Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1973 21 — Poul Hartling Franihald al bls. 1. izt hjá yfirráðum kommúnista vegna aðgerða Bandarikja- manna. Iíann nefndi Norður- Vietnama innrásarmenn í ræðu sinni. Forsætisráðherrann tók máli kinkjumálaráðherrans og fagn- aði mrjög eindregið vopnahléi þvi, sem náðst hefur. Hann sagði, að það væri ranigt mat að kalla Norður-Vietnama innrásarmenn í samibandi við þetta strið. Fyrirspyrjandi og ráðherrar voru sammáia um að fagna þeirri þróun, sem Vietnam- rraálið hefði tekið og von- uðust til að friður kæemist á hið fyrsta. Fyrirspyrjandinn sagði i lokin, að ferðir Nixons til Peking og Moskvu hefðu ver ið forsenda þess vopnahlés, sem nú væri komið á. Forsætisráð- herrann hafði ekkert við það að afthuiga en sagði, að fyrirspyrj- andi hefði fullyrt, að kirkjumáia ráðherrann hefði sýnt litinn skiln ing á utanrikismálum, en eitt væri vist: að skiJningur fyrir- spyrjanda væri a.m.k. ekki meiri. Talsmaður íhaidsflokksins, Ninn Hansen, sagði, að forsætis- ráðherra væri þekktiur fyrir skýr svör. En þó mætti yfirleitt túlka svör hans á tvo vegu: þau væru skýr en ekki skýlaus. Þess má geta, að danska stjórn in hefur afhent Hanoistjórninni 5 millj. danskra króna að gjöf og var það nefnt í umræðunum, en mikil fjársöfnun fer fram meðal almennings hér í Dan- mörku til vietnömsku þjóðarinn- ar eins og kunnugt er. Óvíst er hve mikið Poul Hartling vill, að Danmörk leggi fram Islending- um til aðstoðar, en ýmsir telja, að hann muni hafa 5 miKjóna kr. gjöfina til Hanoi til samanburð- ar — og e.t.v. leggja áherzlu á, að aðstoð Dana við íslendinga verði ekki minni. 1 framhaldi af þessum umræð um um Vietnam var tekin fyrir fyrirspurn Poul Hartlings tU for sætisráðherrans um aðstoðina við í.sland. Anker Jörgensen sagði, að náttúnuhamfarirnar á Heimaey væru hræðilegar, eins og hann komst að orði og sam- eiginleg aðstoð allra Norður- landa yrði veitt Isliendingum. Um hana yrði rætt á forsætisráð herrafundi Norðurlanda á næsta fundi Norðurlandaráðs i Osló. Jafnframt sagði Anker Jörgen- sen, að K. B. Andersen utanrí kisrá ftherr a hefði fjall- að um málið strax i upphafi og Poul Hartling. danska stjórnih í dag haft sam- band við sænsku ríkisstjórnina um aðstoð við Islendinga. Poul Hartling þakkaði jákvæð svör Aniker Jörgensens og árétt- aði, að Dönurn bæri að rétta ís- lendingum hjálparhönd, en því miður hefðu svör forsætisráð- herrans, þótt jákvæð væru, ekki verið nógu aifgerandi. Hartling sagði, að Island og islenzka þjóð- in stæðu Dönum nær og væiru þeim kær, eins og hann komst að orði, („nær og kær“) eins og hann sagði á sinni eigin tungu. Umimæili Anker Jörgensens, forsætisráðherra Dana um nátrt- úruhamifarirnar á ísiandi og svar hans við fyrirspurn Poul Hartlings um aðstoð við fslend- inga vegna þessara hamfara er svohljóðandi: „Svo sem vitað er, hefur K. B. Andersen, sem þá gegndi störfum forsætisráð- herra, þegar hinn 24. janúar, lát ið í ljós samúð Danmerkur vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara á Heimaey. f því saimbandi gáif- um við tii kynna, að Danir vildu gjaman tala við íslendinga um, hvernig við gætum hjálpað vegna hins mikla tjóns, sem gosið hof- K. B. Andersen. ur haft í för með sór. fsland hef ur þakkað þessi tilmæld, sem vilji er fyrir að ræða við fyrsta hentugt tiækifæri. Það er í augnablikinu erfitt að gera sér grein fyrir þörfum íslands (í þessu sambandi) og þess vegna ekki auðvelt að átta sig á, hve víðtæk hin danska hjiálp eigi að vera. En það er sennilegt, að það komi í ljós, að þörfin fyrir hjálp verði meiri en svo, að hún verði innt af hendi með frjálsum fram lögum, sem nú eru fyrir hendi. Stjórnin