Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 15
' ivt(M<;tJNl5t.Aníf), 'LÁUGÁitDAöUR '3ö: ÐtóMiBÉft H972 WE Danmörk; Kæra vegna kynf er ðis- fræðslu í ríkisskólum - tekin fyrir hjá Mannréttindanefnd Evrópu MANNRÉTTINDANEFND Evrópu hefur tekið fyrir kæru, seni dönsk hjón hafa lagt fram á hendur danska ríkinu vegna kynferðis- fræðslu í ríkisskólum Dan- merkur. Hefur þetta í för með sér, að mannréttinda- nefndin mun kanna allar hlið- ar þessa máls, án þess að láta á nokkurn hátt upp álit á þvi fyrirfram, hvort brotið hafi verið gegn mannréttinda samþykkt Evrópu. Ákvörðun um, að taka málið fyrir, var tekin á fundi nefndarinnar 15. des. sl. í Strassborg; eftir að fulltrúar dönsku hjónanna og danska ríkisins höfðu gert grein fyrir afstöðu sinni. Nolíkur atriði kærunnar, er lúta að regiugerðum danskra yfirvaida um fræðsluaðferðir, voru hins vegar ekki tekin til greina, þar sem mannrétt- indanefndin taldi, að hjónin hefðu ekki fullreynt allar leið ir til að leita réttar síns fyr- ir dönskum dómstólum. Kæiw, sem hjón þessi, herra og frú Vikimig Kjekisen, haifa lagt fram, byggist á því, að árið 1970 voru sett lög í Dammörku, þar sem kynferð- isfræðsila var gerð að skyklu- námi í almennium skóilum landsins. Segja þau, að lög þessi skerði þann rétt, er þau hafi saimkvæmt manniréttinda samþykktinnd, til þesis að láta ekki tiu ára dóttur sána með- taka fræðslu með þeirn hætti, er brjóti í bága við trúiar- og siðasikoðanir þedrra og sann- færimgu. Mannréttdndanefndin taldi kæru þessa fjalíla um flókin og mikilvæg mál, sem væru verð fulllrar atihygli og álykt- aði, að tii þess að taka af- stöðu þar að lútandi, þyrfti að ramnsaka gaumgæfilega aiilar hMðar þess. 1 manméttnnd'asamþykkt Evrópu segir meðal anners, að enguim skuli neitað um rétt til menntunar og að við fram kvæmd hvers kyns athafna í sambandi við menntun og fræðslu skuli virtur réttur for eldra til að tryggja að mennt- un og fræðsla sé í samræmi við þeirra eigin trúar- og siða skoðanir. Kynferðisfræðsia hefur ver- ið veitt í dönsfcum skólum í mörg ár þeim, sem óskað hafa, en það var ekki fyrr en með laigasetniingunni í miad 1970, að hún var gerð að skyldunámi. Samikvæmt þeim lögum varð kynferðisfræðsi- an þá heidur efcki sérstök námsgrein, heidur skyldi henni ffléttað inn í kennslu í öðrum greinum. Nákvæmlega var kveðið á um það, hverni.g fræðsla þessi sky'ldi fara fram, með reglugerðum, sem tóku gildi 1. ágúst 1970. Kjeldsen-hjómin lögðu kæru sína fyrir mannréttindanefnd Evrópu í april 1971. 1 febrúar 1972 setti danska ríkisstjóm- in fram álitsgerð um afstöðu sina í málinu og í maí 1972 gerðu kærendur sínar athuga- semdir á móti. Nefndin ákvað 2. júní 1972 að heyra málflutn ing beggja aðila og sjá Kjeld- sen-hjónunum fyrir ókeypis lögfræðiaðstoð til þess að tryggja, að þau stæðu jafn- fætis danska rikinu við mál- fflutning. Lögfræðingur Kjeld sens-hjónanna er Jörgen Jac- obsen, sem stundar lögfræði- störf í Kaupmannahöfn. Mál- flutning fyrir dansfca ríkið ann ast nefnd undir forystu W. Hquham Schmidt, sem er lög- fræðilegur fulltrúi í utanríkis- ráðuneyti Etenmerkur. Dönsk aðstoð við N -V í etnam Sambandi viö Saigon ekki slili5 Kaupmamnahöfm, 28. des. AP — NTB. DANSKA stjórnin vísaði á bng í dag kröfum nm að stjórnmála- sambandinu við Saigonstjórnina yrði 'slitið og samskiptin við Bandaríkin „fryst“, en féllst á að taka til vinsamlegrar athug- unar t.illögu um sérstaka aðstoð við