Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR I , LBRÚAR 1973 Kristján Albertsson: Spá Völvunnar Vitleysan er þó okkar versti fjandi. Matthías Jochumsson. 1. Aldrei hefur verið dempt yfir þjóð vora jafnofboðslegum vit- leysuvaðli né blygðunarlausari hræsni, en nú er gert í þeim æs- ingaáróðri sem beitt er til að egna skapheimskari æskulýð landsins til djöíulóðra hamfara gegn þeirri einu vörn sem tryggt geti öryggi og frelsi íslands. Mestu af þessu er hvergi svar að. Þó getur stundum verið var- hugavert að þagað sé með öllu við illkynjuðum ósannindum, þótt i sjálfu sér sé óskemmtilegt að þurfa á þau að minnast. En nú er hafið skipulagsbundið og harðsnúið tiiræði við lif og fram tíð íslenzkrar þjóðar. Þjóðviljinn birti 7. þ.m. æsinga fundarræðu eftir Kristinn E. Andrésson. Þegar maður furðar sig á þvi, hvað maður með hans vitsmuni lætur út úr sér, má þó ekki gleyma aðstöðu hans í ís- lenzku stjórnmálalífi. Hann hef- ur um áratugi verið einn helzti trúnaðarmaður og umboðsmaður Rússa á íslandi. Enginn vafi get ur á því leikið, að Moskvu- valdið telur hann og aðra skuld- bundna, á sama hátt og Hákon gamli taldi þá menn islenzka, sem hann hafði gert að lendum mönnum í Noregi — þeir voru hans hirðmenn á Islandi og áttu að reka erindi konungs. Mér er sagt — og ég hef enga ástæðu til að rengja að rétt sé hermt — að þegar eftir síðasta kosninga- sigur á íslandi, sem lyfti komm- únistum til þeirra miklu valda sem þeir síðan hafa haft, hafi Kristinn E. Andrésson haldið rak leiðis til Moskvu, að þar hafi hon um verið tekið með dýrðlegum veizluhöldum af hálfu stjórnar- valda og hann verið sæmd- ur hárri rússneskri orðu fyrir afrek sin í þágu rússnesks mál- staðar á íslandi. Hann getur leið rétt. ef hér er skakt farið með eða ofmælt, og mun honum að sjálfsögðu heimilt rúm til þess i Morgunblaðinu. En hvað sem líður hirð- mennskuskyldum Kr. E. A. kem ur manni þó á óvart að maður eins og hann skuli geta lagst svo lágt að halda því fram, að Atlantshafsbandalagið sé stofn- að til að þióna „yfirdrottnun auðstéttarinnar" og „til höfuðs alþýðustéttunum í löndunum". Hvers vegna leyfir hann birt- ingu slíkrar ræðu? Hann hlýtur þó að vita að hann segir ósatt, og að svo til hver lesandi hans veit, að hann segir ósatt. Eftir síðari heimsstyriöld neyttu Rússar vopnavalds til að skera sér væna sneið af hverju sinna nágrannalanda i Evrópu og kúguðu þau að öðru leyti und ir sitt vald, nema hvað ekki tókst í Albaníu og Júgó- slavíu. Kommúnistastjórnir þeirra landa áttuðu sig fljótt á hvers kyns var, afþökkuðu rússneska aðstoð og afskipti af málum sínum, og Stalin þóttist ekki i bili geta sinnt þvi verk- efni að bæla þessi lönd undir stjórn sína. En alstaðar, þar sem hann gat ráðið með sinum byssu- stingjum, sveik hann öll sin lof- orð um að nábúarikin skyldu njóta frelsis að loknum ófriði, studdi kommúnistaklíkur til valda gegn vilja yfirgnæf- andi meirihluta þjóðanna og all ir vita hvemig síðan hefur far- ið, og hverra aðgjörða var þörf til að svínbeygja Ungverja. Austur-Þjóðverja, Tjekkó- Slóvakíu. Kristinn E. Andrésson veit, og hann ætti að vita að allir vita nema heimskustu menn og fáfróðustu einir — að það var gjörræði og ofbeldi Rússa sem knúði þjóðir Vestur-Evrópu til að bindast samtökum