Morgunblaðið - 01.02.1973, Page 10

Morgunblaðið - 01.02.1973, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1973 Anker Jörgensen í samtali viö MorgunblaOið; „Hjálpin á að lenda í höndum Vestmannaeyinga sjálfra“ Samúð í Danmörku og vilji til aðstoðar Hjálpinni verður flýtt eftir föngum Frá Matthíasi Johannessen. Kaupmannahöfn 31. jan. EFTIR umræðurnar í danska þjóðþinginu í gaer náði ég tali af Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra Dana og spurði hann frekar um aðstoð við fslendinga en fram kom í um- ræðiun á þinginu. Forsætis- ráðherra svaraði: „Við mun- um flýta atliugun á þeirri hjálp, sem nauðsynleg er, meira en ráðgert var. Eins og fram kom í ræðu minni i þing inu áðan tók K. B. Andersen, utanríkisráðherra málið strax upp 24. janúar sl. En nú höf- um við ákveðið, að ráðherr- ar, sem fara með mál Norð- urlanda í ríkisstjómum sínum ræði þegar í stað um aðstoðina við fsland, svo að sem fyrst liggi fyrir hve bráðabi rgðaaðstoð i n verður að vera mikil og hvernig þess ari aðstoð eigi að jafna nið- ur á einstök Norðurlönd. Að þessum athugunum loknum — og þeim verður hraðað, og niðurstöður eiga að liggja fyr vona ég, áður en forsætis- ráðherrar Norðurlenda ræða málið á næsta fundi Norður- landaráðs í Osló — mun danska rikisstjómin þegar í stað taka endanlega ákvörð- un, þegar endanleg niður- staða Iiggur fyrir og einhug- ur er um málið.“ Þeirri spumingu, hvort Ví- etnamsöfnunin hefði seinkað málinu, svarar Anker Jörgen- sen: „Nei, ákveðið nei. Víetnam- söfnuninni verður haldið áfram, en hún snertir þetta mál ekki, þvi að hjálpin til ísilands verður opinber aðstoð í því forrni, sem násit mun samkomulag um að athuiguðu máli. Við senduim strax til- boð okkar um aðstoð'''— og nú viljum við reyna að flýta henni með fyrrnefndum hætti. Ég hef haft samiband í dag við sænsku rikisstjórnina um málið og svo ræða ráð- herrar það og komast von- andi að sameigin'l-egri niður- stöðu sem fyrst. Samúð Dana með íslending- um er mikil, og viljann til að senda efnaihagslega aðsitoð skortir ekki, allir eru einhuga í þessu máli. Hjálpin mun berast eins fljótt og niðurstöð ur liggja ljósar fyrir. Ég hef ekki trú á, að nauðsynlegt sé, að hefja almenna söfnun til hjálpar Islendingum hér i Danmörku af því að svo mik- ill póliitískur skilningur ríkir á því að vinna bug á erfið- leikunuim með opinberum framlögum.“ Ég sagði Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana, sem tók mér einstaklega vel, enda þótt hann hafi í mörgu að snúast um þessar mundir og ríkisstjórn hans eigi í mikl- um erfiðleikum, að nú væru milli 2—3% Islendinga fflótta menn, það samsvaraði 120-130 þúsund Dönum, margir stæðu uppi með tvær hendur tóm- ar, allir heimilislausir — og ekkert lát á náttúruhamför- unum, ennfremur að Vest- mannaeyjar væru öflugasta Anker Jörgensen. verstöð á Islandi og þaðan kæmu 10—15% útflutnings- verðmæta okkar. Forsaatisráðherra hlustaði með athygli. Hann gerir sér hörmungarnar Ijósar. Ég spurði hann, hvort ekki færi bezt á því að stofna „sjóð til styrktar Vestmannaeyingum“ svo að aðstoðin færi ekki ann- að. Hann spurði brosandi, hvort Morgunblaðið væri í stjómarandstöðu. Ég svaraði því til, að ekkert blað væri i stjómarandstöðu á örlaga- timum, en í Danmörku hefðu heyrzt margar raddir um, að peningar, sem söfnuðust til bágsíaddra í Víetnam mundu ekki allir lenda hjá þeim, sem rnest þyrftu á þeim að halda. Anker Jörgensen sagði: „Það verður að finna leið til þeiss að aðstoðin til Vest- mannaeyinganna berist rétta leið og lendi i réttum hönd- um, en ég get ekki ákveðið í hvaða formi þetta verður gert. Við verðum að þreifa okkur áfram með samtölum á norrænum vettvangi og í samráði við íslenzku ríkis- stjórnina. En eitrt vil ég leggja áherzlu á: það er ljóst, að við viljuim, að peninigarnir fari beint til fói'ksins sem misst hef-ur heimili sín og er hjálp- arþurfi; að þeir lendi í hönd- unuim á fóllkinu á Heimaey, þ.e. Vestmannaeyingum sjálf- um og ekki öðrum.