Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1973 SAGAN vegna það var svona stutt. Það var enginn vafi á því, að Fiora hafði verið myrt, og þetta réttar hald var ekkert annað en fyrir- skipuð formsatriði. Það var líka greinilegt, að rannsókn málsins yrði fai'n iögregiunni. í fyrst- unni var þessi rólega og form- fasta athöfn frekar huggandi, en fljótlega gerði Jenny sér ljóst, að lögregian hefði þegar kornið sér niður á aðferð við rannsóknina. Áður en hún gerði sér ljóst, að réttarhaldinu var lokið, hafði verið komizt að þeirri niður- stöðu, að morð hefði verið fram- ið af einni eða fleirum óþekkt- uim perrónum. Nú varð ókyrrð í sainum. Jenny stóð upp úr sæti sínu með erfiðismunum, og tók þá i fyrsta sinn eftir því, að frú Brown sat eins og dæmd, rétt við hl.iðina á henni, með munninn dáiítið opinn og að Art Furby sat við hlið Péturs, rétt eins og Pétur þyrfti á lögfræðiaðstoð hans að halda, eða kannski sat hann þarna bara sem vinur hans. Um leið tók hún eftir því, að salur- inn var 1 ítill og loftið þungt og að dómarinn var með svartan hárbrúsk á höfðinu, sem var sýn.Miega falskur. Ungi la>knirinn var nú nýrak aður og snyrtilegur. Parenti kaf teinn hvarf, svo að liítið bar á, rétt eins og honum væri engin þörf á að bíða eftir úrskurðin- E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 GLÆSILEG \ CnÖM) J NORSK FRAMLEIÐSLA. \ J\ SÉRFLOKKI V____ f:- Hringt eftir midncetti M.G.EBERHART um. Þama voru nokkrir borgar búar, en þó frekar fái.r, sumir þeirra gengu ti.l Péturs og heils- uðu honum með handabandi, með alvörusvip. Svo var lálítill hópur Ijósmyndara krin.g um bffl inn og Jenny datt í hug, að þeir kæmu bara frá næstu borgum, kannski einn eða tveir frá New York. Svo voru þama borgar- og ríkislögregluþjónar. Þetta var all't saman mjög svo frið- samlegt og virðing Jennyar fyr- ir Parenti fór vaxandi.. Hann hafði sýnilega séð um, að allit færi rólega fram. En jafnframt óx líka hræðsla hennar við þennan dökka, ýtna mann. Pétur ók þeim heim og óþarf- lega hratt, Suddinn var nú orð- inn að þéttri þoku. Þegar þau beygðu inn i heimreiðina, sagði Blanche: — Jæja, þá er þessu lokið. Cal, sem sat hjá Pétri, sagði: — Nei, það er einimitt rétt að byrja. Lögreglubil! stóð á stignum. Pétri rann sýnilega í skap, hann steig svo snöggt á hemlana, að þau köstuðust öffl fram. Frú Brown veinaði. Parenti kom letilega út úr liög regiiubílnum og gekk til Péturs. Hann sagði eitthvað, sem Jenny heyrði ekki, en það var greini- legt, hvað það var, því að Pét- ur snuggaði óliundarlega og sagði: — Nú, al'Ht í lagi. Hann teit til baka á hitt fólkið. Þið ættuð að fara að borða. Parenti þarf að tala við mig. Cal snerti handlegginn á Jenny og hún steig út úr bíln- um, og svo dró hann hana frá hinu fólkinu, sem nú var kom. ið upp á tröppurnar. Jenny gekk við hliðina á honum og þau gengu eftir stígnum, og end anurn á húsinu. Hún leit til baka, þegar þau komu að beygj unni. Pétur gekk á undan Par- enti upp tröppurnar, og gremj- an skein úr andliti hans. Frú Brown og Blanche komu á eftir. Blanche lyfti höfði og horfði á þá Pétur og Parenti. Enn einn bilfl kom þjótandi upp stíginn, sportbilil með opið þakið. — Þetta er Art, sagði CaL Og það virðist svo sem þessi einkaritari hans sé með hon.um, Það var fal lega