mun vera fús til að ræða málið við hi'utaðeigandi yfirvöld, þegar nauðsyniegt yfir lit liggur fyrir. Við viljum gjarnan sameinast um hjálp með hinum Norður- löndunum og 'viljum þvi stuðla að, að koma slikri samvinnu á sem fyrst. Það er því mikið gleðiefni, að hr. Stetter (einn af talsmönn- um fháldsiflokksins, innskoit M. J.) hefur upplýst mig um, að forsætisnefnd Norðurl'andaráðs hefur snúið sér til norrænu stjórnanna með vandamiálið. Ég get sagt, að hjá dönsku stjóminni er fuliur vilji fyrir því að taka máldð upp og veita Islandi sameiginlega norræna hjáilp. Ég mun gjarnan nota fyrsta tækifæri. Ég get þess vegna, fyrir hönd dönsku stjórnarinnar lýst yfir fullum stuðningi við tillöguna um fund norrænna forsætisráð- herra og forsætisnefndar Norð- url'andaráðs, sem haiidiinn verður i Osló 17. febrúar n.k." Fyrirspurn Poul Hartlings fyrr um utanrí'kisráðherra, formanns Vinsitri flokksins, er svohljóð- andi: „Vill forsætisráðherra upp lýsa, hvaða áætíanir ríkisstjórn- in hefur með tilliti til hjálpar is- lenzku þjóðinni vegna náttúru- hamfaranna." 1 greinargerðinni segir, að danska ríkið hafi, þegar náttúru hamfarir hafa átt sér stað, oft veitt aðstoð, bæði fjárhagslega, tæknilega og á annan hátt. „Það er dönsku þjóðinni því óskiljanlegt, að þegar norræn bræðraþjóð, Islendingar, verður fyrir svo miklum áföllium af völdum náttúruhamfara, þá eru engar opinberar áætíanir um að- stoð, lagðar fram. Sem betur fer hafa náttúru- hamfarirnar ekki kostað nein mannslif, en fyrir íslenzku þjóð- ina er hið efnahagslega tjón til- tölulega mjög mikið og islenzka þjóðin getur varla risið undir því ein og óstudd," segir í grein- argerð með fyrirspurn Poul Hart lings fyrrum utanrí'kisráðherra. Þess má að l'okum geta, að áheyrendapallar þjóðþingsins voru troðfullir, þegar umræðurn ar um Vietnammálið og ísland fóru fram. — Kissinger Frainhald af bls. 1. hann áherzlu á að vandamálum Evrópu yrði gefinn mikill gaum- ur. Sérstaklega lagði hann áherzlu á að haran mundi ræða ýmíis vandamál við Edward Heath, forsætisráðherra Breta, sem er um þesisar miumdir í Wash imgton tffl að kynna sér skoðanir hans á þvi hvaða afstöðu Banda- ríkin og bandalagsiþjóðdrnar í Evrópu ættu að taíka til rraála, sem mun bera á górna á öryggis- máiaráðstefnu Evrópu, í viðræð- urauim um samdrátt herja og ekki sízt í viðskiptamáiuim. Hann sagð ist ekki óttast hina nýju Evrópu, en koma yrðd á samkeppni og samviinnu, sem þjónað gæti hags munurn allra. Á fundi Nixoms kom meðal annars fram að hanin hygðist eklki ætla að náða liðhlaupa og að Kissinger færi ekki til Hanoi til að heilsa upp á bandaríska stríðlsfanga. Sjálfur sagðist hanin ekki ætla að taka á mótí þeim þagar þeir kæmu til Bandaríkj- anma, því að þeir ættu að kom- ast sem fyrst t.il fjölskyldna simraa. Nixon tilgreindi ekki hvenær hann mumdi ræða við Thieu for- seta en sagði, að viðræðurnar miundu fara fram í bústað hans í San Clemente í Kaliforníu. I Saiigon er sagt, að öflugar sveit- ir Nor'ður-Víetmama hafi byrjað nýjar árásir meöfram hlutlausa be’tinu í dag. Jafnframt hefur alþjóðaeftirlitsmefndin sent full- trúa til svæða, sem barizt er á og bafið slkipulagningu á starf- semi sinni. í Washingtom sagði Ellington Richardson landvarna- ráðherra að bardagarnir minnk- uð'u dag frá degi og að búast rnætti við að jafnvægi kæmist á eftir viku eða tíu daga. Viö höfum nú tekiö í notkun nýja huröar- verksmiöju aö Skeifunni 19, og getum því boöiö yöur innihuröir á hagstæöu veröi og meö stuttum afgreiöslufresti. Fullkomnar vélar tryggja 1. flokks framleiöslu! TIMBURVERZLUNIN VOLUNDUR HF. KLAPMRSTÍG1 @18430 - SKEIFAN19 @ 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.