Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971 Finnbogi Guðmundsson, landsfoékavöröur; Þ j óðarbókhlöðumálið Vegna viðtals í Morgunblað- Inu 28. október 1971 við Guðrúnu Jónsdóttur, formann Arkitektafélags Islands, vil ég sem formaður byggingarnefndar Ujóðarbókhlöðu taka fram eftir- íarandi, og er það birt með vit- orði samnefndarmanna minna. 1 viðtalinu er gefið freklega í skyn, að þeir, sem undirbúið hafi þjóðarbókhlöðumálið svo- nefnda, séu ekki þeim vanda vaxnir, nauðsynlegum undir- búningi „sé hvergi nærri lokið og raunar liggi ekki fyllilega á Ijósu, hvemig að þessu máli hafi verið staðið“. Guðrún seg- ir þó, að íslenzkum arkitektum sé kunnugt um, að sérfræðingar lá vegum UNESCO hafi m.a. ver- ið fengnir hingað til aðstoðar við undirbúning, en hún getur ekki um það, hverjir það hafi verið né heldur, hvað þeir hafi 'lagt til málanna. Þessir sérfræð- ingar voru, eins og frá var skýrt á sínum tíma, dr, Harald L. Tveterás, ríkisbóka vörður Norðmanna, og Edvvard J. Carter, enskur maður, sem starfað hefur hvort tveggja sem arkitekt og bókavörður. Þeir komu hingað fyrst í siðari hluta októbermánaðar 1969 ög könn- uðu þjóðarbókhlöðumálið vand- lega, en sömdu að svo búnu 14 blaðsíðna skýrslu, er þeir lögðu fyrir þá deild UNESCO, er um slík mál fjallar, og var skýrsl- an gefin út í París í desember- mánuði 1969 og síðan send hing- að til lands, f skýrSlu sinni segja sérfræð- ingarnir m.a. svo í inngangi: „f fyrstu heimsókn okkar nútum við hinnar mestu og beztu (the greatest and most friendiy) að- stoðar dr. Finnboga Guðmunds- sonar landsbókavarðar, er leysti greiðiega úr spurningum okkar og kynnti okkur fyr ir starfsbræðrum sínum í Lands- bókasafni, og þó einkum dr. Birni Sigfússyni háskólabóka- verði, sem við þökkum einnig alla hans hjálp og tillögur, enn- fremur prófessor Magnúsi Má Lárussyni hálskólarektor og Herði Bjarnasyni húsameistara rikisins. Fyrir atbeina landsbókavarð- ar höfðu þeir bókaverðirnir Ólafur Pálmason I Landsbóka- safni og Einar Sigurðsson í Há- skólabókasafni samið 19 blað- siðna greinargerð, þar sem lýst var aðdraganda og sögu þjóðar- bókhlöðumálsins og fjallað lið fyrir lið um hlutverk hinnar fyrirhuguðu byggingar og þær þarfir, sem henni væri ætlað að fullnægja. Þessi greinargerð var lögð tii grundvallar á tveim löngum viðræðufund- um, þar sem við fengum glögga hugmynd um óskir bókavarð- anna og okkur gafst kostur á að átta okkur á þvú verkefni, sem okbur hafði verið falið.“ 1 skýrslu sinni til UNESCO ræða þeir síðan ýmsa einstaka þætti, svo sem um eðli og til- gang safnsins, er gegna ætti í senn hlutverki þjóðbókasafns og háskólabókasafns. Þeir kváð ust sannfærðir um, að áætlunin um sameming kraftanna trytggði þjóðinni allri og háskólan- um miklu betri og hagkvæmari þjónustu en unnt væri, ef söfn- in yrðu áfram hvort í sínu lagi. Frestur á framkvæmdum múndi einungis torvelda þá lausn, sem allir stefndu nú að, Þá ræddu þeir um vöxt safns- ins á næstu tuttugu árum og miðuðu tillögur sínar um stærð, bæði að því er tæki til lestrar- rýmis og bókageymslna, við það timabil. Þess er ekki kostur að rekja hér frekara skýrslu sérfræðing- anna, en hún var þegar í desem- bermánuði 1%9 lögð fyrir ríkis- stjórnina ásamt kostnaðaráætl- un, er samin var með hliðsjón af skýrslunni. Framvinda málsins varð síðan sú, að alþingi samþykkti 30. apríi 1970 svohljóðandi þings- ályktunartillögu með 51 atkvæði gegn 1: „Alþingi ályktar, að í tilefni af ellefu hundruð ára af- mæli íslands byggðar 1974 skuli reist þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbókasafn Islands og Há- skólabókasafn." I Árbók Landsbókasafns 1970, sém út mun koma í nóvember- mánuði, er gerð svofelld grein