Morgunblaðið - 04.01.1973, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.01.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1973 17 KLÍNU PÁLMADÓTTUR EFTIR „Nýtt á fjárlögum. Heilar 10 millj- ónir til dagvistunarheimila". Þetta er fyrirsögn úr Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum. Og fjallar fréttin um „stórkostlega stefnubreytingu“, sem fóstra og kennari talaði um í sama blaði skömmu áður. Stórkostlegt! Þessar 10 milljónir eiga nefnilega að verða þátttaka rík isins í byggingu dagvistunarstofnana á nsesta ári. Og ekki bara byggingu, heldur líka í rekstri þeirra. Og hér er ekki aðeins verið að hugsa um dag vistunarheimili i Reykjavík, heldur öll slik heimili á öllu landinu. Að vísu koma þessar 10 milljónir aðeins til útborgunar, ef lög um stuðning ríkisins við slikar fram- kvæandir verða sett á árinu og reglu- gerð gefin út. Þar er átt við frum- varpið til laga um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagheimila. Þetta sem kom fyrir alþingi snemma í vetur og auðvitað var ekki sam- þykkt fyrir jól — ekki á undan fjár- lagafrumvarpinu. Þó það nú væri. Þá hefði þurft að taka þetta allt í al- vöru. Ennþá gæti þó svo farið að flytjendur láti jafnvel sam- þykkja frumvarpið og þá komi þess ar 10 milljónir til dagvistunarstofn- ana. Þá verður nú munur að lifa hitt árið. Líklega koma mun fleiri börn- um sínum í dagvistun en annars hefði orðið. Og hvað er nú hægt að gera við þetta fé. Það ætti að koma að góð- um notum. 1 fyrsta lagi á að greiða með því 50% af byggingarkostnaði dagvistunarheimila og 25% af bygg- ingarkostnaði leikskóla, á móti sveit arfélögunum. Hvernig ætli sé nú hægt að skipta þessu til þeirra þarfa? Næg eru verkefnin. Reykja- vikurborg ein ætlar að leggja yfir 60 milljónir til byggingar dagheim- ila og leikskóla á næsta ári. Ekki er nú mikið hægt að fá fyrir það. Síðasta dagheimili við Blöndubakka kostaði einar 28,4 milljónir. Leikskól arnir síðustu hafa kostað um 13 millj ónir. Reiknað er með kostnaðarverð á einni samstæðu — þ.e. leikskóla og dagheimili — sé yfir 40 milljón- ir, og á eftir að hækka á árinu. Reykjavikurborg tókst ekki að taka í notkun nema eitt dagheimili i Breið holti og 3 leikskóia, i Fossvogi, Breiðholti og Laugarnesi, á s.l. ári, þrátt fyrir 50 milljón króna framlag til bygginga dagvistunarstofnana. Svo vissulega verður gott að fá helm ing í viðbót til dagheimila og fjórð- ung til leikskóla frá ríkinu til hrað ari uppbyggingar þessara þörfu stofnana. Það verður væntanlega tek ið af þessum 10 milljónum — ef frum varpið verður samþykkt auðvitað! En þessar 10 milljónir eiga að gera meira gagn. Með þeim á að greiða niður allt að 30% af reksturskostnaði dagheiim'ila. ogaRt að 20% af rekstnrs kostnaði leikskóla, samkvæmt frum varpinu. Halli dagheimilanna og leik skólanna í Reykjavík er ekki áætl- aður nema eitthvað um 48 milljón- ir á næsta ári. Það ætti þvi svei mér að koma sér vel að fá alla þessa nið- urgreiðslu á móti frá rikinu — af 10 milljónunum — þvi með hverju nýju heimili hækkar auðvit- að upphæð niðurgreiöslunnar. Auðvitað er ekki í frumvarpinu ætle.zt til þess að allt þetta fé fari til Reykvíkinga einna. Þessi fjárveit ing er ætluð öllum dagvistunahstofn- unum á öliu landinu. í greinargerð með því er talið að utan Reykjavík- ur séu ekki færri en 20 dagvistun- arstofnanir og í Reykjavík 10 dag- heimili, 2 skóladagheimili og 11 leik- skólar. Svo að allt upp undir helm ingur af 10 milljónunum ætti að fara út á land. Ekki get ég almennilega fengið dæmið til að ganga upp. En ég er heldur enginn snillingur í reikningi. Ég verð raunar að játa það, að ég hefi heldur aldrei skilið hvern- ig einu sinni voru mettaðir 5000 menn með 5 brauðum og tveimur fisk um. Hefi það bara fyrir satt. Kannski þeir, sem útdeila 10 milljón krónunum, trúi bara líka. Eða hafi kannski fundið leyndardóminn. Ann ars hefðu þeir visu menn varla far- ið að hafna tillögu um 10 milljónir i viðbót, sem Auður Auðuns bar fram. Þetta er svo sannarlega ekki bara „breyting á hugarfari". Það hlýtur nánast að vera kraftaverk. Og á kraftaverkið