Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 25
MORGU'N’BLAÐít>, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1971 25 EITURTUNGUR TIL BANDARÍKJANNA OG KÍNA Burma mun innan tiðar hefja útflutning eitraðra slangna til Kína, Bandariikjanna og ann arra landa, segja heiimiidir í höfuðborginni, Rangoon. Nokk ur bandarísk fyrirtæki hafa snúið sér til yfirvalda í Burma og sýnt áhuga á slönguinn- flutningi og slöngumar verða nú settar á matseðla á veitinga stöðum í mörgum löndum. Að sögn sérfróðra manna í land- inu bragðast eiturslöngurnar mjög vel — þegar búið er að fjarlægja eitrið. Burmabúar vonast til að græða einn doll- ara á hverri slöngu! SETTIST ÓÐFÚS I RAFMAGNSSTÓLINN Danskir unglingar skemmtu sér vel á hljómleikum banda- risku hljómsveitarinnar Aliee Cooper í Kaupmannahöfn ný- lega. Fyrirliði hljómsveitarinn,- ar settist í „rafmagnsstólinn", sló um sig með svipum, sletti til hárinu siða og ónáðaði alls konar brúður í fullri líkams- stærð með áleitni og káfi, svo að það nálgaðist að vera klúrt En danskir unglingar eru van ir ýmsu ljótara en „dúkku- ieiikjum" og kipptu sér eikki upp við þetta. En því miður var tónlistin ekki nógu spenn andi og þess vegna hefur hljóm sveitin ákveðið að leggja meira upp úr villtri sviðsframkomu. HVER HUGSAR UM GOSDRYKKI? Dansmærin Terry Robinson frá Englandi á að leika flautu leikara — í flokki sjónvarps- auglýsintga. Hún á að ganga flauitandi eftir götu og fá hóp af ungum gosdrykkjaþömbur- um til að fylgja sér eftir. En okkur er spurn: Hver hugsar um -gosdrykki, þegar Terry birtist? HEIMSSINFÓNÍU- HLJÓMSVEITIN 1 gær var í Mbl. sagt frá Heimssinfóníuhljómsveit- inni og þátttöku Björns Ólafs- sonar í henni. Nú hefur okkur borizt mynd af hljómsveit- inni, þar sem hún hefur stillt sér upp á hljómsveitarpatlin- um fyrir framan Þyrnirósuhöll ina í „Heimi Walf Disneys“, sem er risastór skemmtigarður í Orlando á Florida. Stjórnand inn er fyrir miðju, Arthur Fiedler, og Björn Ólafsson er þriðji frá vinstri. Skömmu síð- ar lék hljómsveitin svo á hljóm leikum á þessum stað við góð- ar undirtektir. fclk | fréttum áSL SL. SÁ GAMLI VAR EKKI AF BAKI DOTTINN Lögregluþjónn í Norður- Lundúnum var nýliega á eftir- litsgöngu í almenningsgarði einum og kom þá að pari, sem reyndi að hafa samfarir á bekk í garðinum. Nú hefur parið — maðurinn var 88 ára og konan 50 árum yngri — mætt fyrir rétti og fengið rúmar þúsiund krónur í sekt fyrir ósiðsamlegt athæfi á almannafæri. Gamlinginn, Al- fred Tyler, hélit því fram, að hann hefði verið fullur, en kon an, Dorothy Graham, kvaðst hafa verið mjög ölvuð og ekki muna eftir að hún hefði gert neitt ósiðsamlegt. XXX PRESTURINN VISSI HVAÐ HANNSÖNG Frá Lorient í Frakklandi ber ast okkur fréttir af rnanni, sem reyndi að stela söfnunar- bauknum úr kirkju einni í nágrenni Lorient. En örlög in ætluðu honum annað hlut- verk en að lyfta sér upp fyrir stolna aura úr kirkjunni. Prest urinn sá allt í einu hvað var að gerast, læddist að mannin- um og sló hann niður með ikirkjubókunum! XXX ÁSTRALÍUNEGRARNIR DREKKA STÍFT Ásl ralskur mannfélagsfræð- ingur að nafni RonaJd Bernd-t, prófessor, hefur nýlega skýrt svo frá, að samkvæmt rannsókn um, sem hann hafi gert, eyði Ástralíunegraþjóðflokkurinn á Oenpel'Iii-verndarsvæðiniu í Norður Ástralíu nær heimin-gi tekna sinna i áfengi. Segir mannfélagsfræðinguriinn, að þjóðflokkurinn sé smátt og smátt að deyja út vegna of neyzlu áfengis. Ætt.bálkurinn var á góðri ieið með að aðiaga sig að nú- itímaþjóðfélagimu, þegar árið 1969 var opniuð áfengisútsala rétt utan við verndarsvæðið. Ás-tandinu nú er hægt að lýsa sem hægfara þjóðarmorði, að sögn mannféLagsfræðingsins. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir Johrt Saunders og Alden McWiUiams Ég heyrði að fangiim sagði að hann fengi heiðarlegan dóm, Raven. Herra Canton hefnr fiirðulega trú á réttlæti hvítra manna. Ég vissi ekki að réttlæti hefði einhvern sérstakan lit, nngfrú Tully. (2. niynd). Ég veit . . . frúin með vogarskálarnar er nieð lmndið fyrir aug- un. Stórkostiegt. (3. mynd). Kannski þú getir þá sagt mér hvers vegna enginn hefur verið dæmdur fyrir morð í þessu héraði, nema svo viidi til að hann værif Indiáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.