Morgunblaðið - 26.02.1972, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.1972, Síða 8
'I All WHM vi u;> a i h a . m » a i í wr-A frfi/ri r;»viv >ivi * 8 MORGUNBL A ÖFÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRtJAR 1972 Herranótt: Bílakirk j ugarðurinn Höfundur: Fernando Arrabal Þýðandi: Þorvarður Helgason Leikstjóri: Hilde Helgason Ýkju- og skrípaleikir virðast tilvalin verkefni handa ungu skólafólki. Nýjasta dæmið er Bílakirkjugarðurinn. Ég held, að það hafi verið rétt hjá leiknefnd Herranætur að velja leikrit „í samræmi við nú tfmann", eins og stendur í leik- skrá, í staðinn fyrir að freista þess að glíma við gamalt og þungt verk eins og stundum hef ur átt sér stað. Aftur á móti er rétt að geta þess, að sá stór- hugur, sem oft lýsir sér í leik- ritavali skólafólks, er aðdáunar verður og vonandi framtíðar- tákn. Bílakirkjugarðurinn eftir Spánverjann Fernando Arrabal er eitt þessara merkilegu ab- súrdleikrita, sem ýmissa hluta vegna ætla að verða langlíf. BUakirkjugarðurinn er ekki sér staklega eftirtektarverður skáldskapur, en gefur góðum leikstjóra og leikurum mikla möguleika. Það er hægt að túlka Bílakirkjugarðinn á ýmsan hátt. Hilde Helgason hefur valið þá skynsamlegu leið að draga nokk uð úr hryllingi verksins og nöt- urleik, en þó er fjarri því að fáránleiki þess komist ekki til S'kita. Aukin álhersla á hina tragíkómísku hlið verksins á vel við i uppfærslu með áhuga- fólki, sem hefur einlægan vilja til að ná árangri, en skortir að sjálfsögðu æfingu. Eitt er ljóst í sambandi við starf Hilde / Helgason fyrir Herranótt. Henni hefur tekist að gera framsögn leikaranna þannig, að allt skilst, sem þeir segja. Þrátt fyrir viðvaningsleg an leik var heildarblær sýning- arinnar með þeim hætti, að leik- stjóra og leikurum er sómi að. Ekki fer hjá því, eins og oft áður, að einn leikari skari fram úr. Arnór Egilsson í hlutverki Milosar þjóns var áberandi best utn kostum búinn. Ég sé ekki bet ur en Arnór sé lei'karaefni og hef ég þá einnig í huga frammistöðu hans á Herranótt í fyrra. Tinna Gunnlaugsdóttir vekur líka at- hygii í hiutverki Dílu, en hefur ekki enn þá þjálfun, sem nauð- synleg er. Um þá kumpána hljóð færaleikarana Emanú, Tópe og Fóder, sem leiknir eru af þeim Erni F. Clausen, Össuri Skarp- héðinssyni og Heiga Sigurðs syni, gildir, að þeir gerðu sitt besta og náðu árangri í sam- rsemi við aðstæður. Örn F. Clausen dró upp viðfelldna mynd af Emanú. Gunnar R. Guð mundsson (Tiossido) og Ragn- heiður E. Bjarnadóttir (Lasca) lögðu sig fram í túlkun sinni. Sama er að segja um fólk í bíl 1—5. Fernando Arrabal fæddist í Marokkó 1932. Hann ólst upp á Spáni, en hefur búið í Paris síð- an 1954 og skrifar á frönsku. Leikrit hans lýsa mannlegri grimmd og kvalalosta. Þau eru oft táknmyndir. Bílakirkjugarð- urinn minnir til dæmis um margt á píslarsögu Krists. Emanú, sem er góður og örlátur, er tekinn fastur af lögreglunni, barinn til bana og krossfestur á reið- hjóli. Félagi hans, Tópe, bendir lögreglunni á hann og fær greiðslu fyrir líkt og Júdas forð um. Þannig væri lengi hægt að halda áfram að finna tengsl milli Bílakirkjugarðsins og Biblíunn- ar. I Bílakirkjugarðinum lýsir Arrabal einföldu og barnslegu fólki, sem gerir ekki greinar- mun á réttu og röngu. Það er jafn fjarstæðukennt og um- hverfi þess, sem þjónar fyrst og fremst dæmisögunni um hótel jörð. En hegðun þess er þó i samræmi við margt i mannlegu eðli. Með ýkjum sínum og tak- markalausri ófyrirleitni reynir Arrabal að sýna okkur