Morgunblaðið - 30.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1971
17
Aðalsteinn Eiríksson
námsstjóri sjötugur
1 DAG á AðalsteLnn Eiríksson,
námsstjóri, sjötugsafmœli.
Hann er fæddur að Krossavik
I Þistilfirði 30. okt. 1901. For-
eldrar hans voru hjónin Páll
Eirikur Pálsson og Kristin Jóns-
dóttir frá Steinkirkju í Fnjóska-
dal, mikil dugnaðar- og myndar-
hjón, er þá bjuggu í Krossavik.
Fluttust þau nokkru siðar til
Þórshafnar á Langanesi, þar sem
þau komu upp stórum og gjörvu-
legurn barnahóp.
Var á orði haft hve frábær-
lega Kristín hefði annazt heim-
ili sitt og fjölskyldu, þrátt fyrir
þröngan efnahag, enda mun hún
hafa verið greind kona og mikil-
hæf. — 1 æsku dvaldist Aðal-
steinn um margra ára skeið að
Holti í Þistilfirði hjá hinum
þekktu ágætishjónum, Kristjáni
Þórarinssyni frá Laxárdal og
Ingiríði Árnadóttur frá Gunn-
— Lækna-
miðstöð
Framh. af bls. 12
iðjan á Egilsstöðum um þær,
en byggingameistari er Ástráð
ur Magnússon. 1 forsvari fyrir
heimamönnum hefur verið
Helgi Gíslason, oddviti Fella-
hrepps og vegaverkstjóri á Hér
aði, en Jóncis Pétursson, fyrr-
um alþingismaður hefur einnig
látið málið mjög til sín taka.
Reynir Vilhjálmsson garðarki-
tekt hefur skipulagt umhverfi
lóðar. Verkfræðingar eru Verk
fræðistofa Sigurðar Thorodd-
sens s.f. og Sigurður Halldórs-
son, rafmagnsverkfræðingur.
Staðsetning læknamiðstöðv-
arinnar á Egilsstöðum er á ás-
brúninni við Gálgás. Þaðan er
útsýni fagurt vestur yfir akra
og engi Egilsstaða tii Lagar-
fljóts og upp Hérað til Snæ-
fells. Þaðan sést til allra
helztu aðkomuleiða kauptúns-
ins, þjóðveganna og flugvallar
ins. Læknamiðstöðin er
mjög miðsvæðis og verður enn
meir, þegar byggðin vex áfram
til norðurs eins og ráð er fyrir
gert. Þá er læknamiðstöðin
fjarri öllum skarkala og háv-
aða.
arsstöðum. Minnist Aðalsteinn
ávallt þessara mætu hjóna með
kærleika og þakkarhug.
Þegar í æsku munu þau
áform hafa vaknað I huga Aðal-
steins að leita út fyrir heima-
hagana tii náms og Skólagöngu.
Rættist sá draumur hans er
hann haustið 1919 settist I Eiða-
skóla, þar sem hann stundaði
nám um 2ja vetra skeið. Skóla-
stjóri þar var þá Ásmundur
Guðmundsson, síðar biskup, sem
mun hafa hvatt Aðalstein til
frekara framhaldsnáms. Mun
hugur Aðalsteins frá ungum
aldri hafa sérstaklega beinzt að
þvi að ljúka kennaranámi, enda
hafði hann eftir dvöl sína á Eið-
um starfað við bamakennslu í
heimabyggð sinni um eins vetr-
ar skeið. Settist hann því i Kenn
araskólann og lauk prófi þaðan
vorið 1924.
Sama sumar ferðaðist hann til
Norðurlanda, til þess að kynna
sér þær nýjungar I skólamálum,
sem þá voru efst á baugi hjá
þessum frændþjóðum vorum.
Eftir heimkomuna gerðist hann
kennari hér í Reykjavík um 10
ára skeið. — Árið 1934 var hann
skipaður skólastjóri við nýstofn-
aðan barna- og héraðsskóla í
Reykjanesi i Norður-lsafjarðar-
sýslu.
1 raun og veru var það á eng-
an hátt auðvelt hlutverk, því þar
þurfti að byggja allt upp frá
grunni, skóla, heimavist og
kennarabústaði jafnframt því að
koma skólastarfinu í fastar
skorður.
