Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1972 í KVIKMYNDA HÚSUNUM nk góð, k sæmileg, Sig. Sverrir Pálsson *** mjög góð, ★★★★ Frábær, léleg, Björn Vignir Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Laugarásbíó: FLUGSTOÐIN Myndin gerist á þýðingarmikl- um millilandaflugvelli, þar sem hálfgert neyðarástand rikir. Snjó hefur kyngt niður i miklum mæli, og svo öhönduglega viii til að stór vél festist á einni aðfiugs brautinni, en á sama tíma hefur önnur vél sig til flugs áleiðis til Rómar með tvo heldur vafasama farþega. Annar er gömui kona — þrautþjálfaður laumufarþegi — hinn sálsjúkur maður með sprengju í handtösku sinni. Auð- vitað sprengir hann gat á flug- vélina, og hún verður að snúa við og nauðlenda. Meðan þessu fer fram eiga sér stað átök í hjönabandsmálum, þannig að allt ástand er fremur tvlsýnt. ★ Hvað er hægt að segja um glansandi, gamaldags am- eríska „stór-glansmynd-“, sem ekki er annað hlutverk ætlað, en að baða sig í ofbirtu síns eigin dýrðarljóma, áhorf- endum (vonandi) til skemmt- unar? Akkúrat ekkert. ★★ í myndinni er eitt „knús- aðasta plott“, sem sögur fara af. Flugvallarstjórinn á við að striða öll þau vandkvæði, sem hugsazt geta í sambandi við rekstur eins flugvallar, og myndin þvi oftast fjarri raun veruleikanum. Myndin er þó harla spennandi þegar bezt lætur og dágóður afþreyjari. ★★★ Kvikmyndalistin sit- ur kannski ekki í fyrirrúmi í þessari mynd, en hún er gott dætni þess er Hollywood tekst hvað bezt í gerð hreinna skemmtimynda. Stjörnubíó: „OLIVER‘ „Oliver" er byggð á samnefnd- um söngleik sem sýndur var við mikla aðsókn fyrir nokkrum ár- um. Var hann létt útfærsla á hinni frægu bók Dickens. X stuttu máli fjallar hún um munaðar- lausan dreng, sem strýkur at hæli og heldur til London. Lend- ir hann þar I þjófaflokki, sem stjórnað er af forhertum Gyð- ingi, Fagin. —• Fljótlega er liann gripinn af lögreglunni og þá er farið að grennsiast fyrir um að- standendur hans. Þá fyrst fer að rofa til 1 lifi hins hrjáða drengs. ★ ★★ Oliver er einkar faglega og smekklega unnin mynd, að mestu laus við þá væmni, sem annars einkennir þessa tegund mynda. Sviðsetntng oft lifleg og stórbrotin. Ann- ars er það dálítið broslegt, að það sem Dickens skrifar upp- haflega sem raunsæja ádeilu, skuli nú vera snúið upp í sak- lausan söngleik. ★★★ Dickens mundi senni lega seint gangast við þessari útgáfu á Oliver Twist. Sið- ferðisleg tilfinningavæmni 19. aldarinnar hefur verið máð burtu að mestu, og jafnvel ó- hræsið hann Fagin verður við kunnanlegur karl í frábærri túlkun Ron Moody. Vönduð skemmtimynd, sem óhætt er að mæla með. ★ ★★★ „Fagin“, væri réttlát- tri nafngift á þessari mynd, oar sem að frábær leikur Ron VXoody yfirgnæfir allt annað, jnda hlutverkið bitastæðast. Samt sem áður er „Oliver'1 stórkostlegasta söngvamynd, sem mig rekur minni til að aafa séð. Frábær mynd fyrir alla fj ölskyldumeðlimina. Erlendur Sveinsson Hafnarbíó: LEIKHUSBRASK- ARARNIR Max Bialystock er leikhúsmaO- ur, sem má muna tvenna tímana. Nú eru rukkararnir ætíO á hæl- um hans, og dregur hann rétt fram lífiO á „ævintýrum“ viO gamlar kerlingar. En dag nokk- urn kemur til hans endurskoO- andi til aO kanna bókhaldið, sem er ekki í sem beztu lagt. Þá fá þeir þá stórkostlegu hugmynd aO grafa upp svo lélegt leikrits- handrit að öruggt sé aO þaO kol- falli á frumsýningu. Og ttl aO tryggja það enn betur, velja þeir starfsliOið eftir þvi. Safna síðan nógu mörgum hluthöfum og láta þá leggja fram meira fé en þörf er á. Síöan færi allt á hausinn, engum þyrfti aO borga, en Max og endurskoöandinn gætu horfiO á brott með mismuninn. ★★ Hugmyndin, sem liggur hér að baiki er í rauminni stór snjöll fyrir gamanmynd. Dick Shawn og Zero Mostel eru góðir og í myndinni eru nokkr ir mjög góðir kaflar En mjmd in hefur líka einn stóran galla, og það er tilhneiging Brooks tll að teygja, ofkeyra og láta ofleika alla brandara. ★★ Hugmyndin er i sjálfri sér bráðsniðug en heildarupp- bygging myndarinnar ójöfn, þannig að hún fellur nokkuð í lokin. Nokkur atriði eru af- bragðs fyndin, þrátt fyrir mjög ýktan stíl en hann er vafasöm eftirlíking fyrri tima. Kvikmjmdagerðin hins vegar tilþrifalítil. ★★★ Hið bráðfyndna handrit Brooks, ásamt stórkostlegum lieik þeirra Mostel, Wilders og Shawn, hefur myndina upp í etnn dýrlegasta fársa sem hér hefuir sézt lengi. Þama hefur Brooks svo sannarlega tekizt að gera mynd fyrir humorista, en þeir sem lítið skopskyn hafa ættu að halda sig í óra- fjarlægð frá Hafnarbíói. Gamla bíó: FIMM MANNA HERINN 1 Mexico árið 1914, þegar Hu- erta hershöfOingi ríkir sem ein- ræOisherra og bændur eru 1 bylt- ingarhug, safnar „Hollendingur- inn“ aO sér fjögurra manna liOi, mönnum, sem höföu gerzt fræki- lega brotlegir viö lög. Er ætlun- in að ræna hálfrar milljónar doll ara gulisendingu, sem flytja á meö járnbrautarlest til Huerta. I fyrstu bjarga þeir Manuel Estebau, fyrirliöa bændanna írá lífláti, lenda i útistöðum viO menn Huerta, en hefjast siöan handa við hiö eiginlega verkefni. En áöur en yfir lýkur koma bænd ur enn við sögu og þá öðruvisi en ætlað var. ★ Spaghetti-vestri, hvers eina gildi er tónlist Ennio Morri- cone (þess, sem samið hefur tónlist við mjmdir S. Leone), Persónusköpun er engin og efnið náttúrlega fáránlegt, en fáránlegast verður það þó undir lokim, þegar 4 harðsvír- aðir bófar og svíðingar gemast á einu vetfangi hug- sjónamenn ★ Gerð nákvæmlega eftir for skrift: Liðssöfnun, óleysan- legt dollaraverkefni, plan, óvæntur endir, o. s. frv. í aRa staði óekta, en tekst þó að halda nokkurri spenmu. Áber- andi óvönduð kvikmynd og hljóðvinnsla. Nýja bíó: LEYNILOGREGLU- MAÐURINN Joe Leland, heiövirður og dug- andi lögreglumaöur í New York, er aö fást viö vandasamt og viö- kvæmt mál. Sonur eins þekkt- asta fjármálamanns borgarinnar, Leikman Jr. finnst myrtur 1 IbúÖ sinni. ViÖ rannsóknina kemur 1 Ijós aö hann var kynvillingur, og þykir llklegt aö um .