Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971 5 Kvöldvaka Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum verður haldin fimmtudaginn 4. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Hefst kl. 8,30. Kvikmyndasýning frá sumrinu. — Hópsöngur. — Dans. Nemendur skólans fyrr og síðar og gestir þeirra velkomnir. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum. Havana Skólavörðustíg MEDICO: PÍPAN MEDICO: SÍGARETTUMUNNSTYKKTN FARA SIGURFÖR UM HEIMINN. MEDICO: FILTERINN LOSAR YÐUR VIÐ AI.LA SÓSU OG ANNAN ÓÞARFA SEM í TÓBAKINU ER. — LÍTID INN. Hugleiðingar fréttaritara og fréttir úr Skagafirði Bæ á Höfðaströnd 17. okt. Oft hefi ég leitt huga að fréttaþjónustu fjölmiðla úti um landsbyggðina og hvers virði hún sé búandi fólki í borg og bæ, já jafnvel í sveitunum þar sem atburðirnir gerast sem sagt er frá. Ekki ósjaldan hefi ég íengið þakkir og hvatningu frá burtfliuttum héraðsbúum fyrir fréttir að heiman, sem mér finnst þó slælega og of sjald- an gert. Ég vil nú segja þessum kunningjum að fréttir liggja ekki alltaf á lausu. Það er eins og fói'k hrökkvi stundium i kút, eí beðið er um fréttir í blöð, ég tala nú ekki um, ef beðið er um upplýsingar um slys, þá vill eng inn láta hafa eftir sér. Satt er það, að alltaf þarf mikla varúð um fréttaflutning slysa og ekki ósjaldan fáum við ekki að birta neitt, enda sjáum við ekki mik- ið af slysafréttum í blöðum úr sveitum. Ég álít ekki rétt athug að hjá fólki að vilja ekki að slikt sé birt. Við fréttaritarar úti um iand erum bundnir öðrum störfum og vitanlega lí’ka mis- jafnlega upplagðir eða áhuga- samir um slikt, jafnvei nærtæk- ar fréttir fara fram hjá okkur. Við erum nefnilega eins og þið, ^em engar fréttir hafið, ef um er spurt, eða eins og þið, sem ég hefi skrifað eða talað við og beðið um að mér séu sendar al- rnennar fréttir úr byggðarlag- inu. Smávegis árangur hefir þetta borið, en of sjaldan. Frétt ir úr heimahögum eru nefnilega kærkomið iestrarefni, en þessar linur skrifa ég einmitt vegna beiðni um meiri fréttir úr Skaga firði. Og hú reyndi ég að hrista af mér slenið og fór fram í Skaga- fjörð til að hlusta. Hvað er að frétta, spurði ég. Ekki nokkurn skapaðan hlut, var svarið. Og þó er t.d. Steinsstaðaskóli fuLlset inn. Þar er bæði heimavist og heimangöngutilhögun. Verið er að byggja smíðahús við skólann og félagsheiimili er í byggingu rétt hjá. Þarna er gróandi þjóð- Líf, nóg um ungt fólk. Manni virðist því að pil’lan sé ekki mjög mikið notuð þar fremra, enda er þarna kjarnafólk, sem nauðsyn er að beri ávöxt. Það rýkur úr jörðinni á þess- um slóðum enda er ylrækt að aukast. Þrir gróðurhúsabændur eru með nokkur gróðurhús og einn framleiðandi er að bætast við. Manni virðist þarna miklir möguleikar. Verzlun er, starf- rækt af Sveini á Varmalæk, sem veitir góða þjónustu nærliggj- andi byggð. Annars er þarna þéttbýlt og víða myndarlegt heim að líta. Það er raunar svo komið að aðbúnaður á flestum heimilum er að verða sambæri legur því sem gerist í velmegun kaupstaðanna, svo að ekki þarf fólkið að flytja þess vegna