Morgunblaðið - 10.03.1972, Page 28

Morgunblaðið - 10.03.1972, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1972 TVITUG .STULKA OSKAST. í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. ekki fulllokið umskiptunum úr imanni, sem vill eiga í mann sem vill vera. Inni í bílnum sat Penny, álút, með barðastóran hatt. Hún sat í aftursætinu. Hvers vegna? Hafði hún fflutt sig í aftursœtið til þess að faðir hennar gæti set ið i framsætinu? Utilokað. Hún haifði setið í aftursætinu alla leið ina tii að undirstrika andúð sina á karlkyni og Gilbert var full- trúi þess. Það var líklegra. En það hvarflaði l'íka að mér, að hún hefði viljað fyrirbyggja all ar grunsemdir um að hinn fram- sækni sir Roy Vandervane hefði blökkumann fyrir einkabíl- stjóra. Gilbert var í dökkbláum fötum, Ijósblárri skyrtu og með svart prjónabindi og gat því vel eftir útlitinu skipað þá stöðu. Ég skammaðist min hálfvegis fyrir að vera að hugsa um þetta. „Inn í bilinn með ykkur,“ sagði Roy. „Þú aftur í, Douglas." Penny þokaði sér til hliðar um nokkra þumlunga eins og menn gera í strætisvagni til að rýma fyrir sæmilega ódruk'knum manni. Aðrar voru kveðjumar eklki. Roy sneri sér við til hálfs í framsætinu og itrekaði lloforðið um að aka mér á útvarpsstöðina, og síðan á Savoy, en hún einblindi út um gluggann á eitthvert grindverk. Ég sá því ekki framan i hana. Eitthvað við hana minnti mig snöggvast á Sylvíu. Ekki var það þó andlitið, hárið, vöxtur- inn, fötin eða anganin. Angan- in var af sápu. Ef til vill var hún leynilegur baðunnandi, eins og hún var leynilegur mús- íkunnandi. En úr því ég hafði orðið var við eitthvað, sem var líkt með Penny og Sylvíu, gat þá ekki verið, að Roy hefði orð- ið var við það líka og ástæð- an fyrir framferði hans ætti sér skýrin gu í því, að hann þjáðist af annarlegum hvötum til dött- ur . . . nei, ég hét því með sjálf- um mér að finna sálfræðibók- ina, sem ég vissi að fyrirfannst einhvers staðar heima hjá mér og fteygja henni í Regentsskurð inn án þess að opna hana. Ég ákvað að virða Penny bet ur fyrir mér, en það varð ekki úr því i í bráð. Gilbert ók biin- um af bíiastæðinu með slíkum ofsahraða, að höfuðið á mér þrýstist aftur á sætisbakið. Síðan tók hann sveiflu í hálf- hring með sama hraða, svo ég lagðist út i hurðina en Penny þeyttist lárétt yfir hnén á mér. Það var mér reyndar ekkert á móti skapi. „Rólegur, Gilbert," sagði Roy. „Jú, takk. Maður gerir vel og þetta er þakklætið." Þetta voru vist mótmæli og áttu ef til vill rétt á sér, ef mál- ið var brotið til mergjar. Til þess var þó enginn tími. Penny reis upp og lagfærði á sér hatt- inn. Hún var í dumbrauðu pilsi, sem vel gat verið saumað úr gömlum gluggatjöldjum og var nógu efnismikið til að hylja fæt ur hennar og fleiri íætur ef vildi. Hún var með rauða net- hanzíka og í flegnu leðurvesti, svo sá í híluta af brjóstunum. Þau minntu á strútsegg. Hún leit á mig. „Þér er batnað eftir höfuð- höggið, sé ég,“ sagði hún. „Já, þakka þér fyrir. Þetta lagaðist strax.“ „Þú hefur svolítið ör, en það hverfur áreiðanJega. Það sést varffia. Ég sá það bara af því ég vissi, hvar sárið var.“ „Já." „Fyrirgefðu hvað ég var ókurteis um daginn. Ég var í vondu skapi út af einhverju, og þá verð ég oft ókurteis við fólk.“ „Ég skil." Mig langaöi til að horfa leng ur á hana, en ég beindi augun- um með erfiðismunum út um gluggann. Hvað bjó undir þessu hjá henni? Var þetta ein- hvers konar góðgerðarstarf- semi? Eða átti þessi óvænta ein- lægni að snúast upp í illkvittna kaldhæðni? Það mælti þó gegn þeim möguleika, hvað hún talaði lágt þvi hálf ánægjan hlyti að vera fólgin í því að fleiri heyrðu. Það þurfti Ika töluvert til að yfirgnæfa hávaðann í bil vélinni, þar sem Giibert þeytt- ist með okkur í áttina að Picca- dilly. Ef til vill var hún bara að biðjast afsökunar. „Hvað hafið þið verið að ræða, þú og hann ?“ „O, músíkmál. Og kjaftasög- ur.