Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 11
MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 11 áherzlu á, að endurskoðun nefndra laga hljóti fullnaðar- afgreiðslu á þingi því, sem nú situr. Sömu reglur á sköttum fyrir alla Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1971 lýsir þeirri skoð- un sinni, að skattlagningu tekna launþega og atvinnu- rekstrar beri að haga þannig, að þessum aðilum (þ.e. skatt- þegnunum) verði ekki svo iþyngt, að athafnavilji manna og starfsemi í þjóðfélaginu skerðist af þeim sökum. Fundurinn telur samþykkt laga nr. 68 frá 15. júní 1971 véra skref i rébta átt um skattlagningu fyrirtækja, sem beðið hafa verulegt afhroð undanfarin ár, vegna minnk- andi kaupmáttar þeirra tekna, sem eftir standa i fyrirtækj- unum, samfara ströngum verðlagsákvæðum. Þannig hafa afskriftir og tekjuaf- gangur hvergi nærri hrokkið til eðlilegrar endumýjunar og vaxtar. Fundurinn skorar á ráðherra að hraða setningu reglugerðar áðurgreindra skattlaga, og minnir á, að lög- in voru sett i beinum tengsl- um við inngöngu Islands í EFTA, og óverjandi er, að atvinnurekstur hér á landi standi ekki jöfnum fótum mið að við fyrirtæki annarra EFTA-ríkja, hvað skattlagn- ingu snertir. Framh. á bls. 20 Verzlunarráð leggst gegn staðgreiðslukerfi skatta / / fremstu röð dr eftir dr. Gceðakaffi frd 0.J0HRS0N &KAABEB HF A AÐALFUNDI Verzlun- arráðs íslands, sem haldinn var fyrir skömmu, var m.a. samþykkt ályktun þess efnis, að ekki bæri að taka upp staðgreiðslukerfi skatta, með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Verði ákveðið að taka þetta greiðslufyrirkomulag upp, telur Verzlunarráð nauðsynlegt að fyrst fari fram gagnger athugun á kostum þess og göllum. í ályktunum fundarins er meðferð gjaldþrotamála sérstaklega gagnrýnd og — með hliðsjón af reynslu annarra þjóða — Meðferð gjaldþrotamála „alvarleg van ræksla á réttargæzlu“ talið að þar sé um að ræða „alvarlega vanrækslu á réttargæzlu“. Þá beinir fundurinn því til lands- manna að standa vörð um frjálsræði á sviði athafna- lífs og innflutnings. Alykt- anir aðalfundar Verzlunar- ráðsins fara hér á eftir: Nýtt verð- myndunar- kerfi Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1971 skorar á ríkis- stjóm íslands að hverfa frá álagningarkerfi því, sem reynzt hefur þjóðinni skaðlegt og jafnframt sljóvgað verð- skyn almennings, en taka upp í þess stað verðmyndunarkerfi í líkingu við það, sem lýðræð- isþjóðir nágrannalandanna hafa notað með góðum ár- angri undanfarna áratugi. Jafnframt verði sett lög um varnir gegn einokun og hringamyndunum, sem og öðrum samkeppnishömlum. Vegna bætts efnahags og aukinnar verkmenningar þjóð arinnar er nútlmamaðurinn sjálfur frá æsku orðinn beinn þátttakandi í verzlun með flest mannleg gæði. Hann efl- ir stöðugt vöruþekkingu sína, verðskyn og gæðamat. Al- menningur er því hæfari en op inberir aðilar til að veita nauð synlegt áðhald um verð og vörugæði. Þannig skapast rétt og eðlilegt verðlagseftir- lit, sem eitt getur orðið þess megnugt að halda vöruverði í lágmarki. Stöndum vörð um frjálsræði í viðskiptalífi Aðalfundur Ví 1971 vekur athygli á þeirri staðreynd, að þjóðarhagur og almenn vel- megun hefur aukizt mest á tímabilum frjálsra viðskipta- hátta. Fundurinn bendir á, að reynslan hefur afsannað þá kenningu, sem sumir hafa haldið fram, að frjálsir við- skiptahættir hentuðu ekki hér vegna einhæfs atvinnulifs og takmarkaðra gjaldeyristekna. Þess vegna