Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971
LÚflVÍK Jósepsson, viðskipta-
ráðheirra, sag-ði í ræðu á aðal-
fundi Verzlnnarráðs íslands í
gær, að yfirstandandi ár, hefði
veorið þjóðarbúinu hagstætt,
fyrst og fremst vegna hagstæðr-
ar verðlagsþróunair á sjávaraf-
urðiim erlendis, en samt sem áð-
ur mundi halli á viðskiptum við
útlönd verða mikill í ár. Ráð-
herrann kvað mikinn vanda vera
á höndum í ýmsum greinum
efnahagslífsins, hin óleystu og
geymdu vandamál verðstöðvun-
ar, endurbygging og nýbygging
í ýmsum þáttuni atvinnulifsins
og launamál f jölmennustu launa
stéttanna. „Við búum nú við hag-
stæð ytri skilyrði, en þó að vel
ári, þurfum við að kunna fótum
Frá fundi Verzlunarráðs íslands að Hótel Sögu.
Arið 1971 hefur verið hagstætt, en....
Mikill halli á viðskiptum
útlönd fyrirsjáanlegur
við
— sagði Lúðvík Jósepsson, við-
skiptamálaráðherra á aðal-
fundi Verzlunarráðs íslands
okkar forráð,“ sagði Lúðvík Jós
epsson. „Við verðum að læra þá
list að skipta afrakstrinum í
þjóðarbúinu á þann veg, að ekki
þurfl til að koma dýrar vinnu-
stöðvanir.“ Frásögn af ræðu við-
skiptaráðherra fer hér á eftir:
1 upphafi ræðu sinnar, vék
Lúðvíik Jósepsson að þróun efna-
hagsmála á árinu 1970, sem hamn
kvað hafa verið hagstætt ár.
f>jóða rf r amle i ðsl an jókst um
6% og þjóðartekjur um 10,5%.
Aukning vöruinnflutinings nam
34% en verðmæfaaukning útflutn
ings 25%. Vöruskiptajöfnuðoir-
inn varð hagstæður um 230
milljónir og viðskiptajöfnuður-
inn, þ.e. vöruskiptajöfnuður og
þjónustujöfnuður varð hagstæð-
ur um 725 miMjónir. Greiðslu-
jöfnuður á árinu varð hagstæð-
ur um 1200 mil'ljónir og gjald-
eyrisstaðan batnaðd sem því
nam.
Þessi hagstæða útkoma bygg-
ist á góðum sjávarafia og háu
verðlagi, sagði ráðherra. Afli
jókst um 8% en meðalhækkun í
útflutningi nam 22%. Þetta sýn-
ir, að mestu skiptir hvernig geng
ur í sjávarútvegi. Þegar erfið-
leikarnir steðjuðu að 1967 og
1968, hrikti í öllum öðrum at-
vinnugreinum landsmanna, en
hin hagstæða þróun, sem hófst
á árinu 1969 og hélt áfram á
árinu 1970, hetfur einnig haldið
áfram á yfirstandandi ári, og það
er fyrst og fremst hið háa verð-
lag, sem ráðið hefur hagstæðri
þróun efnahagsmálanna.
Viðskiptaráðherra sagði, að
árið 1970 hefði verið mikið um-
brotaár í þjóðarbúinu. Vísitala
neyzluvöruverðlags hefði hækk-
að um 14% og kauphækkanir
orðið mifclar. Viðsfciptaveltan
jókst mjöig mikið. 1 nóvember
1970 nam aukning innöutnings
miðað við sama mánuð árið áð-
ur um 50% og í desember 1970
nam aukning innflutnings 60%.
EFNAHAGSÞRÓUNIN í ÁR
Viðskiptaráðherra vék síðan að
árinu 1971 og sagði, að það
mundi verða hagstætt ár, þrátt
fyrir það, að ýmsar niðurstöðu-
tölur yrðu taisvert á annan veg
en á sl. ári. Hagstæð verðlags-
þróun erlendis hefur haldið
áfram í flestum greinum, sjáv-
araflinn er heldur minni, en
heildarverðmæti hans hefur auk
izt verulega. Lífctegt má teija,
að þjóðartekjur í ár vaxi um
12%. Gifurleg aukning hefur orð
ið í innfliutningi, eða um 45%
fyrstu 9 mánuði ársins. Búast
má við, að aukning heildarinn-
flutnings nemi um 35—40% en
að almennur vöruinnflutningur
aukist um 30%. Útflutningur
eykst ekki jafn mikið og vonir
stóðu til, m.a. vegna minnkandi
álúfflutnings. Fyrirsjáanlegt er
að mikiltl halli verður á viðsfcipt-
um landsins við útlönd. Gera má
þó ráð fyrir, að greiðsdujöfnuður
verði hagstæður um 1000—1200
miMjónir kr. fyrst og fremst
vegna innflutninigs lánsfjár. Eft
irspurnin eftir gjaldeyrd hefur
verið gifurleg, vafalaust vegna
óvissu um stefnuna í efnahags-
máBum.
