Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 17
MO RGUNBL AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 17 Um bifreiðatryggingar EFTIR OLAF B. THORS Bifreiðatryggingar á Islandi eiga við meiri erfiðleika að etja nú en nokkru sinni fyrr. Tap þeirra tryggingafélaga sem tryggingar þessar stunda nem- ur á sl. tveim árum ekki undir 65 millj. kr. og hátt á annað hundrað millj. ef lengra tímabil er tekið. Nú má spyrja hvað varðar það almenning þótt nokk ur fyrirtæki reki viðskipti sín með tapi, slíkt er þó ekkert eins dæmi. Því er til að svara, að tap rekstur bifreiðatrygginga skipt- ir almenning meginmáli og get- ur verið og er nú að minu mati alvarlegt tilræði við það öryggi, sem hinn almenni borgari á lö'g- verndaðan rétt til. Bifreiðatrygg ingar hafa algjöra sérstöðu með ai þeirra trygginga sem venju- leg vátryggingafélög verzla með. Bifreiðar eru óaðskiljan- legur þáttur nútíma þjóðfélags- nánast almenningseign og flest- ir ættu víst erfitt með að hugsa sér daglegt líf án þeirra. Engu að síður er bifreiðin hættulegt tæki og notkun hennar hefur í för með sér verulega hættu fyr ir umhverfið, svo verulega, að þessi hætta hefur verið köl'luð mesta ógnun nútíma þjóðfélags. Löggjafinn hefur iíka viður- kennt þessa hættu og nauðsyn almennings á vernd gegn henni, hann hefur gert það með því að gefa þeim sem slasast af völdum bifreiða bótarétt, sem er miklu víðtækari en sá réttur sem leiðir af aimennum skaða- bótareglum — og hann hefur krafizt þess að eigandi bifreið- arinnar kaupi og haldi við vá- tryggingu, sem greiði þessar bætur. Það ákvæði þjónar tví- þættum tilgangi: I fyrsta lagi að sá sem tjón bíður af völdum bifreiðar, þurfi ekki að eiga það undir fjárhag viðkomandi bifreiðareiganda hvort hann fær tjón sitt bætt, eða ekki og í öðru lagi að sá sem tjöni veldur þurfi ekki að eiga á hættu fjárhagslegt hrun þótt bótakrafa sé gerð á hend- ur honum. Þannig er skyldufjár hæð vátryggingar fyrir venju- lega bifreið nú kr. 3.000.000.00, en síðan bætast kr. 200.000.- við fjárhæðina, fyrir hvern farþega sem bifreiðin má flytja umfram tíu. Hér er um svo mikla fjár- hagslega hagsmuni að ræða, að segja má það algjöra forsendu nútíma umferðar, að trygginga- málin séu í góðu lagi og trygg- ingaverndin virk. Það sést bezt ef eftirfarandi tölur eru hafðar í huga: Á tímabilinu 1952—1969 námu greidd og áætluð tjón í bókum tryggingafélaganna kr. 785.3 m. kr. Á árinu 1970 bættust við kr, 180. m. Árið 1971 er þessi tala áætluð kr. 220 m. og 1972 ekki undir 270 m. Það er hlutverk tryggingaféJ laganna að annast um vátrygg- ingaverndun. Ekki hafa þó öll tryggingafélög leyfi til þess að stunda bifreiðatryggingar, held ur þarf til þess sérstakt leyfi sem dómsmálaráðuneytið vei'.ir. Til þess að öðlast Slíkt leyfi þarf viðkomandi að setja ráðu- neytinu tryggingu að fjárhæð kr. 2.000.000.-, samkvæmt reglu gerð frá árinu 1969, en áður hafði þessi upphæð verið kr. 25.000.00. — Þetta tryggingafé er hugsað til greiðslu gjaldfall- inna bóta, ef viðkomandi félag bregzt greiðsluSkyldu sinni og þótt að því sé að sjálf- sögðu nokkur bót, er þó hætt við að þessi fjárhæð dugi skammt, ef tryggingarfélag kemst í fjárþröng. Þess vegna er líka eðlilegt að hið opinbera fylgist með rekstri ábyrgðar- trygginga bifreiða. Félögun- um er skylt að halda bðkhaldi þessara trygginga aðskildu og dómsmálaráðherra skipar tvo menn til þess að endurskoða reikninga þeirra. Leyfi til þess að reka bifreiðatryggingar fylgja að sjálfsögðu réttindi — en ekki síður skylda. Skylda til þess að vera fær um að mæta þeim skuldbindingum sem á fé- lagið falla. Til þess að mæta þ>ssum skuldbindingum