trúa hvorki meira né minna en 27 þingmenn stjórn- arflokkanna, því þeir höfnuðu allir með handauppréttingu þörfinni á að hækka framlagið til barnaheim ilanna — alllir nema Björn Jónsson. En hann stendur nú líka eins og verkalýðurinn með fæturna á jörð- inni. En af því að ég er nú ein af þess- um leiðinlegu, vantrúuðu manneskj- um, sem á stundum bágt með að trúa á æfintýri og kraftaverk, þá fór ég að líta nánar i þetta dýrmæta frum- varp um hlutdeild ríkisins í bygg- ingu og rekstri dagvistunarstofnana, sem liggur og biður sambykktar í þinginu. Og svei mér ef ég þóttist ekki koma auga á hluta af lausninni á kraftaverkinu. Þetta er kannski ekki eins flókið og sýnist. Það má nefnilega lækka ríkisframlagið til byggingar dagvistunarstofnana í raun með vissum ákvæðum, sem þarna er að finna. Galdurinn er sá, að greiða rikis- framlagið „miðað við upphaflega kostnaðaráætlun", og láta svo nægi- lega langan tíma líða frá þvi fyrsta áætlun er gerð um að reisa slíka stofnun og þar til á að borga fram lasrið. Þettá er býsna snjallt i landi, þar sem byggingarkostnaður hækk- ar oftast um 30% á ári hverju. Sam kvæmt þessum tilvonandi lög- um á fyrst að senda beiðni um að fá að reisa og/eða reka dagvistunar heimili til menntamálaráðuneytisins, sem lætur rannsaka umsókn og gögn, og samþykkir síðan eða gerir athuga semdir um hverju þurfi að breyta. Fáist samþykki, þá má aðili leggja fram uppdrætti og gögn varðandi alla undirbúningsvinnu til samþykkt ar, líka hjá ráðuneytinu, sem gerir athugasemdir, ef þvi finnst eitthvað á skorta og krefst lagfæringa. Samt er ekki heimilt að byrja á bygging- unni að þessu loknu, ekki fyrr en fé hefur verið veitt í fjárlögum og fyrir liggur skriflegt samþykki menntamálaráðuneytisins. Annars fellur stofnkostnaður ríkissjóðs nið- ur. Eftir að þingið hefur nú líka Framhald á bls. 19. Baldur Guðlaugsson: Islenzkar eftirlitssveitir? Óraunhæf tillaga Alþýöuflokksins ÞINGMENN Alþýðuifl'okksins lögðu nú í haust fram á Al- þingi tillögu til þingsályktun- ar þess efnis, að Alþingi álykti að fela rikisstjórninni 1) að láta rannsaka, hvort ísland geti verið óvopnuð eftirlits- stöð í sambandi við það örj'gg isbandalag, sem landið er að- ili að, en siðar meir á vagum Sameinuðu þjóðanna, og 2) að rannsaka hvort íslendinigar geti með fjárhagslegri þátt- töku bandalagsins komið upp sveit fullkominna, en óvopn- aðra eftirlitsfluigvéla, svo og nauðsynle.gum björgunarflug- vélurn, og tekið við þessum þýðingarmesta hluta af verk- efni varnarliðsins og stjórn vamarsvæðanna. Þingisályktunartillagan er rei®t á þeirri forsendu, að tæknibreytingar síðustu ára hafi valdið þvi, að hernaðar- leg þýðing íslands felist nú að langmestu leyti í eftirliti með siglingum í og á hafinu milli Grænlands, íslands og Fær- eyja. í greinargerðinni segir, að meðan hlutverk varnarliðs ins hafi verið að mestu vopna burður, hafi ekki komið til mála, að íslendingar tækju við því. Nú krefjist megin- hluitverk varnarliðsins, eftir- litsfliugið, ekki vopnaiburðar. Þess vegna sé varpað fram þeirri spumingu, hvort ekki nægi að hafa hér vopnlausa eftirlitsstöð, en íslendingar taki að sér eftirlitið. Flutnings menn tillögunnar leggja áherzliu á, að Allþýðuflokkur- inn hafi ekki breytt grund- vallarstefnu sinnd í vamar- málum og telji óraunhæft, að varnarliðið hverfi frá íslandi, án þess að eitthvað komi i staðinn. Tillagan er sögð hvíla á huigleiðingum um leið- ir til breytingar á skipan varn armála — leiða, sem íslend- ingar gætu e. t. v. til fram- búðar unað betur við en nú- verandi ástand. Utanrikisráð- herra sagði í uimræðum um tillöiguna, að sú tilihögun sem hún gerði ráð fyrir, að rann- sökuð verði, yrði auðvitað at- huiguð i sambandi vi'ð fyrir- hugaða endurskoðun varnar- samningsins. Ég get ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um þessa tillögu Alþýðuflokks- ins. Að mínu áliti er hún óraunhæf af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi gengur hún aigjörlega á snið við þann til- gang varnarliðsins sem eru beinar varnir landsins sjálfs og í öðru lagi miðar hún við, að