Morgunblaðið - 10.03.1972, Page 7

Morgunblaðið - 10.03.1972, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1972 7 DAGBÓK BARMMA.. BANGSIMON og vinir hans Hann stóð upp af stein- inum, sneri við sömu leið til baka og labbaði áleiðis til Kaninku. Ekki hafði hann þó farið langt, þegar hann sagði við sjálfan sig: „En setjum nú svo, að Kaninka sé ekki heima ?“ „Eða ég sæti aftur fastur í útidyrunum hjá henni, þegar ég ætla að fara, eins og einu sinni, þegar dyrn- ar hjá henni voru ekki nógu víðar.“ „Þó að ég viti fyrir víst, að ég hef ekki fitnað, þá getur verið að dyrnar hjá henni séu mjórri. Það væri því ef til vill hyggilegra, að . . .“ Um leið og hann hugsaði þetta, gekk hann lengra og lengra í vestur, þangað til hann stóð skyndilega fyrir utan dyrnar hjá sjálfum sér. Hálftíma síðar var hann kominn af stað þangað, sem hann hafði hugsað sér í upphafi að fara, nefnilega til Grislingsins. Þegar þangað kom, sá hann, að Grislingurinn var í óða önn að grafa holu fyrir utan húsið sitt. „Góðan daginn, Grisiing- ur,“ sagði Bangsímon. „Góðan daginn, Bangsí- mon,“ sagði Grislingurinn og stökk í loft upp um leið, því honum varð svo bilt við. „Ég vissi, að það varst þú.“ „Það vissi ég líka,“ sagði Bangsímon. „Hvað ertu að gera?“ „Ég er að setja niður ak- arn, Bangsímon, til þess að það geti vaxið og orðið að eikartré með mörgum ak- örnum beint fyrir framan dyrnar mínar. Þá þarf ég ekki að þeytast langar leið- ir til að safna akörnum. Skilur- þú það, Bangsí- mon?“ „En ef það vex nú ekki?“ spurði Bangsímon. „Það vex, því Jakob sagði það. Þess vegna ætla ég að setja það hérna nið- ur.“ „Já, en kemur þá upp býflugnabú, ef ég set bý- flugu niður fyrir utan hús- ið mitt?“ Grislingurinn var ekki viss um það. „Eða svona vaxtafla með hunangi?“ spurði Bangsímon. „Því ef ég fæ heila býkúbu, þá fer víst mikið til spillis. En þá fengi ég bara part af bý- kúbu og þá gæti eins farið svo, að ég fengi þann part, sem ekkert hunang er á. Það væri leiðinlegt.“ Grislingurinn samsinnti því. „Auk þess er mjög mikill vandi að setja niður, nema maður viti, hvernig á að fara að því,“ sagði hann og stakk akarninu niður í holuna. Svo mok- aði hann mold yfir og stappaði ofan á moldinni. „Það veit ég vel,“ sagði Bangsímon, „því Jakob gaf mér kattarsjalsfræ, sem ég sáði í moldina og svo vaxa víst kattarsjöl seinna við dyrnar hjá mér. „Ég hélt, að það héti kattarjurt," sagði Grisling- urinn auðmjúklega og hélt áfram að hoppa. FRflftH+flbÐS SflGfl BflRNflNNfl FERDINAND Finnboga saga rainnia Teikningar eftir Ragnar Lár. 39. Finnbogi sagði Bárði viðræðu þeirra. Bárður lét lítið yfir. „Uggi ég, að illa takist til, því að Álfur er hinn versti maður. Dugir honum að hann er mægður við jarlinn. Verða menn því að þola honum margan ójafnað.“ Finnbogi kvað vel fara mundu. 40. Finnbogi býst á brottu, þegar Álfur ætlaði að koma norðan. Hann hafði skamma stund beðið, þegar Álfur kom og kvaddi hann vel. Finnbogi og Bárður skilja með blíðu, en þeir Álfur halda suður með landi. Finnbogi spyr, hvort Álfur ætlar heim til sín í Sandey það kvöld. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án b'rl■ stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. HÚSEIGENDUR Gerum tilboð í þéttmgar á steinsteyptum þökum — sprungur í veggjum og fleira, 5 ára ábyrgð. Verktakafélctgið Aðstoð, sírrti 40258. BROMCO' 66 Hillman Hunt&r '67, Opel Cara van ’64, seljast gegn 3ja—6 ©ra fasteignabéfum eða eftir samkomulagi. Btlasalan, Höfðatúni 10, simar 15175 og 15236. ST. GEORGSGILDIÐ, Kef'lavík Aðalfundur í lðnaðarmain.na- húsinu, Tjamargötu 3 í kvöld kl. 8,30. Noregsferðin. Stjórnin. INNRÖMMUM myndir og málverk. Ramma- listar frá Þýzkalandi, Hollendi og Kína. Matt gler. Rammagerðin. Hafnarstræti 17. NÝKOMIÐ FRA KlNA Útsaumaðir borðdúkar, stó'l- setur og bök, púðaborð og klukkustrengir. Vandaðar vör- ur — mjög lágt verð. Rammagerðin Hafnanstræti 17 Rammagerðin. Austurstræti 3 WILLY’S JEPPI nýviðgerður, til sýnis og sölu að Bólstaðarhlíð 10. Uppl. í síma 18116. CATERPILLER VÉL TIL SÖLU uppgerð, 100 ha. 1550 snún- ingar á mínútu. J. Hinriksson, vélaverkstæði, S'kúlatúni 6, sínrvi 23620 og 86360. ALVEILER — SPILDÆLA 1700 1300 lítrar á mínútu, til söilu. Einnig G-19 spifdæla. J. Hinriksson, vélaverkstæði, Skúlatúni 6, simi 23520 og 86360. BARNGÓÐ KONA ÓSKAST til að gæta þriggja ára drengs eftir hádegi, 5 daga vkunnar, hezlt nálægt Hlíðarvegi I Kópa vogi. Uppl. í sima 40387 fyr- ir hádegi. MIÐSTÖÐVARKETILL ós'kast. Sími 35151. TIL LEIGU 5 herb. íbúð við Álfheima til 1 september. Laus riú þegar. Uppl. í slma 14377 tiil kil 5. H Gamta krónan^ i fullu verógildi BÓKA MARKAÐURINN SILLA OG V4LDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.