Morgunblaðið - 01.02.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.02.1973, Qupperneq 16
16 MORGtfNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 1, FEBRÚAR 1973 aðstoð frá öðrum þjóðum. ís- lendingar hafa margsinnis lagt sitt af mörkum, þegar óvænt áföll hafa dunið yfir annars staðar og engin ástæða til annars en meta að verð- leikum þann velvilja og þá góðvild, sem lýsir sér í skjót- um viðbrögðum erlendra ríkja, sem hafa boðið fram aðstoð. Ósagt skal látið, hvort það hefur í raun og veru vak- að fyrir ríkisstjórninni að hafna slíkri aðstoð, enda þótt skrif annars málgagns ríkis- stjórnarinnar bentu til þess. Hitt er ljóst. að svo klaufa- SJÓNARMIÐ ALMENNINGS Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. i lausasölu 15 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. Qegja má, að undanfarna daga hafi myndazt nokk- uð ákveðið almenningsálit um það, hversu bregðast skuli við þeim atburðum, sem orðið hafa í Vestmannaeyj- um. Þetta almenningsálit hef- ur endurspeglazt í samþykkt- um bæjarstjórnar Vestmanna eyja og almenns borgara- fundar sl. mánudag og glögg- lega komið fram í umræðu- þætti í sjónvarpi og í umtali meðal fólks. í stuttu máli má segja, að það sé í fyrsta lagi almenn skoðun að við björgunarstarf- ið eigi að Þiggja alla tiltæka aðstoð. Þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórnarinnar hefur henni ekki tekizt að sann- færa almenning um, að fram- boðin aðstoð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafi ver- ið þegin án tafar, enda hefur andað svo köldu til varnar- liðsins, a.m.k. í öðrú aðalmál- gagni ríkisstjórnarinnar, að með eindæmum er. En í þessu efni hefur a.m.k. að verulegu leyti verið látið undan þrýst- ingi almenningsálitsins og líklega er það einstætt í síð- ari tírriá sögu, að ríkisstjórn á íslandi nevðist til að gefa út yfirlýsingu vegna „sögu- sagna“ eins og vinstri stjórn- in varð að gera sl. sunnudag. í öðru lagi er það almenn skoðun í landinu, að þegar slíkar hörmungar dynja yfir sé sjálfsagt að taka á móti lega hefur verið haldið á j þessum málum af hálfu ríkis- ■ stjórnarinnar, að víða erlend- : is hafa menn fengið á tiifinn- inguna, að íslendingar væru j svo „stórir“, að þeir vildu j enga aðstoð þiggja. Slík af- ; staða. ef fyrir hendi er. lýsir [ auðvitað engu öðru en furðu- j legri minnimáttarkennd. En i nú sýnist þetta hafa verið leiðrétt og er það vel. í þriðja lagi liggur það fvr- ir, að engirin íslendingur tel- ur eftir sér að taka á sig sinn hluta byrðarinnar vegna nátt- úruhamfaranna. En um leið er ljóst. að almenningur lítur svo á, að ósæmilegt sé að blanda skattheimtu af þess- um sökum saman við álmenn- ar efnahagsráðstafanir. Vel má vera, að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir í efna- hagsmálum til þess að reyna að bæta úr stjórnleysi ríkis- stjórnarinnar í þeim efnum, en slíkum aðgerðum verður að halda algerlega aðskildum frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar verða, vegna áfallsins í Vestmannaeyjum. í fjórða lagi er það almenn skoðun, að við íslendingar eigum að leita eftir löngum, erlendum lánum á lágum vöxtum til þess að standa undir hluta kostnaðar við endurreisnarstarfið í Eyjum. Slík lán er auðvelt að fá og sjálfsagt að snúa sér að öfl- un þeirra um leið og ákveðn- ar upplýsingar liggja fyrir um það, hver stærð vandans er. HEFJUM URINN T Vestmannaeyjum bíða mörg óleyst verkefni. En eitt það brýnasta, sem nú verður að snúa sér að, er að hefja mokstur á vikrinum strax, hefja hreinsun bæjar- ins þegar i stað. Til þess að nokkuð gangi í þeim efnum, þarf að flytja stórvirkari Þetta eru þau meginatriði, sem fram hafa komið í sam- þykktum og umræðum manna á meðal um ráðstaf- anir vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum. Óhikað má full- yrða, að verði þessi fjögur atriði höfð að leiðarljósi mun full samstaða nást á Alþingi og með þjóðinni allri um nauðsynlegar aðgerðir. Þess vegna verður að vænta þess, að ríkisstjórnin hemji þá til- hneigingu sína að blanda ólíkum vandamálum saman. Það væri illa farið, ef ríkis- stjórnin sjálf tæki afstöðu í þeim vandamálum, sem nú blasa við á örlagatímum, sem leiddi til þess, að samstaða næðist ekki. En vonandi fer ekki svo illa. MOKST- STRAX vinnutæki til Vestmannaeyja en þar eru nú fyrir hendi. Ef hreinsunarstarfið hefst strax, mun það efla trú margra þeirra, sem nú eru bölsýnir um framtíð Eyj- anna. Hér er mikið verk að vinna. Látum nú hendur standa fram úr ermum. „DEUTSCHLAND MUSS LEBEN, UND WENN WIR STERBEN MÚSSEN“ lega, að ekki verður jafnað til annars en hordauða hér á landi þegar harðast var í ári á fyrri öldum. Feitmetisskammtur var 15 g á viku — fimmtán grömm á viku. Hver einstök matskeið úr G8E1N þessi, sem er eftir dr. Bjarna -lónsson, yfirlækni, er rit uff i tilefni af frétt i Morgunblað- tou 20. janúar sl„ þar sem sagt er frá viðbrögðum matvæiaráð- herra Neðra-Saxiands við stuðn- ingsyfiriýsingu 46 vísindamanna i Kiel vegna útfærslu landhelg- htnar. Greinin hefur beðið birt- ingar vegna frásagna af gosinu i Vestmannaeyjum. ÞEGAR ég leit yfir Morgunblað- ið í dag, vaknaði í minni mínu Mrngu liðin tíð. Á árunum 1936 og '37 gekk ég sti.mdum yfir Stefánspláss í Hamborg. Þar er mirmismerki yfir 76. hersveit J. 0. Krag veitt Schumann- verðlaunin Kaupmannahöfn, 30. janúar — NTB JENS Otto Krag, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið sæmdur Robert Schumann-verðlaununiim fyr- ir margra ára starf hans að því að stuðia að einingu Evrópuríkja. Verðlaunin nema sem svarar 750.000 ís- lenzkum krónum. Þessi verðlaun voru i fyrsta sinn veitt árið 1966 og meðal þeirra, sem þau hafa hlotið, eru Roy Jenkins, fyrrum fjár- málaráðherra Bretlands og eiTm af helztu leiðtogum brezka Verkam ann af 1 o k ks i n s, og Walter Hallstein, fyrsti formaður Evrópunefndarinn- ar. Þau eru veitt árlega ein- hverjum Evrópumanni fyrir framúrskara.ndi störf á sviði stjórnmála, vísinda eða bók- meranta, sem talira eru stuðla að eiraiingu Evrópu. Þýzkalands og letruð á það fyrr- greind orð í stein. Það er karlmannlegt þegar synir lands segja, að þeir vilji deyja svo að þeirra land megi lifa. Það sem vakti þessa minningu var frásögn blaðsiras af mat- vælaráðherra Saxlands neðra. Nokkrir vísiradameran í Kiel hö'fðu gerzt svo djarfir að koma þeim sannleik á þlað, að fisk- stofnar í Norðurhöfum væru í bráðri hættu vegna ofveíði og myndi senn útrýmt, eíns og síld- inni, ef ekki væri að gert. Þegar þorskurinn væri líka aldauða myndu og deyja 200 þúsund manns, sem hefðu hjarað á hólma norður v ð Dumbshaf á því að veiða fisk, en þegar þeir ekki hefðu lengur soðningu hlytu dagar þeirra að vera taldir. Spennti ráðherrann sig megin- gjörðum, óð fram á ritvöllinn í Hannover, sem liggur fimm þ ng- mannale'ðir frá sjó og tók þessa sannsöglu visindameran á kné sér til tyftunar. Segir hann þar að ef þýzkir togarar meg: ekki leng- ur skafa íslenzkar fjörur, þá þurf; 40 þús. manns i Þýzka- landi að skipta um atvinnu. Er það nálægt 1/15 af hundraði Vestur-Þjóðverja. Þykir horaum svo m'kils um vert, að ekki þurfi þessi 1/15% að skipta um starf að fyrir það megi leggja heila þjóð, þó smá sé — 200.000 manns — fyrir róða. „Deutschland muss leben, und wenn wlr sterben mússen." Þýzkaland skal lifa, þó vér verðum að týna lífinu. Enn hvarflar hugur til liðinraar tíðar. 