Morgunblaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1972 SAI GAI N | í frjálsu riki eftir VS. Naipaul Við þá sátu brosleitir Afríku- menn, reyktu sigarettur, drukku sæt vin og áttu sauma vélar. Þegar út fyrir þessi hverfi kom, tóku við smábýli og þétt- ur runnagróður. Nokkrir Afr- ikumenn voru á ferli, flestir gangandi en einn eða tveir á hjóli. Föt þeirra voru bætt með stórum gulum, rauðum, bláum og grænum ílöngum bótum. Það var í tízku. Bobby var kominn á fremsta hiunn með að láta orð NILFISK pegar um gæðin er að tefla.... 8UÐURGÖTU 10, REYKJAVIK, SlMI 2<420 fal'la um litaskyn Afríkubúa. En hann hætti við það. Umræðuefn ið var of skylt málaralist. Landið bylgjaðist í ávölum hæðum og viðsýnið jókst. Ind- versk-enska borgin fjarlægð- ist óðum. Annars vegar við ak- brautina var landið þýft eins og þar væru grasigrónar maura- þúfur en hver þúfa bar viV>i þess að þar hefði staðið tré og verið fellt. Hér var nú óræktað land. En fyrir 70 árum höfðu Afríkumenn, eins og þeir sem ferðuðust nú um þjóðveginn, lifað lífi sínu í skjóli þessa skóg ar og faldir umheiminum. Jak-jak. 1 fyrstu fjarlægar drunur, en svo birtist þyrlan yf ir höfði þeirra. Hún nam stað- ar í loftinu, blikandi í morgun- birtunni, bílhljóðið drukknaði i hávaðanum svo það var eins og hann rynni áfram án vélarafls- ins. Vegurinn lá skáhallt niður brekku, sums staðar í björtu ljósi, annars staðar í skugga. og vindhvinurinn tók við aft- ur. Meðfram veginum lágu ávext ir og grænmeti í störum stöfflium. Háfættir afriskir drengir hlupu fram fyrir bilinn og veifuðu stór um kálhöfðum. Hér höfðu orð- ið slys. Ókurteisir biistjórar höfðu verið yfirbugaðir af æst- um múg sem þyrptist út úr runnagróðrinum. Bobby hægði ferðina. Hanin hallaði sér fram á stýrið og veifaði til fyrsta drengsins með varúð. Drengur inn lét ekki segjast, en Bobby héilt áfram að brosa og veifa þangað til hann var kominn fram hjá öllum drengjunum. Þá mundi hann aftur eftir Lindu og setti upp alvörusvipinn. Hún virtist ekki gefa honum neinn gaum. „Sástu hvað kálf- höfuðin voru stór?“ spurði hún. Það var engu líkara en hún vissi ekki að þau voru að rífast. Hann sagði í hörkutón: „Já, ég sá hvað kálhöfuðin voru stór.“ „Ég er satt að segja hissa.“ „Jæja?“ „Það er auðvitað heimskulegt, en ég vissi bara ekki að þeir fengjust við garðrækt. Ég hélt að þeir byggju allir inni í frum- skóginum og þegar Martin saigði að við ættum að flytja í suðlæg- ara sambandshérað, þá hélt ég þorpið hlyti að vera í smárjóðri í frumskóginum. Mér datt ekki venjuiieg hús og verzlanir í hug........“ „Eða útvarp." „Auðvitað vár þetta hlægilegt og ég vissi það, en ég sá þá fyrir mér standandi með spjótin sér í þýðingu Huldu Valtýsdóttiu*. við hlið undir tré umhverfis gamaldags gerð af „His Masters Voice“" „Manstu eftir Ameríkananum, sem kom hingað til að áminna okkur um að safna tölfræðileig- um skýrslum eða einhvei’ju þess háttar. Einn daginn fór ég með hann í ökuferð, en um le;j5 g við fórum út fyrir borgarmörkin varð harrn dauðhræddur. hnn spurði í sifellu: „Hvar er Kongó? Er þetta Kongó?“ Hann var al- veg miður sín af hræðslu." Vegurinn Já nú í hlykkjum upp fjallsíhlíð með kröppum beygjum. Á skilti í vegkamtinum stóð: Varizt grjóthrun. „Þetta er uppáhaldsvegaskiit- ið mitt,“ sagði Bobby. „Ég hlakka alltaf til að sjá það.