Morgunblaðið - 10.03.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 10.03.1972, Síða 16
16 MORGUÍNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1972 Útgofandí hf, .Árvaikuc Röykíavlk Fnamkvæm da stjóri Hairafdur Sveinsson. RiHatjóhar Matiihías Johannessen, Eyjóiifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjón Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfullitrúi Þiorbijöm Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. AugtýsingastjOri Áttii Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aða'lstræti 6, simi 10-100. Augíýsingar Aðaistræti 6, símí 22-4-BO Áskriftargjal'd 225,00 kr á imárnuði innanlands I fausasölu 15,00 Ikr eintakið fjölþætt vandamál það er að endurskoða í heild tekjuöfl- un ríkis og sveitarfélaga, fer ekki hjá því að menn sjái, að slíku verkefni er enginn kost- ur að gera fullnægjandi skil á nokkrum vikum. Til þess þarf miklu lengri tíma og allt önnur vinnubrögð. Á því hafði fyrrverandi ríkisstjórn fullan skilning. Þegar stjórn- arskiptin urðu, var starfandi nefnd, skipuð fulltrúum rík- ísins annars vegar og Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga hins vegar, til þess að gera SVEITARFÉLÖGIN ERU JAFNRÉTTHÁ RÍKINU rins og áður hefur verið sýnt fram á, hefur breyt- ing skattkerfisins í för með sér verulega þyngingu á skattbyrðinni í landinu. En þótt svo sé, þá er það kannski ekki það uggvænlegasta, held ur hitt, hversu illa hefur ver- ið staðið að undirbúningi málsins. Þannig hefur t. d. sveitarfélögunum ekki verið séð fyrir tekjustofnum á borð við þá, sem þau áður höfðu, og er þá fullt tillit tekið til breyttrar verkefnaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Þannig er áætlað, að tekjustofnafrum varpið gefi án álagsheimilda um 260 millj. kr. minna en gildandi tekjustofnalög með sömu nýtingu, og er þá miðað við sveitarfélögin í heild. Gagnvart einstökum sveitar- félögum lítur dæmið enn verr út, þannig að sums staðar verður ekki séð, hvernig þau geta haldið uppi nauðsynleg- um framkvæmdahraða eða aukið eðlilega þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Á þetta einkum við um ýmsa útgerð- arstaði, þar sem umsvif hafa verið mikil og framkvæmda- þörfin brýn. Raunar má segja, að þessi niðurstaða sé hvorki betri né verri en búast mátti við, eins og að öllum undirbúningi málsins var staðið. Ef það er íhugað, hversu víðtækt og athugun og tillögur um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og breytingar á tekjustofnalög- unum í samræmi við hana. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar lét það verða sitt fyrsta verk að setja þessa nefnd frá. Á það sjónarmið var ekki fallizt í þeim herbúðum, að það væri ekki síður mál sveitarstjórnanna en ríkisins, hvernig að þeim væri búið, hvað tekjustofna snertir. Um það var heldur ekki hirt að gefa fulltrúum atvinnvega og launþega kost á að fylgjast með endurskoðun skattalaga, hvað þá stjórnarandstöðunni, eins og áður hafði verið gert. Eins og fyrr segir hafði fyrrverandi ríkisstjórn á því fullan skilning, að tekjuöfl- unarkerfi ríkis og sveitarfé-, laga yrði ekki breytt, nema í samráði við samband sveit- arfélaganna. Þannig komst Magnús Jónsson svo að orði við umræðurnar á Alþingi, að í samskiptum ríkis og sveitarfélaga ættu sveitarfé- lögin að koma fram sem jafn rétthár aðili ríkinu, þegar um væri að ræða málefni, sem vörðuðu þau eingöngu. Það þarf að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því, hvernig verkefnaskiptingu þessara að- ila verði háttað og skipta tekjustofnunum í samræmi við það. En það er auðvitað fjarri öllu lagi, að