til varnar frelsi sínu, í bandalagi við Bandaríkin og Kanada. Hann veit líka að hann segir ósatt þegar hann heldur því fram, að herstöðin á Islandi sé „hlekkur í kerfi sem Banda- rikin hafa frá því á stríðsárun- um spennt um allan heim utan socialisku rikjanna til að tryggja sér hernaðarvald, öflun dýrmætra hráefna og markaði." Svona mun vera skrifað í Pravda, til að sætta kúgaða þjóð við léleg lifskjör, og fjáraustur til sívaxandi vígbún- aðar, sérstaklega á hafinu (og einkum þeim höfum sem næst liggia íslandi). Kristinn E. Andrésson veit að hann segir ósatt — og að hver maður á Islandi veit að hann seg ir ósatt. Hver maður veit að Is- land hefur öll þau viðskipti við socialistisku löndin, sem vér telj um oss hagkvæm, og án nokk- urra afskipta af hálfu Banda- ríkjanna eða Atlantshafsbanda- lagsins. Kr. E. A. fullvrðir að ..almenn ingur í öllum löndum Vestur- Evrópu hati Nato“. Hann hlýt- ur að vita að þetta er þvaður, algérlega úr lausu lofti gripið. Hvers vegna leyfir Kr. E. A. að svona ræða eftir hann sé birt á prenti? Annars er flestum allt ókunn- ugt um skyldur lendra manna hinna síðustu tíma. Og eins er hitt, að sumum Kristján Albertsson. finnst ekki eiga við á æsinga- fundum, að segja orð af viti. 2. Ég hef aðeins einu sinni hitt skáldkonuna frú Svövu Jakobs- dóttur, fyrir um það bil fjórum árum. Það gerðist á skrifstofum Morgunblaðsins, en bæði frúin og maður hennar Jón Hnefill Að- alsteinsson störfuðu þá i rit- stjórn blaðsins. Eftir á fannst mér ég hefði gjarnan viljað mega þakka frúnni fyrir ýmsar af hennar prýðilega gerðu smá- sögum, sem eru með því betra i nýíslenakum sagnaskáldskap. Ég geri það hér með. Mikill hluti af fundarræðu Svövu Jakobsdóttur, sem birtist í Þjóðviljanum 21. þ.m., snýst um kenningu Bandarikjamanns sem heldur þvi fram, að utan- ríkisstefna lands síns sé barátta „ósveigjanlegs skrifstofuvalds gegn ímynduðum kommúnisma." „Það kom í ljós, að hin fjand- samlegu samtök, hið kommúnist- iska veldi. sem við vorum að beita okkur gegn, var ekki til“ — á hann að hafa skrifað. og frúin segir með sakleysissvip, að Útsala á HÖTTUM, HÚFUM og fl. byrjar í dag. HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR, Laugavegi 10. við getum reitt okkur á orð hans ! Galbraith heitir hann. Við ættum því að geta stein- I hætt að óttast Sovétrikin — | óvinurinn, sem okkur stafi hætta I af sé „skrifstofubáknið“ í Bandaríkjunum, „sem er sett til höfuðs sjálfsákvörðunarrétti þjóða“. Og Galbraith hefur ein- mitt verið svo vænn að veita oss „innsýn í eðli þessa óvinar“, sem gerir „vísvitandi tilraun til þess að grafa undan trú okkar á eigið sjálfstæði í hlutlausu landi.“ Þar með er bað mál afgreitt, finnst frúnni. Því skyldi íslenzka þjóðin þverskallast við að reisa pólitiska framtíð sína á upplýsingum Galbraiths? Og er ekki þægilegt að geta sparað sér öll frekari heilabrot með því ein falda móti. að trúa blátt áfram og möglunarlaust því sem Mr. Galbraith segir? En hvernig leit frú Svava Jakobsdóttir á þessi mál fyrir aðeins rúmum þrem árum? Þá gaf hún út skáldsöguna Leigjandinn, og segir í ummæl- um forlagsins á kápu bókarinn- ar að ekki fari hjá því „að hún veki til íhugunar um margt ugg- vænlegt, sem gerst hefur og er að gerast á okkar tímum." Sagan var af ölhim