Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 11
MORftUNBLAÐHE), LAUGARÐAOUR 30. OKTÖBER Tffn 11 „Með tilliti til þess, u) tðnlist artiómar i Stokkhólmsblöðnniim #arn yfirleitt mjög óvægnir, er óhætt að segja, að kórinn hafi hlotið afbragðsgóða dóma fyrir söng sinn og þannig verið ís- lenzku hljómlistarlifi til mikiis nónia." Þannig fórust Kristni Hallssyni orð á blaðamanna- fnndi í gær, þar sem hann og félagar hans i einsöngvarakór sögðu frá hljómleikaferð kórs- íns i Sviþjóð og timsögntim sænskra dagblaða um söng kórs íns. Kórinn er skipaður níu ein- söngvurum, fimm konum og .fjór uom körium, og kom hann fyrst íram á Listahátíðinni 1970 og fJutti þjóðlög á skemmtun með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Siðan hefur kórinn tekið að sér ýmis verkefni, enda þótt hann hafi aldrei verið formlega stofn- aður og sé því mikilu frekar hyggður á samvinnu söngv- aranna að ákveðnum verkefn- u*n. Á síðastliðnu vori var leirað til Áma Kristjánssonar, tónlist- anstjóra, um að hann benti á lit- Kinsöngvararnir niu, sem kórinn skipuðu, ásamt undirleikaranum. Kórinn stór auðlind — fyrir íslenzkt hljómlistarlíf — umsagnir sænskra blaða um íslenzkan einsöngvarakór mjög lofsamlegar inn, íslenzkan kór, sem sung'ð gæti islenzk þjóðlög á norræn- um kammermúsíkdögum í Hass- elby-höll i Svíþjóð í september. Leitaði Árni til Ruthar L. Magn- ússon um þetta mál og ben-ti hún á hópinn, sem komið hafðd fram á Listahátíðinni. Nokkur manna skipti hafa orðið í kórnum frá Listahátiðinni, en kórinn tók þetta verkefni að sér og þá einn ig fleiri boð um söng i þessari férð, m.a. í Gautaborg. Æfing- ar kórsins voru i júlí og ágúst og naut kórinn góðrar aðstoðar Jóns Þórarinssonar og Róberts A. Ottóssonar, setn gáfu góð ráð og leiðbeiningar í sambandi við samhljóm o.fl. Kórinn fór utan til S^>kk- hólms 22. september sl. og söng á fyrstu hljómleikunum daginn eftir I Hásseltoy-höil, sem er sameign höfuðtoorga Norður- landa. Aðsókn að hljómleikun- um var góð og kórnum mjög vel tekið. 1 uimsögn í Svenska Dag bladet daginn eftir, segir Ulla- Britt Edberg m.a.: „Kórinn söng íslenzka kór- hljómlist, fyrst og fremst radd sett islenzk þjóðiög. Það var gaman að kynnast visunum þótt þær séu nokkuð einhiiða sökum hefðbundinnar gerðar. Þær voru raddsettar af ýmsum Islendingum. Söngvararnir höfðu hver um sig mjög fallegar einsöngvara- raddir. Saman sungu þeir ferskt og faUega. Glæsileg byrjun á nokkurra daga norrænum hljómldstarflutningi. í»á sagði Claes M. Cnattingius m.a. í dómi sinum í Dagens Ny- heter: „Það má iita á íslenzku fimmtudagshljómleikana sem hluta þess „Islandsárs“, sem hér gengur yfir með forsetaheim- sókn, sýningaferðum og sýning- um (m.a. einmltt á Hásselby með grafik, málverkum og vefnaði). Dagskráin var nær eingöngu útsett þjóWög, aðeins 4 verk voru frumsamin og ekkert þeirra sérlega nútímalegt. Skortur á nýrri hljómldst fyr- ir kóra á sér eðlidega skýringu eftir því sem Ruth L. Magnús- son skýrði okkur frá. Ung is- lenzk tónskáld hafa ekki veru* legan áhuga á því að semja hljómlist fyrir kóra. Einfalt re- quiem Jóns Leifs til minningar um dóttur hans er andaðist 17 ára gömul hrifur e.t.v. meira vegna raunveruleikans, sem ldggur að baki, en sjálfrar hljóm listarinnar. Mér sjálfum fannst mest til um „Islenzk Kyrie“ eft ir Róbert A. Ottósson. Mörg þjóðlögin voru þannig raddsett að þau misstu mikið aí upprunalegum svip sínum. Kraftur og ilman af brenni vini og tóbaki var þó til staðar í „Vorið langt.