Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORÖtTNBLAÐlÐ, LAUGARDAGIJR 30. DESEMBER 1972 Oitgefandi M Árvelcur, FVéylojavfk Pri&'mfcveefndastjó-ri HaraWur Sveinaaon. Rfteitjórer M.attihías Johannosssn, Eyjólifur KonráO Jónsson Styrrmr Gunnarsson. Rhsti}ómarft»tRriúi Þtorfaljöm Guðmundason Fróttsstjóri Björn Jóihervnason. Auglýsingastjöri Ámi Garóar Kristirwson. Ritstj’órn og afgreiðsla Aöaistræti 6, sfmi 10-100. Augíýsingar Aðatetreaiti ®, afrrvi 22-4-60 Aakrrftergjefd 226,00 fcr á mónuði irmanlarvds I teusesdtu 16,00 Ikr eint«fcið. IVfálgögn ríkisstjórnarinnar vega nú hart að hags- munum Reykvíkinga og krefjast þess, að ríkisstjórn- in beiti valdi sínu til að gera Reykjavíkurborg ókleift að halda uppi nauðsynlegum framkvæmdum á næsta ári. Tekjustofnalög þau, sem stjórnarflokkarnir beittu sér fyrir á Alþingi sl. vetur voru mjög óhagstæð sveitarfélög- unum og öll hin stærstu þeirra neyddust til að óska eftir heimild til aukaálagn- ingar á útsvör og fasteigna- gjöld. Gilti þá einu, hvort um var að ræða sveitarfélög, sem sjálfstæðismenn stjórna eða sveitarfélög, sem stuðn- ingsflokkar ríkisstjórnarinn- ar ráða. Hin almenna ósk sveitarfélaga á sl. vetri um aukaálög á útsvör og fast- eignagjöld var í raun viður- kenning á réttmæti þeirrar gagnrýni, sem haldið var uppi á frumvarpið að tekju- stofnalögunum, þegar það lá fyrir Alþingi. Nú er nokkuð ljóst, að á næsta ári verða Reykjavík- urborg og fjölmörg önnur sveitarfélög að óska eftir heimild til sömu aukaálagn- ingar og á yfirstandandi ári. Sýnt er, að neitun ríkisstjórn arinnar á slíkri ósk af hálfu Reykjavíkurborgar mundi þýða, að allar nýjar fram- kvæmdir borgarinnar yrðu stöðvaðar og tæpast leikur nokkur vafi á því, að sömu sögu er að segja um flest hin stærri sveitarfélög á landinu, sem verða að halda uppi viða miklum framkvæmdum og margvíslegri þjónustu við íbúa sveitarfélaganna á ári hverju. Um þetta er ekki við sveitarfélögin að sakast. Þau hafa ekki sett þau tekju- stofnalög, sem svo mjög hafa kreppt að hag þeirra, heldur eru það þingmenn stjórnar- flokkanna á Alþingi, sem það hafa gert. í ályktun, sem samþykkt var í borgarstjórn Reykjavík ur um þetta efni segir m.a.: „Jafnframt skorar borgar- stjórn á ríkisstjórn og Al- þingi að breyta tekjustofna- lögum sveitarfélaga á þá lund, að svigrúm sveitarfé- laga til tekjuöflunar verði aukið þannig, að ekki verði nauðsynlegt framvegis að nota álagsheimildir í tekju- stofnalögum bæði að því er varðar útsvör og fasteigna- skatta eins og stærri sveitar- félög landsins neyddust til að gera á þessu ári, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar mynduðu meirihluta sveitár- stjórna. í því sambandi er sérstaklega bent á, að fram til þessa árs hefur ekki verið nauðsynlegt að fullnýta tekju stofna borgarsjóðs og er það í samræmi við meginstefnu borgarstjórnar að svo þurfi ekki að gera. Það er þó skil- yrði þess, að auka tekjur sveitarfélaga með öðrum beinum sköttum, að ríkið dragi úr sinni tekjuöflun með beinum sköttum, þannig að skattbyrði á borgarbúa auk- ist ekki í heild.“ Nú skora málgögn ríkis- stjórnarinnar dag eftir dag á ráðherrana að beita sveitar- félögin ofbeldi, taka ráðin af stjórnendum þeirra og skerða tekjumöguleika þeirra enn frá því sem gert var með setningu tekjustofnalaganna. