Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972. 11 BANDALAG kvenna í Reykjavík hélt aSallfund sinn dagana 4. og 5. nóvemfoer í Slysavarnahú.sinu. Var þar fjöldi mála tál umræðu' og fastanefndir, sena starfa allt árið ski'iuðu störfum. Að venju var flutt erindi á aðalfundinuim og var það Þorsteinn Sitgurðsson sérkennsiiuifu'litrúi sem talaði um sérkennslu afbrigðilegra bama. Á blaðamannafundi sem Bandalag kvenna í Reykjavík efndi til sem mynda bandalagið. Á myndinni eru formenn félaganna sem Bandalag kvenna 55 ára 28 Reykjavíkurfélög með 9000 félagsmenn Nýkjörinn formaður bandalags ins» Geirþrúður Hildur Bernhöft, skýrði flréttamönnum frá hinum tfjöfcnörgu samþykktum félags- ins á blaðamannaflundi fyrir skömmiu, að viðstaddri stjórn fé- lagsins og formönnum margra bandalagsíélagann. Félögin eru 28 taisins með samtais 9000 fé- lagskonur. Á aðaifundinum baðst María Pétursdóttir, sem verið heflur formaður banda- lagsins undan endurkosningu, og var Geirþrúður kosinn for- niaður. Aðrir í stjóm eru Guð- laug Bergsdóttir og Haldóra Egg erz og í varastjórn Sigríður Ingi mundardóttir, Unnur Ágústsdótt ir og Sigiþrúður Guðjónsdóttir. Geirþrúður skýrði frá því að á sl. ári heflði Bandalag kvenna í Reykjavík orðið 55 áira. Það var stofnað 30. maí 1917 af 9 félögum' i borginni. Var markmiðið að efla samúð og samvinnu milli félaga bandalagsins og sameina kratfta kventfélaganna á sam- bandssvæðinu til þess að vinna að stefnuskrármálum Kventfélaga- samibands íslands, sem eru þau að efla veltferð heimilanna með því að stúðla að síauknum holl- uistuháttum, hagsýni, félagsieg- uim þroska og alhliða menningú hvers einstaks heimiffis. Einnig að styrkja sérhvert gott málefni boirgarinnar og þjóðfélagsins eft- ir getu, einkutm þau er snerta sérstakleiga konur og börn. Til gamans má geta þess að á stjórnarfundi i október 1917 skor uðu fulltrúar á bæjarstjórn að sjá um að bæirinn tæki að sér sorphreinsiun, sem ekki var kom in þá, og var því flljótt kippt í lag. Einnig að bæjarstjórn sæi um að vinnuhjú kæmust á kjör- skrá, en á því var misbrestur, og var því l'íka kippt í lag. Annars má sjá atf fyrstu fundunum að strax hafa sömu málefni vakið áhuga félagskvenna, svo sem stofmun fæðingardeÉldar, sjúkra- húss, húss fyrir félagsstarfsemi kvenna o.fl. Fyrsta fjársöfmm fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1921 og upp úr því varð til Barnavinafélagið Sumargjöf. En bandailagið hefur ávallt sérstak- lega stutt máliefni kvenna og barna. í bEmdalaginu er markmið dð að eflla samúð og sanwinnu þeirra félaga, siem vinna að svip- uðum málum og efla samhug um málefnin. f Bandalaigi kvenna í Reykja- vík eru nú 28 félög, þar af 12 kirkj ufélög. Það eru: Bamavina- félagið Sumargijöf, Félag aust- firzkra kvennai, Félag framsókn- arkvenna, Félag þroskaþj álfa, Hjúkrunarfélag íslands, Hrinig- urinn, Húsmæðrafélag Reykja- vikur, Hvítabandið, Kennairafé- lag'ið Hússtjórn, Kvenfélag Al- þýðutfJokksins, Kvenfélag Ár- bæjarsóknar, Kvenfélag Ás- prestakalls, Kvenfélag Breið- holts, Kvenflélag