Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971
5
1
Umræður á Alþingi:
Fæst nægilega stór svif -
bátur til Eyja?
Á FUNDI í Sameinuðu þingi í
fyrradasr kom til umræðu till. til
|>infifsályk(unar um samgöngu-
niál Vestmannaoyinga, sem flutt
«r af Guðlaug'i Gíslasyni <S),
Garðari Sigurðssyni (Ab) og
Áfiúsli Þorialdssyni <F). í fram-
söguræðii fyrsta flutninfis-
manns tillögunnar Guðlaugs
Gíslasonar, kom m. a. fram, að
m/s Horjólfur fer nú aðtins 2
ferðir milli lands og Eyja á
viku, en ferðir skipsins voru á
s.l. sumri 6 á viku, þar af ein
til Reykjavíkur en fimm til Þor-
lákshafnar. Þá sagði Guðlaugur,
að nú væri verið að smíða svif-
skip i Bandaríkjunum, sem
stærðar sinnar vegna mundi
henta Vestmannaeyingum vel til
ferða milli Vestmannaeyja og
meginlandsins, en það er um 12
km leið. Eins og kunnugt er
fékk ríkið leigt svifskip frá
Bretlandi fyrir nokkrum árum
til reynslu cf vera mætti að það
leysti að einhverju leyti sam-
gönguoríiðleika þeirra Eyja-
manna, en það skip reyndist
vera of lítið til að geta sinnt
því hlutvcrki.
Tillaga sú, sem til umræðu var
í gær er svo hljóðandi:
Alþingi ály'ktar að skora á
ríkisstjórnœnia:
1. að hlutast til um að Skipa-
útgerð ríkisins verði falið að
seimja ferðaáætlun m/s Herjólfs
þannig, að skipið fari í viku
hverri tvær ferðir milli Vest-
maraniaeyja og Reykjavíkur og
tvær ferðir milli Vestmann.aey.)a
og Þorlákshafraar haust- og
vetrarmánuðina, eða til 1. maí
n.k. En þá verði teknar upp dag-
legar ferðir milii Vestmanna-
eyja og Þoriákshafnar fiimm daga
vikuninar og ein ferð milli Vest-
mannaeyja og Reykjavífcur viku-
lega á tímabUinu til 30. »ept.
n.k., ef ekki verður um aðra
hagstæðari lausn að ræða með
flutninga á farþegum og biif-
reiðum yfir sumarmánuðiina;
2. að láta athuga möguleika á
kaupum á svifskipi tU farþega-
og bifreiðaflutniinga miUi Vest-
maranaeyja og meginlairadsins, en
það er aðeins um 12 km leið,
þar sem stytzt er;
3. að hefja undirbúning að
byggingu nýs og hentugs skips
tU farþega-, vöru- og bifreiða-
flutninga, milii Vestmainraaeyja,
Þorlákshafnar og Reykjavíkur,
ef ekki reynist unnit að komia
samgöngum milli Vestmanna-
eyj a og meginlandsinis í viðun-
andi horf með m/s Herjólfi og
kaupum á svifskipi;
4. að haldið verði áfram
framkvæmdum við flugvöllinn í
Vestmaninaeyjum, sem hafizt
var handa um á síðastliðrau ári,
og þeim lokið á næsta ári, og
eranfremur, að hafizt verði
handa um malbikun og lýsingu
flugbrautarana og byggiragu flug-
stöðvarbyggingaT samkvæmt
teikningum, sem fyrir liggja.
Einis og áður segir, mælti Guð-
laugiir Gíslason (S) fyrir til-
lögun.ni af hálfu flutrairagsmiarana.
