Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972 Þjóöleikhúsiö: María Stúart Höfundur: Friedrich Schiller. Þýðandi: Alexander Jóhann- eason. Leikstjóri: Ulrich Erfurth. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Búningateikningar: Lárus Ing ótfsson. EF kynnLngarsjónarmAðið eitt er lofisvert, ber að þakka það, að Þjóðleikhúsið skuli nú loksins kynna okkur leikritahöfund, sem lengi hefur skemmt og hriifið leikhúsgesti meginlandsins og víðar. En er „nú loksins" getan fyrir hendi? Er leikhópur Þjóð- ieikhús-sins þess umkominn að slkila svo vel og svo viðunandi sé jafn kröfuhörðu verki og Maríiu Stúart? Viið skuluim athuga þessa sýn- ingu nánar áður en við leitumst við að svara spurningumni. Til grundvallar sýningiunni er þýðing, sem almennt er viðuir- kennd vera ekki neitt snilld- arverk, frekar stirð og óskáld- ilag og lítt samboðin innblásnum leiklijóðstexta eldhugans. Til að betrumbæta þýðinguna var feng- i® gott ljóðskáld úti í bæ, sam ég held ég megi segja kunni ekki þýzku og átti þvi áreiðam- Jetga erfitt með að meta betrum- bætur sdnar við frumtextann — ileikstjórimn þar að auki útlend- ingur, sem vissi víst lítið um hvað hér var verið að tala. En snúum okkur að sviðsetn- ingunmi sjálfri, hvemig hún birt- ist í túltoun leikaranna. Elísabetu drottningu Engiands leikur Briet Héðinsdóttir. Leik- konan hefur marga kostt, sem gera val hennar i þetta hlutverk sjálfsagt eins og sveit ísienzkra leikkvenna er nú skipuð. Leik- konan túlkar persónuna yfirveg- að, byggir vel u.pp túl'kum sína með þeim meðuilum, sem henni eru tiltæk og nær þar oft ágæt- um árangri. Skortur á slöfcun og líkamlegri reisn heftir tjáningar- máttinn og auk þess hefur leik- konan tilhneigingu til vælulegs raddblæs þar sem kaldari tónn næði lengra, sem kom greinilega fram t.d. í stóru einræðunni í Jjórða þætbi: „Ó, þjónkun lýðs- ins!“ o. s. frv. Titilhlutverkið, Mariu Stúart, íeikur Kristbjörg Kjeid. Leik- konan býr yfir miklum tilfinn- ingahita, seim verður sérlega mikill, þegar tiWinningar særðr- ar konu eru anmars vegar. Þessi heita tilfmmingatjáning er hríf- andi og nær vel til leilkhúsgesta, en maður er neydduir til að spyrja hvort leikkonam ausi ekki stundum af þessum nægtabrunni af of mikilli rausn? María Stú- art Schiliers er orðin róleg og hefur öðilazt töluverðan innri frið, glys heimsins slær ekM iengur glýju í augu hennar þótt auðvitað þyki henni fangavistin þungbær. Af þessum sökum öðlast hún meðal annars virð- ingu hins aldna gæzlumanns, Paulets. í túltoum leikkonumnar í upphafsatriðunum var lítil for- senda fyrir þeim viðbrögðum oig enn minni fyrir lýsingiu Morti- mers: „og mildi hjartans, huig- dirfð, göfigi sálar“. Hin harða reynsia Maríu hefur gert hana skyggna á aðalatriði Mfsins, hégómann metur hún ekki neins meir, frelsi og líf í sétt við Guð er henni aðaiatriði. f þessari innri afstöðu er fiólgin forsend- an fyrir siigrinum yfir Eiísabetu. Drottningarnar tvær, t.v. María Stúart (Kristbjörg Kjeld) og Elísabet I. (Briet Héðinsdóttir. Túlkun leikkomunnar sýndi ekki þetta hugarfar. En auðvitað er María Stúart manneskja og þeg- ar þær hittast og Elisabet sýnir henni kuílda og hroka verður tunga hennar ilika hvöss. Hver sem er, sem les textanm sér, að þrátt fyrir reiðina hefur hún vald á sér tii loka, aðeins sein- ustu setningamar eru sagðar aif berri heift. Alit þetta tvítal er meistaraleg uppbygging, tján- ing djúpra mamnlegra tilfinn- inga af hita og áisttrfðu — en undirorpið smíð, þessari smíð tókst Mkkonunni að klúðra g'jörsamleg.a, hún geystist upp á hátind ofsams á aiigjörlega til>- hæfulausum stað: „Þér eigið ifrjáls að ráða ríkjuim! / Ég heimta ei framar rétt til rikis ySar.“ Og þar með var púðrið fyrir endimn orðið vott og skot- in máttiaus. Þar að auiki var ein- kemnilega lítið samiband (kon- takt) á millll drottningamna, oig í salnum urðu viðbrögð Elísabefar ekki skynjuð. Við lok hlutverks- ina, þar sem hinn innri sigur er unninn, en við hanm blamdast samt mannteg geðshræring and- spænis dauðanum, var tómminn of holur til að tjá raunverulega það sem þuirfti. Þrátt fyrir þetta hefur Krist- Lagt á ráðin við björgun Mariu Stúart, t.v. greifinn af Leicester (Gunnar Eyjólfsson) og Morttmer (Amar Jónsson). björg Kjeld ýmsa kosti, sem prýða túlkanda Maríu Stúart, hún hefur llkamlega reisn, hljóm mikla og skýra rödd, það sem hún tjáir kemur auðveldlega „yfir“. Leicester greifa leikur Gunnar Eyjóilfsson. Mynd hans af Leic- ester er einhæf, hún sýnir næst- um eingöngu hinn tungumjúka hirðgæðing. Leicester er tví- skiptur maður, sambland af hag- sýnum tækifærissinna og glæst- uim mann-i, sem konur fella aiuð- veldlega hug til, seinustu orð verksins sýna að hann er ekki srnár: „Greifinm biður / afsaka sig, hann fór á skip til Frakk- lands.