Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 4
MORGtTNBLAÐIÐ, í»RIÐJUDAGU'R 8. MAÍ 1973 Fa niL.i 4 \ ^ 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL ‘E' 21190 21188 \a 25555 mUHBIH BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 FERÐABfLAR HF. BMaleíga — simi 81260 Tveggía manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópterSabíiar (m. bílstjórum). SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LtlOAH AUÐBREKKU 44-46. % VVSÍMI '42600. AV/S _____SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 BÍLALEIGAN 'felEYSIR \>....- CARRENTAL HÓPFERÐIR leigu í lengri og skemmri rðtr 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingímarsson, símar 86155 og 32716. Hf Útboð fcSAMNINGAR TilboðaðRun — samntngagerð. Sðteyjergðtu 17 — almi 13683. Ólafur Cromwell SKÖMMU eftir þingslit breytti ríkisst.jórnin gengi krónunnar og setti bráöa- birgðalög um niðurfærslu á kaupgfreiðsluvísitölunni. Áð- ur liafi stjórnin klifað á því, að ekki lægrju fleiri niál fyr- ir, er þyrftu að koma til kasta þingsins. En fjórum dögum eftir að þingmenn eru sendir heim, eru gerðar ráð- stafanir, sem Ijóst er, að þnrfti all góðan tíma til að undirbúa. Ólafur Jóhannes- son hefur formað þá ein- stæðu reglu með fram- ferði sínu, að eigin rikis- stjórnin ekki stuðning Al- þingis þá skuli þingið fara frá en ekki rikisstjómin. Og miklu hreinlegra hefði verið af forsætisráðherrannm, að fara ekki á bak við þingið með því að segja að engar ráðstafanir væm á döfinni. Það hefði verið viðeigandi að hann hefði tekið sér i mnnn orð nafna síns Cromwells, er hann rak sitt þing heim, en ttann sagði þá: „Yon have sat to long here for any good yon have been doing. Depart, I say, and lét us have done with you. In the name of God, go!“ (I»ið hafið of lengi setið hér til einskis. Hverfið á brott, segi ég, og látið ekki sjá yður. I gnðs nafni farið.) Reyndar ættu orð sem þessi að vera þau fyrstu, sem Alþingi beinir að rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, er þingið kemur sam- an á ný. !»á myndi þingið endurheimta að nokkru fyrri reisn, en óneitanlega hefur það sett ofan i vetur, fyrst það gætti ekld skyldu sinnar. Nú ríður á „Alþýðubandalagið mun hvað sem öðrum líður knýja fast á um að framfylgt verði markaðri stefnu núverandi rikisstjórnar og flokkanna allra, sem að henni standa, brottför hersins. I>að olli vissulega vonbrigðum, að miðstjórnarfundur F'ramsókn arflokksins skyldi ekki treysta sér til að kveða skýrt á um það, fyrir hvaða tima formlegar viðræður við Bandaríkjamenn skyldu hefj- ast, en nteðan ekki er öll nótt úti skal þess þó vænzt, að hér sé aðeins um óeðlilegt hik að ræða, en ekki stefnu- breytingu. Úr því fæst skor- ið á næstu vikum og mánuð- um og mun Alþýðubandalag- ið iáta reyna á málið til þraut ar.“ Tilvitnuð orð eru úr leið- ara Þjóðviljans sl. sunnudag. Af þessum skrifum má Ijóst sjá, að kommúnistar ætla nú að láta sverfa til stáls í ör- yggismálum þjóðarinnar. — Riður því á fyrir þá Islend- inga, sem tel.ja öryggi lands síns einhvers virði, að þjappa sér saman og standa fast sam an gegn tilraunum kommún- ista til að gera landið varn- arlaust. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 Id. 10—11 frá mánndegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. STYRKUR TIL VEITINGAMANNA I EYJUM Sigríður Guðmundsdóttir, Tjarnarbóli 14, Seltjamarnesi, spyr: „Er búið að afhenda upp- hæð þá, er veitingamenn í Danmörku gáfu til styrktar veitingamönnum í Vestmanna eyjum? Og ef svo er, hverj- ir hlutu þá þennan styrk? Hafsteinn Baldvinsson, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, svarar: „Þessi fjárhæð barst frá veitingasamböndum í Finn- landi og Danmörku og er búið að úthluta henni til allra fjögurra veitingastaða í Vestmannaeyjum. Hafa þrir þeirra fengið afhentan sinn hluta, en sá fjórði á eftir að sækja hann.“ VALD ÚTVARPSSTJÓRA — AUKAGREIÐSLUR TIL STARFSMANNA Steingrímur Davíðsson, Hof teigi 18, spyr: „1- Hvert er vald útvarps- stjóra? Hefur hann t.d. ekk- ert vald í sambandi við hvað flutt er i útvarpinu? 2. Er föstum starfsmönn- um hjá útvarpinu borgað sér staklega fyrir þau erindi og kvæði, sem þeir flytja i út- varp? T.d. fá svokallaðir fréttaskýrendur sérstaka greiðslu? Ef svo er, hve mik- ið fá þessir starfsmenn greitt aukalega?" Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, svarar: „1. Útvarpsstjóri annast rekstur Ríkisútvarpsins, þar á meðal undirbýr hann og stjómar framkvæmd dag- skrár, þ.e.a.s. dagskrárskrif- stofur eru undir stjóm hans. Hins vegar tekur útvairpsráð ákvarðanir um tilhögun út- varpsefnis i höfuðdráttum og leggur fullnaðarsamþykkt á dagskrá, áður en hún kemur til framkvæmda, og eru ákvarðanir þess um útvarps- efni endanlegar. 