VIÐHORFIN NÚ
Ráðherrann vék siðan að verð
stöðvuninni og sagði, að hún
gæti átt rétt á sér, en varla
nema um takmarkaðan tima.
Verðstöðvun skýtur vandamálun
um á frest, en þau verður að
ieysa. Þessi verðstöðvun þýðir
í reynd, að rikissjóður greiðdr
verðlagið í landinu niður um
1600 mddljónir á ársgrundvel'li.
Sú upphæð þyrfti að hæfcka, ef
verðstöðvunin ætti að halda
áfram. Greinilegt er, að mikill
vandi er á höndum í ýmsum
greinum okfcar efnahagsdífs,
sagði Lúðvdk Jósepsson. Sú staða
í efnahagsmáium, sem núver-
andi rikisstjórn tók við var á
margan hátt sérstæð. Hinar ytri
aðstæður eru að mörgu leyti
góðar, vaxandi framdeiðsla og
háft verðlag. Á móti koma hdn
öleystu og geymdu vandamál
verðstöðvunar og launamál f jöd-
mennustu launastétta í landinu
Reykholtsskóli 40 ára
Afmælishátíð 7. nóvember
ÞANN 7. nóv. næstkomandi eru
40 ár liðin frá vígslu héraðs-
skólans í Reykholti og verður
þess minnzt þann dag með af-
mælishátið.
Bygging skólans var mikið
átak og segja má, að Borgfirð-
ingar hafi sýnt í verki hug sinn
bæði til skólans og hins fræga
sögustaðar, sem valinn hafði ver-
ið sem skólasetur. Forgöngu
í héraði höfðu einkum sýslu-
nefndir Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu og Ungmennasamband
Borgarfjarðar, en af háifu ríkis-
valdsins naut skólastofnunin
dyggilegs stuðnings Jónasar
Jónssonar, þáverandi kennslu-
málaráðherra.
Reykholtsskóiinn varð arftaki
hinnar merku stofnunar, Hvitár-
bafckaskólans, sem Sigurður Þór-
ólísson stofnaði árið 1905, og
starfræktur var sem lýðháskóli
allt til stofnúnar Reykholtsskól-
ans, sem þá tók við nemendum
Hvítárþakkaskólans í eldri deild.
Skólanum var í upphafi, svo
sem öðrum héraðsskólum, ætlað
það hluverk að mennta ungt
fólk, sem náð hefði 16 ára aldri
í tvo vetur. Allt frá upphafi hafa
nemendur frá flestum sýslum
landsins sótt skólann. Með
skólalöggjöf frá 1946 varð sú
breyting á að kennt var til lands-
Framhald á bls. 27
Reykholtsskóli í Borgarfirði.
og í þýðdnganmikhitm þáttum
atvinnulífsins verður endurþygg
ing og nýbyigging að eiga sér
stað. Við búum nú við hagstæð
ytri skilyrði, en þó að vel ári,
þurfum við að ktunna fótum ofck
ar forráð. Við verðum að læra
þá list að skipta afrakstrinum í
þjóðarbúintu á þann veg, að ekki
þurfi 'til að koma dýrar vinnu-
stöðvatnir.
Viðekiptaráðherra ræddd siðan
það ástand, sem skapazt hefur í
gjaldeyrismád'um heimsins und-
anfarna mánuðd, og sagði að sú
óvissa, sem þar rifcti, hlyti að
vatlda margvíslegum erfiðleikum
í kaupsýslu. Lifclegt er, að gjald
miðlar margra viðsfeiptaþjóða
ofckar eigi eftir að hæfcka gagn-
vart dollara, sagði ráðherrann.
Slifc breyting mun valda ofckur
erfiðleikum. Við kaupum meira
af vörum frá Evrópurikjunum
en Bandaríkjunum, en seljum
meira fyrir dotllara en gjald-
miðla Evrópulanda. Þá er mikil
óvissa ríkjandi varðandi samn-
inga um Efnahag'sbandalagið og
Fríverzlunarsamtök Evrópu,
EFTA. Allt bendir til þess, að
EFTA sé að leysast upp. Hver
staða okkar verður í þessutm efn
um, er erfitt um að segja. Það
er yfiriýst stefna otkkar að ieita
eftir viðskiptasamnin,gum við
Efnahagsbandatlagið og að þvl
verður unnið.
STÆKKUN
LANDHELGINNAR
Með stækfcun landhelginnar, er
ætlunin að leggja traustan grund
völl að efnahagslífi þjóðarinnar.
Baráttan fyrir stækkun landhelg
innar getur kostað okkur erfið-
leika m.a. í viðskiptalifinu.
