Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 2
MORGUTNPBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971
Mjög góður ár-
angur tilrauna
— með rækjuflokkunarvélar
Tilrannir Hafrannsóknaslofn11n-
arinnar m«ð flokkunarvélar um
borð í rækjiiveiðibátum hafa gef-
izt mjög vel og vonum betur —
l&ð því er forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunarinnar, Ingvar
Hallgrímsson tjáði Mbl. í gær.
Tilraunir liafa verið gerffair með
flokkunarvélarnar um borð í
tveimur bátum á Húnaflóa og
voru vélarnar stilltar þannig að
aðeins 1. flokks rækja varð eftir
í skipinu, smælkið fór aftur út-
byrðis,
Ingvar sagði að nokkurt magn
af smælki hefði verið sett í ámur
og geyimt yfir nótt til þess að
ganga úr skugga um, hve miikið
af þvi lifði. í ljós kom að 66%
rækjusmæMdsins lifði, svo að
gera má ráð fyrir að i sjó lifi
rúmlega 70% rækjunnar, sem aft
ur er hleypt i sjó. Sams konar til
raunir voru gerðar í ísafjarðar-
djúpi, en þar er rækjan yfirleitt
mun smærri og þurfti því að
stilla vélarnar á smærri flokfea.
Ingvar sagði að vélamar virt-
ust mjög hagkvæmar, sjómenn
fengju eingöngu 1. flokks hrá-
efni og séð væri fyrir því að smá-
rækjan færi aftur í sjóinn til
geymslu og þroska og yrði hún
síðan veiðanleg síðar. Með þessu
væri allra hagur tryggður að því
er hann taldi.
Þ>á taldi Ingvar þessar flokk-
unarvélar einnig myndu gera
rækjuframleiðslu íslendinga af-
ar góða. Þannig myndi, ef að
þrengdist um markaði, Islending
um vera minnst hætta búin af
sliku, ef hráefnið væri aðeins 1.
flokks. Hann kvaðst hafa af því
spurnir að sjómenn hygðu víða
á flokkunarvélakaup.
Togarinn, sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. kaupir.
*
U.A. kaupir f ranskan skuttogara
Væntanlegur til landsins í janúar
Akureyri, 3. nóvember.
STJÓRN Útgerðarfélags Akur
Rut Ingólfsdóttir á æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær ásanit stjórnandanum George Cleve.
Sinfóníuhljómsveitin i kvöld:
Rut leikur einleik
Lilja Jóns Ásgeirssonar flutt
RUT Ingólfsdóttir, fiðluleikari,
leikur einleik á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í kvöld
og frumflutt verður hljómsveit-
arverkið Lilja eftir Jón Ásgeirs-
son, tónskáld. Tónleikarnlr eru í
Háskólabíói og hefjast kl. 21.
Rut Ingólfsdóttir er annar fiðlu-
leikarinn af fiðluleikurum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, sem hef-
ur leikið einleik með hljóm-
sveitinni sl. 12—15 ár. Sá sem
hefur gert það á þessu tímabili
er Björn Ólafsson, konsertmeist-
ari. Uilja er þriðja verk Jóns
Ásgeirssonar, sem Sinfóníu-
hljómsveitin frumflytur á eftir
Þjóðvísu og Sjöstrengjaljóði, en
auk þess hefur hann samið fjöl-
mörg önmir tónverk.
Þetta eru þriðju reglulegu
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands á þessu starfsári. Stjórn-
andi er Georg Cleve og einleik-
ari, sem fyrr segir, er Rut
Ingólfsdóttir, fiðluleikari, sem
leikur fiðlukonsert nr. 1 eftir
Béla Bartok. Önnur verk á efnis-
skránni eru: Lilja — hljómsveit-
arverk eftir Jón Ásgeirsson
(frumflutningur), Sinfónía nr.
34 eftir Mozart og La Mer eftir
Debussy. Fiðlukonsert Bartoks
svo og La Mer eftir Debussy eru
flutt i fyrsta sinn hérlendis.
Rut IngóMsdóttir er fædd í
Reykjavík 1945. Hún hóf fiðlu-
nám fimm ára gömul hjá Rut
IHermanns. Síðan stundaði hún
iniáin hjá Einari Sveimbjömssyni
og Bimi Ólafssyni í Tónlistar-
skólanum I Reykjavi'k jafnframt
þvi sem hún stundaði nám við
Menmtaskólanft í Reykjavík og
lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1965.