“ xxx Fonsætisráðherrann var önnum kafinn í skrifstofu sinni í KristjánsborgarhöM, eins og fyrr er getið, og hafði ég hálfgert samvizku'bit af því að spyrja hann um land- helgismálið og af hverju Norð urlöndin fjögur studdu ekki tiMiögu íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Hann kall- aði á K. B. Andersen utan- ríkisráðherra, sem ég hafði hitt tveimur dögum áður og þá sagði hann um hamifarim- ar á Heimaey: „Þetta er en,gu Mkt, ótrúlegt." K. B. Ander- sen sagði, að Norðurlöndin fjögur heifðu orðið ásátt um, að taka ekki upp í tillöguna, sem fflutt var á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, að yfirráðaréttur strandríkis skyldi ná til hafsins yfir land- grunninu, þau hefðu verið sammála um, að lárta væntan- lega hafréttarráðstefnu fjalla um málið og taka endanlega aflstöðu til þess. Forsætisráð- herra, Anker Jörgensen hlust aði á þessa skýringu og ég minnti á ummæti finnska forsætisráðhierranis, Sorsa sem áður hafa birzrt hér í blaðinu: „Við höfurn fulla og algjöra samúð með Islending- um í útvíkkun landhelginnar í 50 sjómílur." Dönsku ráð- herrarnir sögðu ekkert um þau ummæli, en kváðust mundu biða eftir hafréttar- ráðstefnunni. „Okkur virðist það rétt máisimeðferð," sagði K. B. Andersen, en minnti jafnframit á, að Norðurlöndin hefðu setið hjá og ekki greitt atkvæði gegn tiMögu Islend- inga. xxx Uim inngöngu Dana i Efna- hagsbandalag Evrópu sagði Anker Jörgensen m.a.: „Danmörk hefur í mörg ár verið óendanlega lítill skagi á meginlandi Evrópu. Og samt höfum við al'ltaf haldið mienningarlegum tengslum við Norðurlönd, en a’ldrei að- eins þau, heldur mest þau. Og ég trúi því, að norræn menningarleg afstaða til til- verunnar, ef við getum sagt það svo, muni halda áfram að setja svip á okkur, iiif okk- ar og aifistöðu. En svo er ann- að: að norrænt lýðræði og fé- lagslegur skilningur setja æ meiri svip á stærri löndin í Efnahagsbandailaginu, ekki endilega vegna okkar áhrifa heldur vegna þess, að þeim er þessi félagslegi skilningur og þetta lýðræði nauðsynlegt, Og aðild Englands að Efna- hagtsbandalaginu mun enn auika áhrifin í þessa átt, svo og afistaða ríkisstjórnar Vest- ur-Þýzkal ands. ‘ ‘ Og að loku-m sagði Anker Jörgensen, fiorsætisráðherra Danmerkur við blaðamann Morgunblaðsins: „í Dan- mörku munum við halda áfram að varðveita norræn- an menningararf og ég trúi því ekki að við lendum i nein- um erfiðleikum í þessum efnum vegna aðildar okkar að Efnahagisbandalaginu." Hann sagði að lokum, að Danir vildu vera brú milli Norðurlanda og Efnahags- bandalagslandanna, en menn yrðu að gærta þess, að bæði þess landisvæði væru stórar einingar. Valdimar Kristinsson: V estmannaey j ar - Þorlákshöfn Nú eru Vestmannaeyingar og reyndar þjóðin öll að reyna að gera sér grein fyrir stöðu sinni með tilliti til náttúruham- faranna á Heimaey. Ljóst er, að nokkur hluti bæjarins þar hefur spillzt svo mjög, að senniiega er hann endanlega glataður. Á hinn bóginn eru al'lgóðar horfur á, að vestari helmingur bæjarins, og ef til vill nokkru meira en það, muni bjargast það vel, að til- tölulega auðvelt muni reynast að hreinsa þar til og bæta skemmdir. Þá fer það eftir áframhaldi gossins og mati rnanna á fram- tíðinni, hversu margir vilja fara til baka á næstunni. Von andi geta margir búið áfram góðu Mfi í Vestmannaeyjum, en öll verðum vi'ð að gæta okk ar á því, að við megum ekki Iá þeim, sem hika við að snúa til baka. Sérstaklega ber því að snúast gegn vanda þeirra. Bæjaryfirvöldin og flestir Vestmannaeyingar eiga þá ósk heirtasta að halda bæjarfélag- inu sem mest saman. Aðrir ís- lendingar skulu ekki halda, að þetrta sé tiiftnningasemin ejn, sem komi okkur hinum aðeins óbeint við. Vestmannaeyingar hafa ekki bara verið að dunda við að búa sér ein menningar- I'eg'ustu heimili þessa lands, heldur hafa þeir einnig verið að nýta eín allra mikilvægustu fiskimiðin, og það er sannar- lega mál, sem varðar hvert mannsbarn hér á landi. Mörg- um verður hugsað til Þorláks- hafnar, Grindavíkur og Hafn- ar í Homafirði í þessu sam- bandi, en milli Þorlákshafnar og Hafnar i Hornafirði er 350 km hafnlaus strönd, sem erfirtt er að hafa enga aðstöðu