Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1972 Minning: Benedikt G. Guð- mundsson skipstjóri Fæddur 26. júU 1908. Dáinn 3. niarz 1972. Benedikt G. GuSmundsson, skipstjóri fæddist vestur í Eyr- arprestakalli, N-Isafjarðarsýsiu, hinn 26. júlí 1908 og'var pví tæpra 64 ára, er hann lézt við skyldu- störf sín um borð í rannsókna- skipinu Áma Friðrikssyni. For- eldrar Benedikts voru þau hjón in Jóna Benediktsdóttir og Guð- mundur Gestsson, húsasmið- ur. Á uppvaxtarárum Benedikts bjuggu þau á Suðureyri við Súg andafjörð og í Amardal. Einnig dvaldist Benedikt á sínum ungl- ingsárum um skeið á hinu þekkta rausnarheimili þeirra Ingibjargar og Hálfdáns í Búð í Hnífsdal, og í Hnifsdal mun Benedikt hafa verið í unglinga- skóla. Nærri má geta, hvort Benedikt hafi ekki kynnzt sjó og sjómennsku á sinum uppvaxt arárum, slíkt var óhjákvæmi- legt, enda alinn upp á þeim stöð um, þar sem sjósókn hefur löng- um verið stunduð af hvað mestu kappi hérlendis. Enda fór svo, að leiðin lá til sjós þegar á ung- um aldri. Lengst af var Bene- dikt á sínum yngri árum með hin um þekkta skipstjóra og afla- manni Guðmundi Júní, fyrst fyr ir vestan, en siðar í Hafnarfirði, en þangað mun Benedikt hafa flutzt með foreldrum sínum árið 1925, þá 17 ára gamall. Eftir það er hann með Guðmundi Júní á „lLnuveiðurunum“ Eljunni, Sindra og Venusi allt fram til ársins 1934. Voru þá stundaðar þorskveiðar á vetrum og síld- veiðar á sumrum. Það er á þess- um árum, sem Benedikt fær sina eldskím á sjónum, þar sem hann er með sama skipstjóra, hörku- sjósóknara og aflamannd i heil- an áratug, og það er einnig á þessu-m árum, sem Benedikt fer í Stýrimannaskóllann, en þaðan útskrifast hann með fiskimanna- prófi árið 1932 aðeins 23 ára að aldri. Þegar Benedikt hættir á Ven- usi 1934 ræðst hann stýrimaður til Elggerts Kristjánssonar, skip stjóra á v.s. Sæhrimni. Þar er Benedikt til vors 1938, en þá tek ur hann við skipstjórn á Birni Austræna, og er með hann eitt sumar á sild og i flutnimgum að vetrarlagi. Árið 1939 ræðst hann svo stýrimaður á Dóru frá Hafn arfirði, en skipstjóri á Dóru var þá Illugi bróðir hans. Þegar 111- ugi hættir á Dóru siðla árs 1939 tekur Benedikt við skipstjórn i annað sinn og er með Dóru allt til ársins 1946. Stundaðar voru togveiðar og síldveiðar, en eink um var skipið haft í fiskflutn- ingum til Englands flest striðs- árin. Þó var skipið I flutningum hér við land i rúmt ár. Benedikt er því skipstjóri öfl stríðsárin og lengst af í siglingum á hættu- svæðum, en jafnan auðnaðist hortum að siigla heilu fari heim. Árið 1947 ræðst hann stýrimað- ur til Ingvars Einarssonar, skip stjóra á Fanney, en fer í land árið eftir og vinnur þá m.a. hjá mági siraum Konráði Gislasyni við leiðréttingar á áttavitum. Þá vann hann einnig hjá Bæjarút- gerð Hafmarfjarðar og um skeið á togaranum Júlí. Árið 1957 ræðst hann sem stýrimaður til Jóns Einarssonar skipstjóra á v.s. Fanney og tókst þegar með þeim hin nánasta vin átta, sem hélzt, meðan báðir lifðu, enda var hann stýrimaður hjá Jóni til ársins 1962. Náin kynni okkar Benedikts hófust fyrir tæpum 10 árum. Vor ið 1962 var ákveðið að efla síid- arleitina með því að gera út þrjú sildarleitarskip í stað tveggja áður. Jón heitinn Ein- arsson tók þá við Pétri Thor- steinssyni, er leiigður