Árið 1965—1966 stundaði hún
nám hjá Einari Svein-bjömssynd
við Musikikonservatoiriet í Malmö.
Haustið 1966 hóf Rut nám við
Consiervatoire Röyal de Musique
í Briissel, og var André Gertler
kennari hennar í fiðluieálk þar.
Hlaut hún styrk frá bellgíska rík-
inu til þesis náms. Sumarið 1969
lauk hún prófi þaðan og hlaut
Premier pirix grande distinction.
Síðastliðið sumar hlaut Rut styrk
til þátttöku í seminari um Bartok
tóniist í Búdapest, og einnig nam
hún við Sommeraikadernie í Salz-
burg.
Rut hefur oft komið fram á
tónleikum bæði hér og eriendis,
t. d. lék hún einleik með Un>g-
domsorkestem í Lundi 1966, hélt
tónieika hjá Tónli.starfélaginu í
febrúar 1970 og lék einteik með
Sinfón iuh 1 j ómsveit Islands á
tónileilkum hennar úti á landi
sama vor.
Þessi fiðlukosert nr. 1 eftir
Béla Bartok var upphaflega
saminn og gefimn tiá ungrar
stúlku, sem Bartok var ástfang-
inn af. En eins og sfundum vill
brenna við vaknaði ást Bartoks
á annarri ungri stúiku ári seinna
og þeirri stúliku kvæfntfet Bartoik.
En það varð líklega til þess að
sú sem hafði hlotið fiðíuikonisert-
inn setti hann niður í skúffu og
þar fannst hann ekiki fyrr en
eftir lát hennar. Lá þar í mein-
um.
En hvað um það, nú er farið
að leika þetta rómantíska verk
opinberíega og Rut Ingólfsdóttir
fruimflytur það hér á landi með
Siinfóní’uhljómsveitinni i kvöld.
Gunnar Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóní'Uhljóm-
sveitarinnar sagði á blaðamanna
fundi í gær að það væri ávailt sér
staklega ánægj uiegt þegar Sin-
fóiriuhljómsveitin frumflytti
verk eftir ísienzk tónskáld, enda
væri lögð áherzla á slikt í vax-
andi mæli og auðvitað væri það
eín af aðalsikyldum Sinfóníu-
Ihljómsveitarinnar að ílytja ís-
lenzk verk.
Jón Ásgeirsson tónskáld byrj-
aði að semja hljómsveitarverkið
Lilju árið 1970, þegar hann var
að íhuiga samninigu kórver’ks um
kvæðið Lilju og reyndar sagði
hann að ef til vill gæti þetta verk
sem nú verður frumflutt, verið
forleiku-r að stærra verki um
Lilju. Margt í verkum Jóns Ás-
geirssonar minnir á fofn stef, en
Lilja er þriðja verk tónskáldsins,
sem Sinfóníuhljómsveitin frum-
flytur. Þau fyrri voru Þjóðvísa
og Sjöstrengjaljóð, sem fékk i
sumar mjög góða dóma erlendis.
Jón Ásgeirsson, tónskáld
eyringa hf. hefur ákveðið að
kaupa 4ra ára gamlan skuttog-
ara frá Boulogne sur Mer í
Frakklandi fyrir 4,6 milljönir
franskra franka, sem jafngiida
tæplega 73 milljónum íslenzkra
króna miðað við núverandi
gengi. Togarinn er 54 metra
Iangur og hefur 430 rúmmetra
lestarrými, sem er svipað og í
hinum eldri togurum félagsins.
Áki Stefánssan, skipstjóri á
Harðbak, fór eina veiðiferð með
togaramum fyrir ákomimu og gaf
síðan stjóm ÚA skýrslu um
reynslu sína af skipinu og tækja
búnaði þess. Á grundvelli þeirr-
ar skýrslu voru kaupitn ákveðin.
Skilyrði fyrir kaupunium er, að
nauðsynleg leyfi og fyrirgreiðsla
íslenzkra stjórnvalda fáist.
Kaupverð skipsins er miðað
við, að því sé slkilað eftir fjög-
urra ára flóklkunarviðgerð, sem
nú stendur fyrir dyrum. Þar að,
auki þarf að gera á togaranum
smávægilegar breytingar. Hon-
um fylgja lán til 5 ára fyrir
verulegum hluta kaupverðsius.
