Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972 Hringt eftir midncetti M.G.EBERHART og Cal. — Nei, það mundi hún aldrei gera. Ég treysti Blanehe fullkomlega. Er það rétt, að þú ætlir aftur til borgarinnar? Þú mátt ekki fara. Ég þarfnast þín. Þú ert mín fjarverusönnun. — Ef út í það er farið, sagði Jenny þurrlega, þá ert þú lika mín sönnun. — Já. En þessi lögreglumaður er eitthvað að tala um vitorð. Erum við að vernda hvort ann- að? Hvað liggur að baki þessu? Hann kom með alls konar spurn ingar ■— hve langt væri síðan ég hefði hitt þig? Hvers vegna ég fór að senda eftir þér? Sá ég nokkurn tima eftir þessurn skiln aði okkar? Þannig spurði hann í þaula. Og ef hann getur gert það, hugsaðu þér þá, hvað sak- sóknarinn gæti spurt um. -— Ég held ekki, að nærvera mín hér geti orðið þér að neinu gagni. — Hvað gengur eiginlega að þér, Jenny ? Þú ert svo ólík sjálfri þér. Það er eins og þú viljir hefn® þín á mér fyrir að giftast Fioru. Er þetta hefnd? Nú, það gef ég auðvitað ekki láð þér. Allt sem ég vil gera er að sættast við þig. Ég hefði ekki átt að fara með þig eins og ég gerði, Jenny — skilja við þig og allt það. Ég iðrast þess. Og hef alltaf iðrazt þess síðan það gerðist. — Nei, hættu þessu. Þetta var einmitt það, sem hún vildi hafa sagt, en bara ekki hér eða nú. Pétur greip fast í hendur hennar. — Þú ætlar að standa með mér, er það ekki ? Hún losaði sig. — Vitanlega. Ef þú átt við þetta með fjar- verusönnunina. Enginn getur sagt, að við séum bæði að ljúga. — Jú, það sagði nú lögreglumað urinn einmitt. — En við vitum sannleikann, Pétur. — Góður saksóknari mundi tæta framburð okkar sundur í tætlur. — Hvernig? — Það veit ég ekki, en hann mundi að minnsta kosti gera sitt bezta til þess. — Gefðu lögreglunni umhugsun artíma. Þetta gerðist nú br.ra í gærkvöldi. Hún hefur ekki haft nægan tíma til þess að .. . — Þeir eru nú þegar búnir að hamast I okkur öllum. Bók- staflega gengið í skrokk á ökk- ur, sérstaklega mér. Ef þú stend ur ekki með mér, Jenny —- ég á við varðandi þessa fjarveru- sönnun — þá . .. — Auðvitað stend ég við það. Það er ekki nema sannleikur. —- ,Já, en . . . Jenny. Ég hef séð svo eftir þessu. Alltaf! Ég hef saknað þin svo mikið . . . — Segðu þetta ekki, sagði hún hvasst. Bláu augun í Pétri urðu ís- köld. — Ætlarðu að snúast gegn mér? — Nei, það hef ég alls ekki hugsað mér. Hann dró andann djúpt og sagði með festu: — Ég vil fá þig aftur. Hann rétti anmana til hennar, og án þess að ætla sér það, hörfaði hún frá honum, og bak við legubekkinn. Og í sama bili datt henni i hug: Ég er ná- kvæmlega jafn íhaldssöm og Blanche. Ég er ekki með sjálfri mér síðan Fiora var myrt, á hræðilegan hátt. En Pétur hafði lika fengið taugaáfail. Hann vissi ekki, hvað hann var að segja, heldur það eitt, að hann þarfnaðist hennar. Blanche var nú komin í dyrn ar og sagði? — Han-n Cal er að fara aftur til borgarinnar. Cal kom inn og Blanche á eft- ir honum. Jenny vildi eldd horfa á Oal, því að hann var al'ltaf of glöggskyggn. En Cal sagði: — Viltu, að við förum? Pétur leit á hann eins og við- utan. — Ég er að tala við Jenny. — Já, það heyrði ég sagði Cal. — Ég gat ekki annað en heyrt til ykkar. En ef ég á að segja skoðun mína, Pétur, þá eru tak- mörk fyrir öllu velsæmi. — Hvað árttu við með því? sagði Pétur kuldalega. — Æ, í guðs bænum, Pétur, þú veizt fuilvel, hvað ég á við. Vertu ekki með nein látelæti. — Látalæti? sagði Pétur og enn kuldalega. — Já, það voru mín orð. Ferðu aftur til borgarinnar, Jenny? Ef svo er, skal ég flytja þig. — Ég vil, að þú verðir kyrr, sagði Pétur einbeittlega. — Ég bið þig, Jenny .. . Cal stakk höndum í vasa og gekk til dyra. — Verið þið fljót að ákveða ykkur, sagðd hann yf ir öxl sér, um leið og hann hvarf. Jenny gekk áleiðis að dyrun- um. — Ég verð að koma aftur á mánudaginn vegna réttarhalds- ins . . . — Réttarhaldsins? sagði