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri í Reykjavík, hef- ur lýst því yfir á borgar- stjómarfundi, að afleiðing slíks yrði óhjákvæmilega stórfelldur niðurskurður á framkvæmdum Reykjavíkur- borgar á næsta ári. Vel má vera, að einhverjir ráðherr- anna í ríkisstjórninni telji ekki eftir sér að ráðast gegn hagsmunum Reykvíkinga vegna pólitískrar heiftar í þeirra garð. En í ríkisstjórninni eru aðrir sanngjarnari menn og verður því seint trúað, að þeir láti leiða sig til slíkra örþrifaráða í pólitísku hefnd- arskyni. En hér er ekki ein- ungis um hagsmuni Reykja- víkur að ræða. Hvað segja bæjarfulltrúar stjórnarflokk- anna í bæjarstjórn Akureyr- ar um slíka ráðstöfun? Hvað segja bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs um slíka ráðstöf- un? Hvað segja meirihluta- menn í 1 jarstjórn Hafnar- fjarðar um slíkar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar og hvað segja bæjarfulltrúar í fjölmörgum öðrum stærri sveitarfélögum landsins um það, að ríkisstjórnin taki þannig ráðin af sveitarfélög- unum? Þess er að vænta, að fé- lagsmálaráðherra, sem hér hefur úrskurðarvald, láti ekki ofstækishróp Tímans og Þjóðviljans leiða sig í gönur, en hitt er ljóst, að grípi ríkis- stjórnin til þess að taka ráð- in af sveitarfélögunum og skerða tekjumöguleika þeirra svo mjög, að þau verði að skera framkvæmdir niður með stórfelldum hætti á næsta ári, er stefnt í deilur við öll stærri sveitarfélög á landinu, sem ekki verður séð fyrir endann á. Á AÐ TAKA RÁÐIN AF SVEITARFÉLÖGUNUM ? Ingólfur Jónsson: Efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar eru bráðabirgðakák Yfirleitt telja menn, að bráðabirgðaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahags- málum, muni endast til næsta vors. Hvað þá tekur við, skal ekkert fullyrt um að sinni. Örugglega má reikna með þvi, að ríkisstjórnin reyni að sitja áfram, þótt hún ráði ekki við viðfangsefnin. Rík- isstjórnin felldi gengi is- lenzkrar krónu, þrátt fyrir góðærið og hástemmd loforð um að það yrði ekki gert. Al- þýðubandalagið reynir með ýmsu móti að afsaka hvers vegna Alþýðubandalags- menn í ríkisstjórninni sam- þykktu gengislækkun. Það var ekki vegna þess, að þeir hefðu trú á, að með því væri efnahagsvandinn leyst- ur. Skrif Þjóðviljans að und- anförnu sýna óumdeilanlega að Alþýðubandalagsmenn telja gengislækkunina gagns- litla. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins telja, að ríkisstjórn- in hefði fallið, ef þeir hefðu neitað að samþykkja gengis- fellinguna. Það eru þeirra af sakanir fyrir þvi, að gengið var inn á að gera bráða- birgðaráðstafanir, sem að litlu gagni koma. Alþýðu- bandalagsmenn telja, að ríkis stjórnin verði nú þegar að gera ráðstafanir til þess að varnarliðið fari úr landi á kjörtímabilinu. Er þá vitnað í stjómarsamninginn og efnd ir á honum. Einnig yitna ýms ir stjórnarsinnar í landhelg- ismálið og telja að stjórnin þurfi að sitja áfram til þess að leysa það. Viðurkennt er af flestum, að efnahagsmálin séu í ólestri og að verðbólgu vandinn sé algjörlega óleyst- ur. Stjórnarflokkarnir eru löngu hættir að gera ráð fyr ir, að ríkisstjórnin haf- ist nokkuð raunhæft að í þeim málum. En landhelgis- málið og varnarmálin eiga eigi að síður að áliti ýmissa, sem stutt hafa ríkisstjórnina, að réttlæta setu hennar áfram. Hvað myndi gerast i land- helgismálinu, ef samstarf nú verandi stjórnarflokka rofn- aði? Myndi verða hopað frá 50 mílna línunni, ef ný rík- isstjórn kæmist til valda? All ir stjórnmálaflokkar í land- inu eru fylgjandi útfærslu landhelginnar. Ný ríkis- stjóm, hvort sem að henni stæðu tveir eða fleiri flokk- ar, myndi berjast fyrir land- helgismálinu, þar til sig- ur ynnist. Landhelgismálið réttlæt- ir þvi á engan hátt setu rík- isstjórnarinnar. Tillaga sú, sem nýlega var samþykkt á þingi Sameinuðu þjóðanna, fyrir forgöngu Islendinga um landgrunnið og