gert af honum að korna og vera hjá Pétri í morgun. Þau voru nú komin úr augsýn þegar Cal sagði hugsi: — Mér datt það í hug í gærkvöldi, að kannski hefði Fiora verið þessi hialinskl'ædda dama Arts. En ég trúi því samt ekki á þau að vilja leggja í þá áhættu, þvi að Pét- ur hefði vel getað komizt að þvi. Og ég get heldur ekki ímyndað mér, að Art hafi getað haft ástæðu til að myrða hana. — Art? sagði Jenny hissa. — Nú jæja, morðinginn hlýt- ur að vera þaulkunn.ugur í hús- inu. Að minnsta kosti finnst mér það. Og áreiðanlega er það ein- hver sem þekkti Fioru. Fólk l'eggur varla svo mikið á si.g til þess að myrða alókunnuga manneskju. Þessi einkaritari, hann Dodson, þekkti hana Mká, en hvaða tilgang gæti hann hafa haft? Þetta leit alll't svo blátt áfram og heiðarlega út, sagði Cal, ein.s og viðutan. — í þýðingu Páls Skúlasonar. Nema Dodson sjáltfur. Lögregl- an tók annars þetta pilluglas heima hjá mér og svo appelisínu safann. Það var það, sem frú Gunningham var að segja mér i símann i gærkvöldi. Hann hvessti á hana augun. — Hvað er að? — Það er komið annað glas! Jenny tók það upp úr veskinu sínu. Hann tók glasið. Hvar var þetta? Hún flýtti sér að segja hon- um það. — En ég er bara ekki viss um það, lauk hún máli síniu. Ég er ekki vi'ss um neitt. Glas- ið getur vel hafa verið þarna fyrir. Hvers vegna æptirðu ekki upp? Öskraðir? Fellldir lamp- ann eða stól. Ég var þarna í næsta herbergi. Hvers vegna gerðirðu það ekki ? — Mér datt í hug að kalla á þig. En þarna var enginn mað- ur. Og svo var lögregluþjónn- inn í húsinu. — I-Iann getur hafa sofnað og hefur senniliega gert það. Jenny rak upp skjálftakend- an hlátur. — Það er eims og þessi tómu glös séu farin að sækja að mér. Það er ekk; nema ei.tot, sem get ur gert þetta skiljanlegt — og varia þó. Það er í samfoandd við kvöldið, þegar . . . Þú manst, velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Ósmekkleg og heiinsku- leg blaðaniennska Sigurður Magnússon, skrifar: ,,í sl. viku fór biskup landsins, hr. Sigurbjöm Einarsson, þess á leit við presta landsins, að þeir fflyttu þænargjörð við guðsþjónustu í dag vegna hinna hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað í Vestmanna- eyjum. Biskupinn kom þessum tilmælum á framfæri m. a. i gegnurn fjöJmiðla, svo sem eðii legt er. Dagblaðið Þjóðviljinn greinir frá þessum tilmælum biskups með örfáum línum undir fyrir- sögninni: ,,Guð með í spilinu". Þessi framsetning þarf engr- ar skýringar við. Ótrúlegt er, að málið sé þaninig afgreitt i blaðinu af lítiJsvirðingu við biskup landsirts, sem svo áþreif anlega hefur skapað sér traust hjá alþjóð með vitsmunum sín- um og hæfileikum á ýmsum öriagastundum og við hátiðleg tækifæri. Er þá naumast önnur skýr- ing eftir en sú, að blaðamaður- inn vill með framisetningu sinni gera sem minnst úr áhrifum bænarinnar og guðstrúarinnar á afdrifaríkum tiimum. Ætla má einnig, að hann hafi ekki kynnzt þeim áhrifum af eigin raun. Ekki skal hér fjallað meira um þessa tegund blaða- mertnsku. Hins vegar er gott að minn- ast þess, ekki sízt vegna hinnar ungu og upprennandi kynslóð- ar, að gegnuim „Islands þúsund ár“, og þá ekki siður i hinni hörðu og áihættusömu sjósókn Vestmannaeyinga, hefur trúar- vissan og áhrif hinnar hijóð- látu bænar verið snar þáttur í tífsbaráttu þjóðarinnar og hvers einstaklings. Slí'k trúai’visisa hefur verið og verður undirstaða þess æðru leysis, kjarks og sálarróar, sem mest mæðir á, þegar erfiðieikar og mótlæti verður hvað miest. Sunnudaginn, 28. jan. 1973, Sigiirður Magnússon.