Morgunblaðið - 04.01.1973, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.1973, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1973 „Ekki má ganga á rétt áhorfandans“ Rabbað við Hrafn Gunnlaugsson f KVÖLD verður frumflutt í útvarpinu leikritið Teódór Jónsson gengur laus, eftir ungan höfund Hrafn Gunn- laugsson, sem leggur stund á leikhúsfræði við háskólann í Stokkhólmi. stakt nýmæli með leikritinu? „Öllu gamni fylgir nokkur alvara, en þó fer viðs fjarri að leikritið beri fólki nýjan sannleik — hvorki stóran né smáan. Ég er aðallega að gera tilraun með þá möguleika, sem útvarpstæknin býður upp á. Og svona í leiðinni reyni ég að fá fram eitthvað broslegt.“ Nú er stundum kvartað yfir því í lesendadálkum blaðanna, að útvarpsleikritin séu gjarn í dagskrá er leikritið kal'l- að farsi fyrir hljóðnema. Höf- undurinn er sjálfur leikstjóri og er þetta í fyrsta sinn sem hann stýrir leikriti í útvarpi. Að vísu er hann ekki með öllu ókunnur útvarpinu, því hann hefur verið þar með ýmiss konar þætti síðastliðin sumur. Má geta þess að Hrafn er einn af höfundum Útvarps Matthildar sem ýmsir kann- ast við. f fyrra var Hrafni Gunn- laugssyni veitt viðurkenning í leikritasamkeppni, sem Leik félag Reykjavíkur efndi til í tilefni af 75 ára afmæli þess. Við náðum tali af Hrafni, þar sem hann var að leggja síð- ustu hönd á Teódór vin sinn jjónsson í leikMstarherbergi útvarpsins. „f upphafi stóð ekki til að þetta yrði leikrit. Hugmynd- in var að setja saman sprell, en þegar ég var að vinina að hugmyndinni byrjaði hún að rúlla eins og snjóbolti niður hlíð og hlaða utan á sig. Per- sómurnar áttu í fyrstunni að vera fáar, en þær taka fljót- lega að afla sér vina og kunn- ingja, sem fylgdu þeim eftir gegnum verkið. Að lokum fór svo, að ég hafði skrifað texta, sem var miklu skyldari leik- riti en þeim þáttum, sem ég hef föndrað við áður.“ Hrafn Gunnlaugsson með tæknimönnunum Sigurði Ingólfssyni Ertu að boða eitthvert sér- og Friðrik Stefánssyni. an þunglamaleg, sumir segja leiðinleg. Ert þú sammáia þessiim hlustendahópi, sem þannig skrifar? „Ég hef verið við nám er- lendis sl. fjóra vetur, og get því lítið um þetta dæmt. Hins vegar held ég, að mörgum góðum leikhúsmanni hér heima hætti um of til að gera lítið úr försum og góðum gam anleikjum. Það hefur sýnt sig, að áhorfendur eru á öðru máli og vilja gjarnan fá upp lyftingu í okkar langa skammdegi. Gamanleikir eru sízt minni list en harmleikir, og kannski eru það einmitt beztu verkin, þar sem þetta tvennt er ofið saman.“ Fjölmargir halda því fram, Hrafn, að leikhús eigi að vera pólitiskt og berjast fyrir á- kveðnum skoðunum? „Leikhús er í eðli sínu allt af pólitískt, svo fremi sem það fæst við samtíma vanda- mál. En leikhúsi, sem breytt er í ræðupall, þar sem ein- göngu predikanir eiga sér stað, er ekki lengur leikhús. Leikhús er kveikur, sem sækir eldsneyti sitt í ímyndunar- afl áhorfandans. Það er til vegna áhorfandans, og á að rækta og aga smekk hans, en áhugi leikhúsgestsins á um leið að eiga þátt i að móta stefnu þess. Það leikhús sem gengur aligerlega á skjön við áhorfandann, getur ekki búizt við að hafa mikil áhrif. Þegar talað er um ákveðnar stefnur, þá er ég alltaf