Norður-Víetnam í mótmæla- skyni við síðustu loftárásir Bandaríkjamanna. Þetta var niðmrstaða fundar sem Anker Jörgensen forsætis- ráðherra og K. B. Andersen ut- anrikisráðherra áttu með ful'l- trúum danskra Víetmam-nefmda, sem höfðu lagt til að tafarlaust. yrði veitt aðstoð að upphæð allt að sjö miGljómiir króma (ísd.) Stjómin tók ekki afstöðu tii þess hve aðstoðiin yrði mikil, en lagði áherzlu á að, hugsamleg að- stoð yrði í formii sjúkrahjálpar. VÖHIBANN? Thomas Nielsen, forseti damska verkalýðssambamdsins, hefur borið fram tiiiögu um víð- tækt viöskiptabamn í Evrópulönd um gegn Bandaríkjunum vegna siðustu loftárásanna á Norður- Vietnam. í Stokkhóiimi sagði forseti sænsika verkalýðssam'bandsims, Ame Geijer, að hamn ætbi bágt með að trúa þvi að samtök um að kaupa ekki bandarískar vör- ur femgju aiimenman stuðming. Hann kvað Svía hafa slæma reynslu aif sliku. Firram helztu stjórnmálafflokk- ar Sviþjóðar skoruðu í dag á Kurt Waldheim, framikvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanma, að gera það sem i hans vaidi stæði til að binda emda á loftárásdr Bamdaríkjamanma. Morð á Græn- landi Julianehaab, 28. des. Frá frétteritara Mbl. MORÐ var framið imi jólin f bænum Sukkertoppen á Mið- Grænlandi. 76 ára gömul kona fannst með sár á höfði á heimili sárnu á að- fangadagsmorgun. Nitján ára gamali maður er I haldi vegna málsins. Ilenn var handtekinn áður en líkið fannst vegna áreitni við aðra gamlla konu og unga stúlku. Fórust í snjóflóði Nizza 28. d&siemiber — AP. TVEIR franskir f jallahermenn biðu bana og fimm særðust al- varlega í snjóflóði skammt frá þorpinu Isola í frönsku Ölpun- um í dag. Alls urðu fimmtán hermenn undir snjóskriðunni. Átta tókst að grafa sig undir skriðumni. SÆKIR HUGHES VEGABRÉFIÐ ? Vel gætt á hóteli í London London, 28. desember. — AP ÞINGMENN úr flokki Verka- mannaflokksins mótmæltu þAl í dag að auðkýfingmim Howard Hughes hefði verið leyft að koma án vegabréfs til Bretlands frá feiustað sín- um í Nicaragua, þar sem jarð skjálftar urðu á dögunum. Hughes dvelst tindir strangri vernd á efstu hæð hótelsins Inn on the Park. John Grant þimigmaður sagði að það væri fáránlegt að fara eftir duttlungum sér- viturs auðkýfings á sama tíma og venjulegir ferðamenn yrðu að þola ails konar óþæg- indi. Svo virtist sem það færi eftir bankainnstæðu hvort menm kæmust inm í landið eða ekki. Sarakvæmt heimildum i bandariska sendiráðinu hefur Hughes beðið um vegabréf. Hann þarf að borga 12 doU- ara og verður að sækja vega- bréfið sjáiíur. Hughes hefur ekki sýnt sig á ailimanmaifæri í 20 ár. En þar sem Hughes hefur fen'gið að fara inn í Bret- lamd þarf hamm senmiilega ekki vegabréf. Góðar heimildir herma að Hughes ætli að dveljaist í Bretlandi í sex mán uði eða lengur. Vörubifreið fullhlaðin timbri valt í gær á Suðurlandsvegi skammt frá Hveragerði. Þegar óhapp- ið varð gekk á með éljum, mj ög dimmt var — og tók ökumaðurinn það ráð að fylgja sjálf lýsandi vegarstikum sem reistar eru meðfram veginum. Þegar kom að Þorlákshafnarafieggjar- anum beygja stikur þessar og villtu svo uni fyrir ökumanni að bifreiðin endastakkst fram af veginum og Ienti á hvolfi. Ökumann sakaði ekld. — (Ljósm. Georg). Sverrir Runólfsson: Annað opið bréf til Sjónvarpsins AÐ ÞESSU sinni lét ég líða styttri tima milli bréfa til yðar, en það er nú svona með mig eins og marga aðra, að löngunin til skrifa er misjöfn. Jæja: nú ætla ég að ítreka, að þér birtið svar