Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 17
MÖRGUNBLÁÐIÐ, FIMMTODAGUíf í. FEBROAR 1973 17 Að standa sem sigurvegari mitt í ósigrinum Predikun sr. Þorsteins L. Jónssonar í Bústaöa- kirkju s.l. sunnudag Mt. 8:23—27. Á SUNNUDAGINN var messaðd ég í Iyaindákirkju í Vestmíanna- eyjum, þessari fomu 200 ára harðsækinn huga og þrautseigju feðranna langt í ættir fram, og töldust enda ekki gjaidgengir ella. Þeir kunnu vel að taka því, sjómanmakirkju og tiikynnti þá i sem að höndu-m bar, nutu þess barnaguðsþjónustu nú í dag, kl. 11 árdegis, en hámessu kl. 2 síð- degis. En fljótt skipast veður í lofti, og því sitend ég hér í þessu fag- urlega gerða musteri, Bústaða- kirkju. Á sunnudaginn var gat engiin n látið sér koma það til hugar, að eftiir sóiarhring yrð- um vér öll orðin flóttaifólk í voru eigin landi vegna eldgoss. Fremur hefðum vér getað búizt við dauða vorum fyrir þann tírna, svo oft erum vér mimmt á, hve fóbmál dauðans fljótt er stigið. En hér stend ég nú og margir þeirrá, sem þá hlýddu messu í Landakirkju, munu nú heyra orð mín. Það eru ekki margar stundir Mðnar síðan atburðirnir töku nýja og óvænta rás, er vér sizt hefðum gert oss i hugarlund, hefðum vér spáð fram i tímamm um breytimgar á mannanma ráða- gerðum. Á þriðjudagsnóttina er var, kl. 2, kom hinn mikli lúðurhljóm- ur, sem kallaði alla íbúa Eyj- anna til þaðanfarar og á flótta vegna þess, að jörðin hafði opn- azt við þröskuid fiimm þúsund manina heimilis og spúði ösku og eimyrju. Æðru- og mögiunarlaust gegndi hver maður kallinu og bjó sig eins og ekkert hefði i skorizt. Sérhver var til brautar búinn, þegar kallið kom. En Vestmannaeyimgar eru engan veginn óvanir kallimu um miðj- ar nætur. 1 kulda og kalsaveðri hafa þeir búizt til ferðar á sjó- inn, i frosti og niðamyrkri, strax þegar formaðurinn dangl- aði í gluggann hjá þeim. En þannig var nú Mfsbaráttain háð frá fornu fari, er menm voru kaMaðir í róður. Og hanmig hittiist nú á. að frá fornu fari hefur verið fjölmennt þennan suninudag til Landa- kirkju, þvi að fjórði sunnudag- ur eftir þrettánda hefur verið e. k. sjómianinasunnudagur Vest- mamnaeyinga, er vetrarvertíð fyrir Suðurliandi er að hefjiast. Þá fiölmenmtu sjómenn í Landa- kirkiu með konum sinum og skylduliði til fyrirbæna og sál- arstyrkingar. Menn voru óhrædd ir, en þekktu af langri reymslu, að ekki teið sú vertíð í Eyjum svo til emda, að ekki yrðu meiri eða minni manmskaðar. Skip fórust með rá og reiða og á lokadagiinn vamtaði stundum mörg í hóp þeirra, er höfðu bvrjað vertíðina. Em þetta fældi engan frá því að stumda sjó frá Eyjunum, enda var þar upp- gripaafli og betri lífskjör buð- ust en víðast hvar annars stað- ar á landinu. Mörgum hló þvi hugur í brjósti og hljóp lcapp i kinm, er þeir hugsuðu til átaka við höfuðskepnumar, em sú bar- átta færði björg í bú og gerði þá bj'argá'lwa og farsæla fjöl- skyldufeður, er þar settust að. Þeir þurftu ekki að bera kinm- roða f.vrir neimum og töldu sig þá heldur ekki upp úr þvi vaxna að hafa Guð i hjiarta og Guð i stafni, ákölliuðu h-anin og sögðu: Vertu með oss, vaktu hjá oss, veiitt-u styrk og huga-rró. Þegar boðinn heljar hækkar, Herra, lægðu vimd og sjó. Þeir lærðu af reynslunmi, þessir menn, og á-ttu tll að bera að sigia hraðbyri á gjöful mið og stóðúsit sem hetjur öll boða- föll l'ífsims, þótt Qf-t væri rnærri þeim gengið, hnarreistár eins og Sd-gurvegarar — já, stóðu sem sigurvegarar mi-tt i ósigrinum. „Að stamda sem sigurvegari mitit i