Morgunblaðið - 30.10.1971, Page 12

Morgunblaðið - 30.10.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971 Læknamiðstöð á Egilsstöðum er nú foklield, en hún er fyrsta læknamiðstöðin á fslandi, sem mótuð hefur verið frá grunni sem slík. Egilsstaðamiðstöðin er teiknuð fyrir tvo lækna og tengd núverandi sjúkraskýli staðarins með tengibyggingu. Læknamiðstöðin er tvær hæð- ir og er hvor hæð 360 ferm., en samtals er nýtanlegur gólfflöt- ur brúttó að fermetratali 588. Morgunblaðið átti nú fyrir skömmu viðtal við arkitektana, sem mótað hafa þessa læknamið stöð. Þeir eru Manfreð Vil- hjálmsson og Þorvaldur S. Þor valdsson, en hjá þeim á stof- unni starfar Kjartan Á. Kjart- Likan af byggingunum á Gálgás. Læknamiðstöðin er efst til vinstri og þar fyrir neðan íbúðarhúsnæði, þá elliheimili, sam- sett úr litlum byggingaeininguni og lengst til liægri er kirkjan. Læknamiðstöö á Egilsstöðum; Eykur öryggi íbúa á Héraði Spjallað við arkitektana, sem mótað hafa læknamiðstöðina, þá Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald S. í»orvaldsson ansson, húsgagnaarkitekt. Þeir Manfreð og Þorvaldur sögðu að læknamiðstöð væri aðallega hugsuð til þess að leysa þau vandamál lækna, að allt þeirra starf sé ekki meira eða minna greypt inn í einkalíf þeirra. Hingað til hafa læknar orðið að hafa biðstofur og móttöku sjúklinga jafnvel inni á heim- ilum sínum — þeir hafa verið frá þvi i striðslok og með bygg ingu læknamiðstöðvarinnar má segja að hér sé risið lítið sjúkrahús, þar sem unnt er að framkvæma minni háttar skurð aðgerðir, veita sængurkonum þjónustu, o.s.frv. Þeir félagar töldu læknamið- stöðina mjög vel í sveit setta á Egilsstöðum. Legan er miðsvæð is í héruðunum, góð samgöngu Grunnteikning fyrstu hæðar læknamiðstöðvarinnar og sjúkraskýlisins. Arkitektarnir Manfreð Vilhjál msson valdsson. — Ljósm.: Þorvaldur Ben. einir í héruðunum og ekki haft þá aðstöðu að geta borið sig saman og ráðfært sig við stétt- arbræður. Læknum þykir það mikill akkur, að vera ekki einir í hér aði. Þeir geta að einhverju marki skipzt á og leyst hver annan af, svo að möguleikar eru á eðlilegum frítíma. í læknamiðstöðinni er lítil íbúð, sem m.a. er hugsuð með það fyrir augum, að hýsa stað- gengla lækna, þurfi þeir að bregða sér frá um einhvern tíma. Einnig er unnt að hýsa í henni lækna með sérmenntun, sem koma í héraðið og dvelja þar um tíma. Það eru bæði læknishéruðin á Fljótsdalshéraði, sem standa að læknamiðstöðinni. Á Egils- stöðum hefur verið sjúkraskýli tengsl til allra átta og á staðn um vel búinn flugvöllur. Flug- völlurinn með tengslum til full komnari sjúkrahúsa, veitir mik ið öryiggi, ef alvarlega sjúk- dóma ber að höndum, eða slys, og um leið eykur læknamið- stöðin mjög á öryggi þeirra, er um flugvöllinn fara. í læknamiðstöðinni verð- ur og aðstaða fyrir tannlækna, augnlækna og fleiri, sem opnar möguleika á sérfræðiþjónustu fyrir fólkið. Þar er lyfsala, sem læknarnir annast á meðan íbúafjöldi krefst ekki sérmennt aðs apótekara á staðnum. Ríkið reisir læknamiðstöðina. Arkitektarnir hafa notað