dálítið hraedd- ur við fólk, sem hefur fundið Stórasannleik, trúir á hann einan og dæmir allt ann að út frá honum. Sá sem leit- ar stöðugt er miklu liklegri til að gera sér óbrjálaða mynd af því, sem á vegi hans verður. Á síðari tímum hefur það færzt í vöxt, að menn fáist við vandamál samtímans á leik- sviði og er það lofsvert. Þetta má hims vegar gera á svo margan hátt Það er varasamt að falla í einn farveg og stefna í öl'lum verkum sínum að sama ósi. Tízkufyrirbriigði koma og fara. Fyrir fáum ár- um töldu margir leikhúsmenn að hópvinnuleikritun væri það sem koma skyldi, en í dag hafa flestir misst trúna á því formi og t.d. i Svíþjóð er hóp vinnuleikhúsið á undanhaldi. Það er trúlegt að stórum hópi snjallra skálda hefði í sam- einingu ekki tekizt eins vel að yrkja Gunnarshólma eins og Jónasi einum. — Hins veg ar er samvinna við uppfærslu leiikrita fyrir öllu. Sviðsetn- ing byggist á náinni og gagn- kvæmri samvinnu, eða eins og góður maður orðaði það; sá maður sem ætlar sér að ná árangri í leikhúsi, en hafnar allri samvinnu, ætti að ein- skorða sig við brúðuleikhús." Hvað segirðu mér af Klám- sögu af sjónum, leikritinu sem Leikfélag Reykjavikur veit-ti viðurkenningu fyrir ári. Hefur það orðið skúffimni að bráð? „Skemmtideild Sjónvarps- ins vinnur nú að umdirbún- ingi á upptöku Sögunnar. Ég hef fylgzt nokkuð með sam- lestrum eftir því sem ég hef tíma til.“ Hvað geturðu sagt mér um leikritið? „Þetta er einþáttungur með tveim persónum og gerist um borð í flutningaskipi á leið til fslands. Ramminn er hinn lok aði heimur skipsins á hafinu, þar sem allt getur gerzt. Ann ars hef ég ótrú á því að höf- undur lýsi um of verki sínu annars staðar en í því sjálfu. Með þvi gengur hann á rétt áhorfandans sem á sjálfur að nálgast verkið úr þeirri átt sem honum þóknast.“ Hver stjórnar uppfærslunni í Sjónvarpinu? Framhald á bls. 23. Leikfélag Reykjavíkur: FLÓ Á SKINNI Höfundur: Georges Feydeau Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd og bún.: Ivan Török í HINIJM þýzkumælandi leik- húsheimi var það haft á orði meðal leikhússtjóra, sem voru að komast í krögigur, að „franska ruslakistan sviki aldrei“. Og það var víst orð að sönnu, hinir meistaralegu smiðir hraðrar og nægilega yfirborðslegrar at- burðarásar möluðu og mala emn gull fyrir afþreyinigarleikhúsið. Feydeau hefur sennilega nokkra sérstöðu meðal þessara góðu manna, hann skrifaði víst ein- göngu hláturleiki, en þótt hann hafi lengi verið að eru það að- eins örfáir, sem enn eru leiknir. Einn þeirra hefur L.R. nú tekið til sýningar. Hláturleikir eru ekki auðveldir í leik, þeir krefj- ast hraða, nákvæmni og skýrrar framsagnar. Leikarar L.R. upp- fylltu alilir þessi skilyrði með prýði. Okkar unga leikhús vantar enn þýðingar á ýmsum orðum og húgtökum, sem föst eru orðin i öðrum mál'um fyrir lömgiu, eitt slíkt er orðið Charge: ýkt leik- túlkun, lítið hlutverk dregið nujög skýrum dráttum. Mörg hJiutverk þessa leikrits eru þess- arar tegundar og tókst leikur- unum öllu,m skemmtiLega að teikna þessar einföldu en skýru myndir. Þorsteinn Gunnarsson var kostulegur sem hinn holgóma ástr-ögur Antxwnette Hrafnhild- ar Guðmutnidsdóttur, sem tók sig mjög vel út i