ósiigrinum" er ekki nein skáldsögu-rómantik, heldur sjálf- stæð Mfsreynsla, se-m hefur mót- að íslenzkt hugarfar og mann- dóm og fært oss með Guðs hjálp þau gæði og 1-ífsþægindi, sem vér búum við í dag. Og ég vil nota þessa 9tuind hér í Bústaðakirkju til að minnast og þakka þessum köppum fyrr- um og nú, sem j-afnan sóttu sjó- imn fast og sækja hann enn. Ég mæli þessum o-rðum til sjóm-amn- anina frá Vestmannaeyjum eins og ég stæði i sjálfri Landa- kirkju, sem af óviðráðanlegum ástæðum stendur nú auð þenn an Drottins da-g í fyrsta skipti sögu hennar, en gnæfir engu að síður Ijósum prýdd upp úr sort- a-n-um þar úti. Það er ekki lengra síðan en á miðvikud'a-gskvöldið er var, að tveir unnendur kirkj- unnar opnuðu hana og tendruðu þar öll ljós. Og hafi ekki eitt- hvert óvænt og andstætt a-tvik komið fyrir, er hún með ljós- um sínum í dag talaindi tákn hiimnaföðu-rins, se-m 1-ætur Son- inn tala til vor og segja: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið." Já, verið eigi hræd-dir, trúi-ð aðeins. Það er lífsspeki trúarinnar og takmark að firra oss ölhim ótta — og það er sannarlega engin skáldskapar-rómanitík fremur en hitt, því að það er trúin, sem gerir oss kleift að standa báð- u-m fótum á klöpp veruleika-ns. í þessu felas-t hin samræmdu próf Mfsreynislunnar, sem hald- in eru yfir ungu-m sem gömlum, allt frá ómálga aldri til elliára. Þetta eru próf, haldin yfir mann- :num til fastrar lífsimótuniar upp til traustrar lífsgöfgunar, án þess að maðurin-n viti a-ninað u-m sjálfan sig en það, að hann sé óhjákvæmiiie-ga ábyrgur Mfsþegn í hversdagslegum önm-um, mað- ur, sem ber hið rétta hugarfar til sin og sinnia. Að kunna að st-anda sem sig- urvegari mitt í ósigrinum bygg- iist fyrst og fremst á liifsspeki trúnaðartraustsinis, lífsspeki Guðstrúarinnar eins og Jes-ús opiniberaði oss hana. Það er ekki hægt að kenina hana með nein- um fyrirmælum beinl'inis frekar en hægt er að fyrirskipa manni að sýnia huigrekki, vanti hann þá stillingu, er til þess þarf, þegar á hóliminn er komið. Enda þarf þá hver maður að eiga með sér hið in-nra eins konar saman þjappaða Mfsorku, sem geymzt hefur í kyrrlátum varasjóði lif- andi og hugsandi mannssálar. Þegar á reynir verður þá ósjálf- rátt tekið út úr þeirri innstæðu- bók og sú úttekt notuð til þess að afla alvæpnisins, sem tilheyr- ir hertygjum ljóssins í sannleik- ans og kærleikains þjónustu- gerð. Ef við viljum sjá, hvað það er og hvernig það er að standa sem sigurvegiari mitt í ósi-grin- um, þá er nýjasta og nærtæk- asta dæmið til gaumgæfni, hvemig Vestmannaeyinigar hafá snúizt gegn vandanum, sem nú hefur sótt þá heim, í þeim nátt- úruhamförum, sem yfir þá hafa dunið lík-t og reiðarslag. Þetta er engin rómamtík, en svo mik- il vá af náttúruvöldum, að mest er nú talin, sc-m dunið hefur yfir Island, frá þvi að 1-and vort byggðist, þega-r miðað er við þétt'býli. En nóttina, sem þessi firn skuHu yfir, sá ég engum svo brugðið að greiina mætti. Ég sá þessa nót-t marga ógleym anlega sjón, svo sem mæður og feður í yfirfullium bátum sitja eða standa með börn sín á hand- leggnum í ylgjuþunigum sjó. Hvergi heyrðist æðruorð, ekki einu sinnii bamsgrátur. Það sem heyrðist, var samita-1 um það, sem var að gerast með þeirri ró, sem einkennir tal mainna um daginn og veginin o-g ósjaldan heyrði ég upplifgandi gaman- yrði. Þessi bönd hafa hvorki tvinn- azt né þrinmazt fyrir það, að Eyjarnar eru mes-ta vers-töð landsins, sem framleitt hefur og flutt út a.m.k. 7.