sveitarfé- lögin séu ekki jafnrétthár að- ili ríkinu, þegar kemur að því að ákveða þá skiptingu. NÝVERK- EFNA- SKIPTING U'nginn vafi er á því, að sjálfstæði sveitarfélag- anna er einn af hyrningar- steinum hins íslenzka þjóðfé- lags. Að því ber að vinna, að þannig verði að þeim búið í framtíðinni, að þau geti veitt íbúum sínum fullnægjandi þjónustu á sem flestum svið- um. En það verður ekki gert á annan veg en þann, að rík- isvaldið viðurkenni þau sem jafnréttháan aðila sér að þessu leyti og fáist til þess að vinna að því í fullri einlægni og af samstarfsvilja, að nýrri og raunhæfari verkefnaskipt- ingu verði komið á, eins og unnið var að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. En til þess að það geti orð- ið, verður að sjálfsögðu að fela sveitarfélögunum ný við- fangsefni í samræmi við breytta þjóðfélagshætti, jafn- framt því sem þeim eru látn- ir í té sérstakir tekjustofnar, sem þau geta treyst á. í þessu sambandi má t.d. minna á, að meðan Magnús Jónsson var fjármálaráðherra, hreyfði hann þeirri hugmynd, að sveitarfélögunum væru látn- ir í té óbeinu skattarnir, en undir tekjuöflun ríkisins væri staðið með óbeinum sköttum. Það er að vísu ólíku saman að jafna nú og þá að því leyti, að í fjárlögum árs- ins 1971 námu tekjuskattarn- ir aðeins um 10% af heildar- tekjuöflun ríkissjóðs, en hafa hrokkið upp í tæp 20% nú með síðustu fjárlögum og skattabreytingunum, sem nú er verið að knýja fram. En það sýnir í rauninni ekkert annað en það, hversu óhæfi- leg skattheimta ríkisins er orðin, að á sama tíma og út- gjöld fjárlaganna eru aukin um 50% skuli hlutfall tekju- skattsins í tekjuöflun ríkis- sjóðs nær tvöfaldast. Gréta Sigfúsdóttir, rithöfundur: Nýskipan lista- mannalauna Tillög-ur um úthlutun listamanna- lanna frá hópi þeim, sem hafði sig mest í frammi í hintim alræmda sjón- varpsþætti þriðjudaginn 29.2. Tillögur þessar voru birtar sem lagafrumvarp í Þjóðviljanum 5.3. og verða hér aðeins tekin fyrir þau atr- iði, sem virðasit hreinasta fjarstæða. en tillögurnar í heild bera vitni um skort á rökhyggju og almennri dóm- greind. 1. gr. „I/istamannalaun skiptast í tvo flokka: a) heiðurslaun sem Alþingi veitir ár- lega og b) starfsstyrki til skapandi lista manna sem veittir eru árlega af sérstakri nefnd.“ Hvernig er hsegt að miða heiðurs- laun við eitt ár í senn? Heiðurs- laun hafa til þessa, bæði hér- og er- lendis, verið túikuð sem ævilöng við urkenning fyrir vel unnin störf í þágu bókmennta og lista. Þó segir i 5. gr.: „Veita má sama mannl heið- urslaun ár eftir ár“, og skýringin, sem fylgir tillögunum hljóðar þann- ig: „Greinar 3, 4 og 5 fjalla um heið- urslaun, og er upphæð þeirra miðuð við að þeir, sem þau hljóti. geti lifað af þeim, og má veita þau sama manni ár eftir ár, svo hér er í raun um opinliera framfærslu að ræða.“ Hvxlík svívirðing! Eiga þá heið- urslaunahafar að bíða í óvissu eftir úrskurði skömmtunarstjóranna frá ári til árs? Og er tillöguhöfundur svo vankaður að hann skilur ekki merk inguna, sem felst í „opinber fram- færsla" og ekki verður skilgreind á annan hátt en sveitarstyrkur? Þarna er verið að fjalla um menn, er orðið hafa þjóð sinni til sóma á innlend- um og erlendum vettvangi og unnið þrekvirki, sem óábyrgir grænjaxlar aldrei verða færir um að leýsa af hendi, þrátt fyrir langskólagöngu og ýmsa fyrirgreiðslu, en lifa á styrkveitingum allt frá fæðingu og varla hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn. Það er engu líkara en að eldri kynslóðin hafi klakið út óseðj- andi. gauksungum, sem þakka henni baráttuna fyrir bættum lífskjörum með þvi að hunza hana og lítilsvirða. Verði þetta lagafrumvarp flutt á Al- þingi og falli atkvæðagreiðslan því í vU, leyfi ég mér að bera fram þá tillögu að í stað þess að seigpína eldri kynslóðina sé komið á fót fljót virkri útrýmingarmiðstöð. 