Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLA»IÐ, LAUGARDAGUR 3«. OKTÓRER
Hrossin ganga að hey-
stæðunum í opnu húsi
• • <»
— en ungviðið er á fastagjöf
Rætt við Sigurð í Kirkjubæ
SIGURÐUR Haraldsson, hinn
kunni hestamaður og í'yrrver
andi ráðsmaður á Hólum, býr
nú í Kirkjubæ á Rangárvöllum
og- rekur þar hrossaræktarbú.
Við hringdum til hans og spurð
um hann hvernig gengi.
— Það gengur alltaf vel á
svona góðu sumri, svaraði Sig
urður. Þó var mikið um síðdeg
isskúrir hér á efri hluta Rang
árvalla í júlimánuði, svo erf
itt var að þurrka hey, en ágúst
var góður. Núna eru því ó-
venju miklar heybirgðir og
gott hvanngrænt hey í hlöð-
um.
— Eitthvað þarf nú líklega
handa öllum þessum hrossum.
Hvað ertu annars með mörg
og hvernig gefurðu þeim?
— Þau eru rúmlega 100 eða
um 120 alls. Hrossin ganga
mikið úti. Þau ganga að hey
stæðum í húsi, sem ég opna
þegar þess gerist þörf.
í fyrravetur var svo góð
tíð, að mjög lítið þurfti að
gefa. En annars háttar svo til
hér, að bæði voraði seint og
ekki festir snjó, svo jörð er
mjög léleg þegar á líður vet-
urinn. Þá þurfa hrossin að geta
gengið að heyi.
— Verða ekki heyin ódrjúg
með því móti að láta hrossin
ganga í þau sjálf?
— Ég læt þau ekki komast
að heyinu nema þegar jarð-
bönn eru. Satt er það, að
meira eyðist af heyi þannig.
En séu til hey, gerir það ekki
svo mikið tií, og það sparar
mannskap. En þetta gildir auð
vitað aðeins um fullorðnu
hrossin. Allt ungviði er á gjöf.
Ég tek folöldin frá hryssunum
fyrri hluta désember. Hryss-
urnar eiga yfirleitt folöld á
hverju ári og þá fer illa með
þær að hafa folöldin lengi. Ég
tek þau öll frá þeim fyrir ára
mót, og hefi öll veturgömul
folöld á gjöf.
— Hvað er þá margt hjá þér
á gjöf?
— í fyrravetur voru hrossin
60 til 70 á fastagjöf. Við vorum
með 35 hross í tamningu. Svo
þarf að hafa eitthvað af tömd
um hestum, til að eltast við
þetta.
— Ertu búinn að setjá rnörg
hross nýlega?
Ég gæti verið bú~nn að
selja mörg, því aldrei hefur
verið meiri eftirspurn innan-
lands. Mest af því sem ég
tamdi í fyrravetur fór til Nor
egs. Ég seidi þangað hóp af
fjögurra vetra trippum, tömd-
um í 2—3 mánúði. Nú eru
þessi hross í framhaldstamn
ingu úti. Aðalsteinn yngri á
Korpúlfsstöðum var hjá mér
við tamningar í fyrra og nú er
hann hjá bónda í Noragi við
að temja þau áfram.
— Eru hross frá þér á för
um til fíeiri landa?
— Hjón, sem hafa ræktunar
stöð í Danmörku, hafa verið
að biðja um fleiri hross frá
Kirkjubæ Fyrir tveimur ár-
um fóru 10 hryssur til Dan-
merkur og þau fengu eitthvað
af þeim. Nú vilja þau fá
fleiri hross frá Kirkjubæ.. ,En
það er ekki afráðið hvort af
verður.
— Af hverju?
— Ég er búinn að selja allt,
sem ég hefi til sölu. Það fóru
margir hestar norður í Þing-
eyjarsýslu og Skagafjörð. 2
ungir stóðhestar frá mér fóru
núna norður.
-— Ertu ánægður með útkom
una úr ræktuninni?