mann- inn nakinn, baráttuna milli hins illa og góða. Hið illa fer með sigur af hólmi. Arrabal virðist samt ekki keppa að neinni alls herjarlausn, hvorki pólitískri né siðferðislegri. Hann lætur sér nægja að bregða upp mynd sinni af heiminum. Áhorfendur geta síðan dundað við að ráða hana. Þorvarður Helgason hefur þýtt Bílakirkjugarðinn. Þýðing hans er trúverðug. Þorvarður hefur áður þýtt einþáttunginn Bæn eftir Arrabal, sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins. Leikrit Arrabals Fandó og Lís var leik- Haukur Ingibergsson: Hljómplötur Efnl: (Jr verkum Þórbergs Þórðarsonar Upplesari: Höfundur Útgáfa: Fálkinn MARGIR þeir, sem lesa bækur, láta sér lítið við koma, hver höf- undurinn er, úr hvaða samfélagi hann kemur og hvaða reynslu hainn kann að hafa að baki. Aðrir líta á bækuir sem nauð- Synleg tól, sem þarf til að kynn- aat lífi og skoðunum ákveðinna höfunda. En að hve miklu leyti skiptir höfundurinn máli þegar bók er lesin? Það er ákaflega misjafnt. T.d. skiptir sáralitlu ználi hver er höfundur miðlungs ástairreifarans, sem fæst í sjopp- unni. En þegar um er að ræða Stórbrotin skáldverk, sem gnæfa upp úr meðalmennskunni, get- ur bókin þó verið lítt skiljanleg iruema vitað sé um úr hvaða um- hverfi höfundurinn er kominn. Bm bækur rússneskra höfumda, aem bannaðir eru I heimalandinu gott dæmi þar um. Bækur Þórbergs Þórðarsonar eru þannig, að vart getur hjá því (fiarið að lesendur fari að veita ijhöfundmum fyrir sér, einkum þar sem bækur Þórbergs eru sögur úr hvensdagslífinu, en ekki skáldsögur í venjulegum skilningi. Það er því nokkurs um vert, að komandi kynslóðir erfi fleiri heimildir um Þórberg en bækurnar einar, og eitt af þvi eru hljómplötur. Fálkinn gaf í fyrra út hljóm- plötu með upplestri Þórbergs og núna fyrir jólin kom önnur plata út og tekur hún þeirri fyrri fram um margt, t.d. er hún mun fjöl- breyttari að efni tiil. Á fyrri Síð- unni eru fjórtán ljóð og á hinni fimm kaflar úr fjórum bókum. Platan er þvi eins fjölbreytt og hægt er að ætlast tíl, þvi að tak- mörk eru fyrir, hvað hægt er að hafa bókarkafla stutta, til að samhengi og söguþráður náist. Þórbergur er anzi sérstæður maður og þá í upplestri sem öðru og með því að hlusta á hann lesa upp úr verkum slnum fær mað- ur inn í sig enn meira af Þór- bergis-andanum en mögulegt er að ná ef textinn einn er lesinn af síðum bókarinnar. Þannig er þessi útgáfa hið mesta þarfa- þing. r,:: d* mw 'Ljjl r j| IjR. . «■ lan^llÉÉ mU i Wm ♦< «■« ; - í. \. fll Iæikarar í Bilakirkjugarðinum ið af Grímu fyrir nokkrum árum í þýðingu Bryndísar Schram. Sé þess einnig gætt, að einþáttung- urinn Skemmtiferð á Vígvöllinn hefur verið leikinn í Iðnó í þýð- ingu Erlirigs E. Halldórssonar, er ljóst að Arrabal hefur verið sýnd töluverð ræktarsemi hérlendis. Þar með er ekki sagt, að við höf um fengið nóg af honum. Gamati væri að fá fleiri verk eftir hann leikin á íslensku leiksviði. Ef til vill hefur ungt skóla- fólk því mikilvæga hlutverki að gegna að sjá um að ekki séu rof in leiklistarleg tengsl við umihtéim inn. Þáttur í slíku menningar- starfi er sýning Herranætur á Bílakirk j ugarðinum. Jóhann Hjálmarsson. Erlendur Jónsson skrifar uni BÓKMENNTIR Ættfræðirit Þórarinn Helgason: FRÁ HEIÖI TIL HAFS. 266 bls. Goðasteinsútgáfan. 