Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 17
MORGU'N'BL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAR.Z 1972 17 UST UÆiVDIS EFTIR BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON. Maður gengur inn í hvítkalkaðan salinn og horfir undrandi í kring- um sig. Ólikt því sem maður á venjast í leikhúsum er ekki stól að sjá í salnum. 1 honum miðjum er hins vegar pallur með brú upp á aðal- sviðið og áþekkir pallar og brýr eru meðfraim h 1 iða r vegig ju n um beggja vegna i salnum. Áhorfendurnir sitja á gól fimi í sainum eða uppi á sjálfu sviðinu eða í tröppunum upp á pall- ana. Innan um áhorfendur vappa leikararnir í búningum og með grim- ur fyrir andliti, taka kunningja úr röðum áhorfenda tali og spyrja al- mæfltra tíðinda. Leiksýninigin er að hefjast. Hér er tjaldið ekki dregið frá. Áhorfendur gleyma því ósjálf- rátt að þeir eru staddir á leiksýn- ingu. Já, Commedia dell’Arte. Ég er staddur í Lilla Teatern í Helsinki, einu fremsta leikhúsi Norðurlanda sem koma mun hingað til lands i sambandi við Listahátiðina. Það er verið að sýna gleðileikinn Mandrag- ola eftir Italska 15. aldarhöfundinn Nicooló Machiavelli og sem leik- stjóra hefur Lilla Teatern ráðið til sín ungan Itala, Arturo Corso að nafni. Þau Nils Brandt og Lilga Ko- vanko leika Calfuccihjónin, Ulf Töm roth leikur glæsimennið, sem leggur hug á frúna, Asko Sarkola leitour þjón hans, grallarann Siro, Gustav Wiklund þjófinn og hrekkjalóminn Ligurio og eigendur leikhússins, hjónin Lasse Pöysti og Birgitta Ulfs- son fara einnig með veigamikil hlut- verk; hann leikiur bróður Timoteus og hún káta ekkju, sem þykir gott „að „skrifta" fyrir þessum breyzka munki. Eftir ofurlítinn formála hefst leik- sýningin. Salurinn iðar af lífi og fjöri, og stundum er engu líkara en áhorfandinn sé staddur mitt i Tati- Heimsókn í Lilla Teatern: Koma með „Kringum jörðina á 80 dögum“ á Listahátíð Elina Salo — leikur prinsessuna. áhorfenda og á þessari sýningu Lilla Teaterm . Sjálf voru þau Lasise Pöysti og Birgitta Ulfsson óámægð með sýndng- una. „Hún var steindauð", sagði Lasse Pöysti við okkur íslenzku blaðamennina þegar okkur gafst tæki færi til að hitta þau hjónin að máli eftir sýninguna á veitingastaðnum Or feus, sem rekinn er I tenglsum við leikhúsið. Og Birgitta Ulfsson sagði við mig, að sennilega væri skýring- anna að leita í leikstjóminni. „Það kom strax fram á æfingum hversu gjörólík sjónarmið okkar leikaranna og Corso voru varðandi ýmis atriði í túlkun,“ sagði hún. „Þú sérð — hann kemur sunnan frá Italíu og eðlilega telur hann sömu formúlur góðar og gildar hér sem þar. En við þekkjum okkar heimafólk, og þess vegna höf- um við afráðið að æfa ýmis atriði upp á nýtt með tilliti til aðstæðna hér.“ En víkjum að Lilla Teatern sjálfu. sögu þess og núverandi starfsemi þess. „Leikhúsið var stofnað fyrir rúm- um 30 árum,“ segir Birgitta, „og var í fyrstu eiginlega rekið sem boule- vardd'eiikhús . . . þú veizt, flutti aðal- lega kabaretta og revíur eða skemmtileiki ýmiss'konar. Svo var það 1955 að Vivica Bandler keypti leikhúsið. Hún gjörbreytti allri starf semi þess; gerði það að eins konar framúrstefnuleikhúsi og hóf það til vegs og virðingar. Við Lasse keypt- um svo leikhúsið fyrir 5 árum, er Vivica Bandler réðst sem leikhús- stjóri til Stokkholms stadsteater. 