Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir — Kveðja FRÚ Ingibjörg Skarphéði'ns- dóttir frá Hróarsstöðum andaðist hinn 28. október á Landspítal- anum, 62 ára að aldri. Ingibjörg var fædd 1. janúar 1909, ein fjögurra barna hjón- anna á Hróarsistöðum í Öxar- firði, Skarphéðins Sigvaldasonar og Gerðar Jón.-dóttur skálds Eld- ons. Öll hafa þau systkini verið mesta myndar- og dugnaðarfólk. Bræður Ingibjargar eru Sigurð- ur, vélamaður við Kleppsispítal- anin, Þórir, fyrrum járnismiður og nú kaupmaður í Reykjavík og Baldur, rafvirkjameistari, þjóðhagasmiður og uppfinninga- maður mótahúsa, í Reykjavik. Leitun er að dúglegra, greind- ara eða laghentara fólki en þeim systkinum. Baldur, bróðir Ingi- bjargar, tók öll bekkjarpróf í Iðn skólanum i Reykjavík, fjögurra vetra skóla, á einum vetri, með góðri einkunn og vann jafnframt fyrir sér sem iðnnemi og mun enginn hafa leikið það eftir hon- um. Árið 1926 til 1927 . stundaði Ingibjörg hjúkrunarnám við spít- alann á Sauðárkróki undir hand- leiðslu Jónasar Kristjánssonar, læknis. Síðan starfaði hún um þriggja ára skeið að hjúkrun- arstörfum á vegum Héraðssam- bands Norður-Þingeyinga á heimilum víðs vegar um sýsluna. Veturinn 1930 til 193Í stund- aði Ingibjörg nám í vefnaði hjá Rögnu Sigurðardóttur (búnað- armálastjóra) og siðar fram- haldsnám í Noregi í listvefnaði. Einnig stundaði hún nám í saumaskap og varð mjög vel fær í þessum greinum. t H,ulda S. Helgadóttir, Arnarhrauni 34, Hafnarfirði, lézt í St. Jósefsspítala, Hafn- arfirði, 2. nóvember. Þórður B. Þórðarson og börn. t Móðir okkar, Þuríður Björnsdóttir frá Einarshúsi, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 5. nóv- ember kl. 10.30. Eiín Björg Jakobsdóttir, Gróa Jakobsdóttir, Laufey Jakobsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Um langt skeið veitti Ingi- björg forstöðu Saumastofunini Exeter við Baldursgötu og starf- aði síðar sem verzlunarstjóri hjá Lífsitykkjabúðinni h/f, einnig við ágætan orðstír. Það var ekki einungis að verk- ið lofaði meistarajnin, þar sem Ingibjörg var, heldur var hún svo áreiðanleg og dugleg í starfi, að af bar. Hún var hjálpsöm og góðviljuð og mátti ekkert aumt sjá. Hinn 12. maí 1945 giftist Ingi- björg Óla Þór Ólafsisyni prent- ara og eignuðust þau eina dótt- ur barna, Ambjörgu, sem giftist Sveinbirni trésmið Kristjáns- syni, byggingameistara Jóelsson- ar, trésmiðs Þorleifssonar. Dóttir þeirra á fyrsta ári er Ingibjörg, augasteinn ömmu sinnar og nöfnu. Þau Óli Þór og Ingibjörg slitu samvistir. Þau Ingibjörg keyptu sér fallega íbúð að Tóm- asarhaga 38 og þar átti Ingi- björg heima til dauðadags. Skarphéðinn á Hróarisistöðum, faðir Ingibjargar, var sonur Sigvalda hreppstjóra í Hafra- fellstungu, Eiríkssonar. Er það fjölmennur og merkur ættbálk- ur þar nyrðra. Ingibjörg var í móðurætt sína komin af hiruni nafnkunnu Gott- skálksætt, sem kennd er við Gottskálk Pálsson, hreppstjóra að Fjöllum í Kelduhverfi, áður í Nýjabæ, d. 1838. Þeim Gott- skálk og Guðlaugu konu hans