Ef allt gengur að ósku.m er
togarinn væntanlegur til Aikur-
eyrar í janúar næstkom'aindi og
mun þá stuðla að betri nýtingu
fiSkvimmslustöðvar ÚA, sem hing
að til hefur skort hráefni, þó að
allir togarar félagsins, fjórir að
tölu, leggi þar upp afla sinn.
— Sv. P.
V iðræðuf undinum
í London lýkur í dag
„VIÐ höfum verið á fundum í
dag og skipzt á skoðunum,“ sagði
Hans G. Andersen, sendiherra
formaður viðræðunefndar ís-
lands í landhelgisviðræðunum við
Breta, er Mbl. ræddi við hann í
síma í gær. Fundurinn hófst í
London í gærmorgun og bjóst
Hans við því að honum lyki í dag
um hádegisbil, en viðræðunefnd
irnar hafa þó allan daginn til ráð
stöfunar. Hans kvaðst ekki geta
skýrt frá einstökum efnisatrið-
um viðræðnanna.
Samkvæmt einkaslkeyti AP
fréttastofunnar, sem Mbl. barst í
gær um viðræðurmar munu full
trúar landanna hafa varizt alára
frétta um fundinn, en ótilgreind-
ir embættismenn sögðu að brezka
stjórnin væri ánægð með að ís-
lendingar vildu ræða málið, sem
gæti orðið skaðlegt brezkum sjó
mönnum, eins og það er orðað í
skeytinu.
Þá segir í skeytinu að upplýs-
ingar frá tveimur stöðum í Lond
on segi, að brezka viðræðunefnd
in ætli að komast að raun um,
hve fast Islendingar haldi við út
færsl-u í 50 sjómiílur hinn 1. sept.
1972. Þar gæti verið um kröfu að
ræða, sem íslendingar væru
reiðubúnir að slá af í samningum.
Siðan segir að 20 til 25% alira
landana á þorski, ýsu og grálúðu,
vinsælusfcu fisktegundum á
brezka markaðinum, séu landan-
ir afla af Islandsmiðum. Bretar
halda því fram að engin alvarieg
merki ofveiði hafi fundizt við fs
land — segir að lokum I skeyti
AP-fréttastofunnar.
Viðræður við þýzku viðræðu-
nefndina hefjast svo i Bonn á
tnánudag.
Vestf j ar ðar æk j a
seld til Englands
Umbúðavöndun gerir
rækjuna markaðshæfari
TEKIZT hefur með þvi að vanda
mjög til umbúða utan nm rækju
að selja fyrirfrain framleiðsluna
á Vestf jörðnm en þó fyrir nokkm
HASSHUNDURINN, sem fyr
ir nokkru kom til landsins, er
nii í þjálfun og sagði Ásgeir
Friðjónsson, fulltrúi lögreglu-
stjórans í Reykjavík, MbL, að
hundurinn hefði staðið sig
mjög vel á æfingum.
Fyrir nokkru fékk hunduir-
inn sína eldsikírn við leit í
heimahúsum og rann hann
fljótt á lyktina. Fann hann
þar smávegis magn af hassi.
Sagði Ásgeir, að miklar von-
ir væru bundnax við hæfni
bundsins, þegar út i aLvöruna
er komið.
lægra verð en fékkst t. d. fyr-
ir rækju við upphaf vertíðar i
fyrra. Vestfjarðarækja var í
fyrra seld fyrir 12'/2 shill. hvert
enskt pund, en nú á 10'/2 shilling.
Verðlækkunin er því melri en 2
shillingar, þar eð aukinn kostnað
ur og vinna er við vandaðri um-
búðir.
Richard Björgvinsson hjá Björg
vini Bjarnasyni tjáði Mbl. í gær,
að hinar nýju umbúðir væru loft
tæmdar og í áprentuðum öslkj-
um. Öll Vestfjarðaframleiðslan
hefur verið seld til Englands.
Mikið framboð er enn á rækju.
Áætlað magn af Vestfjörðum á
vertíð nú er 500 til 600 smálestir.
Þess má geta að fyrir nokkru
var frá því skýrt að verðfall á
rækju hefði frá áramótum ver-
ið um 20%-.