1 okkar tíð hefur stefnan breytzt lítil- lega. . . við höfum eiginlega horfið frá framúrstefnunni og orðið meira . . . hvað á ég að segja — já, þjóð- félagssinnuð . . . pólitískari. Ég er t.d. hrædd um að vinir þínir frá utan ríkisráðuneytinu okkar hafi ekki allt af verið yfir sig hrifnir af okkur,“ sagði hún og brosti prakkaralega til leiðsögumanns okkar. Leik- húsið hefur um 4Ö manna fast starfslið, leikara og annað starfsifólk. Það flytur sjaldnast fleiri en 5—6 leikrit á ári hverju, og Lasse Pöysti kvað oft ganga erfiðlega að láta end ana ná saman. „Það getur stundum oltið á einu leikriti, eins og Mandra gola,“ sagði hann, „sem er tiltölu- lega kostnaðarsamt í uppfærslu en hefur ekki tekizt nógu vel. Þess vegna er það brýn þörf fyrir okkur að endurskoða uppfærsluna." Lilla Teatern er í tiltölulega nýju hús- næði við Georgsgatan, skammt frá Marskihótelinu, þar sem flestir ís- lendingar búa, er þeir gista Hels- inki. Áður var leikhúsið við Kasern gatan í gömlu kvikmyndahúsi og þar eru ennþá önnur heimkynni Lilla Teatern. Að sjálfsögðu spurði ég Birgittu Ulfsson hvað Lilla Teatern ætlaði að bjóða íslendingum upp á á Listahátið inni hér í vor. „Kringum jörðina á 80 dögum, og ég held þið verðið ekki sviknir af þvi,“ svaraði hún. „Leikritið er aiuðvitað býggt á sögu Jules Veme en einn okkar snjallasti höfundur, Bengt Aldfors hefur fært það i leikbúning. Og það er alveg drephlægilegt. . . ég get nefnilega trútt um talað, því ég leik ekki í því sjállif. Leitazt er við að sýna Fhileas Fogg — hinn dæmigerða Englend- ing með alla sína peninga, sérvizku og nákvæmni, þar sem hann stormar í gegnum eitt landið af öðru án þess að horfa í kringum sig. Hann hugs- ar bara um það eitt að ná heim aft- ur fy.rir tilsettan tíma. Til að undir- striika þetta eru sett á svið ýmis atr- iði, sem eiga að gerast í hinum ýmsu löndum, sem Phileas Fogg á leið um. Ó, þetta er alveg stórkost- lega spaugilegt. Við fórum með þetta leikrit til Berlínar nýlega, og gerð- um mikla lukku. Uppsetmngin bygg ist nefnilega svo mikið á látbragði, að allir geta fylgzt með og tekið þátt í grininu. Ég held, að þið verð- ið ekki fyrir vonbrigðum með þessa sýningu." Þarna eru nokkrir efnileg- ustu leikarar Lilla Teatern í aðal- hlutverkunum. Phileas Fogg er til að mynda leikinn af Asko Sarkola, frá- bærum gaman- og látbragðsleikara, Ulf Törnroth leikur hinn dygga þjón hans, og Elina Salo fer með hlut- verk indversku prinsessunnar, sem þeir félaigar bjarga svo snöfurmann- lega af bálkestinum. Þau Lasse Pöysti og Birgitta Ulfs- son kváðust ætla að dvelja hér á Is- landi nokkra daga eftir listahátíðina. Þau sætu alþjóðlllegt leikhús'mót sem verður haldið í Reykjavík nokkr um dögum siðar, en þau voru áJkveð- in i að nota tíimann á milli til að sjá svolíitið af landimu. Lasse Pöystl. Ulf Törnroth — hinn dyggi þjónn. mynd. Á hverjum palli i hverju skoti er eitthvað að gerast, þannig að áhorfendur eiga fullt í fangi með að fylgjast með öllu því sem fram fer. Leikararnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá áhorfendur til þátttöku í glensinu, en tekst ekki sem skyldi. — Finnar eru ekki ósvip aðir okkur Islendingum — stífir og fráhrindandi; þungir á bárunni þeg- ar því er að skipta. Frá höfundar- ins hendi er leikurinn pornógrafísk- ur í bezta lagi. Ekki er heldur verið að skafa utan af hlutunum í þessari sviðsetningu, og auðwitað voru það atriði af þessu tagi, sem mesta ká- tínu vöktu í röðum áhorfenda. Og hvað sem þumbarahætti áhorfenda leið, hef ég aldrei orðið vitni að jafn nánu sambandi milli leikara og Asko Sarkola — Phiieas Fogg. Hér sjáum við nokkra helztu leikarana sem mynda kjarna Lilla Teatern Birgitta Uifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.