Morgunblaðið - 04.01.1973, Page 21
i
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. J'ANÚAR 1973
★ ★★★ FRÁBÆR ★★ GÓÐ ★★★ MJÖG GÓÐ ★ SÆMILEG LÉLEG
^HHHHHBHHH
H|(0)| í KVIKMYNDA
HUSUNUM Erlendur Sveinsson Steinunn Sig- urðardóttir
kjcú ujuni V aldimarsson
Austurbæjarbíó: KLUTE Morðingi, haldinn kvalalosta, leikur lausum hala 1 New York. Leynilögreglumaðurinn John Klute (Donald Sutherland), er fenginn til að komast til botns 1 málinu, en það geng- ur illa. Aðalvitnið er nautna- leg símavændiskona, Bree að nafni, (Jane Fonda). Kemur hún Klute að litlu gagni, nema þá helzt i bólinu. Samband þeirra verður æ nánara, og þar að kem ur að hringurinn fer að lokast um morðingjann og þá er það Bree sem á að veröa fórnarlamb- ið . . . ★★ Heildarhugmyndin, sem af áberandi kvikmyndatöteu að dæma virðist hafa verið fyrir hendi, er ákaflega óljós. Þetta kemur niður á stílnum, sem fyrir vikið virðist óekta eða einna helzt í átt við stíl- æfirtg. Persónusköpun er ójöfn og oft í tengslum við léttvægar lausnir, svo sem sálfræðirtg Bree Daniels. ★★★ Skemmtilega gerð og efnið gott. Góð lýsing á þvi hvemiig skyndistúlkan Bree DanLels er undirrót alls ills sem á henni dynur án þess hún hafi beinlínis illt í huga. Af samtali hennar við morð- ingjann má lærdóm draga. Þá er athyglisvert samband henn ar við viðskiptavinina og Kl'Ute, sem Donald Sutherland leikur mjöig hóflega.
Nýja Bíó PATTON Myndin segir af einum herkæn- asta manni sögunnar, Patton hershöfðingja. Honum tókst að frelsa úr höndum Möndulveld- anna stærri landsvæði, fleiri borgir og mannslif en nokkrum öðrum. Og það á skemmri tíma en nokkur stríðsspekúlant hafði útreiknað. Eins fjallar myndin um hans innri baráttu; trúmaður var hann mikill, óhlífinn við sjálfan sig sem aðra. En hann átti löngum 1 útistöðum við yfir- boðara sina, og þvi varð ferill hans mishæðóttari en vera skyldi. ★★★★ Frábær mynd i alla staði. Ekki síður sem mann- lýsing á einum stórbrotnasta hersnilling mannkynssögunn- ar en sem stríðssaga. Gerð af skilningi og trúnaði við viðfangsefnið. George C. Scott ber hæst á afrekaskrá allra þeirra listamanna sem koma við sögu myndarinnar. *-★* Hressandi að sjá, þótt ökki sé nema á hvita tjald- inu, mann sem gerir sér grein fyrir mótívum annarra og sinuim eigin — og er ekkert smeykur við að viðurkenna þau. Þannig er Patton í mynd inni, hvemig svo sem hann var í rauninni. George C. Scott leikur hann af sjald- gæfum þrótti og nákvæmni og i rauninni ótrúlegt hvernig honum tekst að sýna þetta sjarmerandi fúlmenni, ofstopamann og rómantíker. Bradley er einnig mjög vel mótuð persóna hjá Karli Malden. í heild er mikið á myndinni að græða og ræða Pattons í upphafi myndarinn- ar er skemmtilega tímabær um þessar mundir.
Tónabíó: MIDNIGHT COWBOY Tónabíó býður okkur upp á aðra, eldri og rómaða Oscars- verðlaunamynd. Hún segir okkur frá ungum og óreyndum Suður- ríkjastrák, Joe Buck (Jon Voight), sem hefur af litlu öðru að státa en föngulegu útliti og mikilli bjartsýni. Með þetta tvennt að veganesti auk lítillar fjárupphæðar heldur hann til draumaborgar sinnar, New York. Þar hyggst hann lifa góðu lífi af útlitinu einu saman — en draumsýnin breytist skjótt í manneyðandi ófreskju. Það verður Joé að láni í óláni að hann kynn- ist undirförlum svikahrappi, hálfdauðum úr tæringu. 1 sameiningu tekst þeim að draga fram lífið, og til þess láta þeir einskis ófreistað! ★★★★ Loksins kemur sú mynd, sem beðið hefur verið eftir með óþreyju síðan hún var gerð 1969. Hún stendur undir öl'lu þvi lofi, sem á hana hefur verið borið síðan þá. Hvergi er veikur hlekteur í gerð hennar (stjórn, kvik- myndum, klippingu, hljóð- vinnslu, leik). Amerikusýn Schlesingers er listaverk. ★★★★ Ein raunalegasta ástarsaga sem sézt hefur á tjaldinú. Hvergi er leynt raun veruleikanum, myrkviðir stór borgarinnar lýstir upp á raun sannarí og harkalegri hátt en áður hefur verið reynt. Leikur VoLghts og Hoffmanns er ógleymanlegur og leik- stjórnin hárfín. ★★★ Mjög vönduð, þótt leikstjórinn leyfi sér ódýr trix. Klisjur eru of áberandi, einkum í myndatöku. Mann- leg eymd í ýmsum myndum er dregin fram í dagsljósið á nokkuð áhrifaríkan hátt og lífsbarátta smælingjanna sýnd á annan máta en oft áður með stórborgina sem umgjörð. Leikur er framúr- skarandi, ekki sízt i aukahlut- verkum. Eitthvert tómahljóð er í myndinni, þrátt fyrir allt og hún ristir ekki eins djúpt og ætla má við fyrstu ,sýn.