En fyrst og fremst þurfti að
útvega fé og samræma og sam-
eina átök sýslu.og hreppa, er að
skólanum stóðu, svo unnt væri
að ráðast í þær framkvæmdir
er brýnastar voru. En á þessum
árum var víðast hvar þröngt í
búi hjá hreppum og sýslum
landsins.
Saga skólans frá þessum ár-
um verður ekki rakin hér, en
hins er skylt að geta, að með frá-
bærum dugnaði, lagni og fyrir-
hyggju tókst Aðalsteini að sigra
þá örðugleika, sem við þurfti að
glíma, svo að skólinn gat tekið
til starfa þegar á fyrsta ári. —
Frá upphafi var mikil aðsókn
að Reykjanesskólanum og fór
vaxandi með ári hverju, enda
átti skólinn þvi láni að fagna að
eiga á að skipa samhentu og
völdu kennaraliði.
Á þessum fyrstu starfsárum
skólans þurfti, sakir húsnæðis-
skorts og þrengsla, að skipta
námstímanum miUi barnaskól-
ans og unglingafræðslunnar.
Engu að siður er það staðreynd
að námsárangur varð mjög góð-
ur í báðum deildum. Þetta
munu gamlir nemendur skólans
þekkja og staðfesta. Enda hefir
reynsla allra tíma sannað það,
að námsárangur fer ávallt fyrst
og fremst eftir þeim áhuga sem
kennurum tekst að vekja hjá
nemendum sínúm.
Undir stjórn og handleiðslu
Aðalsteins varð Reykjanesskól-
inn menningarmiðstöð héraðsins
í víðtækum skilningi.
Jafnframt bóklegu og verk-
legu námi var lögð sérstök
áherzla á það að nemendur
temdu sér reglusemi, snyrti-
mennsku og prúðmannlega fram-
komu. Með stofnun skólans bár-
ust einnig nýir og ferskir straum
ar um héraðið. Reykjanes varð
frá upphafi miðstöð i félagslífi
Djúpsins, þar voru haldnir þing-
málafundir, héraðsþing og al-
mennar samkomur.
Á skólastjóraheimilinu stóðu
jafnan opnar dyr þar sem hér-
aðsbúar nutu alúðar, risnu og
hvers konar fyrirgreiðslu hjá
skólastjóranum og konu hans,
frú Bjarnveigu Ingimundardótt-
ur.
Árið 1944 fluttust Aðalsteinn
og fjölskylda hans til Reykja-
víkur. Starfaði hann þá um
nokkurt skeið á skrifstofu
fræðslumálastjóra. Hafði honum,
meðan hann dvaldi vestra, verið
falið námsstjórastarf varðandi
bamafræðslu á Vesturlandi. Árið
1949 var hann skipaður forstöðu-
maður Skólaeftirlitsins og jafn-
framt var honum falin umsjón
með fjármálum og eignum hér-
aðs- og gagnfræðaskólanna, auk
námsstjórastarfsins.
Er það margþætta og vanda-
sama starf hans alþjóð svo kunn-
- KVIKMYNDIR
Framhald af bls. 14
ar svona samkvæmi, en mér er ekkert
um þau gefið. Hvað mig snertir þá er
ég venjulega negldur einhvers staðar úti
í horni af einhverjum spekingnum og
get ómögulega losnað — þetta er mín
reynsla af hanastélssamkvæmum. Nei,
þá vil ég frekar vera heima og lesa í
bök.“ Hann veit ekkert skemmtilegra
en sitja úti í horni á laugardags- og
sunnudagseftirmiðdögum við lestur. End
urminningar Georges Browns voru
,skemmtilegar“ og endurminningar
Krúsjeffs „athyglisverðar". Hann hefur
mikinn áhuga á opinberun hvers kyns
mála sem áður voru ekki á allra vit-
orði.
Hann berst heldur ekki mikið á í
klœðaburði. Gengur alltaf í bláum eða
gráum fötum, hvitri skyrtu með dökk-
blátt bindi. Hann veldur jafnan von-
brigðum þeim mönnum, sem halda að
meiriháttar listamaður hljóti að vera
framúrstefnumaður i klæðnaði eða fram
komu. Hann er munaðarseggur á vín —
þó drekkur hann aldrei nema tvö glös
á dag og reykir sama fjölda vindla.