skilin svo, að með leigjandanum í þessari tákn- rænu sögu kæmi ekki til greina að við annað væri átt en vam- arliðið ameríska á íslandi. En þó kom annar gestur enn uggvæn- legri til skjalanna, þegar á sög- una leið. Það er fróðlegt að fletta þessari bók nú. Útlendur leigjandi hefur kom- ið sér fyrir á íslenzku heimili. Hjónin búa við það öryggisleysi, að ekki er hægt að læsa úti- dyrahurðinni. Frúin hafði þvi oft sofið laust, þótt „hyggilegra að vaka þvi öryggisleysið hvelfd ist yfir hana um leið og myrkr- ið.“ En nú var þessi leigjandi kominn á heimilið og honum fylgdi öryggi, þvi hann svaf í forstofunni, út við dyr. Auðvit- að var hann ekki með öllu kær- kominn, en kom þó vel fram, ,.er ósköp þægilegur í um- gengni", segir frúin við ná- grannakonumar. Og ef barið er að dyrum í iibúðinni meinar hann konunni að opna, fyllist tor- tryggni. „Vissi hann af öllum beim hættum sem steðjuðu að henni í ólæstri leiguíbúð?" hugs ar konan. Leigjandinn er vel fjáður og mjög örlátur við hjón- in, eys í þau peningum svo þau geti lokið við hús, sem þau eiga í smiðum, og komið sér þar rik- mannlega fyrir. En þegar þau eru flutt í húsið „birtist nýr gestur álengdar, ef til vill sýnu iskyggilegri", eins og segir á bókarkápunni. Hann er mest á ráfi í fjörunni fyrir neðan húsið, „dökkhærður. nán- ast svarthærður, og á yfirbragð inu öllu einhver framandi brag- ur sem hún gat ekki skilgreint úr þessari fjarlægð." Nú bregð- ur svo við að annar fóturinn á leigjandanum fer að stytt- ast, hann hoppar um haltur - og fótur eiginmannsins verður líka stöðugt styttri. Báðir verða smám saman einfættir. Jafnframt stendur konunni vaxandi stugg- ur af manninum í fjörunni. og þó — „hvaða erindi skyldi maður- inn svo sem eiga hingað inn?“ En henni er ekki rótt, með svó sem enga til vamar, ef hættu skvldi að höndum bera. Þá gerist það á jólakvöld, að allt í einu „glumdi í dyrabjöll- unni.“ Hjónin og leigjand- inn lita hvert á annað: ekki var von á neinum boðsgesti. Konan hraðar sér að gægjugatinu á úti hurðinni —- og þama stóð hann, maðurinn úr fjörunni! ,.Og sýndi merki óþols . . . Rauðum lit brá fyrir á andliti hans. Var þetta blóð? Lagaði úr mannin- um blóð? Eða var þetta aðeins endurskin rauða jólaljóssins sem hún hafði fest yfir útidyr- unurn. Það varð ekki séð hvort var. Ekki gegnum gægjugatið." Hvorugur mannanna vill opna. Frúin litur aftur í gægjugatið. „Nú horfði hún beint í augu mannsins. Þau voru svardökk og framandi og spegluðu ekkert; hún fann ekki sjálfa sig þar hvemig sem hún leitaði. Henni barst engin vísbending, ekk- ert frumkvæði úr þessum aug- um. Ætti hún að opna yrði hún að gera það sjálf upp á von og óvon. En þegar hún lyfti hand- legg féll hann undan eigin þunga. Hún fann tilfinningu hverfa, iiðamót stirðnuðu frá öxl og fram í fingur unz handlegg- urinn var steinrunninn allur.