, að mynda embættis- mannastjórn, sem situr við völd þar tii fram fara nýjar þingkosn- ingar 2. og 3. janúar á næsta ári. Aura forsætisráðherra sagði í kvöld, að mikilvægasta verkefni bróðabirgðastjórnar hans yrði að gæta hagsmuna Finnlands gagn- vart Efnahagsbandalaginu. Hann gerði ráð fyrir að utanríkisvið- skiptaráðherra Karjalainen- stjórnarinnar, Olavi J. Mattilla, gegndi sama embætti í embættis mannastjóminni. Mattilla er utan flokka, en nátengdur Miðflokkn- um. Stjórn Karjalainens kom til valda í júlí 1970 eftir stjórnar- kreppu, sem stóð í 40 daga og tveggja mánaða valdatíð emb- ættismannastjórnar, sem þá var eins og nú, undir forsæti Aura borgarstj óra. Einin garflokkurinn og Dreifbýlisflokkurinn höfðu unnið mikið á og Miðflokkurinn og kommúnistar tapað í kosning unum í marz 1970 og olli það þessu erfiða stjórnmálaástandi í fyrravor. Stjóm Karjalainens var í upp- hafi stjórn fimm flokka, en kommúnistar fóru í stjórnaramd- stöðu í marz vegna ágreinings um stefnuna í verðlags- og kaup Framhald á bls. 13 T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.