Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1973 Erlend aðstoð er nemur hundruðum millióna kr. AUGLJÓST er, að margar hendur eru nú réttar Is- lendingum, reiðubúnar að létta þær byrðar, sem nátt- úruhamfarirnar í Vest- mannaeyjum hafa í för með sér. Sérstaklega hafa frændur vorir á Norður- löndum brugðið við skjótt og af miklum stórhug. Morgunblaðinu hafa borizt margvíslegar fréttir um aðgerðir í þessum efnum og verður Þeirra helztu getið hér á eftir. Jafnframt hafði blaðið samband við sendiráð hinna ýmsu ríkja í Reykjavík og spurðist fyrir um tilboð, er borizt hefðu frá löndum þeirra. f einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá AP í Kaupmanna höfn segir, að tvær skipa- smíðastöðvar, Elsinore og Lindoe, hafi boðið fram störf og húsnæði fyrir 200 Vest- mannaeyinga. Segir í skeytinu að tekið hafi verið fram, að vissulega væri betra, að þjáíf aðir málm- og skipasmiðir gengju fyrir en slík þjálfun væri þó ekkert skiiyrði, þvi að skipasmíðastöðvarnar væru reiðubúnar að annast þjálfun íslienzkra starfsmanna ef samningar tækjust þar um. Skipasmíðar þessar hafa næg verkefni næstu þrjú árin a.m.k., segir í skeytinu og haft er eftir talsmönnum þeirra, að hægt verði að sjá starf smön nunum fyrir hús- næði og jafnvel einnig fjöl- skyldum þeixra. Þá segir AP eftir áreiðanleg um heimildum, að danska rík isstjómin sé reiðubúin að leggja fram fimm milljónir danskra króna — sem nemur rúmiega 70 milljónum isl. kr. — til samnorrænnar aðstoðar við ísland og ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að fá öll dönsk bæjarfélög til að leggja eitthvað af mörkum. Segir AP, að lauslega áætlað geti framlög þeirra orðið allt að tiu milljónir danskra króna eða sem nemur 140—150 milljón- um íslenzkra króna. Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar hefur þegar lagt fram 50 þús. danskar kr. til skynd hjálpar við flóttafóikið frá Heimaey, segir i AP-skeyt inu og eigendur danskra gisti- og veítingahúsa hafa ákveðið að veita aðstoð sem nemur 20 þús. dönskum krónum. Loks eru norrænu féiögin í Dan- mörku að skipuleggja lands- söfnun fyrir Vestmannaey- inga. Sendinefndir frá Noregi og Sví- þjóð væntan- legar í dag Morgunblaðið hefur fengið þær upplýs'ngar, að í dag muni væntaniegar til landsins sendinefndir frá ríkisstjórn- um Noregs og Sviþjóðar til viðræðna við íslenzku ríkis- stjómina um aðstoð vegna á- standsins í Vestmannaeyjum. Frá Svíþjóð kemur þriggja manna nefnd, skipuð einum fulltrúa ríkisstjómarinnar og tve'mur fulltrúum frá sænsk um byggingafyrirtækjum, að því er sænska sendiráðið upp lýsti í gær. Frá Noregi kemur að sögn norska sendiráðsins, fjögurra manna nefnd undir forsæti Eriks Dons, sendi- herra, sem er sérlegur ráðu- nautur norska utanríkisráðu neytisins. Mun hún ræða, hvemig Norðmenn geti bezt hjálpað í samræmi við skeyti það sem Lars Korvald, forsæt isráðherra Noregs, sendi Ól- afi Jóhannessyni, forsætisráð- herra íslands á þriðjudag. — Samkvæmt fréttaskeytum frá NTB heíur norska utanríkis- ráðuneytið upplýst, að Norð- menn muni væntanlega hjálpa bezt með því að senda til fs- lands tilbúin ibúðarhús. Einn af þingmönnum í norska Stór- þinginu spurðist fyr r um það í dag, hvað stjórnin hygðdst gera og upplýsti Hallvard Eika, er nú gegnir embætti ut anríkisráðherra, það sem að ofan gre'nir. Hann sagði, að stjórnin hefði sett sig i sam- band við norska framle ðend- ur slikra húsa en stjórnin þyrfti að fá frekari upplýsing ar um það frá íslandi, hvers konar húsa væri mest þörf. Ráðherrann upplýsti einnig, að stjómin hefði fengið stað festingu um það frá íslandi, að mest væri þörfin fyrir hús og annað, er með þyrfti til þess, að Vestmannaeyingar gætu komið sér upp heimilum á ný. Hann sagði, að íslenzka rikisstjórnin hefði látið í ljós, að hún tæki með þakklæti við þeirrl aðstoð, sem Norðmerm vildu í té láta. Svo sem Morgunbiaðið skýrði frá í gær, upplýsti sænska sjónvarpið í kvöld- fréttum á þriðjudagskvölid, að sænska stjórnin hefði í hyggju að senda til íslands 200 smáhús. Landssöfnun í Noregi Morgunblaðið hefur og skýrt frá því að ýmis samtök í Noregi, með Norsk-íslenzka félagið, íslendingafélagið og Norrænu félögin í brodd'. fylk ingar, hafi skipað nefnd manna, er skipuleggur nú landssöfnun í Noregi. Blaðið hafði samband við Jón Erlin, formann nefndar- innar, sem sagði, að þegar, er ljóst hefði verið, að Rauði krossinn og ísienzka kirkjan viidu