hafsbotninn er stór sigur fyrir málstað ís- lands. Viðhorf þjóðanna til friðunar, útfærslu landhelgi og sérréttar strandríkja til fiskveiða hefur gjör- breytzt á fáum árum. Áður- nefnd tillaga er stefnumark- Ingólfur Jónsson andi fyrir hafréttarráðstefn- una, sem kemur saman á næsta ári. Það má einnig ætla, að samþykkt tillögunnar hafi áhrif á alþjóðadómstólinn í Haag. Þá mun tiUagan áreið- anlega hafa áhrif á Breta og Vestur-Þjóðverja. Þegar þess ar tvær þjóðir hafa gert sér grein fyrir breyttu viðhorfi annarra þjóða, til þess- ara mála, mun lausnin verða auðveldari. Ný rikisstjórn á Islandi, ætti að stefna að því, að fá landgrunnið allt nú þeg- ar viðurkennt og vitna í nótu skipti frá 1961, og fylgiskjöl, sem voru með samningnum um lausn landhelgismálsins frá þeim tíma. Auðvitað er erf iðara að taka málið upp nú, heldur en ef landhelgin hefði verið miðuð við land- grunnið allt, í stað 50 mílna 1. september s.l. En verði landhelgisdeiian leyst með bráðabirgðasamningum milli deiluaðila, virðist sjálfsagt að koma landgrunnssjónarmið- inu að við lausn má&ins. Ný ríkisstjórn hefur tvi- mælalaust betri möguleika á að leysa landhelgismálið á farsælan hátt heldur en nú verandi ríkisstjórn. Ekki vegna þess að ný ríkisstjórn myndi halda linlegar á málstað Islands heldur en nú er gert, heldur vegna þess, að hún hefði möguleika á að taka máiið betri tökum og fá deiluaðila til þess að , skoða málstað Islands í réttara ljósi. Lausn landhelgismáls- ins má ekki dragast mjög lengi. Fyrir því eru augljós- ar ástæður, sem ekki þurfa skýringa við. Varnarmál- anna er getið í stjórnarsamn ingnum við síðustu stjómar- myndun. Þar segir, að varn- arsamningurinn skuli tekinn til endurskoðunar eða upp- sagnar. í stjórnarflókkun um eru mjög skiptar skoðan- ir um varnarmálin, og um dvöl varnarliðsins í landinu. RÍKISSTJÓRNIN HEFIR EKKI SAMEIGINLEGA STEFNU 1 VARNARMÁLUM Varnarliðið er hér, skv. samningi milli íslands og Bandaríkjanna. Samning- urinn var samþykktur af Al- þingi. Honum verður því ekki sagt upp nema Alþingi fallist á það. Öruggt má telja, að Alþingi vill ekki segja samningnum upp með það fyr ir augum, að varnarliðið fari, a.m.k. ekki að svo stöddu. Þegar stjórnarsamningurinn var gerður, þótti óhjákvæmi- legt að taka tillit til skiptra skoðana stjórnarliðs- ins. Ákvæðið um endurskoð- un samningsins er fyrir þá, sem vilja meta málin á raun- hæfan hátt og standa við all ar skyldur við Natórikin. En ákvæðin um uppsögn samn- ingsins og brottför varnar- liðsins var sett inn til þess að Alþýðubandalagsmenn og skoðanabræður þeirra í varnarmálum, fengju eitt- hvað til þess að flagga með. Ríkisstjórnin mun því ekki sitja áfram til þess að fram- kvæma stefnuatriði stjómar- samningsins í varnarmálum. Það getur hún ekki, vegna þess að ríkisstjórnin hef- ir enga sameiginlega stefnu í þeim málum. Utanríkisráð- herra hefur lýst sinni stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Stefna hans er sú, að óska eftir endurskoðun á vamar- samningnum við Bandaríkin, en uppfylla að öllu leyti þær skyldur, sem ísland hef- ir við ríki Atlantshafs- bandalagsins. Þessari stefnu hefir utanrikisráðherra oft- lega lýst á Alþingi, og í fjöl- miðlum. Þessi stefna er allt önnur en stefna Alþýðu- bandalagsins sem vill vam arliðið í burtu á kjörtímabil- inu. Það er hrein blekking, að halda því fram að nauð- syn beri til þess að ríkis- stjórnin verði áfram við vold til þess að tryggja fram gang landhelgismálsins eða til þess að framkvæma stefnu ríkisstjórnarinnar í varnar- máluim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.