svörtum kjól þjón ustustúlkunnar og ekki síður í svörtu korseletti léttúðugu frú- arinnar á karlmannaveiðum á Hótel Kisulóru. Kokkállinn, eiig- inmaðurinn gerði þetta allt mjög skiljantegt hvort sem það var endilega nauðsynlegt eða ekki, en hann lék Kjartan Ragnarsson í skemmtilegum uppsnúnum stíl. Enn yfirspenntari og bros- legri var morðóði Spánverjinn, sem Helgi Skúlason lék og tókst að gera hágírun hans og læti mjöig eðlileg og sjálifsöigð. önnur persóna sömu tegundar er Bret- inn, sem Guðmundur Pálsson lék, lífleig og snörp mynd í ein- faldleik sínum. Aðstandendur hótelsins eru ekki að sama skapi skopmyndir en þeir fengu svip og Iif í tútkun þeirra Guðrúnar og Helgu Stephensen og Jóns Hjartarsonar. Lifandi húsgögn hótelsins, Baptistin Brynjólfa Jóhannessonar og Poche Gísla Halldórssonar voru mátulega brjóstumikennanlegar manneskj- ur til að krydda þennan létta rétt. Af stærri hhitverkum ber fyrst að nefna húsbóndann, sem Gisli Halldórsson lék. Ef til vill er túlkun hans eilítið þunglamaleg í byrjun og á stundum verður yfirsvipur persónunnar örlitið karlalegri en ástæða væri til og þvi myndin kannski ekki alveg eins lífleg og skýr og skyldi, en hér er aðeins um blæbrigði að ræða, yfirleitt voru vinnubrögð leikarans hreinleg og til sóma utan hvað hann ofkeyrði í fram- kallinu. Borgar Garðarsson gaf ágæta og trúverðuga mynd af laglegum ungum manni og áhugasömum kvennabósa. Lækn inn lék Steindór Hjörleifsson hressileiga. Frúmar i leikritinu, sem eru auðvitað ímynd dyggð- anna og festunnar léku þær Guðrún Ásmuindsdóttir og Helga Bachmann. Kannski hefði þeim átt að þykja Hótel Kisulóra ívið hryililegri staður en þær sýndu í túlkuninni og á það kannski frekar við frú de Histangua. Feydeau má leika á ýmsa vegu, en heppilegasta leiðin er uggliaust sú, að finna léttasta skoptóninn, sem hverri þjóð er eigiinlegiur og reyna að halda hon um nokkuð jöfnum og láta hann lyfta verkinu nóigu langt upp úr hversdagsgrámanum eins og hver þjóð kann bezt við. Mér sýnist Jóni Sigurbjömssyni hafa tekizt að finha þann tón, sem okkur hæfir og það er von rrnín að sýningín „sjúskist“ ekki, þ.e. verði breiðari, hægari og gróf- ari með tíinanum. Skopið má ekki ýta leikhúsgestum með átaki frá einni hlátursrokunni til annarrar, heldur á það að hlaupa léttilega á undan þeim, koma þeim í létta vímu, sem læt ur þá svífa frá einni hliáturs- öldunni til annarrar. Léttleiki, svif, hraði, það þarf allt að hald- ast áfram til þess að sviðsetning in haldist ósvikin eins og kampa- vín í vellokaðri flösku. í þessu sambandi dettur mér í huig, að það væri ekki óhollt ef gagnrýnendur skryppu stund- um á aðrar sýningar en frum- I sýninigar og segðu svo frá reynslu sinni, í þessu tilfelli, stuðluðu að því að kampavíns- hlaupið með flórsykurskreyt- ingunni yrði ekki að pipruðum plokkfiski. Umgjörð þessa létta leiks hef- ur Ivan Török gert með miklum ágætum. Sviðin tvö hafa mjög andstætt andrúmsloft eins og vera ber, en blær þeirra begigja skýr og um leið léttur, litfagur og skemmtil'egur. Þýðing leikhússtýrunnar er létt og lipur og þá allt fengið, sem hér þarf til fyrir mikinn sökksess! Þorvarður Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.