Morgunblaðið - 10.03.1972, Side 5

Morgunblaðið - 10.03.1972, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAiGUR 10. MARZ 1972 £> Mattheusarpassían frumflutt á íslandi „Já, rétt er það, þetta er írumflutningnr á Mattheusar- þassiu Baclis á íslandi. Áður höf- um við flutt Jóhannesa/|*assí- una, það var í Laugardalshöll- inni. Þangað komu um 1000 rnanns í vondu veðri,“ sagði Ing- ólfur Guðbrandsson, ferðaskrif- stofustjóri og stjórnandi Pólýfón kórsins, þegar fréttamenn hittu hann og starfsfélaga að máli á þriðjudag. „Við æfurn tvisvar i viku,“ sagði Ingólfur. „Og satt að siegja gætum við ekki æf' verk eins og Passíur Bachs, nema vegna þess, að fólkið er áihugasamt og duglegt. Ætli það hafi ekki kostað nálægt millj- ón að koma þessu verki á lagg- imar. Að visu hafði kórinn um eitt skeið styi'ktarfélaga, en það kerfi reyndist of þungt í vöfum, svo að við lögðum það niðer. Það samræmdist ekiki efnis valinu einhivern veginn. Við er- um sem sagt bjartsýnir, af því að við vitum, að jafn trúlausir menn og íslendingar, eru sann- færðir um einn og hinn sama hjlut, að tónlist Bachs, sú gamla, höfðar til alira manna, hver og einn sér sjálfan sig í henni. Núna er tízkan að sýna og lei'ka Jesús Krist sem súperstjörnu, en við hérna í Pólýfónkórnum erum sannfærð um, að tónlist Badhs á mjög greiðan aðgang að ungu fói'ki." „Hvað voruð þið mörg, sem byrjuðu í kórnum, Ingólfur?" „Við vorum aðeins 36, en nú erum við 110. Kórskóli ókikar hefur hjá'lpað mikið upp á sak- irnar." „Hvað verða svo margar upp fænr.ur á Mattheusarpassí- unni?“ „Þetta verður i vikunni fyrir páska og raunar er þetta miklu meira mál en þig órar fyi'ir, þvi að auk Pólýfónkórsins kem- ur þarna fram barnalkór, senj Þorgerður, dóttir min stjórnar. Auk þess boma fram frægir ein söngvarar, sem kórinn hefur fengið hingað. Og þar á ofan eru hljómsveitirnar tvær. Til að stytta mál obkar er þetta niður skipanin: Sigurður Bjömsson, óperu- söngvari, keiísur frá Þýzbalandi og fer með hiutverk guðspjalla mannsins, en hann hefur sungið það úti í Þýzka’andi og á Spáni. Halldór Vilhe’.msson bariton, syngur orð Krists, en með önn- ur einsöngshlutverb fara Ruth Magnússon, alto, Guðfinna D. Ólafsdébtir, sópcan, Guðmundur- Jónsson, bassi, Ingimar Sigurðs son, bassi, Áata Thorstensen, alto, Rúnar Einarsson bariton og Elin Sigurvinsdóittir, sópiian. Hlljómsveitirnar tvær eru skipaðar hljóðfæraleikurum úr Sinfóniuhljómsveit Islands auk nobkurra nemenda úr fram- heuSdsdelld Tóniistarskðlans. Fyrstu fiðiuleikarar eru Rut Ingólfsdöttir í fyrstu hljóm- sveit, en Unnur Maria Ingólfs- dóttir í annarri, og eru þær jafniframt ein'leikarar. Gunnar Kvaran kemur i páskaleyfi frá KaupniVnnahöfn og leibur ein- leib á cello ásamt Pétri Þor- val^ssyni. Einleibari á óbó er Kristján Þ. Stephensen og á flauitu Jón Sigurbjörnsson, Helga Ingólfsdóttir leibur á sembal og Martin Hunger á org eJ. Al-Is taka um 200 manns þátt í fflutningn'um, sem standa mun í 2!4 k!ukkust*>.nd, og verður verkið þá nokkuð stytt, eins og oftast tíðkast, þvi að nærri ógjörningur er að flytja það östybt á einum hljómleibum. Fyrstu hljómleibar verða í Kristskirbj'U i Landakoti þriðju daginn 28. marz kl. 8.30 en hinir; síðari í Hásbólabíói á skírdag og fötsbudaginn langa kl. 4. Forsala aðgöngumiða hefst 14. marz og verða þeir til sölu í Ferðaskrifstofiunni Útsýn, Bófka verzlun Sigf. Eymundssonar og í Háskólabiói.” „Er ekki, Ingóífur, geysierf- itt að æfa siíkt verk, eins og Matt’heusarpassian er?“ „Jú, það fer ekki á milli mála, að það er erfitt. Partitúran er 300 bls. Textinn er fenginn úr 26.—27. guðspjalli Mattheusar, og einnig úr ljóðum nútima- sbáflda. Þessu er blandað saman í verbinu, og ég tel að það hafi verið verkinu til góðls.“ „Stendur það nú yfirleitt und ir sér, að flytja siik verk, eins og Passíur Batíhs?" „Nei, og vertu blessaður fyr- ir spurninguna. Fyrirfram er vitað um 300.000 króna halla á uppfærslunni, nema fólbið komi til móbs við óbkur, því að það er áreiðanlega einsdæmi í heimin- um, að slík verk eins og Passí- ur Badh.s séu færð upp, án opinberra styrkja.“ I leiðinni spjölluðum við við það góða fólk, sem stendur í fyrir- rúmi með In.gólfi að þessu verki. Þau voru öll á því máli, að það væri miikið í fang færzt, mikil fjárhaigsleg ábyrgð, sem forgöngumenn kórsins tækju á sig, en það er raunar sboðiun þess, sem þessar línur rita, að bjartsýni sé þörf í þessu sem öðru. Tónleikar Pólýfónkórsins verða að þessu sinni haldnir í Kristskirkju i Landaboti oig í Háskólabíói, eins og að framan segir. Sjá’fsagt verður það Mtið mál að fjölmenna á þessa ein- sböku tónleika. Hvar væri ann- ars þessi músikáhugi lands- manna til húsa kominn? — Fr.S. Forgöngnfólk Pólýfónkórsins áeiiuii mynd. Myndin cr tekin í dagsbirtunni framan við Hótel Borg- á þriðjudag af ljósm. Mbl. Ól. K. Magmissyni. Talið frá vinstri á niyndinni eru: Bjarni Bragi Jónsson, Kristín Aðalsteinsdótfir, Ingólfur Giiðbnuidsson söngstjöri, Friðrik Eiríksson, Kristinn Sigurjónsson og Hákon Sigurgestsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.