Þorkelsdóttur frá Nýjabæ varð 14 bama auðið. Yngstur barnanna var Erlendur hreppstjóri í Ási í Kelduhverfi, fulltrúi Norður- Þingeyinga á Alþingi 1869 og 1871, langafi Ingibjargar. Erlendur var vitur maður og ágætlega hagmæltur. Meðal 10 barna Erlends, sem upp komust, var Jón Eldon, skáld, sem flutt- ist til Ameríku. Varð hann þar ritstjóri Heimskringlu, d. 1906. Hann var faðir Gerðar, móður Ingibjargar og þeirra systkina. Systir Gerðar var frú Hlín Johnson, sem bjó með Einari Benediktssyni 12 síðustu æviár skáldsins. Frú Gerður er nú komin hátt á 89. aldursár og heldur enn fullri andlegri heilsu og ágætu minni, þótt líkams- kraftar séu teknir að bila. t Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð við andlát og útför sonar mins og fóstursonar, Oddfreys Ásbergs Níelssonar. Ólafía Sigurðardöttir, Ólafur Þórðarson, Hlíðarenða, Ölfusi. Sem afkomandi GottsPxálks á Fjöllum er frú Gerður þremenn- ingur að frændsemi við marga þjóðkunna menin, sem nú eru látnir, þar á meðal Benedikt Sveinsson, alþingismann, Friðrik óðalsbónda Sæmundsson að Efri- Iiólum í Núpasveit, Benedikt Bjömsson, sikólastjóra, Húsavík, Kára Sigurjónisson, alþingis- manin að Hallbj arnarstöðum á Tjörnesi og Guðmund Magnús- son, skáld (Jón Trausta). Hiran síðastnefndi segir í for- máia fyrir „Góðum stofnum“: „Fáa eiinia af þeim tek ég upp, reisi þá upp fyrir framan mig og reyni að ímynda mér þá eins og þeir voru meðan þeir stóðu allaufgaðir og gáfu landinu lit og ilm.“ Enn gefa góðir ættstofnar ís- lenzkir landinu lit og ilm, þótt þeir hafi skipt um gróðurmold og umhverfi, eins og eystkinin frá Hróarsistöðum. Við fráfsdl Ingibjargair verður mér hugsað til þess bezta í fari íslenzku þjóðarimnar, til hiinraa fornu, góðu stofna, sem staðizt hafa misviðri nærri ellefu hundr- uð ára og fært birtu, ilm og yl milli kynslóðanna og munu gera það um alla framtíð. Blessuð sé minming hinnar látnu. Sveinn Benediktsson. STUNDUM er eins og tíminn stöðvist eitt andartak. Þarmig var það, þegar síminn hringdi sl. fimmtudag á heimili okkar og sagt var: „Hún Ingibjörg er dáin.“ Um leið og þessi setning berg- málar, er eins og birti að nýju, þegar minningamar streyma fram í hugum okkar. Minningarnar um afmælisboð- in þín á nýársdag, þegar fjöl- skylda þín og vinir hittust. Minn ingamar um allar þær mörgu og góðu stundir, þegar við leituðum til þín og alltaf mátti ganga að því vísu, að hvert svo sem erind- ið var, varst þú ávallt reiðubúin að hjálpa með þínum myndar- skap. Elsku frænka og vinkona. Þær eru margar minningarnar, sem þú skilur eftir í hugum okkar á þessari stundu. Fórnfýsi þin og hjálpsemi munu ekki gleymast. Aldrei heyrðum við þig kvarta, t Innilegar þakkir til allra fyr- ir auðsýnda samúð við minn- ingarathöfn og jarðarför son- ar mins, Heimis Ólasonar, er fórst með mb. Sigurfara 17. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd skyldfólks, Hildur Benediktsdóttir, Hafnarbraut 10, Hornafirði. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, Einars Einarssonar frá Berjanesi. I igibjörg Einarsdóttir, Gunnlaugur Einarsson. Viiborg Sæmundsdóttir. t Eiginmaður minn; Stefán Þorvaldsson, Norður-Reykjum, verður jarðsettur frá Reyk- holtskirkju laugardaginn 6. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd, barna og t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Jóns Benónýssonar, útger ðarmanns, Hásteinsvegi 12, Vestmannaeyjum. tengdabarna, Ólöf Unadóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn. 1 Bróðir okkar I- JÓNAS JÓNSSON, forstjóri, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudagínn 5/11 kl. 1,30. Jarðþrúður Jónsdóttir, Svanþór Jónsson, Ásta Jónsdóttir. þó svo að heilsan væri ekki allt- af sem bezt eftir langan og þreytandi vinnudag. Alltaf varstu svo glöð og ánægð í vinahópi og við störf þín. Það er þungbært að sjá á eftir góðri og umhyggjusamri frænku, en það sem þú skilur eftir í hugum okkar verða ávallt góðar myndir af ljúfmennsku þinni og traustri vináttu. Sárastur er þó söknuður dótt- ur þinnar, og um leið og við kveðjum þig, kæra frænka, biðj- um við góðan Guð að styrkja haina Örnu og fjölskyldu hennar í sorg þeirra. Þó að þar sé sorg og söknuður, mun litli sólargeislinn þinn hún nafna þín njóta sögunn ar um ástríka móður og ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Erla og Helgi. Árni Tómasson hreppstjóri - Minning F. 13. 10. 1887. D. 28. 10. 1971. FYRIR nokkrum miárauðum kom Ámi Tómiasson heim til mín á Grundairstíg 2. Ég var þá lasirnn, en Árni sagðist ekki keraraa sér nokkurs meins og var léttur og kvikur á fæti eiras og ég hafði venjulega séð hann áður. Mér fanmst þá, að hann mundi eiga enn eftir mörg ár ólifuð þrátt fyrir hans 84 ár, sem hann var búiinn að lifa. En enginm má Sköpum renna. Nú er hann dá- inn eftir stutta banalegu og fékk hægan dauðdaga. Árni Tómiasson fæddist að Reyðarvatni í Rangáirvallasýslu. Foreldrar hanis voru merkis- hjónin Guðrún Árnadóttir og Tómas Böðvarsson etr bjuggu þar góðu búi. Reyðarvatn var orð- lagt fyrir gestrisni og rausn. Á Reyðarvatni ólst Ámi upp og vann hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt. Sigldi þaðan til Darnmerkur og vann þar á búgarði til að kynnast ýmsum nýjungum viðvíkjandi landbún- aði. Eftir heimkomuna var hann ráðsmaður á Stóra-Hrauni á búi séra Gísla Skúlasonar. Hinn 17. júní 1915 kvæntist Árni eftÍTlifandi konu sinni Magneu Einarsdóttur, Svein- bjarnarsonar útgerðarmanns frá Sandgerði. Hófu þau búskap á hálfri jörðimni Stóra-Hrauni móti séra Gísla Skúlasyni og voru þar í 5 ár. Þá keypti Árni Bræðratungu í Stokkseyrar- hreppi. Þar bjó hann alla tíð síðan alls í 56 ár, þar til hanin dó. Með dugnaði, hagsýni og þrot- lausri vinnu, efnuðust þau hjón vel og urðu sveit sinini driffjöð- ur í ýmsum framfaraimáium, enda kom brátt að því að Árna yrðu falin ýmis ábyrgðarstörf t. d. hreppstjórn o. fl. Mörgum þótti gott að senda börn til sumardvalar að Bræðratungu og munu margir unglingar er þar dvöldust hafa vanizt á reglu- semi, góða hegðun og þroskamdi störf. Þegar