íslendiragar taki við störf- um sem þeim eru um toegn og pólitískar forsendur skort ir til að þeir geti annazt í fyrirsjáanlegri framtíð. Lit- um ögn nánar á hvort tveggja þessara atriða. Hlutverk varnarliðsins er tvíþætt. Annars vegar að verja ísland fyrir utanaðkom- andi íhlutun eða innrás og hins vegar að taka þátt í eft- irlits- og gæzlustarfi Atlants- hafsbandalagsins á Norður- Atlantshafi, sem stuðlar vit- antega að vissu jafnvægi á hafsvæðunum og dregur þar með úr líkunum á utanað- komandi afskiptum af málefn um íslands og eru þessir tveir þættir því tengdir órofa bönduim. í varnarliðinu á Keflavikur flugvelii eru nú um 3400 manns. Ljóst er, að sá fjöldi nægir engan veginn til þess að verja landið, ef á það yrði ráðizt. Til þess þyrfti tuigþús- undir manna. En styrkurinn af' veru varnarliðsins er sá, að huigsanlegur árásaraðili gengur ekki að því gruflandi, að árás á landið er jafnframt yfirlýsing um stríð á hendur Bandaríkjunum vegna þátt- töku þeirra í vörnum þess. Sú vitneskja orkar mestu til að hindra að nokkur aðili ráðist á landið, sbr. viðhorf annarra Evrópuríkja, varðandi trygg- inguna af áframhaldandi veru bandarísks herliðs í Vestur- Evrópu. — En færi svo samt sem áður, þá miðast þjál'fun varnarliðsmanna við það að veita það viðnám sem við yrði komið í \ipphafi inn- rásar og tryggja jafníramt viðhlítandi undirbúning undir að taka á móti liðsauka. Þings ályktunartilliaga Alþýðu- flokksins er haldin þeim aug Ijósa annmarka, að hún horf- ir hreinlega fram hjá þessum mikilvæga þætti í örygigismál unum, þ.e. beimum vömum landsins sjálfs, og einskorð- ast við fjarlægari fleti máls- ins, þ.e. viðhald eftirlits- og öryggiskerfis Atlantshafs- bandalagsins, sem vissulega er okkur í hag sem öðrum bandalagsþjóðum, en þeim síðamefndu þó máski öllu frernur ef eftirlitsstörfin Biildur Giiðlaugsson tengjast ekki beinum vörnum í landinu sjálfu. Jafnvel þó að menn kjósi að horfa fram hjá þessum atr iðum er sagan ekki nema hálf sögð. Hvaða starfsemi er það eiginlega, sem þingmenn AI- þýðuiflokksins ætia íslending um að taka í sínar hendur? Þegar stofnað var til Atl- antshafsbandalagsins á árinu 1949 voru yfirráð Breta og Bandaríkjamamna á Norður- Atlantshafi algjör og mótaðist öryggismálastefna Evrópu og Atlantshafsbandalagsins ekki hvað sízt Dana, íslendinga og Norðmanna að nokkru af þeim aðstæðum. Hornstei.nn öryggismálastefnu þessara landa hefur alltaf verið sá, að á ófriðartímum bærist liðs- auki austur yfir hafið. Með- an bandalagsþjóðirnar voru allsráðandi á hafinu lék eng- inn vafi á um trúverðugleika þessarar stefnu. En nú er breytimg á orðin. Sovétríkin hafa á síðustu árum ráðizt í stórfellda upp- byggingu Rauða flotans. Sovézku herskipin eru af nær öllum gerðum og hin fuli- komnustu. Rauði flotinn skipt iist í fjóra hluta, og hefur hinn stærsti og öflugasti þeirra, Norðurflotinn, heim- kynni í höfnum á Koiaskaiga. Norðurflotinn ræður nú alls yfir 100 þús. mönnum. í hon um eru um 500 skip, þar af eru 170 kafbátar og eru þeir flestir búnir langdrægum eld- flaugum og um það bil 65 þeirra eru knúnir kjarnorku. í Norðurflotanum eru auk þess 30 orrustuskip og tundur spillar, 35 úthafsfylgdar- skip, 25 landgöngusikip, 25 eftirlitsbátar búnir eldflaiug- um og 150—200 minni skip. Þá eru um 40 flugvellir á Kolaskaga og þar eru stað- settar nálægt 300 flugvélar. Hins vegar ræður sovézki norðurflotinn ekki yfir nein- um fl'ugraóðurskipum og vantar sárlega alla fl'ugvalta- og flotaaðstöðu nær vestri. Svo sem nærri má geta hef ur það í för með sér mikla röskun á þessu svæði, þegar floti af framangreindri stærð heldur innreið sina. — Flotinn hefur smám saman fært sig vestar og hafa ýms- ir erlendir sérfræðingar kom- izt að þeirri niðurstöðu, að Sovétrikin telji nú tvímæla- laust, að framvamalína þeirra á Norður-Atlantshafi sé mil'li Grænlands, íslands og Færeyja. Ríki Atlantshafsbandalags- ins við Norður-Atlantshaf fylgjast náið með ferðum sov- ézkra flugvéla og skipa og nota til þess radarstöðvar, fluigvélar og skip. Náin sam- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.