Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 hvort sem framtíð min yrði þannig, að ég yrði að lúta að hvaða starfi sem byðist. En Hank hafði stillt sig og ■reyndi nú að láta eins og manneskja. — Þetta er ágœtt núna, ságði hann næstum vingjarnlega, þeg ar ég var að stíga upp á pali- in. — Við verðum enga stund að þessu. Segðu mér, hvað finnst þér um þetta morð? Hann hafði tvo pensla krosslagða mild tannanna og var að reyna að tala þrátt fyrir þá. Ég setti mig í stellingar með aðra hönd á síðu, en hin hönd- in greip um einhverja ímyndaða segldruslu eða staf, eða „eitt- hvert andskotans sjóaramál", eins og Hank sagði mér að gera. — Það var hræðilegt, sagði ég. Ég trúi þvi varla enn, að það hafi gerzt. — Eins er hún Marcella, sagði Hank og glotti neyðarlega til konu sinnar. Hún hélt áfram að horfa niður á götuna, en nú var höndin á hné hennar orðin að krepptum hnefa. Hank hló. — Jæja, Liz, hver heldur þú að hafi gert það? — Æ, guð minn góður, það hef ég enga hugmynd um. Hvernig getur nokkur maður framið morð — og það með blóðsúthell- ingu. Og ég hugsaði: ég ska] veðja, að þú hefur gert það. Ég var þegar búin að fá ríg i hálsinn og setutiminn dragnað- ist áfram óendanlegur. Mig langaði afskaplega til að vera komin eitthvað langt burt og liggja til eilífðar i fjörusandin um, með ekkert kring um mig nema sand, brim og kókoshnet- ur. Þetta hafði verið óbærilegt þegar, en mitt hlutverk í því varla byrjað. Sjáum nú til: ef þessari setu yrði nokkurn tima lokið, þá yrði klukkan orðin um tvö áður en ég kæmist burt. Þá gæti ég verið komin heim til Melchiors um hálfþrjú. En hvernig kæmist ég þar inn? Það væri fullerfitt að næturlagi, en ^fUohnson ' Skee-Horse EIGUM FYRIRLIGGJANDI NOKKRA Johnson vélsleða. Leitið upplýsinga Gerið pantanir. Meðan birgðir endast. Reynslan sýnir, að Johnson vélsleðínn hentar- vel staðhátt- um okkar. Það staðfestir mikil notkun við erfiðar aðstæður. / emaaí Sfygúmon kf. Suðurlandsbr. 16, sínii 35200. um hábjartan daginn sæist áreið anlega til mín. En það var nú sama. Ég skyldi fara heim til Melchiors og treysta heppn- inni, að ég kæmist inn. Ég yrði að komast inn. Hank greip fram í þessar hug- leiðingar mínar. — Ef þeir halda, að Lochte hafi gert það, eru þeir band- vitlausir, sagði hann með áherzlu, strauk aftur á sér hár- ið og skildi eftir stórar rendur á enninu. — Aðeins vegna þess, að hann er horfinn, ætla þeir að klína þvi á hann. En hann gerði það ekki. Enginn karlmaður hef ur gert það. Þetta var kven- mannsverk, óþrifalegt og óhemjulegt. Var það ekki kven mannsverk, Marcy? Hann leit um öxl til konu sinnar og saup enn á konjaksflöskunni. — Nú, hún svarar mér ekki. Á hvað ertu að glápa út um gluggann? Drauga? Hann setti flöskuna aftur á hilluna og deplaði augum að málverkinu, tautaði eitthvað og var sýnilega að verða drukk- inn. — Þetta er furðu gott, þeg- ar á ailt er litið, sagði hann um verk sitt. Svo glotti hann ská- hallt til Marceliu: — Vertu ekki svona niðurdregin, Marcy. Enn hefurðu mig. Þetta var ekki svo mjög drykkjuraus, fremur bein illkvittni. Svo hann vissi þá um Melchi- or og konuna sína. Kannski hafði