Morgunblaðið - 01.02.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 01.02.1973, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1973 ® 22-0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLAIEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444*2*25555 14444^25555 FERÐABfLAR HF. Bítaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Meharí. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferSabílar (m. bílstjórum). STAKSTEINAR „Skellum skuldunum á Surt“ Það er nú orðið fullljóst, að vínstri stjórnin ættaði að gripa óhugnaðaratburðina í Vestmannaeyjum eins og háimstrá, til að bjarga sér út úr því efnahagsklandri, sem hún hefur komið sér í. Hún lét þegar semja lagafrum- varp, þar sem gert var ráð fyrir að leggja hvers konar álögur á landsmenn. Setja skyldi á aukaskatta, fresta kaiiphækkunum, taka aftur kauphækkanir, sem þegar hefðu orðið, banna ÖU verk- föll og svo mætti lengi telja. ÖUiim ósköpunum átti síðan að dengja í gegnum þingið á þeirri forsendu, að ekki mætti rjúfa eininguna um hjálpar- starf við Vestmannaeyinga! Það sér hver maður, að ekk- ert var betur fallið til þess, að veikja samstöðima en svo forkostulegrt athæfi, sem rík- isstjórnin ætlaði að hafa i frammi: Nota sér neyð Vest- mannaeyingra til að bjarga eigin skinni! Vissulega má segja, að oft helgi tilgangur- inn meðuUn, en þessi óþverri var svo beiskur, að jafnvel stjórnarþingmenn treystust ekki til að svelgja hann í sig, þó að tilgangurinn væri „fag- ur“. Þegar þjóðinni varð ljóst, hvílíkan skollaleik átti að fara að leika með þá ógn- þrungnu atburði, sem undan- farið hafa leikið Vestmanna- eyinga grátt, þá brást hún æf við. Forsætisráðherra sá ekki annan kost vænni en að segja, að allar fregnir um áform ríkisstjórnarinnar væru meira og minna afbakaðar. En fólk- ið í þessu landi kannast við sína heimamenn. Það er farið að gjörþekkja manninn, sem aldrei sagði, hvað eftir ann- að, að gengið yrði ekki felltl! Lúðvík staðfastari Lúðvik Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra, var ekki eins banginn og forsætisráðherr- ann. Er umræður stóðu á Al- þingi um neyðarráðstafanir vegna eidsumbrotanna í Eyj- um, þá gat sjávarútvegsráð- herrann ekki látið hjá Uða að drepa á álögufnimvarp ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði, að að vísu hefði ekki náðst sam- staða um „þessar bráðnauð- synlegu aðgerðir“, en hann bætti því við, „að það væri þó ekki fuUreynt“. Mönnum er rétt að hugleiða þessi orð Lúðvíks Jósepssonar. Það hef- ur sýnt sig, að hann er sterki maðurinn í þessari ríkis- stjórn. Af orðum hans má marka, að last verði lagt að stjórnarþingmönnunum fjór- um að þvælast ekki fyrir og leyfa ríkisstjórninni að nýfea þetta „gnllna tækifæri“ til að klína stjórnleysi sinu á reikn- ing máttarvaldanna. Undir áhrifum? Einn velimnari rikisstjórn- arinnar setti sig í samband við Morgunblaðið. Sagði hann, að fyrst talið hefði verið rétt að rífa stól Boris Spasskys í sundiir á sinum tíma, til að leita eftir apparötum, sem hefðu annarleg áhrif á tafl- niennsku meistarans, þá væri ekki síður ástæða nú, að brytja ráðherrastólana í smátt og kanna hvort nokkur huldutæki leyndust í innvið- um þeirra. Vinnubrögð ráð- herranna að undanfömu væru slík og þvílík, að ástæða væri tii að ætla að þeir væru und- ir annarlegum utanaðkom- andi áhrifum! 0» spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. SKOOA EYÐIR MINNA. Shodb LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. » SIMI 42600. HÓPFERÐIB Tíl leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. SLOPPAR STUTTIR NÝ TÍZKA ELDGOSIÐ Á FRÍMERKI Jóhann Halldórsson, Grens- ásvegi 47, spyr: Hefur póststjóm í huga að gefa út frímerki með gos- mymi frá Heimaey og láta vissan hluta söluverðs renna í söfnunina trl Vestmanna- eyinga? Rafn Júlíusson, póstniála- fiilitrni, svarar: Hugmynd um slíka frí- merkj aútgáfu hef ur aðeins komið til umræðu, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar hana varðandi. Þess eru dæimi að frímerki hafi verið gefin út i ágóðaskyni fyrir safnanir, t.d. 1953 er al- merrn söfnun var hér á landii vegna flóða og hörmunga í Hollandi. Venjulega tekur út- gáfutimi frímerkis eitt ár eða meira, en að sjálfsögðu mun unnt að framkvæma slíkt á styttri tima. En fyrst verður að taka ákvörðunina, en