Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972 Birgir varði stórkostlega — en það nægði ekki og íslenzka liðið tapaði með einu marki fyrir Júgóslövum - gífurleg spenna og harka undir lokin Frá Karli Jóhannssyni. ÍSLENZKA stúdentaliðið kemst ekki í átta liða úrslit í heims- meistarakeppni stúdenta í hand- knattleik. 1 g;erk\öldi tapaði lið- ið fyrir Júgóslövum með einu marki, 15:16 eftir íesispennandi og jafnan leik, þar sem fslend- ingar fengu gullið tækifæri til að jafna á siðustu sekúndunum, en höfðu ekki heppnina með sér. ís- land á nú einn leik eftir í keppn- inni og mætir þá Alsírbúum og má þar búast við auðveldum sigri íslenzka liðsins, þar sem Alsír er búið að tapa með mikl- nm mun fyrir bæði Tékkum og Júgóslövum. Annars var það frábær frammi staða Birgis Finnbogasonar í markinu sem mótaði þennan leik mest. Birgir varði hvorld fleiri né færri en fimm vitaköst í leikn nm, auk þess sem hann tók f jöl- mörg langskot frá Júgóslövun- um. Er það glæsilegt afrek að taka svo mörg vítaskot í einum lelk, þegar þess er gætt að það voru engir aukvisar sem þau tóku, heldur þrautþjálfaðir menn frá hinu mikla handknattleiks- veldi, sem Júgóslavía óneitan- lega er. FYBRI HALFLEIKUR Islenzka liðið lék með einn mann fyrir framan í vörninni í 20. min. 7:5 Einiar Magnússon 21. min. 8:5 23. min. 9:5 25. min. 9:6 Einar Maignússon (viti) 25. min. 10:6 26. min. 10:7 Öieifur Jónsson 27. món Birgir Finnbogason ver vítakast 27. mín. 11:7 SlÐARI HALFLEIKUR — BREYTT VARNARAÐFERÐ 1 ieikhléi var álkveðið að ís- Birgir Finnbogason — hetjuleg markvarzla Ólafur Jónsson — einn bezti leikmaður íslenzka liðsins. fyrri hálfleik. Höfðu þeir Einar Magnússon og Bjöm Jóhannsson það hlutverk á hendi, og má segja að vöm islenzka liðsins hafi staðið sig vel I hálfleiknum, þrátt fyrir að Júgóslövunum tæk ist þá að skora 11 mörk. Júgóslavarnir virfcust byggja töluvert miíkið Upp á tveimur góðum langskytfcum og skoruðu þedr flest markanna. Mörkin í fyrri hálfleik komu þanniig: vitalkast 3. mín. 1:0 5. min. 1:1 Einar Magnússon 6. nún. 1:2 Ólafur Jónsson 7. mán. 2:2 8. mín. 3:2 / 9. mín. Birgir Finnbogason ver víitakast 11. min. 4:2 12. mín. 4:3 Jón Karlsson 13. mín. 5:3 14. min. 6:3 16. min. 6:4 Vilberg Sigtryggs- son 17. mín. Birgir Finnbogason ver vítaikiast 18. mín. 7:4 lenzka Qiðið breytti um varaar- leikaðferð í síðari hálfleik ag léki flata vörn. í»etta gaí það góða raun að Júgóslavamir áttu ailan timann mjög ógreiðan aðgang að islenzka marfkinu. Sikot þeirra fóru að mistakast, og fóru þeir þá að leika upp á það að reyna gegnumbrot og ldnusendingar. Hljóp við það töluverð harka í leikinn og voru dómararnir, sem voru frá Rússlandi og Búlgariu, um of óákveðnir og lleyfðu hin hörðustu átök. Gangur leiksins í síðari hálf- Lei'k var þessd: 32. min. 12:7 33. mín. 12:8 Jón Hjaltalín 34. min. 12:9 Jón Karlsson 36. min. 13:9 38. min. 13:10 Þórarinn Tyrfings son 39. mín. Birgir Finnbogasom ver vítekast 42. min. 14:10 Jón Karlsson — sýndi góðan lelk og var sá er kom mest á óvart í ísl. liðinu. 43. min Einar Magnússon á víta- skot framhjá 43. mín. 14:11 Jón Karlsson 46. mín. 14:12 Einar Magnússon 50. mín. 14:13 Ólafur Jónsson 54. mím 14:14 Jón Karlsson 55. mín. Bdrgir Finnbagason ver vitakast 55. mín. 15:14 58. mín. 15:15 Einar Magnússon (víti) 59. mín. 16:15 GfFURLEG SPENNA Gífurlega spenna var í ieikn- um eftir að Islendingum tókst að jafna, fyrst 14:14 og síðan 15:15. Bæði liðin reyndu að leika af ör- yggi og skjóta ekki fyrr en í dauðafærum, og fast var tekið á mönnum í vöminni. Þegar réttar tvær minútur voru eftir fékk Ó1 afur Jónsson reisupassann og voru íslendingar því einum færri á lokamínútunum. Eftir að Júgóslavamir höfðu skorað sitt 16. mark fengu Is- lendingar gott færi á að jafna, en heppnin var ekki með. Skot Viibergs, sem komst inn úr hom inu, lenti j markverðinum og hrökk af honum í slá og út. BIRGIR VAR STJARNA LIBSINS Islenzka liðið í heiid átti mjög góðan leik — betri en gegn Tékk unum, enda leikur tæpast á tveimur tungum að júgóslavn- eska liðið er sterkara. Birgir Finn bogason stóð í marki allan leik- inn og varði frábærlega vel, svo vel að hinar ágætu skyttur Júgó slavanna voru greinilega orðnir hálf ragir við að skjóta á