fyrir framhaldi þjóðarbókhlöðu- málsins: Hinn 15. júlí 1970 skip- aði Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu, og eiga sæti í henni Magnús Már Lárusson há- skólarektor, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og Finn- bogi Guðmundsson landsbóka- vörður, en hann er formaður nefndarinnar. Hinn 1. september 1970 var Öll Jóhann Ásmundsson arki- tekt ráðinn til sérfræðilegr- ar þjónustu i þágu nefndarinn- ar og honum fengin vinnuað- staða innan vébanda embættis húsameistara rikisins. Þeir Harald L. Tveterás rík- isbókavörður Norðmanna og Edward J. Carter frá Englandi, er hingað voru fengnir á vegum Menningar- og fræðslustofnun- ar Sameinuðu þjóðanna I októ- ber 1969, komu öðru sinni í nóv ember 1970 og með þeim jafn- framt H. Faulkner Brown arki- tekt frá Newcastle. Kom hann á vegum bygginigamefndar Þjóðar- bókhlöðu og að tilvísun UNESCO-sérfræðinganna. 1 framhaldi af fundi með þeim og þeárri nefnd manna úr báðum söfnunum, er undirbúið hafði þetta mál allt, ritaði byggingar- nefndin menntamálaráðherra bréf 26. nóvember 1970 með til- tnælum um, að hann skrifaði borgarstjóra Reykjavíkur og beiddist þess, að ákveðin yrðu lóðamörk svæðis þess við Birki- mel nálægt Hringbraut, er borg- aryfirvöld gáfu fyrirheit um sumarið 1968. Fylgdi bréfi bygg- ingarnefndar afstöðumytnd, er sýndi tillögu að staðarvali fyrir þjóðarbókhlöðuna á horni Birki mels og Hringbrautar og stærð lóðar ásamt bílastæðum. Var þar gert ráð fyrir 10.000 m2 gólffteti húss á fjórum hæðum og 20.000 m2 lóð alls. I bréfi byggingarnefndar kom og fram, að heildarbyggingar- kostnaður hefði seint á árinu 1969 verið vegna misritunar í skýrslu UNESCO-sérfræðing- anna, sem stuðzt var við, áætl- aður þriðjungi of lágur. Menntamálaráðherra lagði þessa nýju áætlun og önnur er- indi fyrrnefnds bréfs fyrir á fundi rikisstjómarinnar snemma í desembermánuði 1970, og tjáði hann formanni byggingamefnd- ar nokkru eftir fundinn, að rík- isstjórnin hefði að sinu leyti fall izt á hina leiðréttu áætlun og yrði máiið lagt fyrir borgar- stjöra í samræmi við tillögu byggingarnefndar um stærð húss og lóðar. Nokkur dráttur varð á þvi, að bréf gengi frá ráðherra tii borg- arstjóra, m.a. sökum þess að rætt var um hlutskipti Þjóð- skjalasafns. Á fundi, sem menntamálaráðherra átti 12. marz 1971 með þjóðskjalaverði, háskólarektor og landsbóka- verði, voru fundarmenn „sam- mála um, að Þjóðskjalasafn fengi til sinnar starfsemi allt Safnahúsið við Hverfisgötu, þeg ar Landsbókasafn flytur i hina fyrirhuguðu þjóðarbókhlöðu, og ákveður ráðuneytið hér með, að svo skuli vera, enda hefur rikis- stjórnin þegar lýst sig sam- þykka því“, eins og segir i bréfi menntamálaráðuneytisins til þjóðskjalavarðar þennan sama dag, en bréfið var einnig sent háskólarektor og landsbóka- verði. Niðurstaða þessi var raunar fullkomlega í samræmi við aðaltillögu nefndar ráðu neytisstjóra menntamálaráðu- neytisins, háskólabókavarðar og landsbókavarðar frá 18. ágúst 1966, en í áliti nefndarinnar sagði svo m.a.: „Með byggingu nýs bókasafnshúss yrði ekki að- eins leystur vandi um- ræddra bókasafna [Landsbóka- safns og Háskólabókasafns], heldur einnig Þjóðskjalasafns, er fengi eðlilega til afnota það húsrými Landsbókasafns, er losnaði við flutning þess í ný húsakynni." Tilmæli menntamálaráðuneytis ins um ákvörðun lóðamarka og annarra atriða, er máli skiptu, bárust borgarstjóra seint í maí sl. Borgaryfirvöld fjölluðu nokkru síðar um erindi ráðu- neytisins, og varð niðurstaðan sú, að borgarráð samþykkti á fundi sínum 30. júlí 1971 fyrir- heit um allt að 20.000 m2 lóð við Birkimel og Hringbraut, en hafði fyrirvara á um endanleg lóðamörk og afhendingu lóðar og benti í því sambandi