Laugarásbíó: FRENZY Morðingi leikur lausum hala í London. Hann nauðgar konum og myrðir þær siðan með því að bregða hálsbindi um hálsinn á þeim og herða að. M.a. hefur lík eins fórnarlambsins fundizt á floti I Thames. Rannsókn máls- ins er hafin þegar Riehard Bianey er sagt upp starfi sínu sem barþjóni í kránni Globe í Covent Garden-hverfi. Hann fer að finna vin sinn, sem starfræk- ir ávaxtaverzlun í sama hverfi. ★ ★★★ Persónulegt hand- bragð meistarans lýsir sér hvarvetna í efnismeðferðinni, en sjálf sagan er ekki frum- leg. Spennan er byggð á tíð- um klippingum nærmynda og löngum óslitnum tökum, þar sem tökuvélin annað hvort hreyfist eða er kyrr. Það, sem sérstaka athygli vek ur er notkun hljóðs og það stíleinkenni að láta aðalatrið- ið hvorki sjást né heyrast. ★★★ Hér bregður oft fyr- ir gamla meistaranum og býð ég hann velkominn á uppleið. Mörg atriðin „lykta“ af hinni gömlu góðu „Hitchcock- stemmningu“, en þó vantar nokkuð á að hann sé í sínu fyrra formi, „Psycho", „North By North West“, „Rear Window“, „Wertigo", o.s.frv. ★★ Þessi heldur manni við efnið og er stundum æsispenn andi. Ekki spillir, að Hitch- cock hefur prýðis húmor, þeg- ar i það fer. Ekki hægt ann- að en dást að, hve vei hann kann til verka, þótt þetta sé varia ein af hans beztu mynd um. London og íbúar hennar komast vel tii skila.
Gamla Bíó: LUKKUBÍLLINN Nafn Walt Disney er löngum tengt góðum fjölskyldumyndum. Hér er á feröinni ein slík og hlaut hún mikla aðsókn vestra. „Aðalleikarinn", ef svo mætti segja, er okkur að góðu kunnur, en hann er enginn annar en Volkswagen 1300! Er hann þó ýmsum þeim kostum búinn sem ekki er vitað til að fáist á lager hjá Heklu sem aukabúnaður. M. a. ber hann ótakmarkaða um- hyggju fyrir eiganda sínum, og reynist honum mikil hjálpar- hella í kappakstri, sem þeir heyja saman. ★★ Hér tekst það sem Disn ey sáluigi barðist löngum við: að koma allri fjölskyld unni til að hlæja duglega!
Stjörnubíó: ÆVINTÝRA- MENNIRNIR Myndin gerist i Tyrklandi nokkrum árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ottoman- veldið er að falla, mikið um uppreisnir og skæruliðar um allt. Af tilviljun kynnast tveir banda- riskir ævintýramenn og mála- liðar, og er þeim fengið vanda- samt verkefni í hendur. ★ ★ Hér er á ferðinni hressi legur afþreyjari, sem fyrir utan slagsmál, byssuleiki og gálgahúmor sýnir nokkuð hugmyndaríka kvikmynda- töku, sem gaman er að horfa á. Ekki spillir hið fagra tyrk- neska umhverfi. Aðalhiutverk in eru trygig í höndum Curtis og Bronson.
Háskólabíó: AFRAM HINRIK Mynd I gamansömum tón um ástalif Hinriks VIII, sem er okk- ur aO góðu kunnur úr sjónvarp- inu. ★ Fátt til málanna að leggja. Um eyrun fara tvi- ræðir brandarar, likt og i fyrri „Áfram-myndum“. Að- eins ögn þynnri.
Hafnarbíó: SCROOGE Jólamyndin i Hafnarblól er byggð á hinnl kunnu sögu Dickens, „A Christmas Carol". Seglr hún frá hugarfarsbreyt- ingu gamals nirfiis, (Albert Finney). Gjörbreytir hann lifn- aðarháttum sinum til hins betra, þegar honum vitrast andar úr öðrum heimi. Sýna þeir honum fram á, að hamingja er ekki föl fyrir peninga. Reynir karl þá að gleðja aðra, gerast mannlegri, láta gott af sér leiða. Er þá ekki að sökum að spyrja, alit fer að snúast i haginn. Þetta er söngva- mynd með tónlist eftir Lislie Bricusse. ★ ^r Einfalt jólaævintýri, borið uppi af óborganlegum leik Albert Finney. Tæteni- brellur eru skemmtilegar, hræðilegar ef til vill í augu-m hinna yngstu. Tónlistin er oft ast flatneskjuleg, stimdum væmin, en ásamt dansinum tengist efninu vel. Mynd fyr- ir al'la fjölskylduna. i ■