1 3. gr. seg ir t.d. „Þingkjörin nefnd veitir ár- lega 3—4 listamönmim heiðurslaun,“ og má reikna með að hér sé átt við unga menn, en búið að bola þeim frá, sem fyrir eru. Sama máli gegnir um starfsstyrkina, sem ætlaðir eru 25 veðhlaupagæðingum, a.m.k. ekki eldri rithöfundum, en rithöfundar eru sjaldan fullþroskaðir sem slík- ir fyrr en þeir komast á miðjan ald- ur. 7. gir. „tithlutuiiameínd sbarfsstyrkja skipa þrír meniri: einn tilnefndur af menntamállaráðuneytimi, formaður Bandalags islenzkra listamanna (ég held nú að happadrýgst hefði verið fyrir riehöfunda að segja sig úr þeirri samkundu) og einn kjör- imnx af Arkitektafélagi Islands, Fé- Gréta Sigfúsdóttir lagi íslenzkra myiidlistarmanna, Rit- höfundasambandi íslands og Tón- skáldafélagi íslands sameiginlega,“ og eiga fjögur síðast talin félög að láta sér nægja einn fulltrúa, sem kos inn verður á sameiginlegum fundi. Eftir þessu að dæma geta þrjár list- greinar átt á hættu að maður úr Arkitektafélagi Islands verði fyrir valinu, en þá samanstæði út- hlutunarnefnd af tveimur arkitekt- um auk full'trúans frá menntamála- ráðuneytinu (3 menn), því að ekki veit ég betur en að formaður Banda- lags íslenzkra listamanna sé arkitekt að mennt. Óneitanlega er þetta viða- mikil listgrein, og gæti því farið svo að listgreinar, sem byggju við örð- ugri skilyrði visn-uðu í skug-ga hennar. Og þá er komið að 17. gr. „tjthlutiinarnefnd er heimilt að veita styrkþega nokkra ankaiipp- hæð tii efniskaupa, svo efniskostn- aður komi ekki í veg fyrir að styrk- þegi Ijúki verkefni simi. Aukaupp- hæð þessi niá þó ekki fara fram úr þriggja mánaða kaupi styrkþega. Gera skal ráð fyrir þessum kostn- aði i f járveitingu Alþingis . . Hér eru aðeins myndlistarmenn bornir fyrir brjósti, en ég held það sé óþarfi að veita Súmerum styrki til efniskaupa, þar eð efnivið- ur þeirra virðist að mestu sóttur á úrgangshauga borgarinnar. 19. gr. „Ef styrkþega hefur ekki tekizt að koma neinu þeirra verka opinberlega á framfæri, sem Iiann gerði á styrk- tímabiiinu, þegar eitt ár er liðið frá þvi að tímabilinu lauk. skal úthlut- unarnefnd skylt að koma því á fram færi á eigin kostnað." Hvað segja skattgreiðendur við þessu? Þarna á að greiða fyrir listaverk af almannafé, hvort sem þau hafa heppnazt eða ekki, en eins og ég hef bent á áður (sbr. Morg- unblaðið 5.3.), þá er þetta listafólk haldið ofmetnaðarbrjálæði 'og telur því útilokað að frá þess hendi geti komið mistæk verk. Tillöguhöfund- ur segir einnig: „Verði halli á kynm- ingunni, skal úthliitunarnefnd taka hann á sig. Gera skal ráð fyrir þess- um kostnaði í fjárveitingu Alþing- is . . og hlýíur hér að vera átt við það, að sauðsvartur almúgiwn muni tæplega skilja hvílíkir snilling ar eru þarna á ferð. Flestir þessara urxgu listamanna stæla erlendar niðurrifsstefnur, og gleymi ég aldroi sjónvarpssendingu í Noregi veturinn 1966—67, þar sem sýnd var listkynning frá Svíþjóð og helztu listfrömuðir Svía fylktu sér fullir aðdáunar og lotningar kring- um „pissoir“ á stöpli. En þegar svo er komið í listsköpuninni, finnst mér heiðurinn fremur ætti að falla hand- iðnaðarmanninum en listamannmum í skaut, og ættu menn að vera jafn vel á verði gagnvart mengun andans og mengun uimhverfisins, því að hvort tveggja er af sömu rótum runnið, þ.e.a.s. hrörnun vestrænnar menningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.