“ Lávarðinn af Shrewsbury leik- ur Róbert Amfinnssom, kannski heilasta og verkinu samkvæm- asta túikun sýningarinnar. Auk þess að túlka persómuna rétti-. lega á Róbert Arnfinnsson sér- stakt lof skiilið fyrir eðlile-ga og lifandi framsögn óþvimgaða aif hinu hefðbundna máli. Hjá hon- um felliur persónan saman við formið, rís upp yfir það og er á því plani, sem persónur þessa verks þurfa að geta verið. Burleigh, hinn mikla andstæð- ing Maríu, leikur Rúrik Haralds- son og tekst vel að túika dulinn ákafa þessa embættismanns, sem h-uigsar fyrst og fremst um hieill þjóðarinnar og kippir sér ekki upp við að fóma fyrir það manns lífum. Leiðir ávanar í framsöign leilkarans, sem ekki koma að sama skapi fram í óbundnu máli, magmaist nú mjög og lýta túlfcun hans. Hinn ógæfu-sama ríkisritara Davismn leikur Si'gmumdur Öm Arngrímsson og leikur hann ágætlega persónuna en framsögn hans er á stundum óbuirðugri en skóluðum leikara særmir. Amias Pau'let, gæzlumanm Maríu, leiku.r Valur Gisiason og geriir það vel þrátt fyrir iiitinn stuðnimg frá höfuðmótleikaran- uim, en tal.venj ur hans eru mót- aðar af framsögm óbundins máils og fallla ekki vel að þessum texta. Hinn djarfa og hugheita hjálparmann Maríu, Mortimer, leikur Amar Jónsson. Leikaranm vantar kraft og hlýju til þes» að honumi verði trúað, þar að ai#u er hijómur raddarinnar ekki mikill og hún Mtt til þess fá®n að bera uppi ræður þessa unga, eiskandi ofurhuiga. Hvað veldur? Gœti hugsazt að leikar- inn væri ekki búinm að „finma húsið“, sem hann ieikuir nú X, ekki búinn a@ átta sig á að hann þarf að taka meira á hér en á rní.nni sviðum? Leyniprestinn Melvil leikiuir Baldvin Halltíórason, hamm gef- ur ágæta mymd af þessutn manni, sem lagt hefuir mi'kið á sig fyrir Maríu og sem fær einn- i,g umibun erfiðis sins í þeiim þroska sem skriftabarn hans bef- ur fiemgið. Fóstru Maríu, Hönnu Kenme- dy, lei'bur Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir einnig ágættega. Hvað viðkemur tali, stíi þess og tækni, verður að segja, að þarna söng hver með sínu nefi og ekki var það faguir söngur aliit samam. Leikhópurinn er hvað því viðkemur afskaplega sundurleitur en það sýnir greini- lega þróunarástandið í íslenzkri leiklist, vandamál, sem hinn nýi leikhússtjóri þyrfti að takast á við af eimu.rð. María Stúart gerist eingöngu í samtöluim eða einræðum, per- sónurnar þurfa þvi að vera dregnar skýruim dráttum og síð- an þuirfa orðin, setnimgarnar, hvernig þær eru sagðar, hvar eru þagnir og hvar áherzlur og hv'ar ekki, hvað er með þeissúm blæ eða hinum, að gæða þessar persónur Mfi, opma sýn inn í þær. Raddir leikaranna þurfa líka að ha'fa samnefnara þegar fleiri en einn tútka sömu eða líkar tilfinn- ingar, þá þéttist tjáningin, en þegar hver um sig er með sinn persónuliega grunnstyrk og beitir honum án tillits til hinna verð- ur heildartjánimgin tætingsleg og hittir ekki að sama skapi í mark. Til þeiss að allar þessar víddir opniist og þeirra verði notið af leikíhúsigestum þarf almienn tal- mennt íslenzíkra leikara að kom- ast á hærxa stig. Og þar með er spurnimguim upphafsins svarað. Hinm erlendi leikstjóri hefiur vart skynjað mikið af þessum vandamálum, sem ekki er nema von. Að hve miklu leyti ýmis mis tök Skulu skrifuð á hans reikn- ing skal ég ekki dæma um, hann var gestuir og aðeims ætlaður takma-rkaður tími til æfimga og þvii hiugsanlegt að hann hafi meyðzt tíl að slá af kröifum sín- um. Að öðru ieyti kemur verk hans stunctam kHaufalie'gar fyrir en gerist með íslemzkuim leik- stjórum, ekki sériega heppileg- ar stöður og tómir gangar. í anda vorra kynferðisyfirapenntu tíma bætir hann imn í atihöfncum, sem eiga sér hæpnar stoðir í textanum og skýra á engam hátt verkið nema-síður sé. Leikmymd Gumnars Bjarnason- ar hefur karmski litið ágættietga út sem teikning og jafnvei Mk- an, á Ieiksviði er hún leiðinleg, tjáningariauis ósmlð úr grámál- uðum krossviði. Það er kominn tími fyrir nýjan stiíl. Og máli er að iinni. Þorvarður Holgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.