hún hefur eins og fyrr segir ekki verið tekin enn. UPPSÖGN HUSNÆDIS Guðbrandur Benedlktsson frá Broddanesi, spyr: Er hægt að segja upp fyrir varalaust húsnæði, sem- út- lend'ngar hafa hér á leigu? Leifur Sveinsson, fyrrv. form. Húseigendafél. Reykja- víkur svarar: Nei, það er ekki hægt. Leigu samningar um húsnæði eru yfirieitt miðaðir við fardaga, þ.e. 14. maí eða 1. október. Sé leigutaka sagt upp íbúðarhús næði ber að gera það með 3 mánaða fyrirvara, þ.e. upp- sögn verður að framkvæma 14. febrúar eigi hún að taka gildi 14. maí eða 1. júlí eigi hún að taka gildi 1. október. Ef leigutaki uppfyllír hins vegar ekki öll skilyrði undir- ritaðs samnings kenaur að sjálfsögðu annað til greina. Þegar um einstök herbergi er að ræða er uppsagnarfrest ur yfirleitt einn miánuður, en einnig tíðkast þó hálifs mán- aðar uppsagnarfrestur hvað einstakl'ingsherbergi snertir. Siðustu daga hefur nokkuð verið rætt um að taka leigu- húsnæði svokölluöu leigumáli. 1 mörgum tilvikum yrði erf- itt þar um vik, að mánum dómi, þvi oft hefur húsaleiga verið greidd að hluta eða öllu fyrirfram til loka leigusamn- in-gs. TALSTÖDVARG.IÖLD Jón Sveinsson, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði, spyr: Faðir minn á bílatalstöð (einkastöð) og notaði hann stöðina þar til í október 1971, að hann seldi bílinn, sem stöð in var í. Síðan hefur stöðin aldrei verið sett í bifreið. Nú hefur Landssiminn lagt viðskiptagjöld og eftirlits- gjald á þessa stöð fyrir árið 1972. Er gengið fram við inn- heimtu þessara gjalda með hörku, og hefur verið hótað að loka síma hjá viðkomandi, þó að engin skul'd sé á honum. Af þessu langar mig að spyrja: 1. Er hægt að loka síma fyr- ir skuld, sem er á talstöð, sem nú er I vörzlu Lamds- símans og innsigluð? 2. Hvernig er ákveðin sú upp- hæð, sem lögð er á talstöðv ar undir nafninu „eftirlits- gjald“, og er mismunandi? f hverju á þetta eftirlit að vera fölgið ? f dæminu sem getið er hér að framan, fór aldrei neitt eftirlit fram. Gúsfeav Arnar, deildarverk- fræðingur, svarar: 1. Þegar um er að ræða skuld, sem komin er á talstöð, áður en hún er flutt í vörziu Pósts og síma og inmsigluð, er skuldin nmeð- hönd'ituð eins og aðrar sima skuldir. Rétt þykir að benda á, að ofangreind tal- stöð var fengin Pósti og síma 4. október 1972. Reikan ingur fyrir gjölldum henn- ar var sendur notanda á fyrri hkita 1972 eins og öðrum notendum. Eftir árið skrifar Póstur og sínú innleggsnótur fyrir þær stöðvar, sem hafa verið í vörzlu hans hluta af árinu. Viðskiptagjöld fyrir þann hluta ársims eru síðan end- urgreidd. 2. Eftirlit er fólgið annars vegar í skoðun á búnaði. í skipurn og bátum fer að jafnaði fram skylduskoó- un einu sinni á ári í örygg- isskyni. í b freiðum er slík skoðun ekki skylda en er framkvæmd notanda að kostnaðarlausu, ef óskað er. Á hinn bóginn er stöð- uigt eftirlit með útsending- um og notkun tailistöðva. Þetta eftirlit er framr kvaamt á viðtökustöðvum Pósts og sima og getur gef ið tilefhi til sérstakrar skoðunar á útbúnaði not- enda. Jafnframt er það titt- gangur þessa eftirlits að vemda notendur talstöðva fyrir truflunum frá öðrum útsendinguim. Kostnaði við þetta eftirlit er jafnað niður á alla notendur, en þeir, sem falla undir ákvæði um skylduiskoðun, greiða hærra gjald. HÚSEICENDUR Fjöldi Vestmannaeyinga hefur beðið okkur um að athuga fyrir sig um kaup á hnsnæði í Reykjavík, Suðurnesjum, Þorlákshöfn og víðar. Húsnæðið þarf ekki í öllum tilfellum að vera í fullkomnu lagi en í mörgum tilfellum að greiðslu- skilmálar séu aðgengilegir varðandi fyrstu greiðsl- ur. Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. FASTEIGNIR & FYRIRTÆKI Njálsgötu 86, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Opið 9—7 dagl. Sími 18830, kvöldsími 43647. Sölustjóri: Sig. Sigurðsson byggingam. Tilkynning Tryggingastofnun ríkisins vill vekja athygli á ný- mæli í 15. gr. laga um almanniatrygginigar, þar sem tryggingaráði er heimilað að greiða laun, hliðstæð mæðralaunium, til einstæðs föður eða einstæðs fósturforeldris, sem heldur heimili fyrir börn sín, yngri en 16 ára. Umsóknir skulu sendar til T ry ggingastof nu nar ríkisins eða umboðsmanna hertnar og mun trygg- ingaráð síðan taka afstöðu til umsóknianma. 29. janúar 1973. TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.