við, og bátafloti Vestmanmaeyiinga getur ekki verið lengi á ver-' gangi. Nú er vandinn sá að reyna að sameina sem mest bráða- birgðaráðsrtafanir og framtíðar lausn mála. Sagt er að bæta megi Grindavíkurhöfn allveru- lega á stuttuim tíma, og er þá sjálfsagt að gera það, einnig með framtíð Grindavíkur í huga. Þá munu lengi hafa ver- ið uppi áætlanir um að stækka verulega og stórbæta höfnina í Þorlákshöfn. Þar er næsta höfn við Vestmannaeyjar, og þar ætti að leggja i miklu meiri framkvæmdir, bæði til bráðabirgða og frambúðar. Mætti hugsa sér, að staðið yrði að málum eitthvað á þessa Ieið: Fenginn yrði frá Bandaríkj- unum fjöldi húsvagna (house- trailers), er gætu verið tilbún ir með rafmagni vatni og frárennsli eftir nokkr- ar vikur. Þessum hús- vögnum má ekki rugla saman við hjól'hýsin, er bílar draga, sem eru miklu minni og lakar út búin. Húsvagnamir eru ekki stór hús, en heldur ekiki mjög Mtil, og eru með ölluim helztu þægindum nútímahúsa. Hafa þeir til dæmis verið not- aðir í stórum stíl við flóða- svæði í Bandarikjunum þegar miikill fjöldi fólks hefur misst heimili sín. Telja má l'íklegt, að Rauði kross Bandaríkjanna eða önnur hjálparstofnun þar í landi mundi útvega okkur hús vagnana á góðum kjörum. Hús- vagnana mætti staðsetja við verstöðvar og vinnslustöðvar á Reykjanesi og víðar, en þó mest í Þorlákshöfn, og miða við að bjóða sem flestum Eyjabú- um að flytjast þangað sem fyrst, jafnframt því sem höfnin og vinnsl'uaðstaða batnar þar. En einnig er þá hugsað til ná- lægðarinnar við Vestmannaeyj ar. Með þessu móti yrði bæjar- félaginu haldið sem mest sam- an og náin tengsl á milli þeírra sem þar væru og hinna, sem fljótlega settust aftur að í Vest mannaeyjum eða lægju þar í veri. Áætlunarferðír miillí Þorláks hafnar og Eyja þyrftu að vera sem örastar, og mætti hugsa sér að leigja skip (t.d. frá Nor- egi), ef ekkert i'nnlent þykir henta nægjanlega vel, en fara síðan fljótlga að teikna fram- tíðarskip fyrir þessa leið. Jafn- framt uppsetningu húsvagn- anna þyrfti að hugsa meira um framtíðina og ættum við þá að Ieita til frænda okkar á Norð- urlöndum og £á fjölda verk- smiðjuframleiddra húsa með góðum kjörum til varanlegri búsetu. Þegar fólkið flyttist síð an úr húsvögnunum í þessi rýmri hús ætti að halda hús- vögnunum áfram við i allmörg ár og hafa þá til vara, ef þörf krefur. Fleira þarf að gera. Vegur- inn um Þrengsli liggur í átt til Þorlákshafnar og er hann vel lagður og tilbúinn til að taka á rnóti olíumöl. En þegar konv ið er niður i byggðina tekur við lélegur vegur siðasta spöl- inn. Þarna þyrfti að legigja góð an veg beinustu leið um 7—8 km langan, og með þvi að hefja undirbúning strax gæti því verið lokið á miðj-u ári. Með þessu móti mundu batna mjög samgöngur miilli Reykja- víkur og Þor 1 ákshafnar (leið- in yrði um 50 km) o>g þar með til Vestmannaeyja. Aulk alls annars hagræðis mætti þá dreifa landburði af fis’ki úr ’Vestmannaeyjabátum til vinnislustöðva á Reykjanesi. Atburðirnir í Vesfcmannaeyj- um eru enn ein ástæðan til þess að ieggja nýtt mat á dreif iingu byggðarinnar á Islandi, og þurfa margir að gera þeim málum skit. 1 þessu sambandi mætti hér aðeins nefna, hvort ekki væri rétt að bæta sem mest ininsiglingu og aðra að- sfcöðu við Höfn í Hornafi-rði og einnig að gera á því víðtæka athugun, hvort hafnargerð og Valdhnar Kristinsson. uppbygging bæjar við Dyrhóla ey þætti koma til greina, og hafa allar þær upplýsingar til- tækar, ef ástæða þætti til að grípa til þeirra síðar. Að lokuni ætti ekki að þurfa að minna á, að hörmung amar hafa fyrst og fremst bitn að á Vestmannaeyingum sjálf- um og þess vegna er það þeirra mál að þiggja aðstoð, hvaðan sem hún berst. Fólk, sem hefiur byggt upp tiltölu- lega öflugasta bæjarfélag lands ins hefur ekki minni metnað en hver annar íbúi þessa l'amds, í hvaða stóí, sem viðtoomandi kartn að sitja þá og þá sfcumd- ina. Vestmannaeyinigar hafa hing að til bjargað sér með öUiuim ti'ltækum ráðum og þeir hilda virðingu okkar með því aO gera það áfiram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.