mark- ið. Jón Karlsson átti einnig skin- andi góðan leik og var sá leik- manna íslenzka liðsins sem mést kom á óvart. Þá áttu þeir Ólafur Jónsson og Einar Magnússon einnig sériega góðan leik, og segja má að þessir fjórir leik- menn hafi verið burðarásar ís- lenzka liðsins í leiknum. Einar Magnússon átti mjög góðan leik með islenzka liðinu i gærkvöldi og skoraði fle&t markanna. MÖRKIN Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Eiinar Magnússon 5, Jón Karls- son 4, ÓJafur Jóneson 3, Jón Hjalitalin 1, Þórarinin Tyrfdinigs- soin 1, Vilberg Sigtryggseon 1. AÐRIR LEIKIR Únsdit amnarra leikja í hei/ms- Framhald á bls. 13. Umræður um íþrótta- hús í íþróttaþættinum BYGGING íþróttamannvirkja er mál, sem mikið hefur verið rætt og menn hafa ekki orðið á eitt sáttir uim. í íþróttaþætiti sjón- varpsins í dag gefst mönnum kostur á að kynnast viðhorfuon ÞAÐ telst venjulega til tíðinda, þegar frestað er leik fyrirfram í ensku knattspyrmumi og veð- ur eða veikindi hamla ekki keppni. Þó er svo komið með einn leik í 1. deild í dag, en það er leikur Tottenham og Úlfanna. Þessi lið fá þó ekki frí frá hvort öðru í dag, þvi að þan eigast við í undanúrslitiim deildabik- arsins í staðinn. Leikurinn er síðari leikur liðanna i undanúr- slituniim, en Tottenham vann fyrri leikinn 2:1. Upphaflega var ráðgert að leika þennan leik á nýársdag, en forráðamenn Tott- enham sóttu um frestun á hon- um, því að þeim þótti fullmikið að fá Úlfana í heimsókn annan hvem dag. Stjórn deildakeppn- innar tók þá til bragðs að vixla bikar- og deildaleikjum liðanna, þar sem liðin áttu hvort eð var að kljást á White Hart Lane í 1. deild. Þar sem dagblöð koma ekki út fyrr en á mióvikudag í næstu viku, birtum við hér leikjasfcrá dagsins í diag leseindum tál hægð- arauka og viljuim jafnframt benda þeim á, að úrslit þeirra verða lesin I kvöldfréttum út- beggja aðila, þvi þar munu þeir Þorsfceinn Einarsson, íþróttafull- trúi ríkisins, Jón Asgeirsson, Garðar Alfonsson og Ómar Ragn arsson ræða þéssi máli. í íþrótta þættinum í dag verður edinnig varpsins i kvöld og væntanlega ednniig í íþróttaþætti srjónvarps- ins. Undanúrslit deildabikarsins: Totteniham — Woives ............ 1. deild: Birmingham — Ipswieh ........... Chelsea — Derby ..... Leicester — West Ham ........... Liiverpool —• C. Palaoe ........ Manoh. Utd. — Everton .......... NewcastiLe — Sheff. Utd......... Norwich — Manch. City .......... Southampfcon — Coventry ........ Stoke — Arsenal ..... W.B.A. — Leeds ..... 2. deild: Brighton — Blackpooi ........... Bumiey — Fulham ..... Cardiff — Portsimouth .......... HuddersfieM —- Aston Villa...... Middllesbro — Oxford ........... Mi,llwa:ll — Bristott City ..... Nott. Forest — Huitt ..... Orient — Sunderland ............ Preston — Lution ..... SheffiieM Wed. — Q.P.R.......... Swindon — Oairldstte ..... sýnd ný mynd af sttdðamóti sem fram fór í Austurriki fyrir viku síðan og þar sést meðai annars Anna Mari Proell sýna liistir sin- ar. Á morgun, gamlársdag, verður enski boltinn á dagskrá sjónvarps ins og gefst áhorfendum sjón- varps væntanlega kostur á að sjá leik Birmingham og Arsenal, en hann var leikinn á Þorláks- messu. Ekki var í gær vist, hvort leikur þessara liða kæmist til landsins 1 tæka tíð, en sjónvarp- ið á ágætan leik til vara, leik Stoke og Chelsea. Þá má geta þess að á gamttársdiag verður sýnd mynd í sjónvarpinu frá Olympdiuleikunum í Múnchen í suimar, frá fimleikum karia. Hin snjaltta rússneska fimleifcakona, Olga Korbut, mun einniig sjást á sjónvarpsskerminum á morgun. Körfu- knattleiks- þjálfarar Á MORGUN gefst þjálfurum 1. deildar liðanna í körfuknattleik, svo og öðrum áhugamönnum um körfuknattleik, kostur á að fylgj ast með æfingum og fá leiðbein- ingar hjá góðu amerísku körfu- knattleiksliði. Lið þetta er á leið til Evrópu í keppnisferð en kem- ur hér við á leið sinni þangað. Æfingin fyrir þjálfarana og aðra verður I KR-húsinu á morgun mil'li klukkan 13 og 15. Þetta sama lið, sem skipað er amerískum háskólastúdentum, mun leika hér á landi um miðjan janúar, en þá kemur liðið aftur við hér á landi, þá að lokinni keppnisferðinni til Evrópu. Ekkert frí hjá enskum Umferð í deildakeppninni í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.