Eini munaðurinn sem hann virðist veita
sér, er eldhúsið á heimili hans — það
er eins fuHkomið og það getur orðið.
Kona hans, Alma Reville, höfundur
ýmissa kvikmyndahandrita, annast mat
argerðina — Hitchcook sér um uppþvott
inn. Daglegt Hf hans minnir helzt á
klausturlifnað, enda hefur hann látið
svo um mælt, að hann hefði gjarnan
viljað verða nunna!
Hann lætur sig engu skipta kvik-
myndagagnrýnendur eða viðbrögð
þeirra við myndum hans. „Það er ein-
kennilegt hversu seinir þeir eru yfir-
leitt að taka við sér hvað myndir min-
ar áhrærir“, segir hann. „Þeir létu sér
fyrst fátt um „Psycho" finnast — nú
kalla þeir það sígilt verk. Ég skil þetta
ekki — hv-ers vegna sjá þeir ekki gæði
myndarinnar strax. Það tekur þá venju
lega ár — þeir horfa á myndina á nýj-
an leik og sjá þá skyndilega tClM aðra
mynd. Þannig var um „To Catch a
Thief“ og ekki vakti „Rebecca" neina
hrifningu í upphafi, þótt hún hlyti síðar
Óskarinn sem bezta mynd ársins.
Eftirlætismynd Hitchcocks sjálfs er
„Trouble with Harry", sem hann gerði
1956 með Shirley MacLaine og Edrnund
Gwenn í aðalhlutverkum. „Þar var þessi
þurra kímni sem ég dái. Að vísu var
hún kannski einum of tvíræð. Kímnin
hefði mátt vera beinskeyttari."
Um aðra leikstjóra vorra tíma segir
h£inn: „Ég er hriflnn af örfáum leik-
stjórum. Til að mynda þykir mér gaman
af þessum nostursömu smáatriðum í end
urminningamyndum Truffauts (Háskóla
bió sýndi þá síðustu „Hættur hjóna-
bandsins" fyrir skömmu) og eins þykir
mér Bunuel athyglisverður. Hann beitir
engum breilum." Hins vegar er hann lítt
hrifinn af bandarískum kvikmyndum,
sem mest umtal hafa vakið síðustu árin.
„Love Story vekur upp gamaldags til-
finningavæmni. Mér fellur hún ekki.“
Og um Easy Rider: „Hún segir bara frá
tveimur dópistum sem leita Ameriku á
röngum slóðum.“
ugt, að þarflaust er að rekja það
nánar. Þó má geta þess að Aðal-
steinn hefir samið allmörg frum-
vörp og reglugerðir um kennslu
mál og gert tillögur og samn-
inga varðandi stofnun nýrra
skólasetra.
Aðalsteinn hefir alltaf verið
mikill starfsmaður. Hann er einn
þeirra, sem ekki geta hugsað sér
að sitja auðum höndum. Skrif-
stofustörf hans og bókhald bera
augljóst vitni um nákvæmni
hans, elju og vandvirkni.
Aðalsteinn er í hvivetna mik-
ill drengskaparmaður, hreinskil-
inn og heill í orði og athöfn. Þá
er hann einnig tryggur vinur,
skapfastur og einlægur. Hann
myndar sér jafnan rökstuddar
skoðanir í hverju máli og fer
ekki í launkofa með álit sitt, við
hvern sem hann ræðir. I hópi
vina sinna er hann manna glað-
astur, enda er hann „humoristi"
sem kann að skemmta gestum
sínum með góðlátlegri kímni.
Hann er einnig minnugur jafnt
á fornan fróðleik og hitt sem
vekur bros og kætir lund. —
Eins og áður er getið er Aðal-
steinn kvæntur Bjarnveigu Síg-
ríði Ingimundardóttur, hinni
ágætustu og mikilhæfustu konu.
Heimili þeirra hefir ávallt bor-
ið vitni um smekkvísi, snyrti-
mennsku og fagra heimilisháttu,
enda jafnan reynzt hlýr arinn
vinum jafnt sem vandamönnum.