“ Einsöngvara- kór Reykjavíkur er nýstofnað- ur. Stundum varð vart við nokk urn sko-rt á nákvæmni í sam- söngnum, en heildarsvipurinn var mjög hrifandi, þrátt fyrir hljómburðinn i „Hásselby“. Enn sem komið er, er e.t.v. hlutur hvers eins einstakldngs (þarna komu fram margir fram- úrskarandi einsöngvarar) betri en heildarinnar, en með þeim efniviði, sem felst i þessum röddum og þeim ferska skap- hita, sem fyrir hendi er, á kór- inn brátt heima í „professional klassa“.“ 24. september var söngur kórs ins tekinn upp i sænska útvarp inu, en kórfélögunum er ókunn ugt um, hvort þeirri dagskrá hef ur verið útvarpað. Um kvöldið söng kórinn í sænska sögusafninu og var aðsókn mjög góð, enda þótt Mjómledkarnir hefðu lítt verið auglýstir. Dag- inn eftir átti kórinn að syngja á útisviði á Skansinum, en vegna óveðurs voru þeir hfjóm- leikar haldnir innan dyra. Daginn eftir var haldið til Gautaborgar og þar söng kór- inn um kvöldið í Stenhammar- sal á hljómleikum, sem Norr- æna félagið og Islendingafélagið í Gautabong stóðu fyrir. Voru þessir hljómleikar ekkert aug- lýstir opinberlega, en félags- mönnum í félögunum voru send bréfieg boð um hljómleikana. En daginn eftir birtist langur dómur um hljómleikana i Göte- borgs Handels och Sjöfarts-tidn ing eftir Áke Elmquist. 1 dómn- um stóð m.a.: „Norræna félagið stóð fyrir hljómdeikum Einsöngvarakórs Reykjavikur, sem er áheyrileg- ur hópur 5 kvenna og 4 karla ásamit píanista, og fluttd alhliða og alíslenzka dagskrá, sem hæfði vel til að kynna þetta sér stæða músikland, þar sem hljóm listarfortíð sem nær aftur að landnámstíð aldrei hefir gleymzt ... Islenzku gestirnir voru veit endur með hreinleika og varma er sýndi hve djúpar rætur söng urinn enn á í lífi og forn.um sið- um, hve sjálfsagður hduti ein- veru í náttúrunni hann er og fé- lagsskapar í gleði eða sorg. . . Ekki svo að skilja að hinir fáu áheyrendur kynnu ekki að meta dagskrána og sýndu það einnig. Hún var sett saman af smekkvtei og metnaði. Einnig var hún mjög vel flutt bæði tæknilega og frá sjónarmiði hljómlistarinnar. Áheyrendur hrdfust með frá byrjun og eftir 22 atriði klöppuðu þeir þar til sungin voru 2 aukalög. Æskilegt hefði verið að heyra eitthvað um þjóðdagatextana, hinir, hljómlistin og tónskáldin voru kynnt i fylgiriti og auk þess af öðrum tenór. Þetta eru einsöngvararaddir og í eða milli kórsöngvanna sungu þær einsöng hver á fæt- ur annarri með eða án undir- leiks píanista. Án undirleiks og hrifandi í hreinum upprunaleik sínum var sópraninn Guðrún Tómasdóttir, er söng óþekktan sálm, Mardubæn með ákafri tóna innldfun í fáum áhrifaríkum tón bilum. Saman vinna raddirnar með nákvæmni kammerkórs og eru mjög næmar fyrir kröfum heild arinnar. Mikil fylldng er í hljómnum og margfalt meiri en tala meðlima segir til um og hann er hlýr á öllum styrkdeika stigum. Sópranarnir þrír sýndu nokkrum sinnum aðeins þreytu- merki, en einnig minnumst við hárra tóna, sem bárust með mik illi mýkt. Milliraddirnar sungu með hlédrægni og lipurð, bass arnir með hlýrri fylMngu. Lykil orðið að þessum miðli íslenzkrar þjóðarsádar er samvinna, sem hafin er langt yfir venjulegan kórsöng. Hver einsöngvari finn- ur einlægan styrk félaga sinna að baki sér. Þetta samspil alls og ailra í heilli dagskrá er í anda ldstarinnar, hluti hennar. Hér er ekkert betra né verra, heldur ein lifandd heild. Byrj- að var á fjórum þjóðvisum, raddsettum af aldamóta- eða nú lifandi tónskáldum (þau eru mörg á íslandi). S. Einarsson er maður róman tisku