“ • Ruglið ekki vandamál- um vegna eldgossins saman við almenn efnahagsvandamál Laufey Einarsdóttir skrifar: ,,Kæri Velvakandi! Ég geri ráð fyrir að nióg sé skrifað um úrræði tii þeiss að ráða bót á þvi fjárhagsvanda- miáli, sem orðið er vegna nájt- úruhamfaranna i Vestmanna- eyjum, en mér finnst rí'kis- stjórn vor ekki bregðast rétt við, ef hún ætUar að fara að hlanda þessu saiman við almenn efnahagsvandamál þjóðarbús- íns, sem flest eru til orðin, síð- an núverandi ríkisstjórn tók við, vegna þeirrar óreiðu, sem hefur verið á öllu, síðan hún tók til starfa. Nei, hér á að bregðast öðru- vísi við. Eins og allir vita, þá er hér ekki um neinn aumingja Skap eða betl að ræða, þannig að engin slröimm er að þvi að taka við hverri þeirri hjálp, sem býðst. Finnst mér, að sjálf sagt sé að þiiggja hjálp allra þeirra, sem hjálpa vilja. Við er- um ávallt reiðubúin að hjálpa þeim, sem fyrir áföllum verða og hvers vegna skyldium við þá ekki geta tekið á móti, þegar um Sliíkt er að ræða hjá okkur sj'álfum. • Vestmannaeyingar þurfa ekki að láta ráðstafa sér Svo er sjálfsagt, að allir ís- lendingar leggi fram sinn skerf, en ekki mieð meimum slí'kum álögum, sem stjórnin gerir ráð fyrir, nema þá ef tifl vill útsvars álögnm, a3 vissu marki. Ég er viss um, að svo margir vilja (og hafa) gefið stórar upphæð- ir í þessu Skyni og von er á meiru. Lofum svo Vestmanna- eyingum sjáltfum að hafa sem mast hönd í bagga við að ráða fram úr vandamálunum, eins og þeir sjálfir kjósa. Þeir eru meim tU þess, það liafa þeir sýnt á ölltim timiim, og þurfa ekki að láta ráðstaJa sér. Hitt er svo annað mál, að aWir Vest- mannaeyingar eru að vonum mjög þakklátir fyrir miann- björgina, sem Almannavarna- ráð stóð fyrir. Ekki verður um villzt að rétt var að farið og það verður alidrei fulliþakkað. Laufey Einarsdóttir.“ • Fjáröflunarleiðir Lárus Þórarinsson skrifar m. a. á þessa leið: eva* eva* eva* eva* eva* eva* eva w IÍTSALA ••evaw „Rætt er um fjáröflunarleiðir til hjálpar hinum fjölmörgu Vestmannaeyingum, sem nú eiga í erfiðleifeuim. í því sam- bandi langar mig að benda á fjáröflunarieið: Er efeki eðliiegt að taka skatt af hverjum seld- um fanmiða með fiugvélium ef og þegar efnt. er til hringferða- yfir Heimaey fyrir ferðafólk og getfa því þannig kosit á að leggja fram nokkum skerf fyr- ir að fá að skoða nátlbúruham- farirnar í Vestmannaeyjum? I len.gra miáli væri hægt að gera frekari grein fyrir rökstuðningi að þessari tillögu, en ég vona að Velvakandi komi henni á fraimtfæri við t. d. einhvem hinna mörgu sjóða, sem nú eiga að hjálpa." 1 sama streng er tekið í bréfi frá Jóni Thorlacius. Hann bend ir á fjáröfiunarieið, sam fóLgin yrði í þvi að mynid aif gosinu yrði þrykkt á efni og síðan saumaðir úr því öskpokar, sem í vœri látin aska úr goss.töðv- unum í Heimaey. Vafaldtið væri hér um að ræða tekjuleið til efl ingar hinurn frjálsu samis'feot- um, sem styðja eiiga við bakið á Vestmannaeyimgum. Veizlumatur Smurt brnuð og Snittur SÍLD SFISKUH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.