Hóf haran ræðu sína með því að
ítrefca sérstöðu Vestmanraaey-
inga hvað samgöngumál snertir
— þeir yrðu að byggja sam-
göngur sínar á ferðum yfir opið
haf eða lofleiðis meðan aðrar
sveitir á íislandi væru tengdar
með vegakerfi landsiins. Alþingi
hefði á uradanförnum árum og
áratugum rofið eiinangrun Vest-
maranaeyja nokkuð, en mikið
skorti á að íbúar þesis byggðar-
lags sætu við sama borð og aðrir
landsmeran, hvað sarogöngur
snerti. Mikill fjöldi bifreiða
væri nú í Vestmannaeyjum og
ættu Eyjabúair kröfu á að fá
aðgarag að vegakerfi landsins,
þar sem þeir tækju jafnan þátt
og aðrir í vegagerð á landinu.
Nú tók Guðlaugur fyrir
hverm einstalkan tölulið tillög-
unraar. Um 1. tl. rakti haran
nokkuð hvemig áætlun m/s
Herjólfs hefði verið háttað á
undanförraum árum, en um þau
málefrai hefði Vestmannaeyirag-
um gengið erfiðlega að eiga við
stjórn Skipaútgerðair ríkisins.
S.l. vor hafði þáverandi sam-
gö.ngumálaráðherira Ingólfur
Jónsson gefið Skipaútgerðinrai
fyrirmæli um að fjölga ferðum
sínum til Vestmanmaeyja, að
kröfu Eyjabúa, þannig að í
sumar voru farnar 5 ferðir á
viku milh Vestmannaeyja og
Þorlákshafnar og vikuleg farð
til Reyikjavíkur. Með þessari ráð-
stöfun hefði vifculeg siglingaleið
skipsinis stytzt en flutningsmagn-
ið aukizt, svo að það virðist sem
þessi breyting hafi verið hag-
kvæm bæði fyrir Vestmanma-
eyinga og Skipaútgerð ríkisins.
Tillagan gengi út á, að ferðir
á tímabilinu 1. maí til 30. sept.
yrðu með framangreindum
hætti, en ferði'r yfir vetrartím-
arnn yrðu fjórar, tvær til Þor-
iákshafnar og tvær til Reykja-
víkur.
Næst véik Guðlaugur mokkuð
að 2. lið tillögunnar um að rík-
isstjórnin léti kanna möguleika
á kaupum á svifsikipi. Sagði
hanin, að fyrirtækið Bell Aero-
space í Bandaríkjuraum væri
nú með í smíðum skip, sem
henta mundi Vestmannaeying-
um. Skip þetta væri um 20 m
á lengd, 11 m á breidd og burð-
arþol þess væri 25 tonra. Verður
fyrsta skipi þessarar tegundar
reynslusiglt í desember n.k.
Þá vék ræðumaður að niauð-
syn þesis að láta smiíða nýtt
skip í stað m/s Herjólfs, ef svo
reyndist, að svifskipið kæmi
eklki að þeim notum, sem vonir
standa til, að það ge,ri. Benti
ræðumaður á, að m/s Herjólíur
væri nú orðinra úreltur að mörgu
leyti, þó að góðu gagni hefði
komið í gegnum árin. Einfcum
væri slæmt að þurfa að flytja
bifreiðar á opnum þiljum báts-
ins. Þá væri báturinn einnig
orðinn of lítill til að sirana far-
þegaflutninguim — einungis
væri rúm fyrir 20 farþega í
klefum bátsins. Rétt væri þó að
kanna fyrst aðra möguleika,
sém ódýrari væru, svo sem
kaup á svifskipi, ef slíkir kostir
gætu leyst samgönguvandamál
V esfcm ann aey iraga.
Að lokum gerir tillagan ráð
fyrir að haldið verði áfram
framkvæmdum við flugvölliran í
Vesbmaranaeyjum. Sagði Guð-
laugur að þær framkvæmdir
lytu að því, að lengja þverbraut-
ina, sem tefcin var í nofckun á
árinu 1967, en nú skortir aðeins
herzlumuiniran á að fullgerð
verði. Þá þyrfti einraig að iraal-
bika völlinn, auka lýsiraguna á
honum og tryggja betra öryggi
þar að öðru leyti.
