Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 3 Handritafundurinn í Munchen: Ósegjanlegur fengur segir þ j óðsk j alavörður Þjóðsaga lætur filma og gera * vinnuhandrit fyrir Islendinga — ÞAÐ er ósegjanlegur feng- ur að hafa fengið þetta prentsmiðjuhandrit í hendur, sagði Bjami Vilhjálmsson þjóðskjalavörður við frétta- menn, er hann skýrði þeim frá fundi á prentsmiðjuhand- riti að Þjóðsagnasafni Jóns Ámasonar, sem komið hefur í leitimar suður í Múnchen í Þýzkalandi. Þar las Konrad Maurer prófarkir að þjóð- sagnaútgáfunni á sánum tíma og hefur handritið þvi lent hjá honum, en hluti af hand- ritinu hefur farið aftur heim til íslands. — Nú er þetta allt komið í leitimar, sagði Bjarni. Ákveðið hefur verið að láta gera mikrofilmu af öllu hand- ritinu, og síðan verða gerð af henni svokölluð Xerox- ljósrit fræðimönnum til hægð arauka. Hefur Hafsteinn Guð- mundsson, prentsmiðjustjóri, boðizt til að greiða ailan kostnað við gerð þessara mynda, sem ættu að geta orð- ið varanlegt og gott vinnu- handrit. Sagði Hafsteinn við blaðamenn að lesendur þjóð- sagna hefðu sýnt þjóðsögum Jóns Ámasonar svo mikla ræktarsemi, að fyrirtækið Þjóðsaga hefði seit þær stöð- ugt i 17 ár og það m.a. hjálp- að til við að byggja verk- smiðjuhús fyrir fyrirtækið á Seltjarnarnesi. Því fyndist. honum að fólkið sem kaupir sögumar og les eigi það skil- ið frá hendi Þjóðsögu að þess sé minnzt með því að fyrir- tækið láti filma þessi hand- rit. Tildrög þess að þjóðsagna- handritið fannst er sem hér segir, skv. uppiýsingum Bjama Vilhjálmssonar: Þegar þeir Bjami Vil- hjálmsson núverandi þjóð- skjalavörður og Árni Böðv- arsson cand. mag. unnu að útgáfu hins merka þjóðsagna- og ævintýreisafns Jóns Áma- sonar, héldu þeír spumum fyrir 5 Miinchen og Oxford um prentsmiðjuhandrit Jóns Ámasonar að Islenzkum þjóð- sögum og ævintýram, sem út komu í tveimur bindum í fyrsta sinni í Leipzig á ár- unum 1862—1864. Ekki bar þessi leit neinn árangur þá, en fyrir nokkru varð þýzkur fræðimaður, búsettur hér á landi, frú Claudia Daviðsson, þess vísari, að einhver ís- lenzk þjóðsagnahandrit og e.t.v. fleiri heimildir varðandi söfnun og útgáfu islenzkra þjóðsagna og ævintýra frá 19. öld væru í Bayerische Staatsbibliothek í Miinchen. Hún gerði íslenzkum fræði- mönnum viðvart, og varð það að ráði, að Bjami Viihjálms- son fór til Múnchen í októ- ber og dvaldist þar nokkra daga til að athuga þetta mál nánar. Komst hann að raun um að í Bayerische Staats- bibliothek var allt prent- smiðjuhandrit Jóns Ámason- ar að Islenzkum þjóðsögum og ævintýrum, nema sá hluti Framhald á bls. 21 VIÐ ERUM í FARARBRODDI í LITUÐUM OG MALUDUM HÚSGÖGNUM FRAMVEOIS ER OPIÐ Á FÖSTUDÖGUM TIL KL. 10 Vörumarkaðurinnhf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 STAKSTEIMAR „Það væri þá háð, en eigi lof “ Einherji, blað Framsöknar- nianna í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur ávallt talið sig sér- legt niálgagn núverandi forsætis- ráðherra. Það var því ekki nema að vonum, að skriffinnar þess tækju penna sina fram, er vinstri stjórnin var mynduð og Iýstu ágæti hennar og forsætis- ráðherra. Þótti þeim að vonum mikið til um, að stjórnarmynd- unin skyldi takast: „Þegar hnút- ar reyndust erfiðir, knúði Ólaf- ur ekki um of á, heldur gaf ráð- rúm til að jafna mál og ieita nýrra leiða. Þegar málefnasamn- ingur var í höfn, hófst verka- skipting ráðherra, en ekki fyrr, og þá sást, er á reyndi, að Ólaf- ur hafði bæði hörku og sveigjan- leika til þess að knýja fram úr- slit á réttum stimdum. Að sjálfsögðu væri þó órétt- mætt að eigna honum einum, hve farsællega tókst til um alla þessa örðugu samninga. Með honum voru af hálfu Framsókn- armanna afbragðsmenn, en Ólaf- ur kann líka öðruni betur að láta aðra njóta sín í sam- starfi." Og skyldi raunar engan undra, þótt svo sé, slíkum kostum sem Ólafur þessi er búinn: „Ólafur Jóhannesson á að baki óvenjulega heilsteyptan og á- fallalausan starfs- og stjórn- málaferil, sem ber vitni sterkri skapgerð og þeim mannkostum, sem nýtast því betur, sem meira reynir á þá. Gerhygli hans hef- ur jafnan verið við brugðið, hóf- semi í dómgirni, réttsýni og hreinskilinni mannlund. Mikil og fjölþætt stjórnmálaþekking hans og reynsla eru honum mikils virði, en þó munu þeir mannkostir, sem áður voru nefndir, hafa orðið honum meiri styrkur v'ið að tengja saman þræðina og laða saman ólik sjónarmið við stjórnarmyndun- ina, og þeir eru einnig likleg- astir til þess að halda farsællega um stjórnvöl, svo að ríkisstjórn- in verði starfhæf og samhent og fær um að jafna þau ágreinings- mál, sem upp koma.“ Við lestur sem þennan, fer ekki hjá þvi, að mönnum verði hugsað til þess, er Snorri Sturluson sagði í Prologus Heimskringlu, er hann fjallaði um konungakvæði: „En þáð er háttur skálda að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en enginn mundi það þora að segja sjálf- um honum, þau verk hans, er ailir þeir, er heyrðu, vissu, að hégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann. Það væri þá háð, en eigi lof.“ Þessi orð hins mikla sagnarit- ara eiga ekki síður við nví en þá, að oflof er háð en eigi lof. En hitt kann að orka tvímælis, hvort öll hirðskáld nútímans séu þeim kostum búin, sem áður var, að rata þar hinn gullna meðalveg, þegar þau vilja róma höfðingja sína. Um það verður hver að dæma fyrir sig. En undir það skal hins vegar tekið, sem sagt er, að „Ólafur kann lika öðrum betur að láta aðra njóta sín í samstarfi", ef með þessum orðum er að því ýjað, hvernig kommúnistum hef- ur verið leyft að njóta sín, með því að stöðugt er undan þeim látið, en ókunnugt, að þeir hafi hopað í neinu. LESIÐ ■* <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.