Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 22
22 ................- --------•---------------- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972 Ármann K. Eyjólfsson YNGSTI sonoir Eyjólfs Guð- mundssonar í Hvamrai, Ármann Kristinn, er dáinn, sjötugur að aldri, og eru þá aðeins tvö systk ina frá Hvammi eftir á lífi, Óskar og Guðrún, sem unnið hefur lifsstarf sitt af mikilli trú- mennsku og staðið sem bjarg í straumi lífsir.s, systkinum sín- um og öðrum til bilessunar. Ég minnist þess frá æsku, hversu oft Guðrún koim til mín Ifararbroddi bræðrahópsins, þess ara bjartleitu og fríðu sveina. Vlð Ármann ræddum oft um það, hversu Guðrún gat bætt úr öllú, sem á bjátaði og hefur raunar alla ævi verið hjálpar- heila þeim, er hjálpar hafa þarfn azt. Margir mega þakka henni. ÖIl hefur viðleitni hennar miðað að því að verða öðrum að liði. Ekki ræðst ég í að skrifa ævi- sögú Ármanns. En það get ég ságt með sanni, að hann var drengur góður, dugmikill, hlýr, nærgætinn og háttprúður, en fremur duiur í skapi. Við sem óiiumst upp samtim- is undir sömu fjallshlíðinni, und- ir Skarðsfjalli, fjallinu eina í Landssveit, höfðum margs að minnast, sem of langt yrði að telja í þessu greinarkorni. En bjart er yfir þeim minningum. Stundum syrti að visu að, en allir tóku með geðró því, er á móti blés. Margir æskuvinir hafa þegar kvatt þennan heim, vinir frá Hvammi, Hellum, Múla, Fells- múla, Króktúni, Skarði og fleiri bæjum þar í grennl. En þessir vinir lifa enn og hrærast i hug- um okkar, sem enn erum ofar moldu. Við treystum þvi, að Guð sé í öllu. Þess vegna megum við ekki syrgja ótiihlýðilega, þegar vinir hverfa frá okkur. Það væri otf mikil eigingirni að ætlast til að við þyrftum aldrei að sjá á bak gömlum vinum. Raunar ber okkur að fagna því, að þeir eru kailaðir til að taka framför- um í nýju umhverfi á landi ei- lífðarinnar. Ég vil þakka þér, Ármann, ó- taldar gleðistundir, er þú veitt- ir mér, — siðast í sumar, sem leið, er þú dvaldist hér í Hvera- gerði í nágrenni við mig og heim sóttir mig dag hvern og fórst með mig í bifreið þinni til vina minna og kunningja, svo að ég gæti hitt þá að máli, séð fjöllin mín fögru austur um sveitirn- ar, séð tún, engi, ár og læki, er ég hafði kynnzt. í bemsku. Öll þessi viðleitni þín til að gleðja mig var mér kærkomin og er geymd í þ.akkláí um húga. Nú ertu, kæri vinur, horfinn til æðra lífs og öðlast skilning á óendanleikanum. — „Lífið er leyndardómur; dauðinn er lyk- illinn.“ Við skulum biðja: Vak þú, minn Jesús, vak í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vakár, þá sofnar líf. Sé hún ætíð í þinnd hlíf. Að endingu vH ég votta börn- um og systkinum hins látna dýpstu samúð mína. Árný Filippusdóttir. Þorbjörg Baldurs- dóttir — Minning Það var svo gott að eiga athvartf ELsku Mtla dóttir okkar, Margrét Lára, andaðist að morgnd 27. þan. að Landaikoti. Sigríður Esther Hansdóttir Jón Valtersson. Móðir okkar, KARlTAS SKARPHÉÐIIMSDÓTTIR, andaðist 29. desember að Hrafnistu. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KLARA HESTNES, lézt að heimili sínu, Tangagötu 30, ísafirði, 28. desember. Jarðarförin auglýst í útvarpi síðar. Sverre Hestnes, böm, tengdaböm og barnaböm. F. 5. okt. 1904. D. 11. des. 1972. KVEÐJA FRÁ STOFUSYSTUR. VIÐ kynntumist fyrst haustið 1949 á Vifilsstöðuiru. Hún var bú in að berjast við sjúkdóm í nokk ur ár. — Ég að byrja. Mér fanst hún ekki árenni- leg við fyrstu kynmi. — Al- varleg, fálát, með BiWíuna á borð inu hjá sér. Það fór þó svo, að við urðum mjög samrýndar, og ég hefi alltaf talið hana með mín um traustustu vinum. Við vor- um oft ósammála, og hún sigraði miig e'kki með mælsku, en ég laerði að bera einlæga virðingu fyrir vitsmunum hennar. værðin, skilningurinn djúpa, manntega hlýja, aði allt hiennar dagfar kom sér oft vel á þessum stað, hjá henni og eiga hana að. Hún þar sem svo oft var gliímt við var ein vammlausasta mann- vonbrigði og aJLs kyns sársauka. eskja, sem ég héf þekkt. Samt var betra að koma til hennar með brot sin og harm en nokk-, urrar annarrar mannveru. Dóm- laus, trúu/ð á kjama mannsins. Trúuð á, að vegvillt manns- barn fyndi aftur sinn veg. Trú- uð í einlægni eins og bam á mátt Guðs og vizku. Nálægð hennar ein gat sett niður deilur, og kímni hennar, alltaf gróm- og igræs'kulaus, gat oft vakið ein- læga kátinu. Þorbjörg dvaldi að mestu á sjúkrahúsuim frá því við kynnt- umst fyrst, oft þjáð. Þegar þrek- ið léyfði var hún sívinnandí, eitt- hvað á bamabömin eða aðra. Hún las mikið, unni ísl'enzku máli og var þjóðleg í bezta skita- ingi þess orðs. Samiband hennar og bama bennar og fósturdótt- ur, Þóris Kr. Þórðarsonar, Ólaf- ar Þórðardóttur og Ingu Þor- steinsdóttur, var mjög náið. Ég veit að þau gátu alltaf komið til hennar sem vinar sáns, og sann- arltega voru þau henni góð börn. Nú er lön/gu sjTikdómsstríði lokið. Það er ástæða til að sam- fagna henni, og minningin lifir áfram. Hógværu orðin hennar koma áfram upp i huiga þeirra, sem eftir lifa og halda áfram að lægja ökiuir sársauka og kvíða. Ég sendi ástvinum hennar ein- lægar samúðarkveðjur. Vertu sæl Þorbj örg mán. Guð geymi þig í eillítfium friðlL Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Móðursystir okkar, María Guðmundsdóttir, andaðist 20. desember síðast- iiöinn í St. F'ransiskusspítal- anum, Stykkisihóimi. Jarðar- förin hefur farið fram. Sigríður Ólafsdóttir Óskar Ólafsson og aðrir aðstandendur. Bömin. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR JÖRUNDSSON, verkfræðingur, Hamrahlíð 23, andaðist 28. desember. Minna Jörundsson, Hermann F. Ingólfsson, Harme Ingólfsson, Hartvig I. Ingólfsson, Alda Guðmundsdóttir og bamaböm. Þökkum innitega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, Rannveigar Ásgeirsdóttur, fi-á Bolungarvík. Fyrir okkiar hönd og annarra vandaimannia, Rannveig Kristjánsdóttir. SVAR MITT ö§ EFTIR BILLY GRAHAM Vinsamlegast segið mér, hvernig þér álitíð að himinn- inn sé. Ég er hræddur um, að skoðun mín skipti ekki máli í þessu sambandi. Okkur nægir að vita, að Jesús hafði margt að segja um himininn, og hann lagði ekki í vana sinn að tala um hluti eða staði, sem ekki voru til. Á himnum mun þekking okkar aukast. Á himnum munum við að lokum samlagast mynd hans; „Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir.“ Á himnum mun sorg og þjáning þessa lífs verða úr sögunni: „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra . . . hvorki harmur né vein né kvöl er frámar til.“ Á himnttm mun verða starfað með gleði: „Þjónar hans munu þjóna honum. Og þeir munu sjá ásjónu hans.“ Á himnum er synd ekki framar til: „Engin bölvun mun framar til vera, og hásæti Guðs og lambsins mun í henni vera.