beinir fundur- inn því til landsmanna allra að standa vörð um það frjáls- ræði á sviði athafnalífs og innflutnings, sem þjóðin nú býr við, og snúast gegn hugs- anlegum tilraunum til að skerða það. Viðræður við EBE Aðalfundur Ví 1971 væntir þess, að vel verði staðið að samningaviðræðum við Efna- hagsbandalag Evrópu í því skyni að tryggja sem bezt viðskiptahagsmuni landsins við væntanlega stækkun bandalagsins. Gjaldeyris- réttindi banka Aðalfundur Vl 1971 harmar, að töf hefur orðið á fram- kvæmd tillagna Seðlabanka Islands um fjölgun gjaldeyr- isbanka. Fundurinn áréttar fyrri samþykktir og skorar á Seðlabanka Islands að heim- ila Iðnaðarbanka Islamds hf. og Verzlunarbanka Islands hf. að stofna til erlendra banka- viðskipta, þar sem ekki verð- ur séð, að nein frambærileg rök, hvorki efnahagsleg né viðskiptaleg, mæli gegn þeirri ákvörðun. Kaupþing senn stofnað? Aðalfundur Vl 1971 fagnar því, að undirbúningi Seðla- banka Islands að stofnun kaupþings er senn lokið, og að möguleikar á starfrækslu þess hafa batnað. Fundurinn væntir þess, að kaupþing verði stofnað svo fljótt sem aðstæður leyfa. Með því yrði stuðlað að auk- inni eignaraðild almennings að atvinnufyrirtækjum þjóð- arinnar. Fjárveiting til verzlunar Aðalfundur Ví 1971 bendir á, að allir atvinnuvegir þjóð- arinnar, að verzlun undanskil- inni, njóta mikillar fjárhags- aðstoðar af almannafé til rannsókna og hagræðingar- starfa! Þessi aðstoð er grund- völlur að eflingu og framför- um viðkomandi atvinnuvega. Það er þjóðhagsleg nauðsyn, að verzlun landsmanna drag- ist ekki aftur úr í þessu efni, og skorar því fundurinn á rík- isstjórn og Alþingi, að sam- þykkja fjárveitingu til verzl- unarinnar i þessu skyni. Aukið lánsfé Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1971 beinir þeim ein- dregnu tilmælum til stjórn- valda og lánastofnana að end- urskoða lánsfjárstefnu sína til atvinnuveganna, þannig að hlutur verzlunarinnar af láns-( fé þjóðfélagsins verði veru- lega aukinn, og að verzlunin verði réttilega metin sem einn af höfuðatvinnuvegunum og fái í þessu máli sem öðrum að sitja við sama borð og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinn- ar. Fjármagnsþörf verzlunar- innar er mjög tilfinnanleg, bæði hvað snertir rekstrarfé og framkvæmdafé, ekki sízt fyrir þá sök, að stefna opin- berra aðila undanfarin ár og áratugi hefur einkennzt af þvi, að fyrirtækjum hefur verið meinað að byggja upp fjármagn sitt á eðlilegan hátt. Ef ekki verður skynsamlega séð fyrir fjármagnsþörf verzl- unarfyrirtækja hið bráðasta, er hætt við því, að nauðsyn- leg uppbygging og framfarir innan atvinnugreinarinnar muni stöðvast, þannig að verzlunin geti ekki veitt þá þjónustu, sem almennt er ætlazt til í framfarasinnuðum þjóðfélögum. Vanræksla í réttargæzlu Aðalfundur Vl 1971 átelur, að gildandi lögum um með- ferð gjaldþrotamála, sérstak- lega að því er varðar rann- sókn þeirra, hefur ekki verið framfylgt sem skyldi og telur, að hér sé um alvarlega van- rækslu á réttargæzlu að ráeða. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ríkis- stjórnar og Alþingis, að hrað- að verði endurskoðun á lög- um nr. 29/1929 um gjaldþrota- skipti. Fundurinn telur frumvarp. sem lagt var fram á síðasta þingi, og tekið hefur verið til meðferðar að nýju, stefna i rétta átt, þótt frumvarpinu sé í ýmsu áfátt og þurfi lagfær- ingar við. Leggur fundurinn rika - Frá aðalfundi Verzlunarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.