stefnunnar, G. R. Sveins- son er fornlegri (einsöngvari hér var altsöngkonan Ruth L. Magnússon). Þarna voru dans vísur með hressilegum hrynj- anda, sem R. A. Otíósson og E. Thoroddsen höfðu fært í bún ing. Píanistinn Ólafur Vignir A1 bertsson, góður undirleikari, var með frá nr. 3. Fyrsta þekkta nafnið, sem hér kom fram, var Jón Leifs með vögguvisu — Requiem helgað 17 ára dóttur er drukknaðd, og náðd sópraneinsöngvarinn (Svala Nielsen) og kórinn ljúfri fíngerðri tjáningu. Bassinn, Kristinn Hallsson söng visu úr Gullna hliðinu eftir Pál lsólfs- son og dró visan nokkurn dám af Carl Nielsen. Þuriður Pálsdóttir söng aðra visu og seinasí fagurt Máríu- vers fyrir kvennakór og minnti það dálitið á Brahms. Sólarkvæðd J. Þórarinssonar og Land míns föður eftir T. Guðmundsson (samið i tilefni lýðveldisstofnunarinnar 1944) báru merki þeirrar mætu al þýðulistar, sem lifir um aldur. Það fyrrnefnda var sérstakiega vel sungið. Sigilda Mariubænin var fyrsta verkið í seinni hluta. Kyrie (1967) A. Ottóssonar sameinaði talið, sem er innskot nútímans, islenzkum tónum, sem ekki virt ust forneskjulegir. Þrjú lög F. Stefánssonar úr „Grallaranum", Sádmalagasafn- inu Hólabók fná 1589, leiddi hug ann að Psalmus hungaricus. Skýringin er sennilega að Stef- ánsson og Kodaly hafa verið nemendur Matyas Seiber og þess vegna unnið verk sín út frá sömu forsendum. Eldri gerð islenzkrar tónlistar skaut upp kollinum í íslenzkum þjóðlögum frá Listahátíðinni í Reykjavík eftir Jón Ásgeirsson, hér kom raunverulega fram fimmundar- teekni tvísöngs og brá fyrir svip móti Orffs með ungverskum biæ en skýrdngin er sennilega fimm undarfrumuppruninn, sem er sameiginlegur lslandi, Ungverja- landi og Orff. Einsöngur altsöngkonunnar Ruth Magnússon yljaði mönn- um um hjartarætur. Eins og þung, samfelld, grá feikn hljómaði lokasöngurinn Is land. Eftir að dagskránni lauk var flutt litið, fallegt verk i síð- rómantískum anda með þeirri hlýju, sem kórinn hafði miðlað af svo mikilli rausn. Islenzkt hdjómlistarlíf getur lifið á kórinn sem stóra auð- lind." Að morgni þess dags söng kórinn fyrir troðfullum sal kennara af Norðurlöndum,- sem sóttu þarna samnorrænt kennaranámskeið, og var það eiginlega hápunkfur ferðarinn- ar, að sögn kórfélaganna. 1 heild heppnaðist þessi söng- för kórsins mjög vel og rómuðu kórfélagar mjög allar móttökur í Svdþjóð, sérstaklega lögðu ís- lendingar i Svdþjóð sig fram um að gera alla dvölina sem ánægjulegasta fyrir kórinn. Um framtið kórsins er alit óákveðið, ekki sízt vegna þess, að kórinn hefur aldrei verið formlega stofnaður. En þó er nú stefnf að þvi að halda híjóm- leika einhvern tímann á næst- unni. Þá má geta þess, að söng ur kórsins átti að vera á dag- skrá sjónvarpsins í gærkvöldi, en féll niður ásamt allri ann- arri kvölddagskrá sjónvarpsins, eins og mönnum er eflaust kunn ugt. Einsöngvararnir niu, sem skipuðu kórinn i Sviþjóðarför- inni voru: Svala Nielsen, Guð- rún Tómasdóttir og Þuríður Pálsdóttir (sópran); Margrét Eggerfsdóttir og Ruth L. Magnússon (alt); Hákon Odd- geirsson og Garðar Cortes (ten- ór); og Halldór Vilhelmsson og Kristinn Haldsson (bassi). Und- irléikari i ferðinni var Ólafur Vignir Albertsson. Hofnarfjörður og ndgrenni Nýjar sendingar af veggfóðri nýkomnar. Verzlunin MÁLMUR, Strandgötu 11 — Sími 50230. Skrifstofur okkar eru fluttar að HJÖRTUR PJETURSSON, CAND. OECON. löggittur endurskoðandi. TT .t. ,r"'-v~r “T1 'ilraraML r Viðskiptaleg ráðgjafa- og þjénustustarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.