á erfið- leika, sem nú væru á þvi að af- henda land innan marka íþrótta vallarins. Þar sem byggingarnefnd hef- ur aldrei gert ráð fyrir þvi, að bókhlöðubyggingin Skerði í nokkru not manna af fþrótta- vellinum þann tima, sem honum er ætlaður á Melunum, má segja, að nefndin hafi nú loks fast land undir fótum og geti hafizt handa um að láta telkna bók- hlöðuna. Meðan beðið var eftir því, að bréf gengi frá menntamálaráðiu- neytinu til borgarstjóra, átti húsameistari ríkisins i umboði byggingamefndar óformlegar viðræður við þá arkitekt- ana Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald S. Þorvaldsson um það, „hvort þeir væru fúsir ann ar hvor eða báðir að taka þátt í teikningu þjóðarbókhlöðunn- ar, þar eð húsameistari hefði ekki þann liðskost, er þyrfti til sliks verks og það væri Óia J. Ásmundssyni einum um megn“, eins og segir i fund- argerð byggingarnefndar 5. febr úar 1971. Þeir arkitektarnir vísuðu þá til bréfs þess, er stjóm Arki- tektafélags Islands hafði ritað byggdngamefnd Þjóðarbók- hlöðu seint í október 1970, þar sem lagt var til, að efnt yrði til samkeppni meðal íslenzkra arki tekta um teikningu bókhlððunn ar, og boðin fram aðstoð félags- ins við að koma slíkri sam- keppni á. Þar eð bygging- arnefnd hafði í svarbréfi sínu aðeins þakkað stjórn Arktiekta- félagsins tillögur hennar og ábendingar, en ekki lýst við- horfi til þeirra, óskuðu þeir Manfreð og Þorvaidiur eft- ir því, að nefndin tæki af skar- ið, svo að þeir vissu, hvar þeir stæðu, Brétf byggingarnefndar Þjóðar bókhlöðu til stjórnar Arkitekta félagsins, sem hér um ræðir, var dagsett 23. febrúar 1971 og hljóð ar á þessa leið: „1 framhaldi af bréfi bygging arnefndar Þjóðarbókhlöðu til stjórnar Arkitektafélags Islands 28. nóvember 1970 kýs nefndin nú að skýra yður frá því, að hún telur teikningu þjóðarbók- hlöðu svo sérstakt og sér- hæft verkéfni, að ekki sé hent- ugt til útboðs i samkeppni arki- tekta. — Þessi er ekki einungis skoðun byggingarnefndarinnar, heldur einnig sérfræðinga þeirra, er hingað hafa komið tví- vegis (okt. 1969 og nóv. 1970) á vegum Menningar- og fræðslu- stofnunar Sameinuðu þjóðanna til ráðuneytis um þjóðar- bókhlöðumálið. Samkvæmt vísbendingu þeirra og með samþykki menntamála- ráðherra fékik byggingarnefndin brezkan arkitekt, H. Faulkner Brown frá Newcastle, til ráða- gerða og i kynnisför til Reykja- viikur, en hann er tvímæialaust einn færasti arkitekt Breta í þeirri grein, er hér um ræðir. Horfur eru á því, að þessi brezki arkitekt fáist til samstarfs við þá íslenzka arkitekta, sem að sjálfsögðu verður leitað til um lausn þessa mikilvæga verk- efnis, undir yfirstjórn húsa- meistara ríkisins. Undirbúningur að þessari lausn málsins er þegar hafinn, og sem fyrr segir, verður þjóðarbókhlað an ekki boðin út í samkeppni." Þessu bréfi svaraði stjórn Arkitektafélaga íslands svo 27. febrúar 1971: „Stjórn A.í. hefur borizt bréf yðar varðándi möguleiika á sam- keppni um teikningu af Þjóð- arbókhiöðu Islendinga. Vili stjórn A.í. þakka yður igreinargóð svör, en þykir miður, að siíkt verk- efni sem þetta skulii ekki boðið út í almenna samkeppni." Þegar borgaryfirvöldln höfðu hinn 30. júlí sl. endurtekið fyrri fyrirheit sín um Birkimelslóðina, tók byggingarnefnd aftur til ó- spiilltra málanna, og upp úr fund- um, sem byggingarnefnd átti í lok septembermánaðar með ýms um aðilium, arkitektum og verk- fræðingum, samdi nefndin áætl- un, er hún ræddi við Magnús Torfa Ólafssonar menntamála- ráðherra 1. Október sl., en sið- ar var að ósk ráðherra lögð skrif lega fyrir menntamálaráðuneyt- ið í bréfi byggingarnefndar, dag- settu 2. október 1971. Samkvæmt þeirri áætlun mumu íslenzkir arkitektar teikna bókhlöðuna, en H. Faulkner