“ „Minntist hann ekkert á laug ardaginn ?“ „Nei, hvað er á döfinni þá?" „Ertu upptekinn á laugardags kvöldið?" „Þarf ekki að vera það.“ Ég átti að fara á „Lieder“-tónleika og siðan átti ég stefnumót við Vivienne. Tónleikunum gat ég sleppt. Frestað hinu. „Hvers vegna spyrðu ?“ „Hann sagðist ætla að bjóða Okkur út, mér og þér og þessarri stúlku." Greiðinn. Og Penny hafði tek- ið af honum ómakið að nefna hann við mig. „Hivaða stúlku?" spurði ég. „Hún heitir Sylvia. Þú hlýt- ur að hafa hitt hana. Hún er með sítt hár.“ „Já, það er rétt. Hvenær hitt- ir þú hana?“ „Ég hef ekiki séð hana. Hann sagði mér það. Hvemig er hún annars?" „Hún er ekki að cmínum smekk," sagði ég með erfiðismun um. „Nei. Hann sagði, að hún væri ung. Er hún lagleg ?“ ,Ekki finnst mér það. En það er ekki að marka." „ÆtJlarðu ekki að korna?" „Það held ég ekki." „Jú, gerðu það. Ég er viss um að það getur orðið gaman. Þú sagðist ekki vera upptekinn." „Gaman?" Ég sat á mér. „Það held ég varla. Ég hef hitt hana. En það gæti verið gaman fyrir þig . . . að fara út að skemmta þér með pabba þínum og dúf- unni og þeim fjórða til uppfyll- ingar.“ „Hvað er að því?“ Ég dró djúpt að mér andann, til að segja henni að ég gæti ekki svarað þessarri spurningu frekar en aðrir félagar minir og kristilegir siðgæðisverðir, ef það rykfalllna og úrelta hugtak, smekkviisi, væri henni óþekkt. Svo hikaði ég andartak og fann þá mér til gnemjiu, að ég var alls ekki viss um það sjálfur, hvort nokkuð væri athugavert við það. En svarið kom aldrei af minum vörum, því i sömu andrá stöðvaðist billinn með állka 'hnýkk og við hefðum rekizt á steinvegg. Ég hentist firam og lenti með hötfuðið á framsætis- brlkinni. Við höfðLim efcki ver- ið á mikilli ferð og sætisbrík- in var ekki eins hörð og dyra- karmurinn forðum. Þó voru áihrifin ekki ósvipuð að minnsta kosti fannst Penny það, því hún fór að skellihlæja. Ég áttaði mig fljótlega. Bíll- inn hafði ekki rekizt á stœinvegg, heldur aftan á stræt- Eldri félagar í Karlokór Reykjavíkur Skemmtikvöld í Félagsheimilinu laugardag- inn 11. marz kl. 20.30. — Eldri og yngri fé- lagar og aðrir gestir mætið vel. Nefndin. Gamla krónan í fullu verðgildi BÓKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ALFHEIMUM velvakandi 0 Fiskveiðilögsögudeilan: Verum bjartsýnir, Islendingar, en gætum þó að oss Jón Magnússon skrifar: „Velvakandi góður! Nokkur orð um mál málanna. Sextíu alþingismenn hafa nú orðið sammála um að færa út fiskveiðilandhelgi okkar úr 12 í 50 sjómllur 1. sept. n.k. Enn er okkur aðeins sýnd veiði, en ekki gefin. Maður hef ur það á tilfinningunni í dag, að sú skoðun sé of rikjandi hjá of mörgum mönnum, að úr því að við séum búnir að ákveða útfærsluna, þá sé allt klappað og klárt. Það er sjálf- sagt fyrir okkur Islenidinga að vera bjartsýna í þessu máli, við eigum og þurfum að vera það. Við megum þó ekki láta bjartsýnina hlaupa með okkur í gönur við þurfum að vera vel á kerði og koma á framfæri fyrir 1. sept. n.k. sem flestum rökum okkar og já- kvæðum upplýsingum um land helgismálið, þar sem það á við. Jafnvel þótt samkomulag ná ist um tímabundnar veiðar inn an 50 mílna linunnar við stjórnirnar í London og Bonn, sem vissulega væri æskilegt, þá getur stjómin í Lond- on ekki sagt hafnarverkamönn um í Hull og Grimsby fyrir verkum frekar en kolanámu- mönnum. Utanrikisráðuneytið mun nú á næstfunni láta fara frá sér bók um landhelgismálið, og verður bók þessi sennilega all yfirgripsmikil. Væntanlega verður bók þessi vel úr garði gerð, þann- ig að hún nái tUgangi sínum hjá erlendum stjórnmálamönn- um og blöðum úti í heimi. Hins vegar er hætt við þvi, að bók þessi verði svo yfirgripsmikil, að hún verði ekki nægilega les in af nógu mörgum. Ummæli þau um landheigis- málið, er fors'eti Finmlands Urho Kekkonen, lét falla í ræðu sinni í veizlu í Helsing- fors, sem haldin var til heið- urs forseta Islands, herra Kristjáni Eldjám og frú hans, eru svo stórkostleg, að halda ber þeim mjög á loft í baráttu okkar, sem nú stendur yfir og framundan er. Ummæli Ted Willis í lávarða deild brezka þingsins í sam- bandi við útfærslu fiskveiði- landhelgi Okkar eru einn- ig mjög athyglisverð. 