mitt við greinargerð, sem þér birtuð gegn mér þann 20. nóv. 1970 í fréttatíma það kvöld. Þessi frétt var tekin á blaðamanna- fundi þann dag. Seinna nelt- uðuð þér að koma á blaðamanna fund minn, og þér hafið ekki birt svar mitt, sem hefur verið í hönd um yðar síðan 30. des. 1971. Ég eetlast sérstaklega til sem skatt- greiðandi, að þér birtið tölur og röksemdir mínar um gæði bund- innar undirstöðu vega gagnvart óbundinni. Ég vil taka það fram, að ég er ekki að skrifa þessar fáeinu línur til þess eins, að þér birtið svar mitt, heldur er ég frekar þakklátur að þér hafið ekki svarað mér, því hvernig gæti ég komið mesta áhugamáli mínu, sem er að vekja fólk til umhugsunar gagnvart hinu geig- vænlega embættismannakerfi, betur fyrir alþjóð en einmitt á þennan hátt. Ég álít þó að það sé skylda hvers skattgreiðanda að standa fast á rétti sínum. Það er nú svo, að auðvelt er fyrir fróða menn, sem ég hef margá með mér, að setja gildrur fyrir ófróða, og þannig vinnst margt án mikils erfiðis og það er nú varla hægt að ætlast til mikils af þjóðfélagi þar sem yfir 40% af þjóðartekjum fer i rekstur hins opinbera og þar sem pen- ingar skattgreiðenda eru notaðir til bygginga ónauðsynlegra mat- stofa, þegar vantar sjúkrahús fyrir aldraða o. fl. o. fl. Það er ekki nema von að Is- land sé ennþá á lista vanþróaðra landa hjá Sameinuðu þjóðunum, þvi þjóðartekjur nýtast illa, og það sem hefst, gerist aðeins með hörku og dugnaði, þar sem mik- ið af rjómanum frá þrældómn- um, fer til lítils. Ég er mjög undrandi, að menntuð þjóð, eins og við Islendingar teljum okkur vera, skuli láta bjóða sér því líkt. Skúli Magnússon losaði okkur við dönsku einokunina, og er ekki tími til kominn, að við losum okkur við hið úrelta danska embættismannakerfi, þannig að mennirnir, sem eru að myndast við að stjórna okkur, verði gerðir ábyrg ari, þ. e. að við fáum sterkara beinna aðhald að þeim, og VAL- FRELSI um mennina. Ég veit að það kemur að því, að við öll heimtum heilbrigða almenna þjóðaratkvæðagreiðslulöggjöf, en þangað til mun ég halda áfram brölti mínu. Mun ég ávallt hafa hagsmuni okkar allra i huga, við skulum koma íslandi af lista van þróaðra landa sem fyrst. Það hafa margir spurt mig, hvernig ég hafi taugar til að halda þessari baráttu áfram. Þá hef ég bara spurt: Hvernig er hægt að gefast upp, þegar mað- ur fær hundruð bréfa, kvæða, símtala og þ. á m. skeyti sem hljóðar þannig: „Misstu ekki móðinn“, undirskrifað Island. Ég tel mig einn þeirra heppnu, Sem Guð hefur leitt til góðra manna, og þegar lífsgleði fæst frá hlutunum, þá eru flestir veg- ir færir. Þar að auki undirbjuggu margir góðir Islendingar í Kali- forníu mig vel fyrir heimkom- una. Það þýðir ekkert fyrir yður að gefa mér „the silent treatment“ (hina þöglu meðferð) því ég kann að notfæra mér hana, og allt á sinn rétta tíma. Fyrst að ég er nú á móti öll- um ríkisrekstri, og hef heyrt að fyrirtæki yðar er í peninga- þröng, hvernig væri að gera mér tilboð um, hvað ég þyrfti að borga fyrir hálfrar klukkustund ar sjqnvarpstíma á viku, þar sem hagsmunír Islands munu vera teknir til meðferðar. Og hugsa sér, þannig fengjuð þér tekjurn- ar en ekki útgjöldin. Nú skulum við vinna saman, efla og vernda allt sem íslenzkt er, þvi „HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND". Sýnið nú sóma yðar og birtið svar mitt, því auð mjúklega bið ég, og læt þetta nægja að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.