Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 8
8 MORGUTNTFSt.AÐ [£>. LAUGARDAGU'R 30. DESEMBBR 10T2 Þessi verður örugglega stærst Frá brennuvamgri. (I.jóstn. Mbl. Sv. Þorm.) kappsamir brennumenn að verki Hún var lika að dunda sér kriner um brennurnar. Sagrð- Ist heita Margrét og vera sex ára. ÞÓTT kuldinn virtist bíta hart þá, sem á ferli voru í miðborginni i fyrradag, var ekki að sjá að hann hefði nein áhrif á krakkana, sem voru að hiaða áramótabrenn- ur við Ægissíðu og Faxa- skjói í gær. Þau voru að visu ekki mörg, en þau tóku hraust lega til hendinni. Og auðvitað átti „þessi“ að verða stærsta brennan. Ekkert tvíl um það, Við Faxaskjólið stjórnaði Guðmundur Ingólfsson brennumönnum. Þeir höfðu víða sótt til fanga, m.a. farið Guðmundur Ingólfsson ásamt sínum mönnum á FaxaskjóJs- kestinum. tvisvar suður i Hafnarfjörð til að sækja glerkistur. „Við erum 10 við þetta. Fimmtán þegar allir litlu krakkarnir eru með,“ sagði Guðmundur. Og hann tók fram að þau væru öll úr Faxaskjóli og Sörlaskjóli. Guðmundur kvaðst hafa byrjað í „brennu- bransanum" átta ára og var greinilegt að verkamenn hans töldu slíka starfsævi nokkurs verða. Hans orð var þvi ekki að efa, þegar hann fullyrti, að „okkar brenna verður ör- ugglega stærst." Þeir úr Faxaskjólinu sögðu samkeppnina við Ægissíðu- brennurnar „ferlega harða", en einn sagði það bara gott. „Þeir vildu nefnilega ekki einu sinni hafa okkur með sér,“ sagði hann og það var greinilegt, að fyrir slíkan þankagang skyldu Ægissíðu- krakkamir verða að horfa til Faxaskjólsins eftir stærstu brennunni. En þeir voru líka harðir af sér þremenningarnÍT, sem við hittum við vestari bálköstinn við Ægissíðuna. „Þessi brenna verður örugglega stærst,“ sögðu þeir. „Sérðu ekki, að hún er iangbreiðust?" Svo hömuðust þeir við að draga brennugóssið á pappanum í köstinn. Við austari brennuna var enginn að verki, þegar við vor um þarna á ferð. „Brennurnar eru tvær svo fólkið fái meira að sjá á gaml árskvöld," sögðu þeir við vest ari bálköstinn. Ekki vildu þeir þó neita því, að nokkur rigur rikti i milli brennuhópanna. „En það er ekkert núna mið- að við það, sem áður var,“ sögðu þeir; og glottu. Það mun vera liðin tíð, að laum- azrt sé í annarra kesti í skjóli myrkursins. „En við höfum auðvitað auga með brennunni okkar!“ Og svo héidu þeir ótrauðir áfram að bera í kestina. Dregið í köstinn. Það er ekki að sjá að kuldinn bíti þessa hressu brennustráka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.