2. Fastir starfsmenn út- varpsins fá greitt fyrir það efni, sem þeir flytja í dag- skrá, ef það fellur ekki und- ir skyldustörf þeirra, og hef- ur svo jafnan verið. Frétta- skýringar eru taldar til dag- skrárliða utan frétta og því greiddar sérstaklega. Greiðsl- ur fara eftir því, hve mikið framlag hvers og eins er til þáttanna." VEIÐI Á SELVOGSBANKA Kristján Halldórsson, Lauf ásvegi 36, spyr: „1. Var það að ráði Jóns Jónssonar, fiskifræðings, og annarra fiskifræðinga, að frið aða svæðið á Selvogsbanka var opnað til veiða núna fyr- ir páskana? 2. Er það rétt að í þeim affla, sem borizt hefur á land í Grindavík og Þorlákshöfn undanfama daga séu engin merki þess, að hrygning hafi verið byrjuð hjá þorski á Sel- vogsbanka 20. þ.m.?“ Jón Jónsson, fiskifræðing- ur, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar, svarar: „1. 1 reglugerð um fisk- veiðilandhelgi íslands frá 14. júli 1972 var m.a. ákvæði um svæði á Selvogsbanka, sem lokað skyldi fyrir togveiðum 20. marz til 20. apríl árhvert. Síðan var þessu breytt á þá lund að friðunin nær tii allra veiðarfæra. Opnun hólfsins eftir 20. apríl er því gerð sam kvæmt ofangreindri reglu- gerð án þess að til kæmi um- sögn Hafrannsóknastofnunar- innar. 2. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var síðast við rannsóknir á Selvogsbanka dagana 14.—16. apríl sl. Af þeim þorski, sem þá var rann sakaður á þessu svæði voru tæplega 49% að hrygna. Á Eldeyjarbanka voru tæplega 58% að hrygna af þeim þorski sem þar var athugaður dag- ana 17. og 18. apríl. 1 sýnis- homi af þorski frá Selvogs- banka 25. april, sem athugað var af mælingamanni Haf- rannsóknastofnunarinnar I Keflavík voru 65% farin að hrygna. Rétt er að geta þess að hrygning hvers einstaklings tekur nokkum tíma; er tal- að um allt að 2—3 vikur. Að- eins hluti eggjanna þroskast I einu, rúmmál þeirra eykst svo mjög að ekki kemst nema hluti af fullþroskuðum eggj- um fyrir í hrognasekkjunum. Nokkrar sveiflur eru á því frá ári til árs hvenær megin- hrygning þorsks fer fram og virðist hrygning vera með seiruna móti i ár.“ ROY WOOD — Presley ætti að syngja lögin mín! ★ Gamalt rusl frá Elvis? Roy Wood, lagasmiður, gít- arleikari og söngmaður með meiru, fyrrum stýrimaðiir hljómsveitanna Move og Elec- tric Ught Orchestra og nú frcmstnr í flokki i hljóm- sveitinni Wizzard, hefur sam ið þrjú lög fyrir Elvis Prest- ley, til að Iífga upp á lagaval Prestleys, sem hefur að sögn Woods að tindanförnu gefið út á plötum „gamalt rusl“. Roy mun fljúga til Banda- ríkjanna 14. maí n.k. með lög- in þrjú upp á vasann. Hann mun horfa á hljómleika Presöeys og hitta hann síðan á eftir og afhenda honum lög- in. Það var Carlin Music-tón- listarútgáfufyrirtækið, sem bað Roy Wood um að semja lögin þrjú fyrir Presley, og Roy hristi þau fram úr erm- inni í vikunni eftir páska. „Ég samdi tvö gamaldags rokklög og eitt rólegt lag. Ég hef aldrei séð Presley á hljónileikum áður, en ég hef verið mikill aðdáandi hans ár um saman. Mig hefur langað til að semja eitthvað fyrir hann um langt skeið, þvi að mér finnst þessi tónlist, sem hann er að hljóðrita, vera röng tegund. Hann hefur sent frá sér gamalt rusl að und- anförnu og hann ætti að syngJa lögin mín í staðinn.“ ★ Vart viðbúnir frægðinni! Eins og kom fram í blaðinu á laugardaginn, er brezka hljónisveitin Geordie frá New castle í 6. sæti vinsældalistans með lagið „All because of you“, og er þetta í fyrsta skipti, sem hljómsvcitin kemst á brezka vinsældaiistann. — Ekki virðist hljómsveitin al- veg viðbúin að mæta frægð- inni, því að á hljómleikiini hl,jómsveitarinnar í bænum Torqnay fyrir skömmu hrundi söngvarinn, Brian Johnson, í gólfið, örþreýttur og með heiftarlegar magakval ir. Hann var í snatri fliittur í sjúkrahús, grunaður um botn langakast, en reyndist hafa fengið matareitrun. Hann hef ur nú náð sér og er kominn á kreik að nýju — og er út- hvíldur. ★ Grech með nýja hljómsveit Ric Grech, bassaleikarinn, sem varð frægur á svip- stundu er hann var fenginn úr liljómsveitinni Family yfir i stórhljómsveitina Blind Faith, sem tók við af Cream. Ferill þeirrar hljómsveitar varð í skemmra lagi og síðan hefur lítið borið á Grech. Hann er nú búinn að stofna nýja hljómsveit — vantar bara söngvarann — og með honum eru þeir Poli Palmer, sem áður var í Family, trommulcikarinn Mitch Mit- chell, sem eitt sinn lék með Jimi Hendrix, og gítarleikar- inn Joe Jamnier. Þeir félagar höfðu upphaflega boðið Gra- ham Bell að gerast söngvari hljómsveitarinnar, en hann tók ekki því tilboði. Því ec hljómsveitin enn án söngvara — og reyndar án nafns líka. IHL1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.