Bústaðasóknar, Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, Kvenféiag Hallgríms kirkju, Kvenfél'ag Háteigssókn- ar, Kvenfélag Langholtsisóknar, Kvenfélag Laugarnessóknar, Kvenfélag Nessóknar, Kvenfé- lag Óháða safnaðarins, Kvenfé- lag sósíalista, Ljósmæðrafélag ísilands, Mæðrafélagið, Sjáífstæð iskvennafélagið Hvöt, Styrktar- félag vangefinna, Thorvaldsens- félagið og Verkakvennafélagið Framsókn. Á aðalfuindinum skiluðu nefnd ir störfum, sem fyrr er sagt og voru gerðar margar samþykktir, sem verða birtar sérstaklega. — Nefndirnar eru: áfengismála- nefnd, tryggingamálanefnd, upp- voru formenn 16 af 28 félögum viðstaddir voru. eltíis- oig skólamálanefnd, safn- aðarnefnd, heidbrigðismálanefnd, orlofsneifnd, verðlags- og verzlun armálanefnd, mæðraheimilia- nefnd og barnagæzkmetfnd, og gefur það huigmynd um þau mál efni, sem um var fjalað. Steinunn Finnbogadóttir skýrði sérstaklega frá starfi orlofs- nefndar, en það starf er mjög vaxandi innan bandalagsins. Nutu 376 konu.r í Reýkjavik or- lofls sl. sumar. Voru farnar 6 ferðiir frá Reykjavík og um 60 konur i hverri, auk þess sem nokkrar Reykjavikurkonur kom uet með í ferðir Hafnarfjarðar- kvenna og Kópavogskvenna. Sinjav- sky til F rakklands? Moskvu, 27. des. — NTB SOVÉZKI rithöfundurinn Andrei Sinjavsky, sem árið 1966 var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa gefið út á Vest- urlöndum skáldrit, sern sov- ézk yfirvöld töldu fjandsam- leg Sovétrikjuniun, hefur far- ið þess á leit að honiun verði leyft að flytjast úr landi og setjast að í Frakklandi. Ekki er vitað frekar, hvað Siinjavsky hyggst fyrir en heimildir þessarar fregnar herma, að allangt sé frá því hann sótti um brottfararleyfi og hafi hann ekki ennþá feng ið svar frá yfirvöldum. Fréttaimenn, sem hafa snú- ið sér til franska setndiráðsi- ins í Moskvu, hafa fenigið þau svör, að semdiráðið hatfl ekki íengið nein tiimæli frá Sinjavsky um vegabréísárit- un til Frakklands. Siinjavsky, sem niú er 47 ára að aldri, var fj'rir u.þ.b. ári I'átinn laus úr vinnubúð- unum i Potma fyrir austan Moskvu eftir að hafa atfplán- að sex ár af sjö ára fáhgels- isdómi. Hann var látinn láus fyrr en til stóð vegna góðrár hegðunar. Hús keypt fyrir f jórða f j ölskylduheimilið FéLagsimálaisitöflnun Reykjavík- urborgar er nú að fesitia kaup á húseignikuni nr. 20 við Akurgerði. Á að faxrma þar fyrir fjölskyldu- heimili, en það eru heiimdli, þar sam heimdlislausium bömum er búið heknili til frambúðar hjá hjómuim, þammig að það líkist sem rruest veinjulegu heimi’li. Á heimilinu við Akurgerði verða 5—6 böm og tekur það til starfa úpp úr áramótfum. Það er fjórða fjöLsikylduheimilið, á veg- um Félagsmálastofniuinar í borg- Innbrot UM jólin var brotizt inn í verzl- un Bjarna Sigurðssonar, Garða- stræti 17, og stolið einhverju af skiptimynt og tóbaki. Athugasemd frá sjáv- arútvegsráðuneytinu í grein i Morgunblaðinu, 22. desember s.l., er skýrt írá þvi, að Reykjavíkurborg hafi ákveð- ið að kaupa skuttogarann Snorra Sturluson RE 219. Megin uppistaðan í grein blaðsins eru ummœii Birgis ís- leifs Gunnarssonar, borgar- stjóra, sem hann viðhafði á fundi borgarstjórnar 21. des- ember s.l., þegar togarakaupin voru til umræðu. Þar sem hallað er réttu máli í umimœlum borgarstjóra, auk þess sem vegið er að Útgerðar- félagi Akureyringa h.f., þykir ráðuneytinu ástæða til að gera athugaseandir við greinina. 