úr sveitunum. Ég spurði um heyfeng og væn leika f járins á sl’áturhúsi. Heyskapur gekk yfirleitt vel en er þó eitthvað misjafn eins og alltaf vill vera jafnvel þó góðæri sé. Sláturfé reyndist bet ur en áður þótt ekiki sé vitað um meðalvigt og ásetningur búfjár er meiri en áður, sérstaklega lambalíf. Ég hitti Svein á Varmalæk, sem sagðist vera dag hvern að lóga stórgripum úti á Sauðárkróki. Miryiir mig að hann segðist vera búinn að lóga um 176. Sveinn kaupir nokkuð af þessu þvi að ekki mun hann eiga eins mörg hross og Sigur- mon í Kolkuósi, sem einu sinni var sagt um að hann ætti um 1400 hross, en vitanlega voru það miklar ýkjur. Ég sá nokkum vélakost ná- lægt Reykjafossi. Mér var sagt að þar mundi vera unnið að laxastiga, en ekki hafði ég þar nógu glöggar fréttir. Ég skauzt í Hegranésið, þar eru þeir iangt komnir með bygg ingu félaggheimilis og skóla, sem er í þann veginn að hefja starfsemi. Félagsheimilið mun taka í sæti megnið af búendum hreppsins svo að segja má að þar sé byggt af stórhug og hugs að til framtíðar. Heyfengur var góður í hreppnum og vigt á sláturfé betri en siðastliðið ár; Annars heyrði ég um vigt á þyngsta og léttasta lambi, sem lógað var á Sauðárkróki, en það mun vera 35 kg og 5 kg. Þar er mikill munur afurða. 1 hér- aðinu er nú hvítleitt í fjöllum en rautt á láglendi. Má telja haustið got.t þó að nokkuð hafi verið óstillt. APÓTEK Stúlka óskast. Þarf helzt að vera vön störfum i apóteki. Tilboð með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf óskast send Mbl. fyrir 3. nóvember merkt: „3. nóvember — 3144". Lón úr byggingalúnasjóði Kópavogskaupstaðar Umsóknarfrestur er til 15. nóv. 1971 og eru umsóknareyðu- biöð afhent á skrifstofu bæjarins í félagsheimilinu. Skilyrði til lána úr sjóðnum er m a. 5 ára búseta í bænum, og þeir, sem hafa flesta á framfæri genga fyrir að öðru jöfnu. BÆJARSTJÓRINN. Lokoð vegna ilutnings MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG. OPNUM AFTUR MIÐVIKUDAGINN 3. NÓVEMBER I NÝJU HÚSNÆÐI LÁGMÚLA 5 — „Globtts-húsinu- OG BREYTIST JAFNFRAMT SÍMANÚMER OKKAR I 85811. IGELANDIG PHOTO iHIÍÍ ifflE MATSWIBELUNDJR. Björn. Nýtt steinhús við Sunnuflöt A£ sérstökum ástæðuni er til sölu nýtt steinhús á 1600 ferm. lóð á góðum stað við Sunnuflöt í Garða- heppi. Húsið er um 250 ferm. hæð, sem er skáli, stofur, húsbóndaherbergi, 5 svefnherb., rúmgott eldhús með borðkróki, baðherbergi og þvottaher- bergi. Inn af svefnherb. hjóna er sturtuhað, 2 hand- laugar og sérstakt fataherbergi. Arin í stofu. Harð- viðarinnréttingar. Kjallari er undir húsinu um 150 ferm. og er þar snyrtileg 2ja herb. íbúð o. fl. Sérinngangur er í kjallaraíhúðina. Þá fylgir eigninni bílskúr fyrir 2 bíla, upphitaður og raflýstur. Lóð ræktuð. Ýmis eignaskipti koma til greina, t.d. að taka upp í góða 5—7 herh. sérhæð og jafnvel fleira en eina íbúð í borginni eða Hafnarfirði. Eignin getur orðið laus fljótlega. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALÁN Laugvegi 12. | Sími 24300, utan skrifstofutíma 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.