Brown arkitekt frá Newacstle hins vegar verða ráðunautur. Hann eða öllu heldur fyrirtaaki hans vinnur nú að teikningu 5 eða 6 háskólabðkasafnsbygginga á Bretlandi, auk þess sem Brown v£inn á 19 ára arkitektsferli sín- um vestan hafs m.a. að teikn- ingu þjöðarbókhlöðu Kanada- manna í Ottawa. Með þessum hætti telur bygg- ingarnefnd, að hún hafi tryggt hvort tveg-gja, að til verksins veljist reyndir og viðurkenndir íslenzkir arkitektar, jafnframt því, sem við munum njóta ráðu- neytis eins færasta manns í þeirri grein húsagerðarlistarinn ar, er hér um ræðir. Byggingar- nefndin telur, að þetta hvort tveggja verði ekki tryggt nema Finnbogi Guðniundsson, landsbókavörður. með þeim hætti, sem hér hefur verið á hafður. Bæði fyrrverandi menntamála ráðherra og hinn núverandi hafa jafnan haft fullan skilning á þessu málsatriði, og í bréfi Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamálaráðherra til bygging arnefndar Þjóðarbókhlöðu, dags. 7. október 1971, segir, að mennta málaráðuneytið samþykki fyrir sitt leyti, að byggingarnefnd við hafi þau vinnubrögð við und- irbúning byggingarfram- kvœmda, sem í bréfinu (þ.e. bréfi byggingarnefndar til ráðu neytisins 2. okt.) greinir. Fyrir dyrum stendur því að semja um verkið við þá aðila, sem taldir voru i um- ræddu bréfi byggingarnefndar og ráðuneytið hefur að sínu leyti fallizt á, að leitað verði til. Með forráðamönnum bóka- safnanna og þeim bókavörðum, sem mest hafa unnið að undir- búningi þessa máls með þeim, svo og háskólarektor, sem ver- ið hefur oddviti háskólans i mál inu, hefur allt frá öndverðu verið hin bezta samvinna. Við dr. Björn Sigfússon sóttum haustið 1969 fund nor- ræna rannsóknarbókavarðasam- bandsins í Jyváskyla á Finn- landi, þar sem norrænir bóka- verðir og arkitektar ræddu um skipulag rannsóknarbókasafns bygginga, en í ferðinni skoðuð- um við báðir fjölda nýrra bygg- inga, Haustið 1970 sat ég áþekk- an fund í Hull á Englandi, þar sem um 30 brezkir háskólabóka verðir og arkitektar ræddu um þetta sama efni. Þá ferðaðist Einar Sigurðsson um Bretland í sumar og skoðaði þar nýj- ar byggingar, en Einar gegnir nú forstöðu Háskólabókasafns í orlofi dr. Björns Sigfússonar. Þegar formaður Arkitektafé- lagsins spyr, hvort þjóðarbök- blaða sé „aðeins útvíkkun á þvi aðstöðuleysi, sem menn hafa bú- ið við i La-ndsbóka- og Hásikóla- bókasafni", hlýtur mönn-um að þykja í senn undarlega og ófróð lega spurt. Islendingar þurfa að reisa ýmsar stórbygginigar á næstu árum, og er þjóðarbókhlaðan að eins ein þeirra. Því fyrr sem við vindurn bráðan bug að smíði hennar, því skemimra er til þess, að næsta eða næstu byggingar rísi af grunni. Ef við hins veg- ar væfliumst hver fyrir öðrum, þrætuim og þrösum um það, hverjir eigi að byrja og hvern- ig, fer fyrir ökkur eins og þræl- unum í sögunni, sem allir vildu henda heinina, sem Óðinn, er þá nefndist Bolverkur, kastaði I loft upp. „En er al'Iir vildu henda, þá skiptust þeir svo við, að hver brá Ijánum á liáls öðr- um.“ Byggingamefnd Þjóðarbók- hlöðu þakkar að lokum öllum þeim, er stutt hafa bó'khlöðumM ið tll þessa. Fulltingi þeirra og samvinna við þá, sem falin hef- ur verið forsjá þessa mikilvæga máls, hefur stuðiað að því, að málið hefur sótzt furðu vel á skömmum tíma. Byiggingarnefnd in treystir því, að islenzk- ir arkitektar leggi sitt til, að þjóðarbókhlöðumálið nái fljótt og vel fram að ganga, þótt neíndin hafi kosið að fara aðra ieið en þá, sem Arkitekta- félag Islands, eða ákveðinn hóp- ur innan þess, heflur mælt með. Dieselvélar Höfum 67 ha Land-Rover dieselvélar, sem einnig er hægt að nota í aðra bíla. HEKLA H/F., Laugavecp 170—172 — Srmí 21240,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.