1 september 1970 samdi ríkis- stjómin um smiði á tveimur stór um skuttogurum hjá skipasmíða stöðinni Astilleros Luzuriaga S. A. á Spáni. >á þegar var ákveðið, að Bæjarútgerð Reykja víkur yrði kaupandi fyrri tog- arans, en Bæjarútgerð Hafnar- tf jarðar þess seinni. Fljótlega eftir að þessir semn ángar höfðu verið imdirritaðiir, ákvað ríkiisstjórnin að láta smiða tfvo sams konar skuttogara til viðbótar hjá sömu sikipasmíða- stöð og voru samninigar um smníði þeirre; undirritfaðir í nóvember 1970. Ákveðið var, að Bæjarút- gerð Reykjavíkur yrði kaupandi þriðja togarans, en enginn að- ili var þá fyrir hendi, sem ósk- aði eftir að kaupa fjórða togar- ann. Útgerðarfélag Akureyringa h.f., óskaði þó efltir þvi við ráðu neytið i nóvember 1970, að f jórða togaranum yrði ekki ráðstafað fyrr en séð væri, hvort samning ar tæíkjus't á mil'li ríkisstjórnar innar og Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyrd um smíði tveggja skuttogara. Samningar við Slippstöð- ina h j. voru undirritaðir í maí 1971, en í febrúar s.l. var farið að athuga fyrir alvöru hvort ekki væru möguleikar á þvi að riflta saimnmgunum og láta smiða þesse tvo skuttogara erlendis. Strax og þessar athuganir hóf ust, óskaði Útgerðarfélag Akur- eyringa h.f., eftir því við ráðu- neytið, að fyrirtækinu yrði gef- inn kostur á að festa kaup á fjórða stóra skuttogaranum frá Spáni og gaf sjávarútvegsráð- herra framkvaamdastjórum fyr- irtækisins munnlegt vilyrði fyr- ir því. Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. var þannig fyrsti að- ilinn, sem óskaði eftir að kaupa togarann, en hann hatfði verið falur um nærri eins árs skedð, Reykjavikurborg eða öðrum, á upprunalega verðdnu. 1 byrjun marz s.l. óskaði svo borgarstjórn Reykjavíitour eftir þvl við sjávarútvegsráðíherra, að fjórði stóri Spánartogarinn yrði seldur til Reykjevíkur, ann aðhvort til Bæjarútgerð- ar Reykjavikur eða annars út- gérðaraðila í borginni. Þegair togarinn Bjarni Bene- diktsson var sjósettur um miðj- an febrúar s.l., spurðist formað- ur Otgerðarráðs Reykjavíkur- vikurborgar fyrir uim það hjá spænskuim aðilum, hvert mundi verða tilboðsverð i smíði tveggja skuifctogeura til viðbótar, sem væru að öllu leyti eins og hin- ir fjórir, sem þegar hafði verið samið um. Svar við þessari fyr- irspum barst stuttu síðar og hljóðaði upp á $ 1.988.000 o>g voru gengisbreytingar og vininu- launahækkanir tilgreindar sem helztu orsakir hækkunar frá verði fyrri togaranna. Um svipað leyti lét ráðuneyt- ið kanna hjá spænskum aðilum, hvort möguleikar væru á þvi, að nota helztu vélar og tæki, sem fara áttu i Slippstöðvartog- arana, I skuttogara, sem kynnu að verða smíðaðir á Spáni. Lítil vandkvæðd voru taliín á þvi og jafnflramt sagt, að vélarnar og tæikin gætu farið í fjórða