—5. hluta allra sjávarafurða, heldur hefur sjórinn, sem svarrar við rætur bergsins skapað umhverfis öss vébönd. En þau vébönd eru styrkt og vígð í áhættusömu Mfi, m-animfóm-uim á miðum úti og al-lri þeirri samúð, sem af slikri lifsreynislu leiðir og mest er í minnum höfð og skapar mestu eindnguna. Þvi að, „föðurlaind vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð.“ Og það er ekki um að viliast, að það ér Mfið og hinn sálræni þáttur Mfsbaráttunniair, sem þannig hefur byggt oss upp í órofa heiJd. Það er eiinmitt af þessu, sem vér, Vestmannaey- ingair, erum sem einn maður snorfcnir af þeirri samúð, er vér finnum sfcreyma til vor frá landsbúum öllum, bæði í orðum og verkum. Og sem einn maður vildum vér líka get-a þakkað, að 9vo miklu leyti sem vér getu-m það nú í orðum og fyrirtoæn. E-n Guð gefi, að þei-r tímar renni sem fyrst upp, að vér getum ldika þakkað í verki. Ég nefni Fyrir framan Landakirkju stendur minnlsvarði uni hrapaða og drukknaða við Eyjar. Ég segi þetta ekki af stæri- læfci, en með nokkru stolti og stend mig við það, þar sem ég er ekki hreinræktaður Vest- mannaeyingur. Hins vegar er ég meira og minna alinn upp í skjóli þeirra frá því ég var fimm ára barn, en 9Íðustu næstum þrettán árin hef ég verið sókniarprestur þeirra. Og allan þennan tíma hafa þeir undian-teknmigalaust reynzt mér svo, að hvenær sem ég heyri hjartans góðra og h-raustra drengja getið, karla jafnt sem kvenna, kom-a þeir mér jafnan fyrst í hug ásamt vinu-m minum á Snæfellsnesi, svo -að ég segi söguna eins og húin er. Og ég vil lýsa yfir þvi, að mér fimrnst sem mér ha.fi veiitzt ómet- anleg forrétfcindi að mega telj- ast í þeirra hópi nú, hópi sem bæði er alveg einstakur í sinni röð og svo samanþjappaður, að um sjálfsitætt þjóðemi hefur stunid-um verið rætt í léttu hjali. En það á einmitt rætur að rekja til sérkennis Eyjaskeggja, sam- hygðarinnar, þegar til kastanna kemur. Ég held Mka, að öll þjóðrni skilji þetta meira og minna, — skynji þessi sifjabönd, sem vér Vestenannaeyingar eruim tengd- ir, þessi inin-ri huglægu og hlýju vináttubönd, sem ósjálf- rátt hafa hnýtzt kynslóð eftir kynslóð. engin nöfn, en ekkert a-f oss mun gleyma þeim móttökum, sem vér nutum, er vér komum í land og hingað til Reykjavík ur, þennan eftirmininilega dag er vér uirðum knúin til að yfirgefa heimili vor. Sá dagur m-un oss öllum vera ógleymantegur. Og þegar ég læsti húsinu mín.u síðast, er ég var þar nú um miðja vikuna, læddisit að mér sá uiggur, að e.t.v. væri ég nú að yfirgefa þetta faltega heimili mitt fyrir fullt og allt, heimilið, sem mér fann-st þá stundina eiga meira í mér en ég hafði áður fundið. Alir þessir dauðu munir þama inn-i, þeir voru sjálfsagt dauðir m-unir einungis og einskis virði í augum ókunmugira, en fyrir mér voru þeir lifandi, dýrmæt- ar gersemar, sem töluðu við mig á orðvania máli tilfinninganna, þokkan-s, sem með þeim bjó, minningamna, sem við þá voru tengdar. Þá fann ég það fyrir alvoru, hversu rnargt það er, sem í mímum huga verður aldrei metið til fjár, þótt einskis virði sé í augum pramgatrans — en við myndum vart vi-lja selja, þót.t mikið væri i boði. Ég mun ekki vera eimn um slika-r tilfim-niingar þessa dagana, þegar hús eftir hús er að brenna til ösku. Og þó að þau eigi að heifca að vera orðin tæmd að öll- um húsmunum, er samt hver krókur og kimi, sem fcalar til þín, sem hefur la-g-t gjörva hönd á plóginn og komiið upp þaki yfir höfuð þitt með súrum sveita, oft