þarf að sjálfsögðu iðgjöld —- og þau ið- gjöld, ásamt vaxtatekjum verða að nægja tii þess að greiða tjón og rekstrarkostnað þessara trygginga. Félögin ákveða ið- gjöld, sem eru mismunandi eftir stærð bifreiða, notkun þeirra og staðsetningu á landinu, mið- að við skrásetningu. Þessi ið. gjöld eru ákvörðuð eftir tjóna- reynslu viðkomandi flokks öku- tækja — og nú orðið er byggt á umfangsmikilli „statistic" sem unnin er fyrir meiri hluta fé- laganna, í rafreikni. Við ákvörð un iðgjalda fyrir næsta trygg- ingarár verða félögin í fyrsta lagi að byggja á reynslu fyrra árs og i öðru lagi að leitast við að meta þær hækkanir, sem fram munu koma á tryggingar- árinu. Það mat hefur i fram- kvæmd reynzt mjög erfitt. 1 því verðbólguþjóðfélagi sem við lif- um í, hafa þessar spár sjaldnast verið raunhæfar, enda þótt mörgum hafi þótt riiflega áætl- að og þótt þeim fjölmörgu bif- reiðaeigend'Um sem sjaldan eða aldrei valda tjóni þyki nóg um hversu djúpt tryggingafélög- in seilast í vasa þeirra eftir ið- gjöldum er þó staðreyndin sú, að iðgjöldin hrökkva á engan hátt fyrir greiðslu tjóna og kostnaðar. Mörgum hefur reynzt erfitt að skilja þetta og þvi er ekki að leyna, að verulegrar tor tryggni hefur gætt hjá almenn- ingi um ýmsa útreikninga trygg ingafélaganna. Ég hygg þó, að memn ættu almennt að geta treyst þeim útreikningum, sem fram koma hjá hinum ríkisskip uðu endurskoðendum, en ein- mitt þeir hafa gert yfirlit yfir afkomu þeSsara trygginga árin 1952—1969. Samkvæmt því yfir liti má segja að afkoma ábyrgð- artrygginga ökutækja hafi frá sjónarmiði félaganna verið til- töluiega góð fyrstu tíu ár- in. Nokkrar sveifJur eru milli einstakra ára, en þegar litið er á þetta tíu ára tímabil í heiLd eru iðgjöldin um 185.5 m., en tjón 142.5 m. og kostnaður 38.7 m., þanni'g að iðgjöldin eru um 4.3 m. hærri en tjón og kostn- aður samtals. Árin 1962 til 1964 fer hallinn mjög vaxandi og 1962 er hann 5.2 m., 1963 12 m. og 1964 17.5 m. Árið 1965 verða veruleg umskipti, en það ár eru iðgjöldin um 800.000,- kr. hærri en tjón og kostnaður. Síðan hef ur stöðugt sigið á ógæfuhlið og hallinn hefur vaxið hröðum skrefum, þannig að árið 1969 nam hann kr. 38.9 m. Þess ber þó að gæta, að í þessu yfir- liti er hallinn ákveðinn sem mis munur iðgjalda annars vegar, en tjóna og kostnaðar hins veg- ar, en ekki er tekið tillit til vaxta- og húsaleigutekna, svo og hlutdeildar endurtryggj- enda í tjónum umfram iðgjöld til þeirra. Séu þessi atriði virt lækkar hallinn og verður t.d. á árinu 1969 kr. 27.2 m. í stað 38.9 m. Þessar tölur sýna mjög ljóslega í hvert óefni var kom- ið um afkomu þessarar trygg- ingagreinar, þar sem hallinn ár- ið 1969 var 30.4%, af iðgjalda- tekjum eða 21.3%, ef tekið er til- lit til annarra tekna. I þessu yfirliti er orðið tjón notað um greidd tjón á árinu, að viðbættum tjónavarasjóði í árs- lok, en að frádregnum tjónavara sjóði í ársbyrjun, þannig að breytingar á áætluðum tjón- um frá fyrri árum við greiðslu á árinu, eða endurskoðun áætl- Ólafur B. Thors unar í árslok hafa því áhrif á upphæð tjónaársins. Tjónavarasjóðir eru eins og nafnið bendir til sjóðir, sem myndazt hafa vegna óuppgerðra tjóna. Tjón gerast mjög misjafn lega fljótt upp, og dæmi eru til um að slysamál hafi verið gert upp 14 árum eftir slysdag. Slíkt er að sjálfsögðu undantekning — en algengt er að slys séu gerð upp 3—5 árum eftir að þau gerast. Hins vegar verður trygginga- félag að áætla sennilegar bæt- ur vegna viðkomandi tjóns, þeg ar á því ári, sem það gerist. Slíikt mat er því að sjálfsögðu byggt á verðlagi þvi, sem þá gildir. Síðan verður félagið að gera sér grein fyrir, hvernig