1971. Frá heiði til hafs heitir þessi bók, og segir á titilbiaði, að þetta sé „ævisaga Helga Þórarinsson- ar í Þykkvabæ“. Höfundur hefur þó gert létt að velja henni að- eins almennt heiti fremur en kenna hana við Helga einan, því auk Helga kemur fjöldi fólks þarna við sögu og frá mörgum er greint allrækilega, þó ævi- saga Helga megi skoðast svo sem miðpúntur frásagnarinnar og allir aðrir þræðir liggi út frá þeim púmti eða séu tengdir hon- um á einhvem hátt. Er t. d. sagt ýtarlega frá ættingjum Helga, heimafóliki í Þykkvabæ, nágrönn um og svo framvegis. Vettvang- ur efnisins nær því í flestum skilningi yfir þá breiðu byggð, sem takmarkast einmiitt svo greiniiega i samræmi við heiti bókarinnar — frá heiði tii hafs. Að fíestu leytí er saga þessi sögð með venjulegum hætti. Mest er frá þvi grein-t, sem frá- sagnarverðast hefur þótt á sin- um tíma og hefur þar af leið- andi geymzt lengst í minni fóliks, og á sama hátt eru oft dregin fram þau einkenni hvers og eins, sem gerðu hann að ein- hverju leyti frábrugðinn öðru fóiki. Heldur virðist mér bjartari hliðar lífsins dregnar þarna fiam í dagsljósið, enda er þetta að meira leyti saga af fólki, sem vannst fremur vel í lífsbarátt- unni, þurfti ekki að öfunda aðra, mátti sin nok'kurs í byggðarlagi sínu og gait rétit öðru fólki hjálp arhönd. Vissulega hefur lifsbar- átrtan verið hörð og — óllk því, sem nú þekkist. Og ekki er þá vist að streitan sé svo nýtt fyrir bæri, sem sumir vilja vera láta. Til að mynda segir höfundur, Þórarinn Helgason. að það hafi orðið hjónum nokkr- um að ágreiningsefni, að hún var alin upp „á fjalllendisjörð, þar sem að miklu leyti var sett á guð og gaddinn. Hann á gjaf- feiildri láglendisjörð, þar sem leggja varð allt kapp á heyskap- inn.“ Framhald á bls. 21. Píanókonsert Stravinskys ÞAÐ bar helzt til tíðinda á sein ustu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, að Konsert Stra vinskys fyrir pianó og blásara- sveit var frumfluttur hér á landi. Einleikari var Gísli Magnússon, en stjórmandi Proinnslas O'Du- inn. Undirritaður gat ekki komið því við að hlýða á tónleikana. Stravinsky samdi konsertinn fyrir sjálfan sig sem einleikara. Sérlcennileg skipan hljómsveitar innar: blásarar, kontrabassar og bumbur, er í beinu framhaldi af öðrum viðfangsefnum hans á ár- unum um 1920. Þá voru „Symph onies a la memoire de Debussy“, „Oktettinn" og „Mavra“ að sjá dagsing ljós. Lengi vel var píanó konsertinn óútgefinn „konsertinn var fyrir sjálfan mig“.......ég vildi legigja undirstöðuna undir það, hvernig leika bæri mín verk“ . . . sagði Stravinsky sjálf ur. Einistaka snillingar fengu fyr ir náð að fára höndum um þetta verk í næstu áratugi, og þar var fremstur í flokki sonur hans, Soulima. Um konsertinn sagði Strav- insky einnig: „einhvers konar passacaglia eða tokkata í stil 17. aldarinnair frá sjónarhóli dagsins í dag“. Um hlutverk píanósins hafði höfundurinn einnig orð á því, að hann væri þeirrar nátt- úru að sækjast eftir erfiðleikum til að sigrast á þeim, þess Vegtia væri hlutuir einleikarans hið mest vandaverk. Þetta vandaverk tók Gísli að sér og leysti af mikilli þrýði. Hann var öruggur og fastur fyr ir, dró sterkar útlínur, fyllti „rhytmísku" lífi, en sýndi þess á milli sveigjanleika og lipurð, óvæmna lýrík. Gisli er klassísk ur píanisti í- verkefnavali og tútk unarmáta. Píanóið va.r illa stillt. í hæga innganginum var eins og blásararnir ætluðu að verða eitt- hvað óhittnir á rétta tóna og hljóð fall, en brátt greiddist úr þvi, svo að þeir veittu einleikaranum fyrir milligöngu öruggs stjórnandans sómasamlega samferð á enda. Þorkell Sigurbjörhsson. ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON SKRIFAR UM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.