Munu þeir einnig margir bæði
fyrr og síðar, sem hafa reynt
veglyndi þeirra hjóna og hjálp-
arlund. Þeim Aðalsteini og
Bjarnveigu hefir orðið fimm
barna auðið, eru þau:
Auður, gift Ásgeiri Valdimars-
syni, verkfræðingi i Reykjavik,
Páll, kennari, f\'rr skólastjórí
Reykjanesskólans, kvæntur Guð-
rúnu Hafsteinsdóttur, búsettur
að Bjarkarholti í Mosfellssveit,
Þór, verkfræðingur, kvæntur
Önnu Brynjólfsdóttur, búsettur
í Reykjavík,
Halla, gift Sveini Þórarinssyni,
bónda að Kolsholti í Flóa og
Helga Maria, gift Magnúsi
Ingólfssyni tryggingafræðingi á
Egilsstöðum.
Eftir mikinn og merkan
starfsferil hefir Aðalsteinn nú
dregið sig í hlé frá opinberum
störfum og sezt að á fögru býli
þeirra hjóna að Bjarkarholti í
Mosfellssveit. Þrátt fyrir það er
starfsþrek hans óbilað og mun
hann sem áður finna viðfangs-
efni að vinna að og glíma við.
Á þessum tímamótum i ævi
Aðalsteins námsstjóra sendum
við hjónin og fjölskylda okkar
honum, konu hans og skylduliði
einlægar árnaðaróskir og þökk-
um honum trausta vináttu og
hlýhug frá fyrstu kynningu,
jafnframt því sem við biðjum
honum og ástvinum hans far-
sældar og blessunar um ókomin
ár.
Þorsteinn Jóhannesson.
Ólafur Guðmundsson
frá Nesi, 75 ára
ER ég var að alast upp á Sel-
tjamiaTnesi, var Nes við Seltjöm
talið höfuðból. Hvort tveggja vair,
að jörðin var ein hin stærsta í
hreppnum, og einnig hitt, að þar
var mannmargt að jafnaði.
Að Nesi var tvíbýli. Á vestari
hlutanum (er var hinn stærri)
bjuggu fyrir og eftÍT aldamótin
síðustu hjónin Guðmundur Ein-
ansson og Kristín Ólafsdóttir
með bömum sínum og miklu
hjúaliði. Voru umsvif mikil, bæði
við útgerð og landbúskap. —
Guðmundur drukknaði í apríl
1906, tæpl. 48 ára að aldri, en
Kristín lifði til 1945, og varð um
85 ára gömul. Þau hjón voru
alkunn að rausn og höfðingsskap
(í þess orðs beztu merkingu).
Böm þeirra voru 9, 5 stúlkur og
4 drengir, öll vel gefin og dug-
leg.
Ólafur er fæddur að Nesi 27.
okt. 1896. Hann var sá eini
bræðranna er einungis lagði bú-
störfin fyrir sig, tveir eldri
bræðumir urðu sjómenin (skip-
stjórar á togurum), og einn —
sá yngsti — lögfræðingur.
Ólafur fór í bændasfcólann á
Hvanneyri, útskrifaðist þaðan
sem búfræðinigur, eftir tveggja
vetra nám. Eftir það hafði hann
umsjón með búi móður sinnar,
meðan hennar naut við, en við
lát hennar var jörð og bú selt,
og sneri Ólafur sér þá að annarri
atvinnu. Síðast vann hann í
hraðfrystihúsi, þar til heilsa
hans bilaði fyrir um 3 árum. Nú
er hanin vistmaður á Hrafnistu.
Mér er sérstök ánægja að
mimnast Ólafs vinar míns á þes®-
um tímamótum í ævi hans, því
bernskuminningar mínar eru
bundnar við Nesheimilið og
yngi systkinin þar, þá var
himnar saklausu bernskugleði
notið í ríkum mæli.
Ég vil svo óska Ólafi allrar
blessunar, og vona að hann megi
njóta velsældar og heilbrigði á
ævikveldinu.
Jóh. Eiríksson,
Tilboð óskast
í fólksbifreiðar:
7 manna Volkswagen,
6 manna Pickup
er verða sýndar að Grensásvegí 9 miðvikudaginn 3. nóv.
kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA
r