Að lokirani ræðu Guðlaugs tók
einmig til máls af hálfu flutn-
ingsmanraa tillögunnar Garöar
Sigurðsson (Ab.) Þá tók eimnig
til máls samgöngumálairáðherra,
Hannibal Valdimarsson. Taldi
harara rétt.mætt að viðurkenna
sérstöðu Vestmannaeyiraga í
samigöngumálum. Hanra taldi 1.
lið tillögunnar varla vera þess
eðlis að gera þyrfti þar þings-
álýktun um, heldur væri nægj-
aralegt, að ráðherranra, sem þessi
mál heyrðu uradir sfcrifaði Skipa-
útgerð ríkisins bréf, þar sem
henni væri falið að gera lagfær-
ingar á ástandi þessara mála.
Hairnn tók hins vegar undir rétt-
mæti aramarra liða tillögunnar,
en tók það fram í sambandi við
siíðasta liðinn að til þyrfti að
koma gjörbreyttur hugsunar-
háttur Alþingis til fjárveitinga
til flugmála ef í þeim málum
ætti vera hægt að gera þær ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar væru
á landinu í heiid.
herra enn fremur, að engiW
reynsla væri komin á þessi loft-
skip og að bíða yrði frekari
reynslu um það, hvernig þau
reyndust, þótt hann segðist
þeirrar skoðunar, að þau hent-
uðu ekki íyrir Vestmarmaeyinga
frekar en milli Akraness og
Reykjavíkur. Möguleikinn yrði
þó kannaður án noklkurrar
tregðu.
Ágúst Þorvaldsson (F) sagði
að vel gæti farið svo, að tækn-
in kæmi til hjálpar með þvi að
leysa flutningamál Vestmanna-
eyinga eins og Guðlaugur Gísla-
son hefði bent á.
Giiðlaiigur Gíslason tók aftur
til máls og sagði m.a., að mjög
mikil reynsla væri komin á svif-
skip, er siglt hefðu yfir Erma-
sund á undanfömum árum. Þau
væru að vísu of stór milli Vest-
mannaeyja og Landeyjasands,
en nú væri verið að smíða milli-
stærð, sem vel gæti hentað þar.
Útgerðormenn - humnrveiðnr
Viljum fá báta í viðskipti á humarvertíð 1972.
Við sækjum humarinn til Hafnar í Hornafirði seljendum að
kostnaðarlausu.
Ýmis hlunnindi koma til greina.
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf.,
Stöðvarfirði. sími 4
Þá
sagði
samgönguráð-
Þurrar
tölur?
VOLVO Hö (SAE) Hámarksþungi á framöxul (kg) Hámarksþungi á afturöxul (kg) Heildarþungi (kg) Burðarþol á grind
Leyfilegt frá Volvo Leyfilegt skv. vegalögum.
N84 122 3800 8000 11800 7800 7800
F84 122/170 4100 9000 12500 8600 8600
F85 170 4100 9500 13500 9200 9200
N86 165/210 5350 11000 16000 10900 9900
NB86 165/210 5350 16500 21500 15200 14700
F86 165/210 6000 11000 16500 11400 10400
FB86 165/210 6000 16200 22000 15600 15400
N88 208/270 6000 11000 16500 10500 9500
NB88 208/270 6000 16500 22000 15000 14500
F88 208/270 6500 11000 17000 10800 9300
FB88 270 6500 16500 22700 15300 14300
F89 220/330 6500 11000 17000 10500 9000
FB89 330 6500 16500 22700 15000 14000
Tölurnar tala sínu máli, en hin hagstæða reynsla
Volvo vörubifreiða hérlendis, hefur ef til vill mest að segja.
plfg-v '’w’:
-i. • • . .... . . v, .V —.'.1... ■ — ..... . ...
ÞAÐ ER KOMIÐ I TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR FENINGANA.
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200