taka á móti aðstoð er- lendis frá, hefðu ýmsir aðilar, er nærri íslandi standa, brugð ið skjótt við til að sýna hug sinn og samúð í verki og á- kveðið að hefja fjársöfnun. Hefðu ýrnsir aðilar verið kall aðir saman til fundar á föstu dag'nn var og u.ndirbúningur þá hafizt, annar fundur hefði verið á þriðjudag og væri söfn unin nú að komast í fullan gang. Hann sagði, að mörg fyrirtæki og fjölmargir ein- staklingar hefðu látið í Ijós áhuga á að leggja sitt af mörk um til söfnun.arinnar. Samkvæmt fréttaskeytum NTB í gær, iagði Sjómanna- bank nn í Tromsö þá fram 50 þúsund norskar krónur — sem nemur um 750 þús. ísJ. krónum — og jafnframt hafði bankinn tjáð sig reiðubúinin að gangast fyrir söfnun i næsta nágrenni sínu. NTB upplýsir einnig að söfn unarnefndin hafi opnað sér- staka giroreikninga, svo að menn geta hvarvetna í Noregi greitt af hendi framlag s.tt í pósthúsum og bönkum. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við nefmdina til að kanna hvort hægt sé að veita aðstoð með öðru móti en bein um peningagjöfum m.a. hefur sú hugmynd komið upp að skipuleggja orlofs- og skemmtiferð vestmanna- eyskra barna til Noregs í vet- ur eða vor. 1 milljón kr. skyndihjálp frá Færeyjum Jogvan Arge, fréttaritari Morgunblaðsins í Færeyjum símar þaðan að bæjarstjómin í Þórshöfn hafi á fundi sin- um í gær samþykkt að veita Vestmannaeyj'um skyndihjálp sem nemur e'nni milljón ísl. króna. Segir, að féð verði sent bæjarstjórninni í Vestmanna- eyjium. Jafniframt er hafin um fangsmiik'l söfnun í Færeyj- um, svo sem áður hefur verið frá skýrt. Hirtshals býður Eyjabátum aðstöðu Þá h-erma fréttir frá Hirts- hal's í Danmörku, að bæjar- stjórinn þar, Jacob Olesen hafi boðið sjómönnum í Vest- mannaeyjum að nota sér höfn ina í Hirtshals og þá aðstöðu, sem þar er fyrir hendi meðan svo óljóst er, hver verður framtíð Heimaeyjar. í sím- skeyti, sem Jacob Olesen hef ur sent bæjarstjóran-um í Vestmannaeyj-um segir: — „Vegna hinna nánu vináttu- banda, sem bæ'r okkar hafa bundizt fyrir tilstuðlan ykkar dugmiklu sjómanma, hafa nátt úruhamfarirnar, sem gengið hafa yfir bæ ykkar, snortið okkur djúpt. Við vitum, að þið standið andspænis miklum erf iðleikum. Ef höfn okkar og að staða þar gæti á ei-nhvern hátt orðið ykkur að liði, viljum við veita ykk-ur alla huigsanlega þjónustu." — XXX --- Svo sem fyrr segir hafði Morguniblaðið samband við ýmis sendiráð erlendra ríkja í Reykjavík og spurðist nánar fyrir um fregnir, er borizt höfðu af aðstoð frá þeim. Þegar samband var haft við þýzka sendiráðið var sagt, að þangað hefðu enn ekki borizt frekari tilkynningar um að- stoð frá Sambandslýðveldinu en málið væri í athugun. Áð- ur hafa Vestur-Þjóðverjar af hent Rauða krossinum 100 þús. DM — eða um 3 milljón ir ísl. kr. — vegna náttúru- hamtfaranna í Eyjum. í tilefni frétta um, að ísrael hefði heitið aðstoð vegna eld gossins, sneri blaðið sér til ræðismanns ísraels hér á landi, en hann sagði, að séí hefði ekki borizt orðsending þar að lútandi. Haít var samband v'ð bandariska sendiráðið og fyrsti sendiráðsritari, Doyle V. Martim, sem gegnir störfum sendiherra í fjarveru Frede- ricks Irvings, spurður, hvort isl'enzka ríkisstjórnin hefði haft sambanid við hann vegna boðs Bandaríkjanna u-m að- stoð en ha-nn svaraði, að svo væri ekk'. enn. Hann kvaðst hins vegar harma þann mis- skiOning, sem upp hetfði komið meða! almennings um, að til- boði Bandaríkjanna hefði verið hafnað. Hann kvaðst hafa tjáð íslenzku ríkisstjóm inni, að hann væri þess fuli viss, að Bandaríkjastjóm væri reiðubúin til viðræðna við ís- lenzku ríkisstjórnina um að- stoð hvenær sem væri, þegar metið hefði verið, hversu um- fangsm-ikið tjónið vegna eld- gossins væri og séð hvers væri þörf. Málið væri hins vegar ennþá i athuigun. Sovézka sendiráðið upp- lýsti, er blaðið hafði samband við það, að hinn 26. janúar hef-ði sendiherra Sovétríkj- anna á ÍSlamdi gengið á fund forsætisráðherra Ólafs Jó- ha-nnessonar, samkvæmt boði forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Alexei Kosygins, og lýst yfir samúð hans og Sovét- manma vegna náttúruhamfar anna. Til þessa kvaðst sendi- ráðið ekki hafa femgið upplýs ingar u-m að Sovétstjórnin hefði sent bein tilboð um að- stoð. Og í sendiráði Kínverja í Reykjavik var einnig sagt, að þangað hefðu en-gar upplýsing ar borizt u-m aðstoð frá Al- þýð-ulýðveldinu Kina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.