efni leyfðu og Bræðra- tunguhjónin höfðu komið börn- um síraum upp, sneru þau sér að öðrum þjóðnytjastörfum. Á gull- brúðkaupsdegi sínum gáfu þau til líknarmála 50.000,00 kr. og nokkru áður en Árni dó gáfu þau 100.000,00 kr. í landgræðslu- sjóð. Árni ólst upp þar sem uppblást- ur og sandfok voru að leggja stór landsvæði í auðn og hanm vildi leggja sitt lóð á metaskál- airnar til að fá heft þau lamd- spjöll og er vonandi að þeim ágætu möranum, sem að þeim málum hafa staðið heppnist það þjóðþrifaverk. Ámi og Magnea eignuðust 3 böm: Guðrúnu hjúkrunarkonu, gifta Ásmundi Sigurðssyni bankaritara; Sigríði teiknara, gifta Einari Davíðsisyni hús- gagnasmið og Jakob húsasmíða- meistara, kvæntan Jóhönmu Krist insdóttur, búsett í Keflavík. Árni átti son áður en hann kvæntist, er Halldór heitir, kvæntur Faran- eyju Sigurðardóttur, búsett að Selfossi. Halldór ólst upp hjá afa sínum og ömimu á Reyðarvatni. Barnalán hafa þau hjón haft, því að þau hafa öll orðið dug- andi myndarfólk í góðum stöð- um. Ámi vildi hlúa að hinum veika gróðri og stundaði að því leyti bæði jarðrækt og mann- rækt og murau þeir 65 unglingar og börn, sem dvöldu hjá honum, aðallega á siumrin, bera þess vitni, því að flestir sem hjá hom- um dvöldu, fóru þaðan þroskaðri en þeir komu. En Ártni var ekki heldur einin. Við hlið sér hafði hann ster'ka, greinda og mennt- aða konu, þar sem Magnea var. Hún tók keninarapróf og var um tíma keminari. Sem húsmóðir og lífsförunautur Árraa hygg ég að hann hafi ekki getað kosið sér betra. Hún var hin sterka stoð, sem ■ hvorki bognaði né brotnaði og með óvenjulegri hör'ku við sjálfa sig tókst herani að ná mikl um bata á kölkun, sem var að leggja hana í kör. Ég sá haraa vinna hjálparlaust sin heimilis- störf enda þótt hún kæmist ekki um húsið nema með því að ýta á undan sér stól og styðjast við hann. Auk búslkaparins og opinberra starfa stundaði Árni sjóróðra á vetrarvertíðum frá Þorlákshöfn og var eigi legið á liði sínu, því að haran var kappsfullur. Gest- risin voru þau hjón bæði og oft gestkvæmt hjá þeim og kerandi þar aldrei, að gerður væri manraa munur, hvern sem að garði bar. Við hjónin eigum margar góð- ar minningar frá Bræðratungu, því að í áratugi gistum við þar þegar við vorum á ferð á Stokks eyri. Einnig minnumst við með þakklæti þeirrar góðvildar og hugulsemi er tengdaforeldramlr nutu sérstaklega siðustu árin, sem þau voru á Stokkseyri. Þar, eins og í mörgu öðru ásannaðist hjá Bræðratungu- hjónunum hugárfar Kolskeggs þegar hann sagði: „Hvártki sfcal ek á þessu níðast, ok á engu öðru, því er mér er til trúat.“ Að vinna góðverk eftir hvötum síns iranira manms urðu þeim hjónum í Bræðratungu skyldu- störf. Ég og kona mín biðjum hinurn framliðna, eftirlifandi konu hans og ættingjum guðs blessunar. Ólafur Jóhannesson. Ungur maður með verzlunarpróf óskar eftir atvinnu strax, margt kemur til greina. Tilboð merkt: „4164 — 3306' sendist afgreiðslu Morgunbl. fyrir miðvikudagskvöld. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.