1945 og ’46 var mikið af þorski í sjónum kringum ísland, svo mik ð að vér fáeinir fiski- menn gátum sent til Mið-Evrópu 2000 föt af lýsi. Þjóðverjar voru þá í herkví, borgir þeirra jafn- aðar við jörðu, atvinnutæki í rúst, samgöngur lamaðar. Þjóð- in svalt. Húra svalt svo geigvæn- lýsisfötunum tvö þúsund jafn- gilti vikuskammti af feitmeti á mann og þessi matskeið var full af A- og D-vítamínum, era þar kreppti skór nn harðast að böm- unum. Kannski hafa jafnmörg börn lifað af í Þýzkalandi og nú eru ibúar á íslandi vegna þess að þá var þorskur í hafinu hér nyrðra. Nú segja þessi börn; Þýzkaland skal lifa, þó þér verðið að deyja. Skyldi sú stund ekki geta kom- ið aftur, að það yrði fleirum til góðs en íslendrigum eimim, að ekki væri útrýmt nytjafiski í Norðurhöfum. Rvík, 20. jan. 1973 Bjarni Jónsson. Ritstjórnargrein 1 AFTENPOSTEN: Við erum viðbúnir — að leggja hönd á plóginn Osló, 29. janúar. Norska blaðið AFTEN- POSTEN birtir í dag rit- stjórnargrein um atburð- ina í Vestmannaeyjum, þar sem segir í upphafi að ís- lendingar séu meðal þeirra þjóða, sem Norðmenn telji sig bundna hvað sterkustum böndum, ekki einasta vegna sameigin- legs sögusviðs, heldur og hafi Norðmenn og íslend- ingar lifað og starfað eftir sömu kristnu og lýðræðis- legu hugsjónum og hefð- um. Síðan er nánar rakið það sem yfir Vestmauna- eyjar og þjóðina hefur dunið að undanförnu og sagt, að afleiðingarnar verði m. a. þær, að hér eftir verði krafizt rneira af hverjum einstaklingi en áður. Síðan segir í greininni: „Islendingar hafa langa reynslu í að sigrast á erfið- um aðstæðum. Þeir hafa sýnt, að þeir láta ekki miskuranar- Laus öfl í iðrum jarðar berja isiig niður. Með aðdáunar- verðri hugarró hafa þeir ann azt brottflutning fólksins og hluta af varningi og eignum úr bústöðum, sem eyðilegging vofir yfir. En smam saman verður að koma fyrrverandi íbúum Vestmannaeyja fyrir í nýjum störfum í islenzku sam félagi. Þegar til lengdar læt- ur verður það erfiðara verk- efni en skyndilegar björgun- araðgerðir. Til þessa hafa Islendingar viljað bjarga sér sjálfir. Kurt eislega en ákveðið hafa þeir afþakkað boð um aðstoð. Þeir vilja fyrst kanna hvort þeir þurfi i raun og veru á aðstoð að halda eriendis frá. Þetta er afstaða, sem verður sjaldan vart nú á dögum, þeg ar kröfuhugarfarið er svo ríkjandi. En íbúar gömlu sagnaeyjarinnar eru stolt fólk. Og þeir hafa ííka tii að bera talsverða þrjózku. Umfram al'lt hefur þó líf kyn slóðanna í einverunni úti í hafi kennt þeim, að þeir verða fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. Það eru eiginleikar, sem gera þeim það eðlilegt, einnig nú í þess- ari erfiðu aðstöðu, að spyrja sjálfa sig: Getum við borið þessar nýju byrðar einir? Það geta þeir áreiðanlega. Þeir geta hert mittisólarnar og unnið enn harðari hönd- um en áður. Þe>r geta greitt hærr: skatta og tekið peninga að láni erlendis til þess að fjármagna endurbyggiraguraa. Eirahvern næstu daga munu yfirvöldin í Reykjavík skýra frá raunhæfum fyrirætlun- um þar að lútandi. En áður en þær koma frarn viljum við hérna megin hafs- ins að vinir vorir á íslandi skilji, að við erum þvi við- búnir, að leggja hönd á plóg inn með þeim. Islendiragar og Norðmenn eru ekki sammála í eirau og öllu en vinátta milli einstaklinga er heldur ekki eingöngu sólskinsdagar og samhygðar. Það er einmitt á neyðarinn ar stundu sem reynir á viraátt una. Því er það gleðilegt, að stjórnmálaflokkarnir á Stór- þinginu og rikisstjórnin hafa þegar tekið upp samband inn byrðis og rætt hvernig við verði komið hjálparráðstöfun iim af hálifu Norðmanna. Flest ir Norðmenn munu heils hug ar styðja slíkan vitnisburð um tilfinningar okkar og stuðning. Frændþjóð okkar í vestri getur verið þess full- viss, að við komum, sé okikar þörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.