— Ég er mjög ánægður með
stofninn, og geri mér miklar
vonir um, að hann spái öllu
góðu. Ekki sizt af því að trú
manna á þetta fer vaxandi,
sem sézt á því hve eftirspurn
in eftir hrossum héðan er að
aukast.
Sigurðtir í Kirkju æ á fáki símim
— Leggurðu fleira fyr'r þig
en tamningar og hrossarækt?
Ertu til dæmis enn að kenna
við skólann?
— Nei, skóllnn á Strönd var
lagður niðttr og bönnin fara á
Heliu. En ég ek skólabörnun
um þansað Það er mjög hag-
kvæmt. Þá get ég verið við
tamningar miðhlutann úr deg
inum og ekið börnunum í skól
ann að morgni og sótt þau að
kvöldinu.
— Ertu með fleiri skeprnm
t?" hross?
— Já, 150 kindur, en énga
kú.
— Svo þú kvíðir ekki vetr-
'num?
— Nei, nei, maður vonar að
veturinn verði góður. Það er
gömul trú að grænu stráin séu
ódrjúg. Sagt er, að oftast gef
'st upp grænu heyin. Sumir
spá því snjóavetri. En ég er
bjartsýnn og vonast til að allt
gangi vel.
S t r æ tis vagnaf er ðir
í Breiðholtshverfi
Yfirlýsing frá Albert Guðmundssyni
MBL. hefur borizt eftirfarandi
yfirlýsing frá Albert Guðmunds-
syni, borgarfulltrúa:
Vegna forsíðugreinar, sem
birtist í Þjóðviljanum hinn 26.
þ.m., með fyrirsögninni: „AL-
BERT GUÐMUNDSSON GERD-
IST UPPVÍS AÐ ÓSANNIND-
UM Á BORGARSTJÓRNAR-
FUNDI“ óska ég, að þér birtið
eftirfarandi í blaði yðar.
Við umræður á síðasta borgar
stjórnarfundi, þann 21. þ.m., var
SOLEX
blöndungar
fyrirlíggjandi í flestar tegundir
bifreíða.
HEKLA hf.
■Laugavegi 170—17? — Sími 21740
til umræðu tillaga frá borgarfull
trúum Framsóknarflokksins um
bættar strætisvagnasamgöngur
við Breiðholtsb verfi, og önnur út-
hverfi borgarinnar.
Upplýsti ég þar, að stjórn
S.V.R. hefði verdð sammála um
það, að bæta þyrfti samgöngur
milli Breiðholtshverfa, sem og
annarra úthverfa borgarinnar,
eftir þörfum svo fljótt sem auð-
ið yrði, meðal annars með hrað-
ferðum, og hefðu umræður um
bessi mál farið fram, þegar rætt
var um kaup á þeim fimm stræt-
isvögnum, sem nú er verið að
byggja yfir hjá Bílasmiðjunni
h.f. Á þeim fundi voru ailir
fundarmenn sammála um, að
hraða þyrfti kaupum á þessum
fimm nýju strætisvögnum vegna
þarfa úthverfanna, en einnig
vegna þess álags, sem er og hef-
ur verið á þeim farartækjum,
sem fyrir eru.
Þar sem stjórnarmenn S. V. R.
vom sammála í ofangreindum
umræðum hvar þörfin væri brýn
ust fyrir hina nýju vagna, leyfði
ég mér að túlka það sem yfir-
lýsta stefnu stjómar S.V.R., á
umræddum borgarstjórnarfundi,
og þegar hefði verið ákveðið að
bæta samgöngur við úthverfin,
þegar vagnarnir yrðu teknir í
notkun, og þætti mér vænt um,
að fullyrðingar um ósannsögli
mína í þessu máli yrðu látnar
bíða þar til í ljós kemur, hvort
rangt er farið með staðreyndir.
Hins vegar hljóðar bókun frá
fundi stjórnar S.V.R. ekki orð-
í'étt þannig, að samþykkt hafi
verið tillaga um þetta efni, held-
ur er bókað, að kaupin á umrædd
um fimm nýjum vögnum hafi
verið samþykkt og leiðakerfi
S.V.R. endurskoðað um leið, og
að sjálfsögðu með það fyrir aug-
um að bæta fyrst og fremst
þjónustu á þeim leiðum, sem all-
ir stjórnarmenn S.V.R. eru sam-
mála um að bæta þurfi.