0 Auglýsum málstað vorn rækilega 1 framhaldi af þvi, sem hér að framan segir, vildi ég koma fram með eftirfarandi tillögu. Halda skal til haiga á næstu þremur mánuðum sérlega at- hyglisverðum ummæJum, sem erlendir ráða- og áhrifamenn hafa látið frá sér fara, og sem styðja okkur í landhelgismál- inu. Útbúa síðan 6—8 blaðsíðna bækiing, smekklegan og vel úr garði gerðan og að einhverju leyti í litum. 1 inngangsorðum yrði land- helgismálið reifað í stuttu máli. Nokkrar valdar myndir yrðu í bæklingnum, t.d. landhelgis- kort og íslenzkir sjómenn að störfum. Þungamiðja þessa bæklings yiði síðan birting ýmissa um- mæla, eins og Finnlandsforseta, með mynd af viðkomandi. Bæklingi þessum ætti síðan að dreifa á rétta staði, fyrst og fremst i Englandi og Þýzka landi og þá sérstaiklega i út- gerðarborgunum, sem eru I temgslum við íslenziku fi.s’kimið- in. Bf til vill yrði heppilegast, að samtök útgerðarmanna og sjómanna tæfcju að sér útigátfu á sllkum bæklingi og þá í sam- vinnu við utanrtkisráðuneytið. Skynsamileg dreifin.g á bækl- ingi þessum er mjög mikið at- riði; gætu þar ýmis félagasam tök hér á landi komið að góðu gagni, svo sem samtök hótel- manna, kaupsýslumanna o.fl. Ojfl. Slikur stuttur bæklingur myndi mikið verða lesinn og gæti eflaust haft mikil og góð áhrif, ef hann er vel úr garði gerður. Jón Magnússon". 0 Áfengisböl, guðstrú og bænheyrsla „Heiðraði Velvakandl! Viljið þér ljá fylgjandi lín- um rúm í dáikum yðar? Allir kannast við átfengisböl- ið, sem svo ofit er rættf. Marg- ir þekkja vegna eigin reynslu þá fjötra, sem áifengið hefir bundið þá með, óislítandi f jötfra, þótt neytt sé allrar orku. En æðri kraíbur er til, kraft- ur Guðs, sem elskar okkur mennina og vill frelsa okkur, ef við leitum hjálpar hans. Á þá leið benti ég manni nokkrum, er misst hafði stöðu sina vegna ofncyzlu áfengis. Hann leitaði hjálpar Guðis og fékk hana. Leiðbeiningin, sem ég gaf honum, gæti reynzt fleir um vel, en hún var á þessa leið: Byrjaðu hvern dag með þvl að lesa einhvern kafla í orði Guðls. Síðan skaltu biðja á þessa leið: „Ó, Guð, ég bið þig að varðveita mig frá þvi að direkka í dag. 1 natfni Drott- ins Jesú, amen“. Þegar svo kvöldið kom eftir sigursælan dag, átti hann að þakka Guði. „Ó Guð, ég þafcka þér, að þú hefir varðveitt mig í dag. 1 Jesú nafni. Arnen". Maðurinn fyllgdi ráðlegging unni. Eftir nofckurn tíma varð hann þess var, að löngunin í áifengið var gersamlega horfin. Hann gat verið innan um menn, sem voru með vín, en langaði ekki vitund í það. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og urn aldir". (Hebreabrétf 13.8.). 1 honum sýndi Guð oikkur mönnunum máttf sinn tiil -að frelsa hina fjötruðu, þótt fjötrarnir væru ekkd fjlötrar átfengis. Hver sá maður, sem vill reyna að fara ofangreinda leið, ætti að lesa með atihygli 8. og 9. kafl- ann í guðispjali Matteusar. Það styrkir trúna á mátt Guðs og viljann tii að hjálpa ofckur, þegar máttur okkar er þrot- inn. Líka er gott að lesa 107. sáilminn i biblíunni og að sjálf- sögðu guðspjall Jóhannesar mörguim sinnum. Gott er lika í þessu sambandi að biðja ein- hivern, sem biður i Jesú nafni, um fyrirbæn. Ég og fieiri höfð um beðið fyrir manninum, er saigt var frá. En bænheyrslan kom, er hann fór sjáílfur að biðja og lesa. Hann mun aldrei falla aftur í ofneyzllu áfengis, meðan hann treystir ekki sjálf um sér, en biður um vernd og les orð Guðls. Vinaminni, Akureyri, Siemundur G. Jólianne«sson“. Auglýsinga- teiknari Auglýsingastofa í Reykjavík óskar eftir að ráða auglýsingateiknara sem fyrst. — Góð laun í boði. Tilboð, merkt: „Fjölhæfur — 5956“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.