verð- lagsþróun hvers árs sem líðúr unz tjónið er gert upp, hefur áhrif á liklega bótafjárhæð vegna slyssins, því að slysdð verð ur endanlega uppgert á því verðlagi, sem ríkir á upp- gjörsdegi. Á verðbólgutímum er venju- lega lítið samræmi milli upphaf- legrar áætlunar og endanlegrar bótafjárhæðar og því hefur tryggingafélagið, ef rétt er að staðið, hækkað varasjóði sína al'lverulega, vegna þessa slyss. En slík hækkun varasjóða verð- ur ekki fekin af öðru en ið- gjaldatekjum hvers árs, þannig að þróun varasjóða hefur mikil áhrif á afkornu hvers trygging- arárs. Ef tryggingafélag fylg- ist ekkr náið með varasjóðnum er hætt við að reikningur þess gefi alranga mynd af raunveru legum efnahag þess og þá um leið getu þess til þess að standa við skuldbindingar sínar. Og vissulega hafa verðsveiflur lið'- inna ára leikið varasjóði trygg- ingafélaganna íslenzku grátt. Ég skal nefna sem dæmi eitt slys, sem gerðist á árinu 1962 og þá metið í samræmi við úr- lausnir dómstóla í svipuðum mál um á þeim tima — á kr. 60.000.-, Þetta mál var gert upp árið 1969 með kr. 540.000.-. Vissulega koma hér til fleiri þættir en verðsveiflur, svo sem alvarlegri afleiðingar slyss en í upphafi var áætlað — en allt ber þó að sama brunni — bæta hefur orðið verulega við vara- sjóðina til þess að þeir ekki rýrnuðu úr hófi fram. Eins og fram kom á yfirliti því, sem ég vitnaði til áð- an urðu nokkur þáttaskil í af- komu bifreiðatrygginga á árinu 1965, en það ár voru iðgjalda- taxtar hækkaðir verulega. Þess ir taxtar voru síðan óbreyttir fram til 1. mai 1969. Skýring þess er fyrst og fremst harðn- andi samkeppni á trygg- ingamarkaðnum, sem hófst með tilkomu nýs tryggingafélags, sem stofnað var af neytendum. Á næstu árum reyndu félög- in af fremsta megni að halda ið- gjöldum niðri og tókst, þrátt fyr ir stóra skelli, unz blaðr- an sprakk 1969, en þá voru ið- gjöld hækkuð urn 34.8% að með- altali. Sú hækkun dugði þó skammt, enda var þá áhrifa frá undan- farandi gengisfellingum far- ið að gæta með fullum þunga, og voru þvi iðgjöld hækkuð aft- ur 1. mai 1970 og þá um 35,2% að meðaltali, en hækkunin var ekki sú sama í öllum áhættu- flokkum. Þess skal getið, að al- gjör samstaða var með tryggirigafélögunum um að þessar hækkanir væru algjörar lá'gmarkshækkanir, og er þá áð- urnefnt neytendafélag ekki und- anskilið. Reynslan sýndi líika, að þess- ar hækkanir dugðu ekki til þess að vega á móti auknum tjóna- og rekstrarkostnaði og aukinni tjónatíðni. Nú má segja að hækkanir um 82% á tveim árum sé allnokkuð, en sannleikurinn var samt sá, að tilkostnaður jókst ennþá meira. Tjón eru flokkuð í tvo höfuð- flokka: Munatjón og slysatjón, og eru munatjón yfirleitt um 55% af útgjöldum félaganna, en slysatjón um 45%. Á árunum 1969 og 1970 hækk uðu allir þættir þessara höfuð- flokka mjög verulega, þ.e. efni og vinna í munatjónum og ör- orkubætur og kostnaður sem fyflgir kauplagi i slysatjónum. Þannig hækkaði til dæmis einn þáfctur slysatjóna, þ.e. daggjöld á sjúkrahúsum um tæplega 400%. Afleiðingarnar voru lika þær, að bæði þessi ár 1969 og 1970 skiluðu verulegum rekstrar- halla, sem samtals nam nettó, þ.e. ef færðar eru til tekna vaxtatekjur og húsaleigu tekjur, um 65 milljónum króna, en brúttó ekki undir 90 milljón- um, og er þá tap á varasjóðum með taiið. Forsvarsmönnum tryggingafé- laganna var þvi á miðju ári 1970 ljóst, að enn yrði að hækka iðgjöldin verulega á tryggingar- árinu 1. maí 1971 — 1. mai 1972, ef endar ættu að nást saman, enda var nú farið að ganga nærri greiðsluþoli þeirra, eins og nánar skal vlkið að siðar. Félögin skrifuðu því trygg- ingaráðherra í nóvember árið 1970, þegar lögin um verðstöðv un voru sett og tilkynntu þá, að þau myndu sækja um heimild til iðgjaldahækkunar þann 1. april 1971. Þann 15. marz 1971 sendu sið an félögin umsókn sína um 43.9% NORRÆNUM hersveitum til friðarvarðveizlu skal komið á fót til starfa í Vietnam, ef þar yrði gent vopnahlé eða ef til viil bundinn endir á styrjöldina. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi norrænna varnarmála- ráðherra i Álaborg, það er að segja varnarmálaráðherra NATO-landanna Danmerkur og Noregs og hluitlausu ríkj- anna Finnilands og Svíþjóðar. Kjeld Olesen, vamarmála- ráðherra Danmerkur sagði í viðtali við Krisiteliigt Dagblad fyrir skömmu: — Vietnam er aðeins dæmi um, hvar beita má friðarsveitum. Þessar sveitir væri einnig unmt að hagnýta, ef þörf krefði, t. d. í Paktstan eða hvar sem er á jörðinmi, þar sem Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir, að þessum sveitum yrði beitt. hækkun á ábyrgðartrygginga taxta og 21.4% hækkun húf- tryggingataxta. Þessi umsókn var studd ítar- legri greinargerð þar sem m.a. kom fram: 1. að efnisþáttur munatjóna hefði hækkað um 10%. 2. að vinnuþáttur munatjóna hefði hækkað um 10,9%. - 3. að slysatjón hefðu hækkað um 14%. 4. að laun og annar kostnað- ur hefði hækkað um 40.8% (miðað við 1969). — og þessir þættir vegnir sam- an gerðu nauðsynlega iðgjalds- hækkun sem næmi 33.2%, ef end ar ættu að nást saman. Jafnframt að þar sem alls stað ar væri miðað við lágmarksfor- sendur hækkunar, ekki væri tekið tillit til hugsanlegrar skekkju við mat ógreiddra tjóna — og ennfremur að þessi ið- gjáldsákvörðun ætti að gilda að mjög verulegu leyti eftir lok verðstöðvunar, eins og þau þá voru ákveðin, þá væri nauðsyn á frekari hækkun eða samtais 43.9%. Efnahagsstofnunin fékk málið til athugunar, og staðfesti út af fyrir sig reikningsgrundvöll fé- laganna innan S.Í.T. að því er varðaði þegar framkomnar hækkanir — en með viðmiðun við félög utan S.Í.T. sem einhverra hluta vegna sýna betri afkomu, áætlun um fjölgun ökuitækja, sem ykju iðgjaldastofn og loks með því að færa félögunum til tekna vaxtatekjur sem þau telja að halda beri utan við slíka reikninga, meðan tap á varasjóðum er ekki tekið með í reikninginn, þá taldi Efnahags- stofnunin, að þau hefðu sýnt fram á þörf fyrir hækkun allt að 18%. Félögin mótmæltu þessum út- reikningi, en það reyndist þó óþarft, þar sem þáverandi rikis- stjórn ákvað að leyfa enga hækkun. Þess í stað var trygg- ingarárið stytt til 1. janúar 1972 í stað 1. maí 1972 og ákveðið að sjö manna nefnd, skipuð fulitrú um tryggingafélaganna, F.Í.B., leigubílstjóra og vörubílstjóra, undir forsæti fulltrúa Efnahags stofnunarinnar, skyldi kanna og endurskoða skipulag og fram- kvæmd ábyrgðartrygginga og þá jafnframt gera tillögur um Franihald á bls. 19. í þessurn friðarsveitum ' verða um 5000 manns, seim ( skipt verður niður í fiimm fót- gönguiliðssveiitir. Á Svíþjóð að 1 ieggja til tvær sveitir, en Nor- I egur, Finnil'and og Danmörk | eina hvert. Fyrir utan þessar 5 ( fótgöniguliðssveitir á að skipu- leggja ýmsar sérdeil'dir. Þann- 1 ig á Finnland að leggja til I stórskota'lið, Noregur að | leggja til freigátu og Dan- rnörk merkjasveit. i j Kjeld Olsen hefur skýrt svo ( frá, að ákvörðunin um að ( koma á þessum friðarsveitum hefði verið tekin með ti'lliiti til 1 skýrslu, sem samin var af | norrærtum embættismönnuim í ( sameiningu. Nefnd þessara manna héldi áfram starfi sínu | og ætti að rannsaka, hvers i konar frekari framlög Norð- , urlönd *>ttu að leggja fram umfram þetta í þessu skyni. Norrænar friðarsveitir — sem beita megi í Vietnam og víðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.