Pétur og stundi við. H&np greip i axl- ir hennar og hringsneri henni að sér! — Æ, Jenny, mér var alvara með það, sem ég sagði og mér er sama hver heyrir það. Hún losaði sig, og næst- um hljóp upp á loft. Cal var þar i herberginu sínu að fleygja fer angrinum í töskuna. — Ég verð tiibúin eftir fimm mínútur, sagði Jenny. — Ég skal taka bílinn út. — Kemurðu ekki aftur, Cal? — Til hvers ætti ég að gera það. — Hvað eigum við að gera varð- andi Pétur? — Hvað getum við gert? —- Hann þarfnast þín. Þú ert bezti vinur hans. Cal vöðlaði saman jakka. — Vöðlaðu honum ekki svona saman Cal. Brjóttu hann held- ur, sagði Jenny i einhvers kon ar örvæntingarofsa. Hana nú. Ég skal gera þetta fyrir þig. — Þakka þér fyrir. En ég hef lengst af bjargað mér sjálfur með þetta. Ef þú ætlar að verða mér s&mferða, er þér betra að flýta þér að ganga frá dótinu þínu. Hann sneri sér við til að taka yfirfrakka, en sagði um öxl sér: — Þú átt ekki m-ikið á hættu. Pétur kemu-r áreiðanlega hlaupandi á eftir þér. — Cal! — Ég heyrði nóg af þe-ssu ást- arhjali ykkar áðan. Ég hélt ekki, að þú ættir þetta til. — Hvað áttu við? — Ég sagðist hafa heyrt til ykkar. Þú vilt ná í Pé-tur aft- ur. Vitanlega var þetta ekki staður né stund til þess. En samt hélt ég ekki, að þú yrðir svona aðgangshörð. Það er ljótt að segja það, en það er líka Ijótt að .. . — Þetta er vitleysa í þér. -— Þú veizt það sjálfsagt bezt, sagði Cal. Ég er tilbúinn. Þú verður að flýta þér — ef þú þá ætlar að fana. Þarna stóð stór rauður vasi á borði, en Jenny stóðst freisti-ng- una að kasta honum og gekk út. En svo hugsaði hún: Var ég virkilega aðgangshörð . . . ? Hún velti þvi fyri-r sér, hversu mikið Cal og Blanche hefðu heyrt. En rödd Pét- urs hafði verið sterk og einbeitt. Hún stóð andartak og virti fyrir -sér ges-taherbergið og hugsaði ti-1 Fioru. Veslings Fiora, sem hafði grobbað svona af ríka manninum sin-um: „Komdu inn í fataherbergið mitt — þrjár loðkápur." Eitthvert þrusk úti fyrir glugganum vekti efti-rtekt henn ar. Það var enn dumbungsveð- ur. Sundið var jafnkyrriátt og himinninn og það var háfjara. Lögregluimennimir voru eitt- hvað að sn-uðra innan urn fjöru- steinana og skeljah-rúgurna-r. Meðan hún var að horfa á þetta, beygði ann-ar þeirra sig snögg- lega niður og tók upp eitthvað, sem liktáist mest slyttisleg- um, svörtum höggormi. í þýðingu Páls Skúlasonar. 8. kafli. Samt var þetta alls eldd höggormur. Báðir mennirnir litu á það og skýld-u þvi svo bak við sig, en það var ekki högg- ormur. Hvað sem það kynni að vera, þá minnti það hana helzt á svarta sokldnn, sem hún hafði fundið í eldhúsin-u, rétt áður en Fiora var myrt. Hún sá það fyr- ir sér, þegar Pétur tók sokkinn upp, kseruleysislega og fleygði honum á s-tól. Hún gat nú ekki verið alveg viss um, að þetta sem mennirnir voru með, væri sokkurinn. Það gæti verið kað- all eða hvað sem væri. Lögreglu mennirnir virt-ust stín-ga saman nefjum stundarkom, en svo hlupu þeir út að öldubrjótnum, sem lá út eftir tanga, er var hálf ur í hvarfi br.k við grenitré. Hún þekkti vel sjávarföllin á þessum slóðum. Því hvað, sem fleygt vseri í sjóinn, mundi skol ast á land aftur á næsta flóði. En svartur sokkur. Hún hugs- aði með sér, að ekki hefðd Fiora verið kyrkt. Hún vildi ekki hugsa um Fioru. Hún leit niður á garðhjallann. Hellumar þar voru voter og dökkar. En það var þegar farið að grænka í g-arðinum. Cal kallaði ti-1 hennar utan úr dyrunum: — Ég er farinn að bíða eftir þér. — Fyrirgefðu. Ég skal ekki verða meira en fimm minútur. Hún flýtti sér að ganga frá því litla, sem hú-n hafði haft með sér. Guli sloppurinn minnti hana óþarflega mikið á. það, þeg ar hún var að tala við Fiom, og henni hafði þvert gegn vilja sinum — verið farið að verða hlýtt til Fioru, og hún hafði vorkennt hen-ni. Nei, hún má-ttí ekki hugsa um Fioru. Hún tók upp kápuna sína og handtöskuna, en stanzaði við dyrnar til þess að virða enn einu simni fyrir sér herberg ið, og samt langaði hana ekki til r.