var til sild arleitarinnar, en Benedikt varð sjálfkjörinn til þess að taka við skipstjórn á vs. Fantneyju. Gegndi Benedikt þvi starfi af stakri samvizkusemi og þraut- seigju, unz hætt var að nota v.s. Famneyju til síldarleitar í árs- lok 1964. Næsta ár var Benedikt svo skipstjóri á Pétri Thorsteins syni, en sumarið 1966 stjórnaði hann v.s. Otri frá Stykkishólmi við síldarleit. Benedikt réðst ár ið 1967 stýrimaður á væ Áma Friðriksson og var einn þeirra gjöðu drengja, er komu til Lowe stoft í ágúst 1967 til að sækja hið nýja síldarleitar- og rann- sókmasikip ðkkar. Benedikt var síðan á Árna Friðrikssyni til dauðadags ýmist sem stýrimað- ur eða skipstjóri og þeirri stöðu gegndi hann í sinni hinztu sjó- ferð. Benedikt var ákaflega far sæll skipstjómarmaður. Hann var meðalmaður á hæð, svaraði sér vel, hæglátur og dagfars- prúður. Hann kunni manna bezt að stilla skap sitt, og því vissu eklki allir, að undir hinu ljúfa og rólynda dagfari bjó mikil og sterk skaphöfn, sem belzt kom fram í takmarkal'ausri ásérhiiífni, þrátt fyrir lamgvarandi veik- indi. Allan þann áratug, sem við Benieditat áttum saman að sællda gekk hann aldrei heill til skóg- ar vegna sjúkdáms þess, er að lakum lagði hann að velli. Svo vel bar hann þó veikindin, að aft hætti oktaur samstarfsmönn- um hanis til að gleyma þvi, hver vágestur herjaði í brjósti hans. Þrátt fyrir veikindin var auð- sætt, að Benedikt var vel að manni og áíkaflega handsterkur. Þegar fylgzt var með handatil- tetotum hans taomu mér því oft I hug orð, er höfð voru um amnan sjógarp: „Betri þóttu handtök hans heldur en nokiours annars manns.“ En er þó ótalirwi sá þátt ur í atgervi eða skapihöfn Bene- dikts, sem réð oftast ríkjum og verður okkur skipsfélögum hans vafalaust minnisstæðastur um ó- Minning: Guðmundur J. Guð- mundsson, bifreiðasali Ástkær eiginkona min og móðir okkar, Þórunn Sigurbjörg Poulsen, Hafnarbyggð 21, Vopnafirði, andaðist 8. þ.m. í Landspítal- anum. Hilinar Poulsen og börnin. Mágkona min, Kuth T. Björnsson, andaðist aðfaramótt 8. þ.m. Fyrir hönd systkina í Dan- mörku og venzlamanna hér á landi, Stefán J. Björnsson. Útför móður okkar, Sigrúnar Finnsdóttur, fer fram frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum þriðjudag- inn 14. marz kl. 2 síðdegis. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Guðmundur Jónatan Guð- mundsson verður jarðsettur í dag, en hann lézt þann 4. þ.m. að heimili sínu, 68 ára að aldri, f. 28. október 1903. Hér verða ekki rakin æviatriði hans, það munu aðrir gera, sem þekkt hafa hann lengur en óg. Þetta eiga einungis að vera kveðju- og þakkarorð, þau verða þvi mið- ur fátækiegri en ég viildi og hann verðskuldar frá méir, en þau eru af einlægum huga mælt. Ég kynntist Guðmundi ekki fyrr en siðasti starfskafli á ævi hans var hafinn, eða eftir að hann hafði stofnað bflasölu hér í borg. Þar vann ég undir stjórn hans og handleiðslu í rúm átta ár, og betri handleiðslu get ég ekki hugsað mér. Ég get ekki orðað það betur á annan hátt en þann að hann hafi ekki ein- ungis reynzt mér sem góð- ur og traustur húsbóndi, held- ur og sem umhygigjusamur fað- t Eiginkona mín, GUÐNÝ STlGSDÓTTIR, Víghólastig 5, lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík 8. þessa mánaðar. Benedikt Davíðsson. t Þökkum innilega öflum, er vottuðu samúð og vináttu við andlát og jarðarför Hrefnu Eggertsdóttur Norðdahl. Börn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og fóst- urmóður, Vigfúsínu Vigfúsdóttur frá Btilandi. Gísli Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson, Sigurðiir Pétursson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma. 1 Hjartans þakku færum við !