“ „Mjög áhrifamikið." „Einmitt." Honum hafði fatazt alvöru- svipurinn. Nú yrði erfitt að taka TEPPI TEPPI Nú er rétti tíminn til þess að panta gólfteppi fyrir veturinn. Hjá okkur sjáið þið á einum stað gólfteppi frá flestum íslenzkum framleiðendum. Nýir litir, ný mynstur. TEPPAHÚSIÐ, Ármúla 3, sínii 83570. velvakandi 0 Haustkoma Nú er komið haust, svo að ekki verður um villzt. Má nú búast við, að næturfrost fari að gerast tíð, enda komið þetta ósvikna haustloft, svalt og hreint. Garðarnir skarta nú sínu fegursta, a.m.k. finnst Velvakanda það, þótt ýmsir kunni nú e.t.v. betur að meta hið græna skrúð. Það má þó alltaf segja það um haust og vetur að þá þarf ekki lengur að láta sólar- og sumarleysi ergja sig, vegna þess að þá er hvort sem er ekki blíðunnar að vænta, heldur er þakkað fyrir meðan ekki gerir stórhriðar. Sem betur fer höfum við átt mildum vetrum að fagna, a.m.k. undanfarin ár. En þetta gemgur allt í hring — nú eru blómabúðimar fani- ar að auglýsa haustiaukana, sem þarf að setjá niður sem fyrst, til þess að þeir skarti næsta vor. 0 Endurtakið morgun- leikfimina! Sambýliskonur skrifa: „Velvakandi minn! Viltu niú vera svo vænn að koma ósk okkar á framfæri, en hún er sú, að útvarpið endur- taki morgunleikfimina kl. 7,50, en hjá okkur báðum er heimil- isástandið ekki upp á marga fiska um það leyti; við þurfum nefnilega báðar að standa í því að koma köllunum og krökk- unum á fætur og út í þjóðlífið. Um níuleytið dettur svo allt í dúnalogn og þá væri bezti tím- inn fyrir morgunleikfimina. Við erum vissar um, að fleiri húamæður gætu tekið undir með okkur, a.m.k. sýnist okkur fólkið tínast út úr húsunum hér í kring um svipað leyti. Sambýliskonur." Velvakandi tekur undir með sambýliskonunum, því að þar sem hann þekkir til er sama sagan. Áreiðanlega eru þó margir, sem gera sínar morg- unæfingar með Valdimari áður en þeir halda til vinnu sinnar, þannig að endurtekning þessa dagskrárliðar hlyti að vera bezta lausnin. Annars er Vel- vakandi vanur að nota þennan þátt sem „uppvakningarmeðal“, enda eru þeir Valdimar og Magnús með alhressustu mönnum svona í morgunmund. 0 Leiðin að Borgar- sjúkrahúsinu Hér kemur svo bréf frá Borg- arbúa: „Ég hefi nú um nokkra hríð átt erindi í Borgarsjúkrahúsið nær daglega til þess að vitja sjúklings, sem þar liggur. Það sem veldur mér nokkurri undr- un er leiðin, sem ætlazt er til að farin sé þangað. Þaðan, sem ég kem, virðist ekki vera nema ein leið fær á staðinn, sem sé sú, að aka inn eftir afflri Miklu- braut og síðan Háalieitisbrauit til suðurs. Þessi leið er mun lengri en sú sem farin væri, ef hægt væri að kómast um Kringluimýrarbraut eða Reykja nesbraut. Leiðin um Miklu- braut er greiðfær og venjulega fljótfarin, en vegna þeirra, sem þurfa að komast i slysavarð- stofuna, venjulegia i miklum flýti og þá getur jafnvel hver minúta verið dýrmæt, finnst mér erfitt að skilja af hverju má ekki halda opnum leiðun- um, sem ég nefndi hér að of- an. Einniig hlýtur að þurfa að gera ráð fyrir, að leiðin um Miklubraut geti teppzt, en affl- ir geta skilið hversu afleitt og jafnvel háskalegt það gæti orð- ið. Úr því að ég var að minnast á Borgarsjúkrahúsið, þá get ég sem Reykvíkingur ekki látið vera að lýsa hrifningu minni og hreykni yfir þeirri stofnun, sem vissulega er stórkostteg, jafnt ytra sem innra, aiuik þeiss sem ég veit, að öll aðhlynning þar er mjög rómuð og til fyrir- myndar, að öðrum sjúkrahús- um ólöstuðum. Borgarbúi." HELLESENS HLAÐIÐ ORKU..... Húsbyggjendur Verk h.f. getur nú boðið steinsteyptar útveggja- einingar fyrir einbýlishús. bílskúra og verksmiðjur fyrir mjög hagstætt verð. Veggjaeiningarnar eru léttar, aðeins 230 kg, og svo auðveldar í uppsetningu ,að 2—3 menn reisa ein- býlishús á fáum dögum, án krana, á hvaða árstíma sem er. Styttir bið eftir lánum og minnkar byggingavexti. Flutningskostnaður er það lítill, að hagkvæmt er að flytja einingarnar um allt land, hvort heldur á sjó eða landi. Vegna fjöldaframleiðslú í nýrri verksmiðju hefur tekizt að halda verðinu innan 70% af verðí sam- bærilegs steypts veggjar. Auk þess má spara hinn gífurlega stofnkostnað á mótatimbri. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu fyrirtækis- ins að Laugavegi 120. VEItK HF., Laugavegi 120, sími 25600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.