ð sjá það aftur. Það eitt var víst. Hún vildi aldrei oftar koma inn í þetta hús. í heilt ár hafði það dregið hana að sér eins og velvakandi Velvakand: svarar i síma •10100 frá mánudegi ti! föstudags ki. 14—15. • Ömurlegir þættir í jóladagskrá Elín Jósefsdóttir, Háfnarfirði, skrifar: „Vonandi er íslenzka þjóðin eigi ennþá svo heillum horfin, að hún sitji þegjandi undir þeirri forsmán, sem henni var boðið upp á í formi útvarps- þátta nú um þessi jól. Vil ég fyrir mína hönd og margra annarra harðlega mót- mæla slíkum efnisflutningi, og víta þá, sem beint eða óbeint hafa staðið að slikum þáttum. Hafi landsmenn ekki gert sér Ijóst áður, hve markvisst er nú unnið að því, að afkristna þessa þjóð með þeim ráðum, sem tiltæk eru, þá hlýtur það að vera lýðum ljóst eftir þessa síðustu daga. Á sjálfan jóla- dag er fluttur þáttur frá Nor- egi, þar sem tveir Islendingar eru á ferð til þess að safna efni til jólaflutnings í útvarp fyrir okkur þessar aumu sálir, sem hér búum við nyrztu höf. Vandi mikill virðist vera á höndum og ekki dugir annað minna en komast í samband við sjálfan kölska, til þess að biðja hann liðsinnis. Þegar hér var komið þessum þætti skal ég jóta að ég notaði mér það ráð að skrúfa fyrir tækið á heimili mínu. En sagan er ekki öll sögð. Á annan dag jóla gerist það í skemmtiþætti, sem nefndist: „Undir jólastjórn", að fólki er svo freklega misboðið að lengi mun þurfa að leita eftir öðru eins. Hvergi örlaði á gleðigjafa. Ýmist þóttust menn þessir í síma hafa tai af sjálfum frels- aranum, sem kristnir menn helga jólahátíðina, eða þá að þeim tókst, að því er virtíst ekki verr, að ná tali af sjálf- um djöflinum, á svipaðan hátt. Auk þessa var svo bætt við sóðalegum og klúrum atriðum, sem sagt ekki borin virðing fyr ir nokkrum hlut. Ekki almætt- inu sjálfu, ekki landslýð og kannski sízt fyrir sjálfum sér. Hafi þeir skarpa skömm fyrir. Á jólunum 1972, Elín Jósefs«lóttir.“ • Passíusálmar í sjónvarpi Iiunnvcig Trvgg\adóttir skrif ar: „Ég þykist mæla fyrir munn margra, er ég beini eindregn- um tilmælum til þeirra, sem völdin hafa um efnisval ríkis- útvarpsins, að íslenzka þjóðin fái að hlýða á þá stórkostlegu menningararfleifð sína, sem Passíusálmar Hallgrims Péturs sonar eru, jafnt í sjónvarpi sem hljóðvarpi. Lestur þeirra í hljóðvarpi ein göngu, hygg ég að fari fyrir ofan garð og neðan hjá flest- um sjónvarpsáhorfendum. Virðingarfyllst, líannveig Tryggvadót-tir.“ • Draugagangur í kvikmynd Eva Þórðardóttir, Akurgerði 41, hringdi. Sagðist hún hafa farið með börn sín í Hafnar- bíó til þess að sjá kvikmyndina „Scrooge“, sem heitir á is- lenzku „Jóladraumur". Mynd þessi er auglýst sem „mynd fyrir alla fjölskylduna". Eva sagði, að þrátt fyrir það, að myndin væri mjög vel gerð eftir sögu, sem væri listaverk, teldi hún mjög vafasamt að auglýsa hana sem mynd fyrir alla fjölskylduna; óhugnanleg atriði með mögnuðum drauga gangi væru í myndinni og fannst henni, að lítil börn ættu ekki að sjá hana, a.m.k. væri sjálfsagt að taka fram í aug- lýsingu, að í myndinni væri sýndur draugagangur. Velvakandi hafði samband við Óskar Steindórsson í Hafn arbíói. Óskar sagði, að ekki hefði þótt ástæða til þess í upp hafi að taka sérstaklega fram um einstaka þætti í efni mynd- arinnar, en sjálfsagt væri að gera það úr því að þess væri óskað. • Ánægjuleg „Kvöldstund í sjónvarpssal“ Sigurjóna Jakobsdóttir hringdi og bað Velvakanda um að koma á framfæri þakklæti fyrir sjónvarpsþátt, sem Ríó- tríóið hafði umsjón með og fluttur var á jóladagskvöld. Sagði Sigurjóna að þáttur- inn hefði einkennzt af hátt- prýði og snyrtimennsku, en sér fyndist slíkt nú orðið heldur fátítt; þess vegna væri sérstök ástæða til þess að hafa orð á þessum þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.