hann alltaf vitað það. Kannski hafði hann fyrst kom- izt að því eftir að morðið hafði verið framið, þegar sorg henn- ar var svo djúp, að hún gat ekki leynt henni fyrir honum. Sorg! Út af þessari mann- leysu! Veslings konan. Fyrst og fremst að eiga þessa fyllibyttu fyrir mann, og svo Melchior fyr ir viðhald! Mig langaði mest til að segja henni, að Melchior væri ekki þess virði að syrgja hann, þvi að hann hafði ekki sótzt eftir öðru en aurun- um hennar. Það var allt og sumt, sem svona maður hefði sótzt eftir hjá konu, sem var miklu eldri en hann sjálfur. Já, Marcella, hann var nú lika að dingla við Evelyn Breamer. Viss irðu það ekki? Jú, spurðu mig. Ég vissi aiveg hvernig Melchior Thews var. Það væri nú annað hvort. Þú skalt ekki sjá mig eyða neinum tárum á hann. Ekki lengur. Ég er fegin og það ættir þú líka að vera. Sama er mér, hvernig hann dó. Og mér er líka sama, hver stytti honum aldur. En til hvers væri að fara að segja henni þetta? Það er ekki hægt að rökræða við tilfinning- arnar. — Jæja, timinn er kominn, sagði Hank, með flöskuna í hendinni. Ég steig niður af pali inum og gekk að konunni, sem sat í keng við gluggann, og velti því fyrir mér, hvað ég gæti sagt við hana sem gagn væri í. Hún leit upp og reyndi að brosa, en varirnar skulfu. — Láttu þér á sama standa, Marcella, hvíslaði ég. Þegar þessu máli er lokið, skaltu fara eitthvað. Farðu til Mexíkó eða Brasilíu — hvert sem er. Og gleymdu því bara. Hún studdi fingrunum fast á Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. I»ú ættir að greta fengið einhverja aðstoð framan af í dag. Nautið, 20. april — 20. maí. Beyndu að endurheimta það, sem þú hefur léð öðrum, Tvíburarnir, 21. niai — 20. júní. Nú er eftir að s.iú, hve iuugt þú getur grngið án þess að Uoma róti á þann, sem þú ert að fást við. T.áttu allar ráðgátur bíða um sinn. Krabhinn, 21. júní — 22. júlí. Hafðu forgang I einhverju máli, sem þér er umhuigað um, og settu huemyndir þínar fram skýrt oir skilmerkileea. Ljúnið, 23. júlí — 22. ágúst, I»ú skalt hvorkl telja eftir þér að taka til hendinni eða að fara á fætur á kristileeum tíma til þess. Sumt er ekki hægt að láta a#ra srera. Mærin, 23. ágúst — 22. scptt-nilicr. Draumlyndið er þin aðalhvati í dae, hvað sem þú kannt að segin öðrum. Vogin, 23. septcnibcr — 22. október. Ef þú ert í eltinearleík við ástina, þarftu að hlaupa I mariga hrinei, Og útkoman líkleea tviræð. Sporðdrekinn, 23. október — 21. núvember. I»ér fellur í skaut að vinna langt verk og: vandasamt, «g nú er um að gera að skipuieggja það vel. Bogmaðurinn, 22. núvember — 21. desember. Spurningar þinar eru ekki merkari en þau svör, sem þú getur sjáifur fundið við þeim í flýti. Segðu ekki meininBU þina nokkrum lifandi manni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef smáatriði fer fram hjá þér, kemst það upp. Vertu bæði eftir- tektarsamur og iðinn, ef þú vilt að allt Bangi vel. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. fcbrúar. Tilviljun cða eitthvað þviumlikt á sterkan þátt i tilvern þinni. Fiskarnir, 19. fehrúar — 20. marz. Eitthvað óefni verður þess valdandi, að þú verður að endur- sknða stöðu þína strax og sama er að segja um viðnámið. varirnar og hristi höfuðdð. — Ég get aldrei gleymt því, hvislaði hún loks á móti, og greip hönd- ina á mér. — Ekkert getur feng- ið mig til að gleyrna því. Og ég get ekki komizt burt fyrr en ég veit, hver gerði það. — Hvað eruð þið kvensurnar að hvíslast á? spurði Hank og gekk að okkur með sollin augu. — Eruð þið að bugga hvor aðra? Já, hver andskotinn! — Og þú varst svo djörf að fara að tala við mig um eitthvert stolt! — Æ, hættu þess-u, Hank, sagði ég, er ég fann hönd henn- ar skjálfandi í minni hendi. —- Henni líður ekki vel. Vertu ekki að tala við hana. Við skul- um halda áfram að vinna. Þú vilt klára þetta í dag, er það ekki ? Og ég viddi lika klára það. Hann leit snöggvast á mig og hleypti brúnum. — Komdu þá, sagði hann, mér tii mestu furðu. — Hún jafnar sig fljótlega, skaltu sanna til. Svo hélt hann áfram að mála, stundar- korn og ekkert heyrðist nema skrjáfið í penslinum og tíður andardráttur hans. — Þú veizt, Liz, að ef lögreglan hefði nokk- urt vit í sínum haus, gæti hún fundið morðingjann á hálftima. Það eina, sem hún þarf að gera hann saup á . . . er að leita í íbúðinni hans Thews og finna út, hver hjákona hans var. Bréf, og kannski skartgripir, MA- og sRyrtistofa Astu Baldvinsdóttur Kópavogi HRAUNTUNGU 85 — SlMI 40609. Tyrknesk böð Megrunarnudd Partanudd Húðhreinsuri Handsnyrting Fótsnyrting Augnabrúnalitanir Kvöldsnyrting vill sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum með mæling- sem þessi veslings bjáni kann að hafa gefið honum — þessum bölvuðum melludólg! Ég segi þér enn, að það er kvenmaður, sem hefur gert þetta. — Já-á, en þeir eru búnir að leita í íbúðinni hans! stamaði ég og kuldi færðist neðan úr tám og upp eftir mér allri. — Og þeir fundu ekkert, eða það sagði hr. Pa. . . — maðurinn frá rannsóknarlögreglunni, mér i gær. — Er það? Houm virtist ekk- ert verða bilt við þetta. —- Jæja ef þeir hefðu nokkurt vit í koll inum, ættu þeir að leita betur. Það h'lýtur að finnast eitthvað þess háttar — hjá svona manni. Kannski hefur hann líka átt bankahólf, eða leyniskáp í veggnum eða hvað gengur að þér? Hann var að horfa á Marc- eiiu. Og hún horfði iáika á han.n, En sá hann ekki. Það voru .táraperl ur i augunum, og nú stóð hún upp úr sætinu við gluggann. — Hvað gengur að þér? spurði Hank aftur. Hún hneig niður aftur. -— Ekkert, sagði hún. En húm var ókyrr og með augun úti um allt, og var áreiðar.lega með ein hverja ráðagerð í huga þóttist ég viss um. Mareella ætlaði í íbúðina hans Melchiors og gera þar leit. Vissi hún um litla leyni hólfið í skrifborðinu. Hafði hún kannski lika legið hálfdofin á legubekknum með hálfiiufct augu og horft á þessa elskuðu hönd Melchiors snúa látúns- typpinu og opna hólfið, þar sem ég vissi, að bréfið mitt var fai- ið? „Ég get ekki komizt að heim an fyrr en ég veit hver gerði það,“ hafði hún sagt. Hún mundi opna skrifborðið og finna bréfið mitt. Og þá mundi hún vita að ég hefði gert það — að ég hefði drepið manninn, sem hún elskaði. Og hún mundi segja lögreglunni frá þvi og LESIfl DnGLEcn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.