togiar- ann og annan hvorn viðbótartog arann. Var þá ákveðið, að Ot- gerðarfélag Akureyringa h.f. skyldi fá fjórða og sjötta tog- arann með sömu vélum og tæikj- uim og fara áttu i Slippstöðvar- togarana, en ráðstafa fimmta tog aranum síðar, þegar kaupandi væri fyrir hendi eða með öðrum orðuim, að hafa nákvæmlega sama hátt á og þegar samið var um smiði á f jórða togaranum. Síðar kom í ljós, að vegna tæknilegra orsaka, mundi hent- ugra að setja vélar og tæki frá Slippstöðvartogurunum í fimmtfa og sjötta togarann, þar sem það hefði haft S för með sér nokkurn aukakostnað að breyta fjórða togaranum, sem þá var ný hatfin srníðd á. Allt frá þvi að þessi breyting var ákveðin, hafa forsvarsmenn Reykjaviikurborgar og Bæjarút- gerðar Reykjavíkur haldið því fram, að verið væri að leggja aukaskatt á togarann, en slíkt er misskilningur eins og sjá má af framansögðu. Aðeins er verið að bjóða togarann til sölu á því verði, sem skipasmíðastöðin bauð í febrúar s.l., en þess má geta, að þegar endanlega var samið vdð skipasmíðastöðina um smíði tveggja skuttogara í júní s.l., upplýstu forsvarsmenn skipiismíðastöðvarinnar aðspurð- ir, að ef gera ætti þá tilboð í smíði sams konar skuttog- ara, yrði það um 186 millj. isl. króna i stað um 174 millj. ísl. króna frá þvi í febrúar. 1 grein Morgunblaðsins stend ur m.a.: „Ráðuneytið tjáði þá Reykja- vikurborg að verð togarans mundi hækka úr 1.723.000 doll- ururn í 1.988.000 dollara eða um 273 þúsund dollara. Ástæðan sem gefin var fyrir þessari hækkun var sú, að vegna kostnaðar sem þegar hefðd verið lagt í vegna undirbúnings skuttogara á Ak- ureyri fyrir Otgerðarféliaig Ak- ureyringa, yrði að hækka verð togiarans. Þeim undirbúnings- kostnaði hugðist ráðuneytið dreifa á þá þrjá togara, sem eft- ir voru, þ.e. togarann, sem BÚR fékk færi á að kaupa og tog- arana tvo, sem samið var um smíði á frá Spáni fyrir OA. Borgarstjóri sagði, að á þann hátt vildi ráðuneytið að Reykja- víkurborg eða BÖR greiddi nið- ur fyrir Otgerðarfélag Akureyr inga þennan kostnað, sem Ak- areyringar og ríkið hefðu lagt í. Væri þetta öviðfelldin máls- meðferð og ekki í fyrsta sinn, sem andaði köldu frá þessari ríkisstjórn í garð Reykjavíkur." Ekki hefur verið gengið end- anlega frá uppgjöri á kostnaði vegna fyrirhugaðra skuttogara- smíða á Akureyri, þ.e.a.s. vegna ýmiss konar undirbúningsvinnu og skaðabóta vegna véla og tækja, sem varð að afpanta, en lauslega hefur verið áætlað, að þessi kostnaður muni verða um 10—15 milljóniir króna. Það hefur hins vegar alltEif legið fyrir, að mestur hluti þessa kostnaðar mundi lenda á ríkis- sjóði og aldrei hefur verið um það rætt, að koma eigi þessum kostnaði með einhverjum hætti inn í verð þeirra togara, sem verið er að smiða á Spáni fyrir ríkisstjómina. Það er þvi ekki á rökum reist, að Reykjavikurborg eðe Bæjar- útgerð Reykjavíkur eigi að greiða kostnað, sem Akureyring ax og rikið hafa lagt í vegna undirbúnings skuttogarasmíða á Akureyri. Sjávarútvegsráðuneytið 28. desember 1972 F. h. r. e. u. Gylfi Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.