Þjóðviljinn birtir hinn 24.
september svar forstjóra S.V.R.
um samgöngur við Breiðholts-
hverfin og segir þar m.a.:
„Þeir, sem búa í útjaðri borg-
arinnar, hafa meiri þöyf en aðrir
fyrir greiða vegi og hraðar ferð-
ir, einkum á annatíma í sam-
bandi við skyldustörf. Til athug-
unar er að taka upp sérstakar
fe-rðir á vissum tímum dags, er
væru fljótari en er á leið 11 nú,
og færu ekki sömu leið.
íbúafjöldi í Breiðholtum og
betri vagnakostur S.V.R. eru foi-
sendur fyrir þessu. í Breiðholt-
um eru framundan miklar bygg-
ingaframkvæmdir, og fjölgun
íbúa, svo ljóst er, að ferðir
S.V.R. þangað verða að aukast
og breytast á næstu árum.“
Að sjálfsögðu er svar forstjór-
ans á þessa leið vegna þess, að
hann veit, að stjórn S.V.R. er
sammála í þessu máli, að minnsta
kosti hefur enginn stjói narmaður
látið andstæða skoðun í ljós.
Ég vil taka undir það, sem
sakleysingjar Alþýðubandalags-
ins í borgarstjórn segja í forsíðu
yfirlýsingu sinni, að ekki er
Albert Giiðmundsson.
neinar skráðar bókanir að finna
sem binda hendur forstjóra
S.V.R. eða þeirra, sem að skipu-
lagningn leiðakerfisins vinna, í
viðleitni þeirra i samgöngubót-
um í borginmi, en ein aðalfor-
sendan fyrir síðustu vagnakaup-
um var aukin þjónusta við út-,
hverfin m.a. Breiðholtshverfin.
Á borgarstjórnarfundinum 21.
október 1971 gaf ég réttar upp-
lýsingar um vilja stjórnar S.V.R.
og vona að sakleysingjav Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn
finni oftar hjá sér hvöt til að
ieggja góðum málum lið, með því
að greiða þeim viljandi atkvæði,
og reyni ekki oftar að gera aðra
borgaifulltrúa tortryggilega að
ástæðulausu.
Við fólkið í Breiðholtshverf-
unum vil ég segja þetta: Látið
ekki blekkjast af sýndarmennsku
í tillöguflutningi. Bíðið heldur
með skoðanamyndun í þessu
máli, og látið verkin ein mynda
ykkar skoðanir.
Sýndarmennskan í tillögu-
flutningi hefur lengi auðkennt
stjórnarandstæðinga í borgar-
stjórn. Slík vinnubrögð verða að
hætta, það er borgarbúum fyrir
beztu.
Albert Giiðmundsson.
Mót Sjóstanga-
félagsins vinsæl
í ÖÐRU hefti þessa árs af „Der
Blinker“, tímariti sportveiði-
manna í Hamborg, er grein um
alþjóðamót Sjóstangafélags
Reykjavíkur. Er þar frá því
skýrt, að þessi mót Sjóstangafé-
lagsins afli sér stöðugt meiri
vinsælda vegna góðrar skipulagn
ingar en ekki síðm v.’gna þesa
feikna afla, sem þátttakendur í
mótinu einatt fái. Er þessi grein
skrifuð af frú Antje Kloth og
prýdd mörgum myndum teknum
af Karl-Heinz Kloth, en þau hjón
in tóku þátt í móti félagsins.
í greininni kemur fram, að alls
hafi þátttakendur í keppninni
verið 55, þar af 15 konur. Lýsir
frú Kloth veiðiferð á bátnum Blá
tindi, sem lagði ásamt sjö bátum
öðrum upp frá Grindavík í veiði
ferðina. Hrósar hún þar óspart
fiskigengdinni. ,
í þessu hefti af ,,Der Blinker"
eru einnig greinar eftir sport-
veiðimenn frá Austurríki, Júgó-
slavíu, Kanada og Noregi.