Hætta er á löndunarbanni í
Bretlandi og reynt fcann að verða
að knýja otókur til undanhalds
með hótunum um verri við-
sfciptakjör í löndum Efnahags-
bandalagsins. Við getum ekfci
gefið eftir í þessu máM. 50 mílna
landhel'gi er ófrávíkjatnleg grund
vallarkrafa. Við getum engan
kaupskap gert í þeim efnum,
vegtna þröngra hagsmuna á
ákveðnu svtiði.
Þótt við eigum eftár stóra
g'l'imu, við verðbóiguna, uppbygg
ingu atvinnulífsins og útfærsiu
landlheJginnar, þurfum við ekki
að örvænta. Við þurfum á þjóð-
areinitntgu að halda til þess að
ná fullum sigri. IsJenzk verzi-
unarstétt á hér tmifcið verk að
vánna. Hún leysdr af hendá mik-
itlsverða þjónustu. Þegar tafcast
þarf á við verðbólguna, þurfa
verzlunarmenn að leggja sitt af
mörfcum, sýna hyggindd og hag-
sýni, þegar ákvarðanir eru tekn
ar um ráðstöfun á þeitm fjár-
munum, sem varið er til inn-
flutnings. Ég vona, að þeir
kvarti ekki undan því, þótt þeir
eigi hlut að því að takast á við
vandamálin.
Fermingar
Ferming í Laugarneskirkju
snnnudaginn 31. okt. kl. 10.30
f.h. Séra Garðar Svavarsson.
STÚLKUR:
Arndís Sjöfn Eggertsdóttir,
Laugavegi 163.
Ragnheiður Bggertsdóttir,
Laugavegi 163.
Sigrún Eygló Lárusdóttir,
SundJaugavegi 16.
Sólveig Sonja Haraldsdóttir,
Kúrlandi 19.
Stefanía Hallbjörg Sigurþórsd.
Bleikargróf 13.
Una Ámadóttir,
Granaskjóli 28.
DRENGIR:
Birgir Vigfússon,
Hvammsgerði 12.
Indriði Kristinn Friðrifcsson,
Kleppsvegi 74.
Jón Gunnarsson,
Rauðalæk 36.
Kjartan Halildór Björnsson,
Sæviðarsundi 74.
Kolbeinn Bjarnason,
Laugateigi 54.
Lárus Óskar Friðriksson,
Kleppsvegi 74.
Tómas Hjálmarsson,
Rauðalæk 55.
Neskirkja, ferming sunni’dag-
inn 31. okt. kl. 11. Séra Jón
Thorarensen.
STÚLKUB:
Bryndis Anna Björnsdóttir,
SörlaskjóJi 78.
Dagbjört Ásmtundsdóttir,
Reynimel 32.
EQísabet Kristín Jakobsdóttir,
HofsvalJagötu 18.
Rut Bergsteinsdóttir,
Dunhaga 17.
Sigriður Ásmundsdóítir,
Reynámel 32.
Dóra HjáJmarsdóttir,
BarmahJíð 22.
DRENGIR:
Guðlaugur Jakobsson,
HofsvaMagötu 18.
Kristinin Már Karlsson,
Tjarnarstíg 13.
Magnús Arinbjarnarson,
Látraströnd 18.
Ólafur Ásmundsson,
Grenimel 22.
Ferming í Frikirkjnnni sunnii
daginn 31. okt. kl. 2 e.h. Prestur
séra Þorsteinn Björnsson.
STÚLKUR:
Ágústa Hrefna Lánusdóttir,
Yrstufelli 9.
Jórunn Vdggósdóttir,
Grenilundi 11, Garðahreppi.
Linda Valgerður Ingvadóttir,
Álfhótlsvegi 37, Kópavogi.
Málfríður Vilbergsdóttir,
Fifuhvammsvegi 3, Kópav.
María Sveinfríður Daviðsdóttir,
Njáisgötu 5.
Rifcey Bliísabet Þórðardóttir,
Ásgarði 75.
Sigrún Ragna Jónsdóttir
Höjtgaard,
Löngubrekfcu 22, Kópavogi.
Unnur Baldiursdóttir,
Hlégerði 33.
DRENGIR:
Albert Sævar ÞorvaldssQn,
HoMatgerði 56.
Björn Bergmantn Þorvaldsson,
Holtagerði 56.
Bolli Bjarnason,
Meistaravöllum 5.
Hjalti Heiðar Hjaltason,
Birkihvammi 22, Kópavogi.
Jóhann Maigni Sverrisson,
Grýtubafcka 12.
Jón Hrafn Jónsson,
Sólbirgi við Laiugarásveg.
Lárus Pálmi Magnússon,
Lyngbrekku 11, Kópavogi.
Hans Ragnar Ragtnarsson,
Digranesvegi 72, Kópavogi.
Sverrir Gísli Hauksson,
GrænuhSíð 1.
Sasvar Siggeirsson,
Bárugötu 22.