er- lendar fyrirmyndir að lækna- miðstöðvum til þess að styðjast við, þótt ýmislegt erlendis henti að sjálfsögðu ekki Islend ingum. Hafa þeir þá ráðfært sig við landlækni og ýmsa lækna og reynt að finna hent- ugustu og beztu lausn á hverju vandamáli. Sænskar læknamið- stöðvar eru að þeirra sögn mun stærri séu þær ætl- aðar tveimur læknum. Að baki hverri stöð í Sví þjóð eru allt að 8000 íbúar, svo að Ijóst er að framkvæmd sem þessi hlýtur að verða mun dýrari Islendingum, svo sem raunar öll samfélagsleg þjón- usta önnur. Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson sögðu, að mótun þessarar læknamiðstöðvar hefði orðið þeim mun erfiðara verk, en þurft hefði, þar eð heilbrigðis- stjórn vantaði áætlanagerð um læknamiðstöðvar. Fram hefði þurft að fara undirbúningur og rannsókn á því, hvernig æskilegast væri að þær störf- uðu. Þessi læknamiðstöð á Egilsstöðum hlýtur því að verða prófsteinn á slíkar stöðv ar — sögðu þeir, og við vonum að í henni felist engar stór- syndir. Hún er nú í endurskoð un hjá samstarfsnefnd og fram kvæmdadeild Innkaupastofnun ar ríkisins. Þeir félagar lofuðu mjög störf og áhuga Þorsteins Sigurðssonar, héraðslæknis, sem starfað hefur um árabil á Héraði. Læknirinn í hinu hér- aðinu er nýkominn til starfs- ins. Byggingakostnaður miðstöðv- arinnar ásamt endurbótum sjúkraskýlisins miðað við síð- ustu áramót er áætlaður tæp- lega 20 milljónir króna. Þá á eftir að setja ýmis lækninga- tæki i húsin. Þeir félagar Iétu þess getið, að komið hefði fram nýtt sjón- armið meðal lækna á Héraði nú í sumar. Ferðamannastraum ur var þar mjög mikill og leit- ■p llill mxmrw I# 1 • L JLLJUL :r: _ :□ 1 11 n TT 11 ii, r m. ffl m 3 fflfflE! Aðalhlið læknamiðstöðvarinnar. uðu ferðamenn mjög til lækn- anna, m.a. urðu þar slys og í þvi sambandi má geta þess að aðstaða er til slysavarðstofu- reksturs í læknamiðstöðinni. Er það mikið öryggi fyrir Egils staðabúa og ferðafólk um Hér- að. Eins og áður er getið hafa bæði læknishéruðin á Héraði sameinazt um þessa læknamið- stöð, en í þeim eru 10 hreppar. Á efri hæð læknamiðstöðvar innar er aðstaða fyrir skoðun, rannsóknir, og öll aðgerðarað- staða fyrir lækna, ásamt skrif- stofum þeirra, biðstofu og mót- tökuaðstöðu. Á neðri hæð er lyfsala með sérinngangi, tann- læknastofa og aðstaða fyrir aðra sérfræðinga, sem koma í stuttar heimsóknir, biðstofa og funda- og kaffistofa starfs- fólks og lækna. Endurbætur hafa farið fram á sjúkraskýlinu og lögð á það áherzla að koma sjúkrastofum fyrir á efri hæð þess i beinum tengslum við læknamiðstöðina, þannig að unnt sé að aka sjúklingum á milli til rann- sókna og aðgerða. Á neðri hæð er komið fyrir matreiðslu, þvottaaðstöðu ásamt gestaher- bergi og íbúð hjúkrunarkonu. Sjúkraskýlið er um 480 ferm. Bæði húsin verða rafhituð. Þá má geta þess að læknamiðstöð- in verður nátengd dvalarheim- ili aldraðra á Egilsstöðum og verður skammur spölur milli stofnananna. Byggingaframkvæmdir við læknamiðstöðina voru boðnar út vorið 1970 og sér Bygginga- Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.