■ öllum þeim, sem af hlýhug og HERTHA PAULSEN með vinsemd auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför frá Ahrensburg í Þýzkalandi ÓLAFS VILHJALMSSONAR, sjómanns, Grettisqötu 28 B. lézt að heimili sínu miðvikudaginn 8. marz. Waltraud Paulsen Guðmundsson, María Jónsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Þorsteinn Kr. Guðmundsson, Erla Ólafsdóttir Páll Þórarinsson, Hertha M. Þorsteinsdóttir og Sigurður Jón Ólafsson, Norma E. Samúelsdóttir, Guðmundur O. Þorsteinsson. Þorgerður Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Vilhjálmsdóttir. Útför bróður míns, BALDURS AIMDRÉSSOIMAR, cand. theol., fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, laugardaginn 11. marz klukkan 10.30 fyrir hádegi. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Kórnerup-Hansen. Innilegar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur og öðrum að- standendum hluttekningu við fráfall og útför móður okkar, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR frá Mýrarholti. Sigríður Ármannsdóttir. Jón Armannsson, Gunnar Armannsson, Ólafur Ármannsson, Þorvaldur Armannsson, Asgeir Armannsson. ir, er alltaf var bezt að leita til þegar þörfin var mest. Prúðari marm og hófsamari 1 öiiiu dag- fari er vart hægt að gera sér í hugarlund, og vandaður var hann svo af bar. Fyrir það naut hann álits og hylli i öllum við- skiptum, enda sýndi það sig i öllu að hann byigigði fyrirtæki sitt á traustum gnundvelli. Vafa- laust hefði hann oft getað grætt meira fé, eins og það er kallað, heldur en hann gerði, en hann miðaði viðskiptin aldrei fyrst og fremst við eigin stundarhag; hann setti sér þá starfs- reglu að reynast þeim er við hann skiptu á þann hátt að þeir gætu borið til hans ótakmark- að traust í hvívetna. Þetta vissu menn og þvi lieituðu þeir helzt til hans, sem kunnu að meta heið ariega viðskiptaháttu, og eink- um var það áberandi hve marg- ir aðilar úti á landi fólu honum að annast kaup' og sölu bála fyr- ir siig, í fullu trausti þess að þannig væri hagsmunum þeirra í því sambandi bezt borgið, og hyigig ég að eniginm hafl þurft að sjá eftir því. Uim langt skeið gekk hann ekki heill til skógar, þó að hann léti ekki á bera, og starf sitt stundaði hann af sinni rólegiu elju og festu til hinztu stundar. Er sár harmur kveðinn að eftirlifandi konu hans, Guð- 'laugu Brynjólfsdóttur ag sonum •hans tveim, Sigurði og Baldri, en hinn siðamefndi starfaði við fyrirtæki föðurins frá upphafi, eða í tengslum við það. En að standendum hans má um leið vera það dýrmæt huggun, að þeir kveðja þar ástvin sem lætur eftir sig hugljúfar minn- iingar sem maður er engum brást ag ekki mátti vamm sitt vita í framtaomu eða starfi. Þannig nrun ég alltaf minnast hans, og þataka það öílu meira, að ég skyldi bera gætfu til að kynmast hanum og njóta handleiðslu þans. v • Alli Búts. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.