“ Okkur skortir orð, Jóhannes postula skorti orð (hann ritaði það, sem vitnað er tilj til þess að lýsa dýrð og fegurð himinsins. „Það, sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs mannis, allt það, sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.“ — Skyrréttir Framh. af bls. 4 Baunirnar eru þá ekki steiktar með lauknum en blandað saman við hann áður en laukblandan er sett í fatið. Notað er pakkaskyr. 2. verðlaun hlutu: Síldarréttur með skyri. Höfundur: Guðbjörg Blöndal, Melabraut 39, Seltjarnarnesi. 3 marineruð síld 1 lítil dós skyr 4 msk. rjómi 1 epli 1 laukur 1 harðsoðið egg 1% tsk. karrý 3—4 tsk. sykur Síldarflökin skorin í litla bita og raðað á fat. Eplið skrælt og skorið í litla bita, raðað ofan á síldina ásamt söxuðum laukn- um. Karrý, rjóma og sykri hrært saman við skyrið. Hellt yfir síld ina. Smátt saxað harðsoðið egg látið yfir. — Borðað með rúg- brauði og smjöri. Fjallagrasaskyr. Höfundur: Valur Þorvaldsson, Vallholti 28, Selfossl. Þjóðlegur skyrréttur, uppskrift fyrir fjóra. 2 dl f jallagrös (þvegin og söxuð) 2 dl mjólk 4 msk. púðursykur (ljós) Vs tsk. salt 1 dós skyr (5 dl) Þvoið fjallagrösin vel og sax- ið þau eða klippið smátt. Hitið mjólkina að suðu og bæt- ið fjallagrösunum og púðursykr inum út í. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur og hrærið stöðugt í. Saltið. Hrærið skyrið saman við, og berið réttinn fram í pott- inum. Fjallagrasaskyr er ljúffengur ábætisréttur, með rjómablandi, en einnig er rétturinn kjörin uppistaða í litla máltíð, t.d. á móti einni heitri máltíð á dag, og er þá gott að bera sneiðar af súrmat og/eða grófu brauði með. Rétturinn bragðast bezt nýlagaður, með hitastigi nálægt líkamshita. „GERPLA" Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir, Vonarstræti 8, Reykjavík. 100 gr skyr (hrært) 100 gr þeyttur rjómi 100 gr rækjur (nýjar) 100 gr gaffalbitar í vínsósu % lítill laukur sólseljugrein (helzt ný eða fryst, annars þurrkuð) 5—6 kartöflur. „GERPLU" má framreiða bæði heita og kalda. Heit „GERPLA" Kartöflurnar eru hráar, flysj aðar og skornar í þunnar sneið- ar. Laukurinn skorinn mjög smátt, gaffalbitarnir skornir í minni bita. Öllu blandað varlega saman, vínsósunni af gaffalbit- unum hellt saman við. Sólselj- an klippt eða mulin yfir. Rétt- urinn er settur i ofn i eldföstu móti og bakaður í um 30 minút- ur. Köld „GERPLA" Kartöflurnar eru hér soðnar, en að öðru leyti er eins að far- ið. Borið fram ískalt. Hér geta góðir síldarmenn aukið magnið af gaffalbitunum. „Gerpla" er ljúffeng með íslenzkum flatkök um og smjöri, góðum pilsner að ekki sé talað um Egil sterka fyr ir þá sem í hann ná, til þess að styrkja enn þjóðrækniskennd- ina. Varðandi innihaldið í „GERPLU“ má minnka eða auka það innbyrðis eftir smekk, t.d. má auka magnið af skyri og rjóma, einkum í köldu „GERPLUNNI", fer það nokk- uð eftir bragðstyrkleika gaffal- bitanna, sem getur verið nokk- uð misjafn. Að sjálfsögðu eru bæði rækjumar og gaffalbitam ir rammíslenzk. Og að lokum, bezt er að hafa flatkökumar vel heitar. Sinneps síld. Höfundur: Laila Björnsson, Geitlandi 4, Reykjavík. 2 síldarflök (marineruð) 1 epli u.þ.b. 1 dl majones u.þ.b. 1 dl skyr (hrært með vatni og sykri) 2—3 msk. sinnep 1 tsk. paprikuduft örlítil kryddsósa (t.d. HP sósa) EpU og síldarflökin skerist í smábita. Síðan er öllu blandað vel saman. Borðist með brauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.