Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1972, Blaðsíða 11
MORG UtNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1372 11 Sjötugur: Jakob Gíslason orkumálastjóri Jakob Gíslason orkumála- stjóri er sjötugur í dag. Hann er Æaeddur á Húsavik 10. marz 1902, sonur Gisla héraðslæknLs Péturs sonar, útvegsbónda og bæjar- fulltrúa í Ánanaustum Gíslason ar og konu hans Aðalbjargar Jakobsdóttur Hálfdánarsonar, er var einn af stofnendum fynsta íslenzka kaupfélagsins, Kaupfé- lags Þingeyinga, og erindreki þess 1881—1906. Jakob Hálfdán anson bjó að Grimsstöðum við Mývatn 1861—84, en síðan á Húsavík. Hann var hvatamaður að ýmsum framfaramálum og gaf m.a. út skrifað sveitablað um 1870. Jakoto Gíslason lýkur prófi i raforkuverkfræði árið 1929, frá DTH í Kaupmannahöfn. Síðari hluta ársins kemur Jakob heim og er þá ráðinn verkfnæðingur í þjónustu ríkisins og vinnur þá m.a. að áætlun um raforkuver og rafmagnsveitur og 1930 er honum falið eftirlit með raforku virkjum um land allt og þegar Rafmagnseftirlit rikisins er stofn að 1933 verður hann forstöðu- maður þess og semur reglugerð um raforkuvirki það ár, sem enn er í gildi með viðauka og breyt ingum. Jakob Gíslason var skipaður í samstarfsnefnd rikisins, Reykja- víkur óg Hafnarfjarðar um hag nýtingu jaröhita, en 1945 vonu jarðboranir rí'kisins stofnaðar og settar undir yifirstjórn hans sem rafmagnseftiriitsstjóra. Þá hefj- ast skipulegar jarðboranir eftir heitu vatni ásamt rannsóknar- starfsemi. Með raforkulögum 1946, er verksviðið enn aukið og eru þá Rafmagnsveitur ríkisins sett- ar á stofn, „sem hafa það verk- efni að afla aiimenningi og at- vinnuvegum landsins rafor'ku á sem hagfelldastan og ódýrastan hátt.“ Þá eru og stofnaðar hér aðsrafmagnsveitur ríkisins, raf- orkusjóður og endurskoðuð lög um Rafmagnseftirlit rikisins, og er Jakob Gíslason skipaður raf- orkumálasljöri. Með Orkulögum 1967 á sér enn stað aukning og endurskipan orkumála, frá þvi er verið hafði síðan 1946. Starf- semin nefnist Oi'kustofnun, og var Jakob skipaður orkumála- stjóri, en innan þeirrar stofnun- ar starfa nú margar deildir, er vinna að raforku- og jarðhita- málum og þýðmgarmiMum rann sóknum á því sviði. Eins og sjá má af þessu yfir- lifi hefur hver byltingin rekið aöra á sviði rafmagnsmála frá þvl að Jakob Gislason kom frá námi. En þvl má ekki gleyma að Stein grimiur Jónsson var kominn hingað áður ásamt Jakobi Guð- johnsen, sem unnu með atorku að raflmagnsmálum Reykjavikur og áttu einnig sinn þátt I fram- vindu málanna. Fyrir ósérhlifni og samstarf þessarn þriggja manna hefur Grettistökum verið varpað úr torsóttri leið þjóðar- innar til frama og velgengni. Að sjálfsögðu hafa áhugamái þessarra hugmyndaríku manna Jakobs Gislasonar og Steingríms Jónssonar iðulega fallið i sama farveg og hafa þeir báðir unnið að framvindu söanu mála ýmist sinn í hvoru lagi eða báðir sam- an. Skal nú lýst kynnum mínum af Jakobi Gíslasyni, en þau hóf- ust 1936, er ég kom heim frá námi. Hann réðst sem áður segir í þjónustu rikisins 1929, aðeins 27 ára gamaM og á því nú 43ja ára starfsferil að baki. 1 fyrstu reri hann einn á báti og hafði vinmustofu sina i litta herbergi í íbúð sinni, inni á Laugavegi 76 og þegar hann hefur íbúðasíkipti eins og enn er titf um efnalítið fólk, þá fyigdi skrifstofan með búslóðinni. Árið 1936 byrja ég að vinna hjá Rafmagnseftirliti ríkisins en þá er skrifstofan kom in í Pósthúsið i Reykjavík og er þar í 1% herbergi og var þar til húsa um nokkurra ára skeið. Við, sem þama unnum vorum allir lausráðnir og voru störfin fóigin i áætlanagerðum um veitu kerfi víða um land og könnun heppilegra Hnustæða o.þ.h. Fast starfislið stofnunarinnar var, auk Jakobs, 1 skrifstofu- og bók haldsmaður og 1 eftirlitsmaður Halldór Einarsson, rafvirki, ráð inn 1934. Vélakostur s’krifstof- unnar var 1 ritvél. Samlagning- arvél handknúin var fengin að láni stöku sinnum hjá Póstþjón- ustunni. Jakob var einstaklega samvizkusamur, brennandi af á- huga og mjög vinnugefinn. Framh. á bls. 19 Húsmæður - Smúíbúðnhverfi Ódýrar svínasteikur á 218 kr. kg. Úrvals saltkjöt á gamla verðinu. Opið til klukkan 10 í kvöld. BORGARKJÖR, Grensásvegi 26, sími 38980. Raðhús til leigu Raðhús í Háaleitishverfi, 2 hæðir og kjallari ásamt bílskúr, til leigu í 1 ár frá 15. apríl nk. að telja. Tilboð, er greini leigufjárhæð og mögulega fyrirframgreiðslu, sendist Morgunblaðinu fyrir 18. marz nk„ merkt: „Raðhús — 1872". International College of Surgeons Islandsdeild Fundur í kvöld að Hótel Loftleiðum, Krystalsal, föstudaginn 10. marz 1972 kiukkan 18.30. Fundarefni: 1. Ávarp: Dr. Frosti Sigurjónsson. 2. Erindi: Læknisdómar og lagadómar. Próf. Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi sendiherra. 3. Umræður. Sameiginlegt borðhald hefst klukkan 19.00. Allir skurðlæknar velkomnir. Menntamúlurúðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda framhaldsnám er- lendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í fjáríögum ár hvert. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkjum og/eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklega stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra, er stunda viðurkennt tækninám, ef fé er fyrir hendi. Styrkimir eru eingöngu veittir til þess náms erlendis. sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við viður- kennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um sé að ræða námsferð, sem ráðuneytið telur hafa sér- staka þýðingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá við- komandi fræðslustofnun um, að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. apríl nk. Umsókn- areyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6.marz 1972. 0PIÐ TIL KLUKKAN 10 Vörumarkaðurinnhf. MATVÖRUDEILD, sími: 86-111 HÚSGAGNADEILD sími: 86-112 VEFNAÐARVÖRUDEILD, sími: 86-113 BILLINN PEUGEOT FYRIR ISLENZKA STAÐHÆTTI PEUGEOT STERKUR SPARNEYTINN OG PEUGEOT BILLINN SEM GENGUR LENGUR UMBOÐ A AKUREYRI VÍKINGUR S.F. FURUVÖLLUM 11 SÍMI 21670. HAFRAFELL H.F. GRETTISGÖTU 21 SiMI 23511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.