meira og minina af vanefnum. Bn til þessara hluta liggja rætur vorar,. sem ég held, að aidrei geti slitnað. Þú, sem að- eins heyrir þessi orð min, teku-r mig e.t.v. ekki trúantegan. Hiinn, sem komið hefur þarna, skilur mig betur, því að sjón er sögu ríkari, en vér, sem höfum lagt oss alla fram til að byggja þetta upp, til að fegra það og prýða, vér eigum þá sögu að segja, sem sinertir oss, af því, að þarna hef- ur vor saga gerzt, þama áttum vér skjól og afdrep, þarna var vort heiiaga musteri. Þarna vor- um vér konungur og drottning í ríki voru og börnin prinsa-r og prinsessur. Þarna vorum vér eitt og aMt. Þarna vorum vér sjálf eins og oss er eðlilegas-t að vera, því að þarna áttum vér heima. Og sannaðu til, vinur minn, þarna eigum vér heiima enn og unum því aldrei að flýja þaðan fyrir fullt og aU.t og gerast þannig ævilanigt flóttafólk í voru eigiin landi, unum engu öðru en þvi að sn-úa aflur heim i fyll- imgu timans til þess að byggja upp aftur, upp af rústunum. Og ■ vér muin-um verða menn að meiri fyrir það að leggja ekki áram- ar í bátinh. Þótt öldumar risi hátt, þá er hann, sá er sefur í skutnu-m, tid t-aks við fyrsta ákall, og hann mun hasta á vind og va-fcn, svo að verði blíða-logn. En engu að síður verðum vér að þreyta áfram róðurinn til lands. Þannig getum vér og séð margt .yn dislega fagurt og . huggunarríkt mit-t i áföllumum, ef vér vi-rðum fyrir oss rétt- hverfuna í stað þe-ss að einblina á úthverfuna eins og oss hættir jafwan við að gera, þegar boð- inn ris og ógnar oss. Og vér skul-um halda oss áfram við rétthverfuma. Hugsu-m oss þá náð og mildi, se-m yfir oss vak-tí þessa dimmu og döpru nótt, hvernin gossprun-gan lá og hæfi- lega fjarri mannabústöðum, svo að engan sakaði, enginn lézt af slysförum, um engin sár af völdum gossins þurfti að binda, Gamalmenni og sjúklingar kom- ust á siúkrahús í Reykjavik heilu og höldnu, björgunarlið og hjálparhe)l-ur voru hvarvetna til ta-ks, þar sem á þurfti að halda. Allur skirastóU Eyjaskeggjia lá í höfn. hreiiwn og fágaður, likt og tHbúinn til hes-s að flytja íbúawa með tölu á öruggan stað. Veðrið, sem fvrir örfáum stund- um hafði ge'sað með 13 vind- stigum hafði iægt, o-g þá má ekki gJevma b"'im góðu viðtök- um, sem vér fengum, þegar í tend kom. Og svo siðast en ekki sízt megum vér ekki gleyma þvi hjartaJagi, því hugarþeU, sem öll þjóðin hefur sýn-t oss lej’nt og ljóst m-eð fögrum orðum og fjárframlögum, og minnast skul- uim vér þeirrar ótrútegu stilliinig- ar og rósemi, sem hver einasti, un-gur sem gam-all, var gæddur og prýddi hvern mann og lýstí því vel án sýn-darmennsku, hverjum mann-dómskostum is- lenzka þjóðin er búin. Það kem- ur hvergi betu-r í ljós en á ör- iagastundum sem þessum og sýndi si-g bezt i þvi, að á sivo gott sem fjórum stundu-m voru fimm þúsundir manna fluttar áfallal'aiust á brott frá Vest- manniaeyjum, án nokkurs aga eimkennisklæddra manna. Þetta allt hlýtur að auka trú vora á handieiðslu almátt-ugs Guðs og von um það, að vér Ves-tmawnaeyingar, sem eigum saman og tiJihe-yrum S'ams-tæð- um og sérstæðum hópi, eigum eftir að halda saman, en sundr- ast ekki og missa ekki kjarkinn, þótt á móti blási u-m sinn. Nei, „að hvi'ka ekki um skref, þó að hátt rísi sjór — að honfa ekki um öxl, það er mátinn." Hiwgað til hafa Eyjiairnar okkar verið útvörður þessa lanids og hiwn mesti bústólpi, hvað þjóðarbúið snertir, auk þess sem þessi litla Fi-amliald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.