ástrlðumorö* hafi verið aö ræöa. Leland tekst aö handsama dularfullan náunga, Tesla, sem aö lokum viöurkenn- ir aö hafa búið hjá Leikman Jr. og drepið hann I afbrýðiskasti. Rösk framganga Lelands I þessu málir flýtir fyrir stööu- hækkun hans. En ekki eru öll kurl komin til grafar. ★★ Þrátt fyrir það, að mynd in er gerð í litríkum glamor- stíl, tekst henni þokkalega að lýsa þeim óþverra og við- bjóði, sem leynilögreglumað- ur í stórborg þarf að fást við daglega. Næstum því raunsæ mynd (-f- Sinatra), en kópíu- eintak hússins er ekki gestum bjóðandi. ★★★ Mjög góð, harðsoðin leynilögreglumynd. Frank Siniatra er kjöriinn I hlutverk sitt, og hefur sjaldan verið betri. Handrit Abby Manna er gott og myndin í alla staði vel utram. Tónabíó: FYRSTA FATAFELLAN Æðsti draumur hinnar ungu, einföldu og aó uppeldi til strang- trúuðu Rachel Schpitendavel er að verða dansmær á skemmti- stað. Hún hefur flúið að heim- an og kemur til „National Wint- er Garden Varieté" I New York árið 1925. Forstjórinn Minsky á við fjárhagsörðugleika að stríða, auk fulltrúa siðferðissamtaka, sem hyggjast gangast fyrir lok- un staðarins. Minsky fær þá leifturhugmynd, að Rachel dansi „bibliudans" staðnum til bjarg- ar, en eftir að faðir Rachelar hef ur haft upp á henni lelðir þrá- kelkni þeirra feðgina til þess aö fyrsta fatafellan verður ttl. ★ Annaðhvort er ég að tapa mínu litla skopskyni, eða þetta er léleg gamanmynd. Robards og Wisdom eru að vísu mjög góðir en allar brell urnar, sem taka upp mestan hluta myndarinnar og ætlað- ar eru tii skemrntunar, hrukku af mér eins og vatn af gæs. ★★ Frjálsleg og hriessileg en jafnframt gróflega gerð. í stað þess að feta einstigi sögu þráðarins er tíðarandinn sýnd ur með frumlegum aðferðum, sem jaðra þó við ofnotkun. Skemmtamagildið er undir því komið hversu mikið gaman megi hafa af ærslaleikj um. ★★ William Friedkin (The French Connection), gerir hér marga skemmtilega hluti. Honium tekst dável að sietja mann inn í hinn fraimandi, létta tíðarar.da „The Roa- ring Twenties“, með ýmsum snjöllium hjálparmeðulum. En myndim er langdregin og Britt Ekland rangvalin í hlut- verk sveitapíunnair. Austurbæjarbíó: HVAÐ KOM FYRIR ALICE FRÆNKU? Frú Claire Marrable (Gerald- ine Page) verður brjáluð, þegar maður hennar deyr og skilur hana eftir eignalausa, að þvl er virðist. Hún finnur þó brátt lausn á vandamálínu. Hún ræð- ur tlt sin sæmilega fjáðar, ein- mana konur, gerir þær að ráðs- konum, kemst yfir peningana þeirra og losar sig síðan við þær á þægilegan hátt. Þetta gengur vel 1 smátíma, unz hún ræður tíl sín frú Dimmock (Ruth Gordon), án þess að vita, að frú Dimmock var vinkona einnar ráðskonunn- ar, og að hún ræður Sig, vegna þess að hún grunar frú Marrable um græsku. Með lagni tekst henni að veiða ýmislegt upp úr frú Marrable, sem fyrir hendingu síðar, kemst að hinum raunveru- lega tilgangi hennar .... ★ ★ Það virðist eiga hér vel við orðtakið „Eins dauði er annars brauð“, — jafnvel grenitrén lifa á likum, Þetta er óneitanlega ein af betri myndum í þesisum flokki. Samleikur Gordons og Page er frábær og kvikmyndun Josephs Birocs er skemmtilega hryllileg. ★ Óvenju braigðdamf af „æsi spennamdi" mynd að vera. Þó tekur heldur að lifna yfir a1 burðarásinni er Ruth gamls Gordon kemur inn í spilið. Gei aldine Page tekst vel að skaps mjög svo ógeðfellda mannpei sómu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.