“ Þannig endar sagan — með að vörun, sem verður að skelfingu og hrakspá. Táknmál sögunnar er hverju barni auðskilið. Engum get- ur dulist hvað skáldkonan er að fara: Ef hinn erlendi varn- armáttur rýrnar til mikilla muna, verður óvirkur eða dett- ur úr sögunni, en innlend að- gát og pólitískt vit veiklast og visnar að sama skapi, þá mun þess verða skammt að bíða að nýr „gestur“, kaldrifjaður á svipinn, mjög ólikur þeim sem fyrir var, og gjörólíkur oss Is- lendingum, knýji dyra og krefj- ist aðgöngu. Og þó að oss í fyrstu kunni að fara líkt og konunni. sem ætlaði að opna „upp á von og óvon“, heldur en að hurðin væri brotin upp, en svo féllust hendur — þá er sýnt hvernig muni lykta. Þvi maðurinn sem verið hafði á vakki kringum húsið, var ekki líklegur til neinnar misk- unnar. Þannig endaði sagan. En saga skáldkonunnar heldur áfram að gerast. Leigjandinn kom út 1969. Svövu Jakobsdóttur var 1971 boðið öruggt sæti á framboðs- lista Alþýðubandalagsins, og hún kosin á þing. Síðan hefur frúin skrifað talsvert af blaða- greinum og mér virðist hún nú orðin einn hinn rammasti af kommúnistum landsins. Nú hlær hún að fyrri ótta sín um við manninn í fjörunni. Þvi Mr. Galbraith hefur sagt að þessi óvinur sé ekki til — hafi aldrei verið til — og ekkert „kommúnistist veldi“, alls ekk- ert — nema aðeins í ímyndun einhvers skrifstofubákns. Það er ekki ónýtt fyrir vesa- lings Island að eiga slíka leið- toga. Og fullt af þeim. 3. Kristni E. Andréssyni er ljóst að fylgi herverndarandstæðinga hefur hrakað. Hann skrifar: ..Fylgjendur hersetu hafa greini lega unnið á, hinir sem andvig- ir eru komnir á undanhald." En hann bætir við: „Þessu und anhaldi verður að breyta í sókn, og það verður að gerast á þessu ári.“ Svo þá má eiga von á miklu meira af þessum heimskuvaðli um skuggalegan tilgang Atlants hafsbandalagsins og þá hættu sem þjóðunum stafi af skrifstofu bákni Bandaríkjanna — hinum eina sanna óvini mannkynsins. Hins vegar brestur þetta fólk allan kjark til að ræða hvað lík legt megi þykja að verða muni um varnarlaust ísland — hvað þá til að gylla þá æfi. sem þjóð- arinnar muni biða eftir að það vald, sem þessir vesalingar þjóna, hefði skellt hrömmum yf- ir landið. En við munum lifa af það vit- leysiskast, sem nú er reynt að magna með æskulýð lands- ins vafalaust með ríflegum stuðningi erlends fjármagns — og þarf ekki að efa að margur nióti góðs af. I viðtali við Nýtt land 24. feb- rúar í fyrra hefur Hannibal Valdimarsson gert i stuttu máli svofellda grein fyrir því, um hvað sé að velja nú og i næstu framtíð: „Aðeins virðist um þrennt að velja: Vilja íslendingar taka áfram þátt í varnarsamtökum vestrænna þjóða. Vilja þeir leita undir verndarvæng Sovétríkj anna. Eða vilja þeir láta skeika að sköpuðu og treysta á vernd hlutleysis, ef til átaka kæmi milli risanna tveggja í austri og vestri. Eins og nú standa sak- ir, virðist flest benda til þess, að mikill meirihluti þjóðarinnar velji fyrsta kostinn, þótt eng- um þyki að öllu góður.“ Vitað er að meiri hluti Alþingis vill ekki láta skeika að sköpuðu — né sovés.k yifirráð. En endaþótt sýnt sé að ekki muni takast I þessari lotu að glepja þing og þjóð til að láta skeika að sköpuðu, þá er jafn vist að ekki muni linna látum þeirra sem hamast við að æra til léttúðar og glapræðis — skyni skroppnari æstoulýð fyrst og fremst, en jafnframt yf irleitt allt sem til er í landinu af vanþroska, eða þvi vitleysi, sem hið djúpspaka þjóðskáld taldi versta fjanda þjóðar vorr- ar. Verum því á verði —- og ekki sízt viti bornari yngri kynslóð — svo að spá völvunnar ekki eigi eftir að rætast Verum á verði — áður en orð- ið er um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.